Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Börnin færa sig eftir því hvort þau eru að hlusta, endurtaka, skrifa eða vélrita. Tölvur notaðar til lestrarkennslu Lftil fátæk svertingjastelpa fylgist með nýja tðlvuskerminum frá IBM. Sigurborg Ragnarsdóttír skrifar frá Washington „Bam sem lært hefur að lesa er ekki sama bam og áður, minnið, athyglisgáfan og þankagangur bamsins hefur skerpst. Bamið flyst þannig yfír á æðra svið málþrosk- ans.“ Þannig ritaði Lev. Semenovick Vygotsky í bók sína „Thought and Language", árið 1934 og gætu þessi orð allt eins verið skrifuð í dag. Er ekki úr vegi að hefja þessa grein með slíkum inngangsorðum, þar sem lýst verður hér á eftir athyglisverðri lestrarkennslu, svo- kallaðri „Writingto Read“. Það hefur verið áætlað að u.þ.b. 10% allra bama, sem eru meðal- greind eða þar fyrir ofan, eigi við einhvers konar lestrarörðugleika að stríða. Ef svo er, þá má áætla að 2—3 milljónir bandarískra bama eigi í vandræðum með að læra að lesa. Ólæs amma lærir að lesa í fyrrasumar gafst undirritaðri tækifæri til að kynnast starfsemi lestrarmiðstöðvar George Washing- ton háskóla. Þangað leitar fólk á öllum aldri sem á í einhvers konar örðugleikum með að læra að lesa. Það er vitað mál að því fyrr sem brunnurinn er byrgður þeim mun minni hætta er á að bamið falli ofan í hann. En því miður eru það ekki einungis ungir nemendur sem þama sækja hjálp heldur talsvert af eldra fólki. Við kynntumst t.a.m. sextugri ömmu, sem tók upp á því fyrir ári síðan að læra að lesa. Einn góðan veðurdag þegar bamabömin báðu ömmu að lesa fyrir sig, varð hún skelfíngu lostin og leitaði á náðir lestrarmiðstöðvarinnar. Eftir eins árs nám hjá mjög góðum kennara getur amma lesið fyrir bamabömin og auk þess fyllt út ávísanaeyðublöð hjálparlaust. Mörg önnur dæmi væri hægt að taka en of langt mál að telja þau öll upp hér. Það er þvf ekki að undra að skóla- menn reyni stöðugt nýjar Ieiðir til að koma í veg fyrir ólæsi og ein nýjasta er svokölluð „Writing to Read“ aðferð. Byggist hún á því að láta bömin skrifa um það sem þau geta tjáð sig um þegar þau koma fyrst í skólann. Þessi aðferð hefur nú verið notuð í nokkmm skólum höfuðborgarinnar og gefíð góða raun, sérstaklega þykir merki- legur árangur hafa náðst í einu aðalfátækrahverfi höfuðborgarinn- ar, Anacostia. Pennavinur Reagan Þegar undirrituð hugðist heim- sækja Martin Luther King bama- skólann í Anacostia til að kynnast af eigin raun hvemig þessari aðferð er beitt vora ýmsar fortölur og viðvaranir reyndar. En það var ekki um annan máta að ræða en fara á eigin bfl þar sem almennings sam- göngukerfið er fremur bágborið á þessu svæði borgarinnar. Á leið minni suður 295 hrað- brautina hvarflaði hugurinn ósjálf- rátt að því sem beið. Agaleysi, út- krotaðir veggir, óhreinindi, böm illa til fara, vannærð o.s.frv. Fljótiega eftir að beygt var út af hraðbraut- inni kom í ljós að ekið var um fá- tækrahverfi, sambýlishús í meiri- hluta, hlerar negldir fyrir glugga, óhreinindi, fólk hangandi aðgerðar- laust í hópum á götum úti. Brúnin lyftist hins vegar all veralega er inn í barnaskólann kom því þar biðu hvítkalkaðir veggir, glerskápar og töflur með haganlega fyrirkomnum upplýsingum um skólahald. Á einni töflunni vora myndir af Ronald Reagan, en hann og kona hans hafa bæði heimsótt skólann og reyndar tók forsetinn skólann undir sinn vemdarvæng árið 1983. For- setinn á einnig ágætan pennavin í skólanum, Rudolph Hines. Þeir skrifast á nokkuð reglulega. Við hittum Rudolph, sem er fremur fá- orður, glaðlegur strákur, á skrif- stofu skólans. Hann svarar stutt og laggott Já“, þegar hann er spurður hvort það sé gaman að skrifast á við forseta landsins. Tján- ingarmáti Rudolphs breytist hins vegar all veralega þegar hann sest fyrir framan tölvuskerminn og segist hann þá skrifa forsetanum um allt milli himins og jarðar s.s. um aðaláhugamá! sitt sem er að mála og einkunnir sínar hverju sinni. Ólíkt mörgum öðram bömum, fínnst Rudolph og vini hans gaman að skrifa, þeir hafa þjálfast í því síðan þeir byijuðu í skóla með hjálp „Writingto Read“ aðferðarinnar. John Henry Martin, þaulreyndur skólamaður er höfundur þessa nýja kennsluefnis og hefur ásamt IBM tölvufyrirtækinu komið