Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ1913 141. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins i s# 4 n * : V í % Nordfoto/Símamynd Einn skipbrotsmanna um borð í björgunarbáti norsku ferjunnar. Atta saknað eftir árekstur skipa KaupmannahXfn, AP. * SEX FULLORÐINNA og tveggja bama var saknað í gœrkvöldi eftir árekstur sænska strandferðaskipsins Sydfjord og norsku farþegaferjunnar Peter Wessel í í Skagerak f hádeginu í gær. Engan sakaði um borð i ferjunni, en þar voru 1.300 manns, farþegar og áhöfn. Árekstur skipanna varð undan Skagen, nyrsta hluta Jótlands. SydQord var á siglingu frá Lands- krona í Svíþjóð til Belgíu með málmgrýti er Peter Wessel sigldi á bakborðssíðu þess. Sökk Syd- Qord samstundis og liggur flakið á grunnsævi. Kafarar voru sendir á vettvang eftir að það fannst til að kanna hvort einhveijir þeirra, sem saknað er, kynnu að vera þar álífí. Þremur úr áhöfn Sydfjord tókst að bjarga um borð í feijuna, einum þeirra alvarlega slösuðum. Peter Wessel var i áætlunarferð frá Larvik í Suður-Noregi til Frede- rikshavn á Jótlandi þegar árekst- ur skipanna átti sér stað. Ríkisstjóm Crax is biðst lausnar Róm, AP. BETTINO Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt í gærkveldi, f kjölfar þess að ríkisstjórn hans tapaði leynUegri atkvæða- greiðslu f italska þinginu, þar sem ríkisstjómin hefur meiri- hluta. Francesco Cossiga, forseti, bað Craxi um að sitja f embætti þar til ný ríkisstjóra hefði verið mynduð. Fimm flokka samsteypustjóm Craxis hefur verið við völd frá 4. ágúst 1984 eða lengur en nokkur önnur nkisstjóm á Italíu frá því í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Ágreiningur hefur verið innan ríkis- stjómarinnar undanfaríð milli Sós- (alistaflokks Craxys og flokks Kristilegra demókrata um það hvor flokkurinn skuli hafa forsætisráð- herraembættið með höndum. Craxi hraðaði för sinni heim til Ítalíu í gær af fundi leiðtoga EB- ríkjanna í Haag í Hollandi eftir að ljóst varð um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í þinginu. Þingið felldi stjóm- arfrumvarp, sem miðaði að því að einfalda skatta og tekjustofna sveit- arfélaga með 293 atkvæðum gegn 266. Stjómarandstæðingar túlkuðu úrslit atkvæðagreiðslunnar þannig að stjómarflokkamir hefðu ekki lengur taumhald á þingmönnum sínum. Fyrr um daginn felldi þingið hins vegar vantraust á stjómina með 338 atkvæðum gegn 230. Leiðtogafundur EB-ríkjanna: Krafist lausnar Nelsons Mandela Haag, Jóhannesarborg, AP. LEIÐTOGAR ríkja innan Evrópubandalagsins (EB) skoruðu f gær á ríkisstjórn Suður-Afríku að láta Nelson Mandela og aðra svarta andstöðuleiðtoga lausa eða horfast að öðrum kosti f augu við mögu- leikann á efnahagslegum refsiaðgerðum. Þá ákváðu leiðtogarnir að Sir Geoffrey Howe, utanrikisráðherra Bretlands, muni sækja Suður- Afríku heim og reyna að koma á samningaviðræðum milli rikisstjórn- arinnar og blakkra leiðtoga landsins. Pik Botha, utanrikisráðherra Suður-Afríku, sagði i gærkveldi að rfkisstjórnin myndi virða áskorun EB-rikjanna að vettugi og ef til efnahagsþvingana kæmi myndi Suður-Af ríka beita nágrannariki sin efnahagsþvingunum. Leiðtogamir samþykktu að efna- hagslegar refsiaðgerðir komi til framkvæmda innan þriggja mán- aða, ef ríkisstjóm hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku verður ekki við kröfum þeirra. Gert er ráð fyrir að þá verði sett á bann við innflutningi á kolum, stáli og gullmynt til EB- landanna og nýjar fjárfestingar í Suður-Afríku verða bannaðar. Þess er krafíst að Nelson Mandela verði látinn laus án nokkurra skilyrða og að aflétt verði banni á stjómmála- flokka, svo sem á Afríska þjóðar- ráðið (ANC). Segir í yfírlýsingu leiðtoganna að viðræður um þjóðar- sátt geti ekki átt sér stað á meðan að viðurkenndir leiðtogar blökku- manna sitji í fangelsum og samtök þeirra séu bönnuð. Leiðtogar kirkjudeilda mótmæl- enda í Suður-Afríku, samþykktu í gær áskorun á íbúa landsins um að neita að tilgreina kynþátt sinn á opinberum slqölum. Ef nægilega margir verða við þessari áskomn, þá myndi grundvöllurinn undir kjmþáttastefíiunni hrynja, segir í ályktun kirkjuráðsins. Sex létust til viðbótar á síðasta sólarhring í Suður-Afriku og hafa þá samtals 72 látist frá setningu neyðarlaga fyrr í þessum mánuði. Blaðamannafélag