Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 39 Karla- og kveiinalandsliðið sem spilaði á Norðurlandamótinu f Nor- egi. Efri röð frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Björn Theodórsson forseti Bridssambands tslands, Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson. Fremri röð: Soffía Guðmundsdóttir, Dísa Pét- ursdóttir, Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Batnandi hagur V erslunarfélags Austurlands Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Spilað var sumarbrids deildarinn- ar þriðjudaginn 24. júní og að þessu sinni í tveimur riðlum. Hæstu skor fengu þessi pör: A-riðill Sigmar Jónsson — HögniTorfason Drífa B. Ólafsdóttir 182 — Véný Viðarsdóttir Erlendur Björgvinsson 177 — Hallgrímur Márusson Svava Asgeirsdóttir 172 — Þorvaldur Matthíasson B-riðill Hjörtur Cyrusson 171 — JónOddsson Andrés Þórarinsson 131 — Halldór Þórólfsson Þorfínnur Karlsson 130 — Steingrímur Jónsson Hulda Hjálmarsdóttir 126 — Þórarinn Andrewsson 123 Efstir að stigum eru þá eftirtaldir spilarar: V stig Sigmar Jónsson 10 Hulda Hjálmarsdóttir 7,5 Þórarinn Andrewsson 7,5 Véný Viðarsdóttir 5,5 Spilað er alla þriðjudaga í félags- heimili Skagfírðinga, Síðumúla 35. Keppnisstjóri er Hjörtur Cyrusson. Bikarkeppni BSÍ Leikjum í 1. umferð í Bikar- keppni Bridssambandsins er flest- um lokið. Áður óbirt úrslit eru, að sveit Baldurs Bjartmarssonar, Reykjavík, sigraði sveit Jóns Skeggja Ragnarssonar frá Homa- firði nokkuð örugglega. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar, Keflavík, brá sér í veisluhöld til Skagastrandar, og milli máltíða og drykkja var gripið í spil. Er upp var staðið hafði Jóhannes sigurinn gegn sveit Eðvarðs Hallgrímssonar. Góð ferð það, að sögn Jóa fyrirliða. Á Akureyri áttust við heimamenn undir forystu Gunnars Berg gegn sveit Sigfúsar Sigurhjartarsonar frá Reykjavík. Þeir sunnanmenn fóru með sigur af hólmi eftir frekar jafnan leik. Á Suðumesjum áttust svo við sveitir Guðmundar Kr. Þórð- arsonar (þeir eru víða þessir Guð- mundar Kr.) frá Keflavík gegn sveit Áma Stefánssonar frá Homafírði. Þar skildu aðeins 5 stig á milli, Guðmundi í hag, að leik loknum. Annar jafn leikur var upp á Skaga, þar sem áttust við sveitir Inga Steinars Gunnlaugssonar, Akranesi, gegn sveit Þóris Leifsson- ar úr Borgarfirði. Þar munaði 3 stigum, Inga Steinari í hag, er upp var staðið. Og eini óspilaði leikurinn sem eftir er úr 1. umferð, er leikur sveita Eymundar Sigurðssonar, Reykjavík, gegn sveit Gylfa Páls- sonar frá Eyjafírði. Verði þessum leik ekki lokið fyrir næstu helgi, dæmast báðar sveitimar úr leik og andstæðingur þeirra í 2. umferð (Hörður Pálsson, Akranesi) kemst beint í 3. umferð. Vonandi ná menn þessu. Það skal ítrekað hér, að tímamörk í keppnum sem þessum eru til að halda þau, með lág- marksundantekningum þó. Frestur þeirra Eymundar og Gylfa frá boðuðum tíma verður þá 11—12 dagar. Og í framhaldi er minnt á að 2. umferð skal vera lokið fyrir 16. júlí. Þann dag verður svo dregið í 3. umferð (16 sveita úrslit). Fyrir- liðar eru enn á ný minntir á að gera skil á keppnisgjaldi fyrir bikar- keppnina, sem er kr. 4.000 pr. sveit. Koma má greiðslu til BSI í pósthólf 156, 210 Garðabæ, eða beint til Ólafs Lárussonar, í Sumar- bridge á þriðjudögum og fímmtu- dögum, eða á skrifstofu BSÍ í Laugavegi 28. (Frá Bridssambandinu.) Egilsstöðum. AÐALFUNDUR Verslunarfélags Austurlands hf. var nýlega haldinn í Samkvæmispáfanum í Fellabæ. í skýrslu framkvæmdastjóra, Sigurð- ar Grétarssonar, kom m.a. fram að hagur félagsins vænkaðist verulega á síðasta reikningsári. Veltuaukn- ing í verslunum félagsins varð um 42% eða u.