Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986
11
Glaðværð o g sorg
hjá Sömum
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Norræn leiklistarhátíð áhuga-
manna í Reykjavík:
VÁIKKO CUOÐISTÁLU
eftir Beaiwas.
Leikstjóri: Knut Walle.
Tónlist: Egil Keskitalo og Josef
Halse.
Leikmynd: Aage Gaup.
Lýsing: Kurt Hermansen.
VÁIKKO CUOÐI STÁLU er
hlutur Sama í hinni norrænu leik-
listarhátíð áhugamanna sem sett
hefur svip á Iistalífið í Reykjavík
að undanfömu.
í þessu verki er saga Sama
rakin frá fomöld til samtíma. Sýnt
er með mörgum dæmum hvemig
friðsamt og glaðvært fólk, dæmi-
gerð náttúmböm, verður fyrir
ofsóknum. Meðal kúgara em trú-
boðar, skattheimtumenn, stjóm-
málamenn og fulltrúar nútíma
lifnaðarhátta. Norðmenn reyna á
síðari hluta nítjándu aldar að gera
Samana að Norðmönnum, m.a.
með því að banna samískt mál í
skólum. Rifluð er upp saga sjálf-
stæðishetjunnar og skáldsins Lars
Hætta sem þýddi Biblíuna í fang-
Úr leikriti Sama á Norrænni leiklistarhátið áhugamanna.
elsi. Lýst er hvemig sjálfstæðis- dregur dám af félagslegum rétt-
barátta Sama tengist mannrétt- lætiskröfum.
indabaráttu tuttugustu aldar og Það er fyrst og fremst í sam-
tímaumijöllun sem leikritið verður
pólitískt, leitast við að brjóta ýmis
viðkvæm mál til mergjar. Þá taka
höfundar verksins mið af því sem
hefur verið að gerast í ádeiluleik-
ritun síðustu áratugi, notfæra sér
leikræn brögð til að koma skoðun-
um sínum á framfæri. Þetta tekst
yfírleitt vel.
Fortíðinni er lýst með þeim
hætti að tónlist, dans, hreyfingar
og grímur segja söguna. Meira
er um tákn en orð og þess vegna
getur áhorfandi sem kann ekki
orð í samísku notið sýningarinnar
og skilið hana, að minnsta kosti
meginatriði.
Skáldskapur Sama sem undir-
ritaður heftir kjmnst lítillega í
þýðingum er í anda náttúrulof-
gerðar og einfaldleika í tjáningu.
Þetta einkennir líka leikrit Sam-
anna sem hér er drepið á. Víða í
verkinu eru stflhrein og falleg
atriði, mörg hver litrík. Það var
auðvelt að hrífast af túlkun
Samanna, einkum þegar þeir
fengust við fortíðina, en samtíma-
myndimar orkuðu síður á mig þótt
margt í þeim væri fjörlegt og lif-
andi.
Þau atriði í sýningunni sem lýsa
þjóðtrú og töfrum þóttu mér
áhrifaríkust. Leikaramir lögðu sig
mjög fram, hver með sínum hætti.
Þeir vom Sverre Porsanger, Anne
Jorid Henriksenj Ámmun John-
skareng, Ingur Ántte Ailu, Mary
Sarre, Marie Kvemmo og Svein
B. Olsen.
Tónlistin var kraftmikil, sér-
kennileg blanda úr ýmsum áttum.
Náttúru-
fræðifélagið
með ferð
í Þerney
HIÐ íslenska náttúrufræði- ^
félag hefur ákveðið að
standa fyrir ferð í Þemey
næstkomandi sunnudags-
kvöld, 29. júní.
Síðastliðið sunnudagskvöld var
ferð í Þemey á vegum félagsins
og komust færri að en vildu.
Þess vegna hefur félagið ákveðið
að endurtaka ferðina.
Sá fyrirvari er aftur hafður á
að aðeins er lendandi í eyjunni í
stilltu veðri. Ef ólendandi er
verður það auglýst fyrir kvöld-
fréttir í útvarpinu á sunnudags-
kvöld.
Siglt verður til eyjarinnar á
bátnum Skúlaskeiði frá Kom-
hlöðunni við Sundahöfn í Reykja-
vík kl. 20, og komið til baka um
kl. 23.30. Leiðsögumenn verða
þeir Ámi Einarsson, Snorri Bald-
ursson og Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir líffræðingar og Ámi Hjart-
arson j arðfræðingur.
Allir em velkomnir en fólki er
ráðlagt að mæta í stígvélum og
þeir sem eiga hafí sjónauka með.
Askriflaniminn er 83033
LANDSBANKASYNING
100ÁRA AFMÆLI I.ANDSBANKA ÍSIANDSOG ÍSŒNSKRAR SEÐLAUTGAFU
r r r
28.JUNI-20.JUU I SEÐLABANKAHUSINU
rf
Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp
vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við
Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils
á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla
bankans endurbyggð, skyggnst inn í
framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar
vélar og fylgst með hvernig peningaseðill
verður til.
sýningunni verða seldir sérstakir
minnispeningar og frímerki, þarer vegleg
verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur
og daglega eru sýndar kvikmyndir um
Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og
myntútgáfu.
Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta
sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu
listmálara þjóðarinnar.
Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði
fyrir börn.
ýningin er opin virka daga frá
kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00
um helgar.
Við hvetjum alla til þess að sjá þessa
stórskemmtilegu sýningu.
Aðgangur er ókeypis.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna í 100 ár