Suður-Afííku tilkynnti í gær að svartur blaðamað- ur hefði verið numinn á brott af fjórum vopnuðum hvítum mönnum. Blaðamaðurinn er sonur Walters Sisulu, eins af leiðtogum ANC, en hann situr í fangelsi. Harry Conroy, aðalritari félagsins, skoraði á ríkis- stjómina að hafa uppi á Zwelakhe Sisulu og sagði: „Það er farið að líta þannig út að ríkisstjóm Botha sé að feta í fótspor dauðasveita". Bettino Craxi AP/Slmamynd Samkvæmt ítölskum lögum er hægt að hafa leynilegar atkvæða- greiðslur um öll frumvörp og þingsályktunartillögur, nema van- trausttillögur. Craxi hefur aftur og aftur krafist þess að leynilegar atkvæðagreiðslur yrðu afnumdar í þinginu. Sagði hann fréttamönnum að þær tíðkuðust hvergi í lýðræðis- ríkjum nema á Ítalíu. Kristilegir demókratar og Sósíal- istar kenndu liðhlaupum úr sínum röðum um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar. Ciríaco de Mita, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefur und- anfamar vikur haldið því fram að Craxi hefði ekki lengur stuðning til að stjóma og kristilegur demókrati ætti að taka við forsætisráðherra- embættinu. Kristilegir demókratar em stærsti flokkurínn á ítalfu, með yfír 30% atkvæða og hafa verið leiðandi afl í öllum ríkisstjómum á Ítalíu frá stríðslokum. Flokkur Craxis hefur fengið um 13% at- kvæða. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna: Vonffóðirum samkomulasf Brioni, Jújrósiaviu. AP. ^ J Bríoni, Júgóslaviu. AP. OLÍUMÁLARÁÐHERRAR OPEC, Samtaka olíuframleiðslurikja, eru vongóðir um að samkomulag náist um aðgerðir til þess að hækka oliuverð. „Við erum að nálgast hver annan, hvað snertir öU meginat- riði. Ég tel að við munum komast að samkomulagi, “ sagði Ahmed Zaki Yamani, oUumálaráðherra Saudi-Arabíu, við fréttamenn eftir fundinn í gær. Rilwanu Lukman, olíumálaráð- herra Nígeríu, sem tók við forseta- embætti samtakanna á miðviku- daginn var, sagði hins vegar að það væri of snemmt að segja til um það hvort einróma samkomulag næðist á fundinum. Sagði hann að ákveðn- ar tillögur hefðu verið lagðar fram og væru til umræðu. Lukman sagð- ist vonast til þess að samkomulag næðist ekki síðar en um helgina. Varaði hann aðra ráðherra við því að láta hafa nokkuð eftir sér um hvemig viðræðumar gengju. OPEC-ríkin hættu að takmarka olíuvinnslu sína í desember f vetur í von um að ná á sitt vald stærri hluta heimsmarkaðarins. Olli þessi ákvörðun 50% verðlækkun á olfu og er verðið nú 12-15 Bandaríkja- dalir olíufatið. Ríkin ræða nú um að minnka framleiðsluna um 1-2 miHjónir olíufata og telja að það muni duga til þess að hækka verðið upp í 17-20 dali. Nicaragua: Útkoma blaðsíns LaPrensa bönnuð Man&gua, Haag, AP. RÍKISSTJÓRN Nicaragua hefur bannað útkomu blaðsins La Preasa, sem er eina stjórnarandstöðublaðið í landinu, um óákveðinn tíma, að þvi er Carlos Holmann, framkvæmdastjóri blaðsins sagði i gær. Engin ástæða var gefin fyrir lokun blaðsins. Ríkisstjóra Bandaríkj- anna fordæmdi i gær bannið á útkomu blaðsins. Alþjóðadómstóllinn i Haag fordæmdi í gær stuðning Bandarikjanna við skæruliða, sem beijast gegn sljórnvöldum í Nicaragua. „Við munum leggja málið fyrir æðstu yfírvöld og heimta skýringu á því sem er að gerast þar sem engin ástæða var gefín fyrir lokun- inni,“ sagði Holmann við frétta- menn. Útkoma blaðsins er bönnuð degi eftir að Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagði að stjómarand- staðan yrði að gera afstöðu sína ljósa eða að öðrum kosti verða að „þögulum samsærismönnum" skæruliða, sem beijast með stuðn- ingi Bandaríkjanna fyrir því að steypa stjómvöldum af stóli. Ortega sagði þetta eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti 100 milljón dala hemaðaraðstoð við skæruliða. La Prensa hefur iðulega orðið fyrir barðinu á ritskoðun frá því ríkisstjóm Sandinista tók við völd- um 1978-79 og útkoma blaðsins hefur stundum verið bönnuð nokkra daga í senn. Frá 1. mars 1982 hefur blaðið 41 sinni ekki komið út vegna mikillar ritskoðunar, en þá vom sett neyðarástandslög f landinu. La Prensa átti ríkan þátt í falli ríkis- stjómar Somozas, sem sat að völd- um áður en Sandinistar tóku völdin eftir byltingu þjóðarinnar. Sjá ennfremur: „Aðstoð Banda- ríkjanna við contra-skæruliða fordæmd" á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.