því á mark- að. Þessi aðferð fékk góða dóma er fram fór alls heijar mat á gildi þess hjá Aðalstöðvum Námsmats í New Jersey sumarið 1984. Tölvuherbergfið í Martin Luther King skólanum er sérstakt tölvurannsóknarher- bergi eða „Lab“ eins og það er Tölvuherberginu er skipt niður í ýmis vinnusvæði. Nemendumir vinna saman að verkefnum á tölvunum. oftast kallað. Hjálparkona ber ábyrgð á tækjaútbúnaði og öðra sem er í herberginu, auk þess sem hún aðstoðar bömin við vinnu sína. Hver kennari fær 1 klst. til umráða í herberginu dag hvem, en auk þess eyða þeir miklum tíma til undirbúnings og annarrar vinnu inni í skólastofunum. Rannsóknar- herberginu er skipt niður í ólíkar stöðvar: Tölvu-, vinnubókar-, hlust- unar- og orðabókarstöð. Það var augljóst þegar bömin tóku að streyma hljóðlaust inn á vinnusvæð- in að þau vissu nákvæmlega hvert þau áttu að fara og hvað þau áttu að gera. Það var ekki einungis skólabyggingin sem var hvítkölkuð heldur vora nemendur og starfsfólk skólans vel klædd og snyrtileg til fara. Reyndist erfitt þessa dagstund að átta sig á þvi að við væram stödd í aðalfátækrahverfí Washington- borgar. Bömin settust tvö og tvö með verkefni sín og tóku ekkert eftir gestum dagsins, virtust vön slíkum heimsóknum og byijuðu strax að vinna. Thelma Michael sem er aðalframkvæmdastjóri þessa kennsluefnis á höfuðborgarsvæðinu sagði okkur í stuttu máli hvemig það væri skipulagt. Börnin nota hljóðtákn Aðalmarkmið þessa kennsluefnis er að kenna bömunum hljóðgrein- ingu. Nemendur eiga smátt og smátt að gera sér grein fyrir að þau geta skrifað og síðan lesið allt sem þau geta sagt. 40 hljóðtákn era notuð í ensku talmáli. Þessi 40 tákn era stafsett á 500 mismunandi vegu. Með því að nota þetta kerfi þá læra bömin að skrifa hljóð- fræðilega. 42 hljóðtákn era kennd stig af stigi í 10 mismunandi hlutum kennsluefnisins og notuð eru algeng orð úr dagiegu talmáli. Bömin fá alls 10 verkefnabækur með 42 hljóðtáknum. Aðaláherslan er lögð á að skrifa táknin eins og þau hljóða. Á þennan hátt geta bömin betur einbeitt sér að því sem þau vilja segja, í stað þess að beijast við rétta eða ranga stafsetningu. Bömin era sem sagt stöðugt hvött til þess að skrifa orðin eins og þau hljóma og geta síðar leiðrétt þau, er þau birtast í bók. Áhersla í þessu kerfí er sem sagt aðallega á myndun hljóðtákna en minna máli skiptir hvort þau skrifa eins og eftir for- skriftarbókum. Thelma tjáði okkur ennfremur að það væri mun auðveldara fyrir 5 og 6 ára böm að skrifa orðin eins og þau hljóma en að læra allar undantekningar frá reglunni í flók- inni enskri tungu. Ef bömin losna við að hafa áhyggjur af því hvort þau skrifa rétt eður ei, þa'geta þau notað ríkulegan orðaforða sinn í stað þess að takmarka sig við þau fáu orð sem þau kunna að skrifa. Árangur hefur þegar komið í ljós, heldur Thelma áfram, því hingað til höfum við varla getað ímyndað okkur að 5 ára krakki gæti tjáð sig í söguformi. Ekkert virtist hindra þessi 5—6 ára böm við vinnu sína hvort heldur þau vora að skrifa, lesa yfír eða vélrita lokaeintak sögu sinnar. Ekki era allir sammála Thelmu um ágæti ritvélanotkunar. Kenneth Komoski framkvæmdastjóri fyrirtækis er metur gæði kennsluefnis og álítur „Writing to Read“ ágætis kennslu- efni, telur hugmyndina, að leita til ritvélar, forkastanlega. Notkun tölva telur hann hins vegar réttu leiðina til að örva áhuga bama á að skrifa. Það er hins vegar hægara sagt en gert, þar sem flestir skólar hafa hvorki nægilegt magn af tölv- um né fjárráð til að kaupa þær. Hver tölva í tölvuherberginu hefur 11 diska. Einn er bein kynn- ing á tölvunni og hljóðum stafrófs- ins, en hinir 10 era beint kennslu- efni sem hvert inniheldur 3 ný orð. Auk þess fylgja próf og aukaverk- efni ýmiss konar. Bömin fá stífa kennslu í 15 mínútur á tölvuna og eiga þá að læra hljóðtáknin 42, sem þau þurfa til að geta skrifað allt sem þau geta sagt. Á hlustunarsvæðið fara bömin þegar þau hafa lokið fyrsta kennsluefni, en þar geta þau notað segulband og heymartæki. Þama geta þau borið saman tal og ritmál, auk þess sem þau geta hlustað á sögur sem hafa verið teknar upp á hæggengum hraða. Þriggja ára gömul stúlka við tölvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.