Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. A slysstað f gserkvöldi. Brynjudalsá í Hvalfirði; Morgunblaðið/Ámi Sœberg Ung kona fórst í bílslysi BANASLYS varð á Vesturlandsvegi við Brynjudalsá í Hvalfírði í gærkveldi. Ung kona lét lífíð er fólksbifreið sem hún ók skall framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið varð um áttaleytið í gærkvöldi, skammt norðan Brynjudals- árbrúar í Hvalfirði. Konan sem lést var ein á ferð, en í hinni bifreiðinni voru hjón með tvö böm. Meiðsli þeirra voru ekki alvar- leg. Talið er að báðar bifreiðimar séu ónýtar. Að ósk rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfírði er nafn konunnar ekki birt að svo stöddu. Árangur skattrannsóknanna: Opinber gjöld hækkuð um 83 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins, rekstrarkostnaður aðeins 8,83% af skattaukanum HÆKKANIR opinberra gjalda vegna starfsemi skattrannsókna- deildarinnar frá 1. janúar til 31. maí sl. námu 83.071.000.00 kr. og er hér um að ræða mesta árangur, sem náðst hefur af störfum deildarinnar frá upp- hafi. Meðaltalshækkunin er 1,8 ^millj. kr. á hvert fyrirtæki, en ” um 44 fyrirtæki er hér að ræða og langstærsti hluti upphæðar- innar kemur til álagningar í Reykjavík. Til samanburðar má geta þess að allt árið i fyrra, 1985, námu hækkanir opinberra gjalda af sömu ástæðum rétt nimnm 104 miljj. kr. Rekstrarkostnaður embættis skattrannsóknarstjóra var á sl. ári 15,7 millj. kr. eða um 15,11% af upphæð þeirra skattahækkana, sem þá urðu afrakstur starfa stofnunar- innar. Fyrri hluta þessa árs má * áætla að rekstrarkostnaðurinn sé aðeins 8,83% af upphæð skattaá- lagningaaukans, sé rekstrarkostn- aðurinn framreiknaður miðað við árið 1985. Garðar Valdimarsson skattrann- sóknarstjóri var spurður, hverju hann vildi helst þakka þennan sf- aukna árangur af störfum stofnun- arinnar, en hann hefur stigaukist síðustu árin. Hann svaraði: „Fýrst og fremst því, að fjármálaráðherra tók þá ákvörðun árið 1984 að fíölga í skatteftirliti. Þá hefur verið gert átak af ýmsum toga að frumkvæði stjómvalda í skattsvikamálum. Við gerðum ennfremur skipulagsbreyt- ingar hér innanhúss og skiptum deildinni í þijú svið. Þá höfum við fengið meiri peninga til fjölgunar starfsmanna og til kaupa á tækjum. Það má segja að þetta skýri þennan góða og vaxandi árangur." sagði Garðar. Hann sagðist ekki geta upplýst hvaða fyrirtæki þama væri um að ræða, né um upphæðir á einstök fyrirtæki. Ætla nið- ur Hvítá á kajökum HÓPURINN, sem 1983 fór f kajökum og svifdrekum niður Jölulsá á Fjöllum, hyggur nú á aðra íslandsferð í byijun júlí og er ætlunin að fara frá Langjökli og niður Hvitá. Farartækin verða sem fyrr svifdrekar og kajakar og áætlaður ferðatimi átján dagar. Meðal annars er ætlunin að fara yfir Gullfoss á svifdrek- um. í þessum leiðangri nú verða 18 manns, þar af fímm konur, og er hluti leiðangursmanna fatlað fólk. Ef hagnaður verður af ferðinni fer hann í minningarsjóð Paul Vander-Molen. Sjóðurinn styður rannsóknir og lækningar á hvít- blæði, en Paul Vander-Molen, sem var annar forsprakka leiðangurins til íslands 1983, dó úr hvítblæði 15. maí 1985 Kvikmyndin sem gerð var f ís- landsferðinni 1983, „Iceland Break- through" hefur verið sýnd í fíölda sjónvarpsstöðva í Evrópu og Banda- ríkjunum. Hálendis- fjallvegirn- ir flestir lokaðir enn Hálendisfjallvegimir eru flestir ennþá lokaðir og að sögn Sigurðar Haukssonar hjá vega- eftirliti Vegagerðar rflrisins eru f flestum tilvikum 1-2 vikur í að þeir verði opnaðir. Er þetta um það bil viku seinna en veiyu- lega. Vegurinn um Uxahryggi var nýlega opnaður og Kaldidalur verður lfklega opnaður í næstu viku. Kjölur verður opnaður fyrstu dagana í júlf en Sprengisandur og Fjallabaksleið nyrðri eitthvað seinna. Sem dæmi um aðra Qall- vegi má nefna að Steinadalsheiði er orðin fær, Tröllatunguheiði jeppafær og Þorskafj arðarheiði er einnig orðin fær. Lágheiði er búin að vera opin um tíma og Öxar- Qarðarheiði er jeppafær. Hellis- heiði eystri og hálendisvegir fyrir austan verða opnaðir eftir eina eðatværvikur. Fylgst er með geislavirkni í mjólk, lömbum og hreindýrum GEISLAVARNIR rfldsins hafa að undanfömu mælt geislavirkni víðs- vegar um landið, m.a. f neysluvatni, andrúmsloftinu og rigningar- vatni. Að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstöðumanns Geisla- varna, er ljóst að afleiðinga slyssins f kjamorkuveri Chemobylborgar gætir lítið hér á landi. „Hvergi f Vestur-Evrópu er geislunin jafn Utfl, nema ef vera skyldi f Portúgal, sagði Sigurður. „Við höfum aðeins fundið vott af geislavirkum efnum, langt undir hættumörkum. Þessar niðurstöður koma heim og saman við þá miklu dreiflngu sem er orðin á geislavirku efnunum þegar þau berast svona langt frá upptökunum." I vil vikunni bárust fregnir af því að yfírvöld í Skotlandi hefðu bannað slátrun á rúmlega 1,4 milljónum sauða vegna geislavirkni. Þetta eru umfangsmestu ráðstafanir í landi Vestur-Evrópu síðan lqamorkuslys- ið varð. Sigurður sagði að engar mælingar hefðu verið gerðar á geislavirkni í íslenska fíárstofnín- um. Sama er að segja um annað búfé. „Við höfum ekki séð ástæðu til umfangsmikilla mælinga á mjólk og kindakjöti, þar sem búfé var enn í húsi þegar slysið varð og fóðrað á heyi frá síðasta sumri. Hinsvegar verður fylgst með mjólk úr kúm á beit. Auk þess höfum við gert ráð- stafanir til að fá sýni úr „léttlömb- um“ sem slátrað er um þessar mundir og hreindýrakjöti. Jafn- framt ætlum við að taka sýni af efsta hluta jarðvegs víðsvegar á landinu til að kortleggja nákvæm- lega dreifingu efnanna." Sigurður sagði að þau efni sem mest væri fylgst með væru geisla- virkt joð og cesíum. Efíiin hafa ákveðinn helmingunartíma, þegar helmingur efnisins er orðinn skað- laus. Helmingunartími joðs er 8 dagar, þannig að styrkur þess er nú orðinn 50 sinnum minni en hann var þegar slysið gerðist. Geilsavirkt cesíum hefur aftur á móti 30 ára helmingunartíma. Auk mælinga sjá Geislavamir um að fylgjast með innfíuttum matvælum í samvinnu við yfírvöld í viðkomandi löndum. Stofnunin hefur ekki fundið neitt athugavert við matvæli frá Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.