Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 I dagsins önn Eg vil vekja athygli útvarps- hlustenda á einstaklega nota- legum útvarpsþáttum sem eru á dagskrá rásar 1 rétt upp úr hádeg- inu á virkum dögum og bera yfír- skriftina í dagsins önn. í þáttum þessum eru ýmis svið mannlegrar tilveru krufín og þá kannski öðru fremur einkaheimur manneskjunn- ar. Hafa þáttarstjórar til dæmis beint athyglinni að heilsuvemd og síðastliðinn fímmtudag voru efri árin á dagskrá. Ég sakna þátta sem þessara í dagskrá sjónvarps en þar fínnst mér áherslan einkum lögð á afreksíþróttir og harðskeyttan fréttastíl fremur en að hin innri svið manneskjunnar séu skoðuð. Á rás 2 situr svo tónlistin og kátínan í fyrirrúmi. Nú, en það verður víst hver að fljúga eins og hann er fiðr- aður og svo ég víki aftur að þátta- röðinni í dagsins önn þá stýrði Ásdís Skúladóttir fyrrgreindum þætti um efri árin er var á dagskrá síðastliðinn þriðjudag. Efri árin í þættinum ræddi Ásdís við Rögnu Sigríði Gunnarsdóttur, sem er reyndar ekki nema 57 ára gömul og býr í Kópavogi. Ragna Sigríður er sum sé á besta aldri og skildi ég ekkert í fyrstu hvers vegna Ásdís Skúladóttir kvaddi hana til reki- stefnu um efri árin. En Ásdís er ekki öll þar sem hún er séð og smám saman skildist mér hvert þær stöllur stefndu með umræðunni. Ragna Sigríður er af Jökuldal og kát eftir því. Hún horfir ekki bara óttalaus fram til elliáranna heldur beinlínis með tilhlökkun „ ... ég hef alltaf verið löt og það er raunar stórkostlegt gleðiefíii að geta hætt brauðstritinu og horfíð að áhuga- málunum“. Og af áhugamálum á Ragna Sigríður nóg, hún stundar garðyrkju af kappi og les reiðinnar ósköp, situr raunar sjálf við skriftir, og hefír nýlega sent frá sér ljóða- bók og þá kemur hún fram á skemmtunum með sjálfsprottna leikþætti. Gerði Ragna Sigríður sér reyndar lítið fyrir í spjallinu við Ásdísi og lék einn slíkan af fíngrum fram við mikinn fögnuð undirritaðs. En Ragna Sigríður horfír ekki aðeins óttalaus fram til ellinnar heldur og til hins óhjákvæmilega: Ég hef alltaf verið ákaflega trúuð og hef talið annað líf jafnsjálfsagt og þetta líf og hef reyndar fengið ýmsar vísbendingar... Óttalaus elli Svo mörg voru þau orð hinnar fjölhæfu og lífsglöðu konu af Jök- uldal. Alþýðukonu, sem hefír aldrei stigið út fyrir landsteinana enda „ .. .nenni ég ekki að strita allt árið fyrir slíku fari en fer aftur á móti heim í Fljótsdalshérað á hveiju ári því þar sé ég alltaf eitthvað nýtt.“ Útvarps- og sjónvarpsmenn ættu að beina athyglinni í vaxandi mæli að slíku alþýðufólki er við finnum hvunndags á fömum vegi og ræða við þetta fólk um hversdagsamstrið og áhugamálin en einnig ýmsar grundvallarstaðreyndir lífsins. Mér varð annars hugsað er ég hlýddi á rabbið við Rögnu Sigríði til stór- merkrar greinar er Amór Egilsson læknir á Hellu ritaði hér í Lesbók þann 14. júní og nefndist Óttalaus elli. í þessari ágætu grein færir Amór rök að því að ellin sé orðin að ásköpuðu félagslegu vandamáli hér á Vesturlöndum. Það er ekkert í eðli öldmnar, sem ástæða er til að óttast. Þetta merki „vandamál", sem oftast er sett á ellina, er félags- leg ásköpun því að það er ekkert náttúrulegt við „vandamál" öldr- unar. Mér fannst viðtalið við Rögnu Sigríði Gunnarsdóttur sanna þessa kenningu læknisins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP ÚTVARP LAUGARDAGUR 28. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur. Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir.Tónleikar. 8.30 Fréttiráensku. Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóösdóttir skemmtir ungum hlustendum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. Tónleikar. 10.30 Sigild tónlist a. „Orfeus í undirheimum," forleikur eftir Jacques Offen- bach. Fílharmoníuhljóm- sveitin í Berlin leikur; Her- bert von Karajan stjórnar. b. Giuseppe de Stefano syngur lög frá Napoli meö Nýju sinfóníuhljómsveitinni, lller Pattacini og Dino Oliveri stjórna. 11.00 Frá útlöndum — þáttur um erlend málefni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar.Tónleikar. Af staö. Björn M. Björgvins- son slærá létta strengi meö vegfarendum. 13.50 Sinna. Listir og menn- ingarmál líöandi stundar. Umsjón; Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir og Þorgeir Ólafs- son. 15.00 Frá austurríska útvarp- inu. Oktett í F-dúr eftir Franz Schubert. Kammersveitin i Vinarborg leikur. Formáls- orö flytur Guömundur Gils- son. (Hljóöritaö á Tónlistarhátiö- inni í Bregenz sl. sumar.) 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.Tónleikar. 16.20 Sínhúe. Séra Sigurjón Guðjónsson les egypska fornsögu í eigin þýðingu. 17.00 Barnaútvarpiö. Umsjón: Kristin Helgadóttir. Aöstoö- armaður: Sigurlaug M. Jón- asdóttir. 17.40 Tríó í e-moll eftir Svein- bjöm Sveinbjörnsson. Þor- valdur Steingrímsson, Pétur Þorvaldsson og Ólafur Vign- 16.00 íþróttir. 