Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Vörður 60 ára í ár Skálinn við Tjaidvatn. Myndimar tók Einar Þ. Guðjónsen. heitinn Jónasson, fjallabílstóri, á ferðum sínum og þar með urðu ferðir í Veiðivötn mun auðveldari. Margar sögur eru sagðar af ferð- um Guðmundar með útlenda ferðamenn. Það mun hafa verið einhveiju sinni á Hófsvaði, að Guðmundur óð út í til að finna góða leið yfir. Útlendu ferða- mennimir horfðu í andakt á Guðmund vaða út í á litlum stíg- vélum og smám saman hækkaði vatnið. Alltaf óð Guðmundur dýpra og dýpra og var að lokum kominn upp fyrir mitti. Kemur þá aðvífandi stór jeppabifreið og ekur viðstöðulaust út í ána og framhjá þeim stað, er Guðmundur var. Ferðamennimir sáu að vatnið var ekki dýpra en svo, að rétt vatnaði yfir felgumar á jeppanum. Þá kom í ljós að Guðmudur hafði verið á hnjánum í vatninu. Þetta átti Guðmundur til, fyrst og fremst til þess að gefa útlending- um kost á góðu myndefni og jafn- vel til að mikla örlítið fyrir þeim aðstæður. Frá fomu hefur verið sæluhús við Tjaldvatn og var það jafnan nefnt Tjarnarkot. Þama gistu bændur sem stunduðu veiðiskap í og við vötnin. Landsmenn sóttu bæði fisk í vötnin og veiddu álftir í sámm. Nú sækja ferðamenn nokkuð í Veiðivötn, enda er þar ágæt veiði. Hins vegar verður að Varðarferð í Veiðivötn BROTIÐ er nú blað í ferðum landsmálafélagsins Varðar og fanð utan hinna hefðbundnu leiða um Suðurlands- og Borgarfjarðar- byggðir og lagt í Veiðivötn á Landmannaafrétti. Varðarferðin verður farin laugardaginn 5. júlí undir leiðsögn Einars Þ. Guðjóns- en. Þetta er í 33. sinn sem efnt er til Varðarferðar og hafa á þeim tíma aðeins tveir menn verið aðalfararstjórar, Arni Óla, blaðamaður, og Einar Þ. Guðjónsen. Varðarferðir hafa ætíð notið vinsælda meðal Sjálfstæðismanna. Fjölmennasta ferðin, sem farin hefur verið, var 1977, en í hana fóru um 1100 manns og lá leiðin m.a. í Sigöldu. Tilhögun Veiðivatnaferðar Varðar er á þessa leið: Lagt verð- ur af stað frá Valhöll við Háaleit- isbraut klukkan 8 að morgni, laugardaginn 5. júlí. Farið verður sem leið liggur austur fyrir fjall, í gegnum Selfoss, upp Skeiðin, um Gnúpveijahrepp og í Þjórsárd- al. Áð verður um klukkan ellefu í skóginum við Skriðufell. Þar mun Jónas Bjamason, formaður Varðar, flytja ávarp. Að því loknu verður haldið áfram upp úr Þjórs- árdal, um Hrauneyjarfossvirkjun og Sigöldu og þaðan inn á Veiði- vatnaleið. Haldið verður rakleiðis að Tjaldvatni í Veiðivötnum þar sem verður stoppað í tvo tíma. Einar Þ. Guðjónsen mun þar segja frá staðháttum og Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og íjármálaráðherra, mun flytja ræðu. Frá Tjaldvatni verður ekinn hinn svonefndi Veiðivatnahringur, hringleið milli hinna fjölmörgu vatna á þessum slóðum. Þá verður ekið niður í Landsveit og áð í Galtalækjarskógi. Komið verður aftur til Reykjavíkur um kvöld- matarleytið. Unaösreitur á hálendinu „Sumir halda að Veiðivötn séu einhvers staðar langt uppi á há- Iendi og þangað sé ekkert annað að sækja en veiði. Því fer þó víðs fjarri. Veiðivötn eru unaðsreitur á hálendinu. Þangað er örskammt úr byggð á góðum vegi,“ sagði Einar Þ. Guðjónsen, aðalfarar- stjóri í Varðarferðinni. „Þama er ákaflega fagurt og indælt að dvelja. Þetta er að vísu uppi á hálendinu, en þangað ligg- ur mjög góður vegur, raunar fær öllum bflum." Það var hugmynd Einars að breyta formi Varðarferðarinnar að þessu sinni. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að kjmna þennan fagra stað fyrir þeim sem vilja og hvetja fólk til ferðalaga. Leiðin sem nú er farin í Veiði- vötn liggur úr Sigöldu, eins og áður sagði. Áður fyrr var farið •yfír Tungnaá á svokölluðu Hófs- vaði. Það vað fann Guðmundur kaupa veiðileyfí á Skarði í Land- sveit. Miðar í Varðarferðina verða seldir í Valhöll á miðvikudag til föstudags í næstu viku og kostar farið kr. 700 fyrir manninn, kr. 400 fyrir böm frá 6 ára aldri. í Morgunblaðinu næsta miðvikudag verður fjallað um Veiðivötn í greinaröðinni Áfangastaður. Myndin er tekin í Fossvatnahrauni. Myndin er tekin í Pyttlum, en það er svæðið skammt sunnan og austan við Tjaldvatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.