þ.b. 7% umfram hækkun framfærsluvísitölu. Þá varð veruleg aukning á sauðfjárslátrun í slátur- húsi félagsins á síðasta ári eða um 17%. Árið 1985 er fyrsta starfsár Verslunarfélags Austurlands eftir að rekstrarfyrirkomulagi þess var breytt úr samvinnufélagi í hlutafé- lag — en 25 ár voru þá liðin frá stofnun samvinnufélagsins. í sláturhúsi VAL var samtals slátrað 9.351 kind á síðasta ári, þar af 7.991 dilk. Fallþungi þessa sauð- §ár var 132 tonn. Nautaslátrun var með svipuðum hætti og undangeng- in ár — en hins vegar varð talsverð aukning á slátrun svína. Á aðalfundinum var lögð fram rekstraráætlun fyrir yfírstandandi ár og gerir hún ráð fyrir batnandi hag félagsins. Þá kom ennfremur fram á fundinum að framtíðarverk- efni félagsins er endurbygging slát- urhússins. Stjórnarformaður Verslunarfé- lags Austurlands hf. er Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa. — Ólafur Morgunblaðid/Ólafur Magnús Ólafsson ásamt Sigurði Grétarssyni framkvæmdastjora V erslunarf élags Austurlands. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ... ..........-.... .......-. .. ... ' . ... .......... .. ....... ...:_ Fíladelfía Hátúni 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: Bæn, lofgjörö og þakkargjörö. KROSSINN ALFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVO' I Samkomur á sunnudögum kl. 16.30. Samkomur á laugar- dögum kl. 20.30. Biblíulestur á þriöjudögum kl. 20.30. Allir vel- komnir. Muniö sumarbúðir þjóökirkjunn- -ar Laugargeröisskóla. Upplýsingar í sima 12445. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir og kvöld— ferðir Ferðafélagsins 1) Laugardag 28. júní kl. 13 - Viðey - Siglt frá Sundahöfn (v/Kornhlöðuna) til Viðeyjar. Gengiö frá Viöeyjarstofu austur á eyju þar sem byggöin var. Verö kr. 200. 2) Sunnudag 29. júnf kl. 10 - Fagradalsfjall-Núpshlíöarháls- Vigdisarveílir. Gengiö á Fagra- dalsfjall og síöan yfir Núpshlíðar- háls að Vigdisarvöllum. Verð kr. 500. 3) Sunnudag 29. júni kl. 13 - Krisuvík-Hattur-Fletta-Vigdísar- vellir. Gengið frá Krisuvik yfir Sveifluháls á Vigdísarvelli. Verö kr. 500. 4) Ath.: Þórsmörk - dagsferð kr. 800. Sumarleyfisfarþegar eru farnir aö streyma til Þórsmerkur, komiö meö og njótiö sumarleyf- isins hjá Feröafélaginu í Þórs- mörk. 5) Miövikudag 2. júli kl. 20 (kvöldferð) - Haukafjöll-Þríhnúk- ar. Ekið aö Skeggjastöðum og gengiö þaöan. 6) Miövikudag 2. júli - Þórsmörk - kl. 08.00. Brottför í dagsferö- irnar frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafélag Islands. I dag kl. 14.00-17.00 er opið hús í Félagsmiöstöö Samhjálpar, Þrí- búðum, Hverfisgötu 42. Litiö inn og við spjöllum um lifiö og tilver- una yfir kaffibolla. Kl. 15.30 tökum viö svo lagið. Allir eru hjartanlega velkomnir. Samhjálp. ÚTIVISTARFERÐIR Dagsferðir Laugardagur 28. júní Ný Reykjavíkurganga Útivistar. Hægt veröur aö sameinast göngunni á leiðinni. Brottför veröur i Grófinni kl. 10.30 