17.20 Búrabyggö (Fraggle Rock) 22. þáttur. Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeins- son. 17.60 HM íknattspyrnu - 3. sætiö. Bein útsending frá Mexíkó. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veöur. 20.26 Auglýsingar og dag- skrá. 20.36 Kvöldstund með lista- manni - Björgvin Halldórs- ir Albertsson leika. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni. Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K. M. Peyton. Silja Aöalsteins- dóttir les þýöingu sína (8). 20.30 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjami Marteinsson. 21.00 Úr dagbók Henrys Holl- and frá árinu 1810. (Þriðji þáttur.) Tómas Einarsson tók saman." Lesari meö honum: Snorri Jónsson. 21.40 íslensk einsöngslög. Kristinn Hallsson syngur. Árni Kristjánsson leikur á pianó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- son. Jónas R. Jónsson ræöir við Björgvin Halldórsson tón- listarmann, sem flytur nokk- ur laga sinna i þættinum. Stjórnandi upptöku: Bjöm Emilsson. 21.10 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) 6. þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur í 24 þáttum. Aðal- hlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýðandi Guöni Kolbeins- son. undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka. Þáttur i umsjá Sigmars B. Hauks- sonar. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. &T LAUGARDAGUR 28. júní 10.00 Morgunþáttur Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 21.35 Ljónáveginum (Avanti) Bandarísk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri: Billy Wilder. Auöjöfur nokkur, sem er í fríi á Ítalíu, fellur frá og kemur þaö í hlut sonar hans aö endurheimta jarðneskar leifar hans. Brátt kemur í Ijós aö ítalskir skriffinnar eru honum þrándur í götu, en hann er ekki einn um vand- ann. Þýöandi Kristmann Eiösson. 23.55 Dagskrárlok. 00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. 14.00 Viörásmarkiö Þáttur um tónlist, iþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Ein- ar Gunnar Einarsson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Emi Erlingssyni. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Áheimaslóöum Þáttur með islenskri tónlist og spjalli viö fólk úti á landi. Umsjón. Ragnheiöur Dav- íösdóttir. 18.00 Hlé 20.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk i umsjá Finnboga Marinós- sonar. 21.00 Milli stríða Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum 1920-1940. 22.00 Framhaldsleikrit: „Villi- dýriö í þokunni" eftir Mar- gery Allingham í leikgerö Gregory Evans. Þýðandi: Ingibjörg Þ. Stephensen. Leikstjóri: Hallmar Sigurðs- son. Fjóröi þáttur endurtek- inn frá sunnudegi á rás eitt. 22.33 Svifflugur Stjómandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt meö Helgu Guörúnu Eiríks- dóttur og Júlíusi Einarssyni. 03.00 Dagskrárlok. íþróttafréttir eru sagöar í þrjárminúturkl. 17.00. QL SJÓNVARP LAUGARDAGUR 28. júní Fyrir— myndar- faðir ■■ÉH Fyrirmyndar- O "I 10 faðir, sjötti þátt- ^ 1 — ur bandaríska gamanmyndaflokksins, sem er 24 þættir alls, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Með aðalhlutverk fara Bill Cosby og Phylicia Ayers- Allen en þýðandi er Guðni Kolbeinsson. Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby Ljón á veginum ■■■■ Ljón á veginum 91 35 (Avanti!), -1- bandarísk bíó- mynd frá árinu 1972 er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Leikstjóri er Billy Wilder. Auðjöfur deyr í slysi á ítal- íu þar sem hann dvelst í fríi og kemur það í hlut sonar hans að ná í líkið og fljrtja það til Bandaríkj- anna. Italskir skriffinnar reynast honum Þrándur í — bandarísk bíómynd götu og hann kemst á snoðir um að dvöl föður hans á Ítalíu var ekki ein- ungis til að njóta náðugra daga. Kvikmyndahandbók- in gefur þessari mynd þrjár stjömur og telur hana mjög góða. Laugardagsvaka ■■■■ Laugardags- 20 vaka 1 umsjón Sigmars B. Haukssonar er á dagskrá rásar eitt í kvöld. M.a. segir Hilmar Oddsson kvikmynda- gerðarmaður frá borginni Cannes sem fær á sig allsérstæðan blæ þegar kvikmyndahátíðim- ar em haldnar þar. Þá flykkjast til borgarinnar allir þeir sem ala með sér draum um að komast áfram á vettvangi kvik- myndanna, eða hafa þegar gert garðinn frægan. Þá verður sagt frá riti sem út kom árið 1917 eftir „Ing- unni“ sem kölluð var spá- kona. Þar er gerð grein fyrir því hvemig segja má fyrir um skapgerð og lund- arfar manna með því að skoða í lófa þeirra og hvemig þeir bera sig. Bóra— byggð Búrabyggð er á dagskrá sjónvarps síðdegis í dag. ■■ Búrabyggð, 1 rj 25 brúðumynda- A I — flokkurinn vin- sæli eftir Jim Henson, er á dagskrá sjónvarps i kvöld. Þetta er 22. þáttur og enn sem fyrr lenda búramir í margvíslegum ævintýmm. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.