Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Morgunblaöiö/Börkur • íslanska kvennalandsliAið lék seinni leik sinn við Fœreyinga í gærkvöldi upp á Skipaskaga. Þessi mynd er úr fyrrí leiknum og er eitt af sex mörkum íslenska liðsins staðreynd. Sigurinn var ekki eins stór í gær — færeyski markvörðurínn þurfti aðeins að sækja knöttinn tvisvar í netið og varði meðal annars vrtaspyrnu. Einherji með tak á Völsungi •KA vann öruggan sigur á Njarðvík í 2. deild ( gærkvöldi. Á myndinni, sem tekin var í viðureign liðanna í fyrrasumar, er Erlingur Krístjánsson, einn besti leikmaður KA f gærkvöldi að skjóta á markið. Lengst til hægri er Tryggvi Gunnarsson, sem gerði 3 mörk f gærkvöldi. Þrenna hjá Tryggva — er KA sigraði Njarðvík „teppinu“ á Akureyri Akureyri. Fré Skapta Hallgrfmsayni, blaðan KA vann mjög auðveldan sigur á Njarðvfk í 2. deildinni f knatt- spyrnu á hinum glæsilega Akur- eyrarvelli í gærkvöldi f blíðskap- arveðri. Mörkin urðu fjögur gegn engu en hefðu getað orðið miklu fleiri miðað við gang leiksins. Tryggvi „markamaskína" Gunn- arsson lætur ekki deigan sfga — skoraði þrjú f gær. 1:0. Tryggvi Gunnarsson skor- aði fyrsta mark KA á 31. mín. Árni Freysteinsson náði knettinum af varnarmanni hægra megin og sendi strax inn á teiginn, Hinrik plataði vörnina með því að láta knöttinn renna á milli fóta sinna beint til Tryggva sem „hamraði" hann í netamöskvana af miðjum teig, óverjandi fyrir Sævar mark- vörð. 2:0. Haraldur Haraldsson náði knettinum á miðju vallarins, óð með hann upp undir teig og renndi á Tryggva sem hikaði ekki frekar en fyrri daginn og skoraði strax með föstu vinstrifótarskoti. Mark- vörðurinn stóð sem frosinn — kom engum vörnum við. Þetta var á 35. mín. 3:0 Friðfinnur Hermannsson skoraði með góðum skalla af stuttu færi á síðustu mín. fyrri hálfleiks. Árni Freysteinsson tók langt horn, Hinrik skallaði til baka fyrir markið þar sem „Freddi" skoraði með fallegum skalla. KA sótti nánast stanslaust í seinni hálfleik, eins og í þeim fyrri, utan stuttan kafla um hann miðjan er Njarðvíkingarnir sóttu nokkuð. Hinrik skallaði naumlega framhjá eftir langt innkast snemma í hálf- leiknum og um eftir 25 mín. skor- aði Bjarni Jónsson. Stakk sér sjálf- ur í gegnum vörnina með boltann — Hinrik var í rangstöðu á miðjum vítateig en Bjarni hélt áfram sjálfur með boltann og skoraði örugglega. Línuvörður veifaði rangstöðu á Hinrik og markið var dæmt ógilt. Vægast sagt ákaflega vafasamur dómur. 4:0. Enn var Tryggvi á ferðinni á 75. mín. Árni Freysteins gaf vel fyrir markið, Tryggvi og Steingrím- ur Birgisson sluppu við rangstöðu- gildru Njarðvíkinga við fjærstöng- ina. Steingrímur skutlaði sér fram og ætlaði að skalla knöttinn en hitti hann ekki og Tryggvi potaði honum auðveldlega í netið! Skömmu síðar einlék Friðfinnur glæsilega inn á teig en markvörð- urinn varði vel í horn. Tryggvi slapp síðan einn í gegn en Sævar varði. Síðan varði hann mjög vel skot Haraldar og Bjarna og á næst síð- ustu mínútu leiksins bjargaði Sævar enn frábærlega en hann yarði mjög vel síðari hluta leiksins. Árni Freysteins þrumaði á markið utan úr teig, Sævar varði en hélt ekki knettinum sem hrökk til Tryggva á markteignum — en Sævar gerði sér lítið fyrir og varði aftur. Frábærlega gert. KA-menn léku mjög vel á köflum í leiknum. Erlingur var traustur í vörninni, Friðfinnur kemur vel út á miðjunni og Tryggvi er alltaf stór- hættulegur. Áðrir léku einnig ágætlega. Njarðvíkingar voru mun slakari. Mistök í vörn KS kostuðu þá sigurinn VÍKINGUR gerði góða ferð til Siglufjarðar f gærkvöldi. Þelr sigr- uðu lið KS með tveimur mörkum gegn engu í 2. deild karla. Bæði mörkin voru gerð eftir mikil mis- tök f vörn KS. Staðan f hálfleik var 0:1. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liöa og fór leikurinn Robson skorinn upp Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins f Englandi. FYRIRLIÐI enska landsliðs- ins, Bryan Robson, verður skorinn upp við hnémeiðslum sfnum á morgun. Það er þvf fullvíst að hann missir af fyrstu leikjunum með Manc- hester United á næsta keppn- istímabili sem hefst 23. ágúst. Robson hefur átt í þessum meiðslum síðan i fyrravetur og freistar þess nú að fá sig góð- an. Hann var aðeins með í tveimur fyrstu leikjum enska landsliösins á heimsmeistara- mótinu og náöi sér ekki á strik. að mestu fram á miðju vallarins. Fyrsta markið var gert á 22. mín- útu. Varnarmaður KS ætlaði sér að senda knöttinn til markvarðar frá vítateigslínu og ekki virtist um neina hættu að ræða. Sendingin var ónákvæm og hrökk frá mark- verðinum út aftur og þar kom Atli Einarsson á fullri ferð og skoraði í autt markið. Sannarlega grátlegt fyrir KS. Seinna markið kom svo þegar tvær mínútur voru liönar af seinni hálfleik. Svipuð mistök áttu sér stað og í fyrra skiptið hjá vörn KS. Knötturinn var sendur frá varnar- manni á markvörö en ekki vildi betur til en Jón Bjarni Guðmunds- son komst á milli og átti greiða leið með að skora í autt markið. Besta og eina skotið í leiknum kom í hlut Víkinga á 74. mínútu er Andri Marteinsson átti þrumuskot sem markverði KS tókst að slá í horn. Víkingar voru betri í jöfnum leik og það voru fyrst og fremst mistök varnarmanna KS sem kostuðu þá sigurinn í þessum leik. Mjög gott veður var á Siglufirði til að leika knattspyrnu, 15 stiga hiti og logn. Þrír leikmenn fengu að sjá gula spjaldiö. Þeir Baldur Benónfsson og Jakob Kárason hjá KS og Jón Bjarni Guðmundsson hjá Víkingi. Bestir í liði Vfkings voru Jón Bjarni Guðmundsson og Jóhann Þorvarð- arson en hjá KS voru Jón Kr. Gísla- son og Björn Sveinsson bestir. -R.G. — sigraði 1:0 á Húsavík Færeysku stúlkurnar stóðu í þeim íslensku ÍSLENSKA kvennalandsliðið f knattspyrnu sigraði það fær- eyska með tveimur mörkum gegn engu á Akranesi f gærkvöldi. Leikið var við erfiðar aðstæður þar sem völlurínn var mjög háll vegna rigninga. Staðan f leíkhléi var 1:0. íslensku stúlkurnar fengu óska- byrjun er Ásta María Reynisdóttir skoraöi á 6. mínútu eftir mikla þvögu í vítateig Færeyinga. Síðan má segja að þær hafi sótt látlaust án þess þó að ná að skora. fs- lenska liðið fékk þó vítaspyrnu á 20. mínútu en markvörður Færey- inga gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Ástu Maríu. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri og skoraði Erla Rafnsdóttir eftir aöeins eina mínútu með þrumuskoti rétt utan vítateigs. Eftir þetta mark var eins og allur vindur væri úr íslensku stúlkunum og leikurinn jafnaðist. Færeysku stúlkurnar börðust vel og komu á óvart. íslenska liðið getur leikið betur. Erla Rafnsdóttir var best í ís- lenska liðinu, en hún varð að yfir- gefa völlinn um miðjan seinni hálf- leik vegna meiðsla. Varnarmenn- irnir, Halldóra Gylfadóttir og Svava Tryggvadóttir, stóðu einnig vel fyrir sínu. Hjá Færeyingum var Hildur Rassmusen best og gaf þeim íslensku lítið eftir. Markvörð- ur þeirra stóð sig einnig vel og greip oft vel inní. i q ÁHORFENDUR á leik Völsungs og Einherja á Húsavík í gærkvöldi voru flestir sammála um að leik- urinn hafi verið einhver sá slak- asti af hálfu heimaliðsins í mörg ár. Það ku reyndar ekki vera ný bóla að Völsungur leiki illa á móti „nágrönnunum f norð-austrinuu — Einherji hefur bfsna gott tak á Húsavfkurliðinu. Tak sem dugði þeim til 1:0-sigurs f 2. deiid f gærkvöldi. Fátt markvert gerðist í fyrri hálf- leik. Engin færi og lítil knattspyrna. Það var ekki fyrr en á 50. mínútu leiksins að til tíðinda dró. Þá var dæmd vítaspyrna á Völsung sem Njáll Eiösson tók. Hann skaut föstu skoti í markhornið, en Þor- finnur Völsungsmarkvörður kast- aði sér í rétt horn og varði meist- aralega. Hann réði hinsvegar ekkert við skot frá Páli Bergssyni tíu mínútum síðar. Þrumuskot hans frá vítateig var óverjandi, og markið það eina í leiknum. Ef frá er skilið skot Birgis Skúlasonar yfir Einherjamarkið um miðjan seinni hálfleik gerðist ekk- ert fleira markvert í leiknum. Sigur Einherja var sanngjarn. Njáll Eiösson, þjálfari liðsins og leikstjórnandi þess, var í eins strangri gæslu og Völsungar gátu við komið en var samt besti maöur vallarins og maðurinn á bak við sigur Einherja. Hjá Völsungum var Vilhelm Fredriksen skástur, ásamt Þorfinni í markinu. - JS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.