þ.e. bílastæðinu milli Vesturgötu 2 og 4. Gengið verður um gömlu þjóðleiðina yfir Arnarhólinn, meðfram Rauöará að Miklatúni. Síðan framhjá Ásmundarsafni (þaö skoöaö) niður í Laugarnes og aö Sundahöfn. Kl. 14.00 er brottför úr Sundahöfn út f Viö- ey. Kaffiveitingar. Kl. 16.00 er gengið frá Sundahöfn upp Laug- ardal og frá Grasgarðinum kl. 17.00 og endað í Arbæjarsafni. Náttúrufræðingar munu slást i hópinn á leiöinni. Frítt i gönguna, en Viöeyjarferöin kostar 200 kr. og rútuferð frá Árbæjarsafni 50 kr. Sunnudagur 29. júní. Kl. 8.00 Þóremörk, einsdags- ferð og fyrir sumardvalargesti. Verö 800 kr. Kl. 13.00 Viöeyjarferö. Gengið | um eyjuna og hugaö aö fortiöinni undir leiðsögn Lýös Björnsson- ar. Kaffiveitingar i Viöeyjar- nausti. Verð 250 kr. Brottför frá Kornhlööunni Sundahöfn. Kl. 13.00 Stóra Kóngsfell - Eldborg. Skemmtileg ganga á Bláfjallafólkvangi. Verð 450 kr. Brottför frá BS(, bensínsölu. Kvöldferö i Stromphella á miö- vikudagskvöldiö. Sjáumst. Útivist Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raöauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaösins 1986 á jörðinni Miklholti, Hraunhreppi, talinni eign Vals Gunnarssonar, fer fram að kröfu Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl., Sveins Skúlasonar hdl., Jóns Egilssonar lögfr., Tryggingastofnunar ríkisins og Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálf ri fimmtudaginn 3. júlí nk. kl. 14.00. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Húsmæðraorlof Húsmæðraorlof í Gullbringu- og kjósasýslu verður vikuna 14.-21. júlí í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Bæjar- og sveitastjórnarskrif- stofur gefa upplýsingar um nöfn og síma- númer nefndakvenna. Nauðsynlegt er að pantanir berist sem fyrst. Nefndin. Húsnæði óskast Óskað er eftir 2ja-3ja herbergja íbúð fyrir reglusaman og öruggan aðila. Meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 611273. Sumarferð Varðar 5. júlí- 1986 íVeiðivötn Sumarferð Landsmálafélagsins Varöar verður farin þann 5. júlí nk. Aö þessu sinni liggur leiöin til Veiðivatna. Lagt veröur af staö fró Sjálfstæöishúsinu Valhöll kl. 08.00. Morgunkaffi verður drukkið í Þjórsárdal. Siðan liggur leiðin um aðalvirkjunarsvæði landsins, Búr- fell, Hrauneyjafoss og Sigöldu. Aöaláning dagsins veröur ( fögru umhverfi viö Tjaldvatn. Ávörp munu flytja Þorsteinn Pólsson formaö- ur Sjálfstæðisflokksins og Jónas Bjarnason formaöur Varðar. Aöalfar- arstjóri verður Einar Þ. Guðjohnsen. Miöaverö er kr. 750 fyrir full- orðna, 400 kr. fyrir börn 5-12 ára og frítt fyrir böm 5 ára og yngri. Athugið að þátttakendur skulu hafa eiglð nesti meðferðls. Miöasala fer fram i Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitsbraut 1, frá kl. 09.00-17.00 og miðapantanir eru á sama tfma í sima 82900. Fjölmennum meö Verði á einn fegursta staö iandsins. Allir eru vel- komnir. Stjóm Varðar. r Sjóflutningar Tilboð óskast í flutninga á áfengi, tóbaki og iðnaðarvörum fyrir Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins frá höfnum í Evrópu og Bandaríkj- unum til íslands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 11. júlí 1986, kl. 11.00 fh. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOFGALIUNI 7 f;V.|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.