Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 Bandaríkin: Skattar lækkaðir en skattaskjólum fækkað Washington, AP. ÖLDUNGADEILD banda- ríska þingsins samþykkti á þriðjudaginn með yfirgnæf- andi meirihluta skattatillög- ur, sem álitnar eru fela í sér mestu breytingar í þessum málum síðustu þijá áratugi. Skattar verða almennt lækk- aðir og kerfið mjög ein- faldað. í desember síðastliðnum sam- þykkti fulltrúadeild þingsins tillög- ur, sem voru mjög í sama anda, en ekki jafn róttækar. Samstarfsnefnd þingdeildanna mun á næstunni reyna að samræma tillögumar. Sérfræðingar eru sammála um að tillögumar verði til þess, að bæði fyrirtæki og einstaklingar neyðist framvegis til að taka meira tillit til ágóða en skattafrádráttar, þegar fjárfestingar em á dagskrá. Hámarkshlutfall skatta af tekj- um einstaklinga verður lækkað, en ýmsar frádráttarreglur og hlunn- indi verða afnumin. Tillögur full- trúadeildarinnar era nokkuð íhald- samari varðandi síðasttöldu atriðin, samkvæmt þeim verða greiðslur í lífeyrissjóði t.d. enn frádráttar- bærar. Ástæður þessa munu vera sérhagsmunir einstakra þingmanna í deildinni. Skattar á fyrirtæki verða lækk- aðir, en fulltrúadeildin vill herða afskriftareglur. Fjölmörg svonefnd „skattaskjól", einkum í sambandi við fasteignavið- skipti, verða afnumin og er talið að þetta muni hafa mikil áhrif á þróun fjárfestingarmála. Fulltrúadeildarþingmaður einn sagði tillögumar miða að aukinni sparifj ármyndun og minnkun láns- viðskipta. Reagan forseti fagnaði samþykkt tillagnanna, en í kosningabarátt- unni 1984 setti hann endurbætur í skattamálum mjög á oddinn. Lík- legt er talið, að hann geti undirritað lögin í haust. íran - Frakkland: Unnið að bættri sambúð ríkjanna - Íranir leysa Frakka úr haldi Paris, AP. Á FIMMTUDAG kom írönsk í Líbanon var sleppt úr haldi, en sendinefnd til Parísar, til þess þeim var rænt af skæraliðum shíta. að bæta sambúð írans og Frakk- Era þá sjö Frakkar enn í haldi líb- lands. Samtímis var frönskum anskra mannræningja. ríkisborgara sleppt úr fangelsi í Stirt hefur verið milli ríkjanna íran, en hann hefur setið inni í tveggja að undanfömu. Er það m.a. rúmt ár. vegna vopnasölu Frakka til írak og íranir leystu úr haidi Jean-Ives einnig deila ríkin um endurgreiðslu Albertini, fyrram stöðvarstjóra Air eins milljarðs bandaríkjadala, sem France í íran. Albertini hefði lokið íranskeisari Qárfesti í kjamorkuveri afplánun eftir tvær vikur. Hann var í Frakklandi. dæmdur til árs fangavistar fyrir að íranskur aðstoðarráðherra sagði „hvetja rétttraaða til ohfnaðar og j að jranir gætu haft 4hrif 4 fynr að stunda „ólejrfílegar kyn- nVissa hópa“ í Líbanon, til þess að ferðisathafmr". Albertmi var hand- tyeimur Bretum yrði gleppt úr haldi tekinn í veislu á heimih hans, en Hann sagði það bundið því að bresk þar vora þá um 50 Iramr. Albertim stjómvöld hættu að taka afstöðu var dæmdur hinn níunda júlí í fyrra. með garuiarikjunum j nsamsæram Hann ber að hann hafí sætt ílln gegníslamskalýðveldinuM. meðferð í fangelsinu, m.a. hýðing- Leon Klinghoffer, Bandaríkjamaðurinn sem var myrtur þegar Achille Lauro var rænt. Achille Lauro-sjóránið: Sakborningar kvarta undan fangelsisvist Genova, Ítalíu, AP. SAKBORNINGAR í Achille Lauro-sjóráninu hafa kvartað mikið undan aðstöðu sinni í fangelsinu Novara og setti einn þeirra á svið sjálfsmorðstilraun í klefa sínum, til að vekja athygli á kröfum fang- anna. Símskeyti frá fangelsisyfirvöld- um var lesið upp í réttarsalnum eftir að vitnaleiðslum í málinu lauk á miðvikudag og kom þar fram að einn sakbominganna, Mohawat Gandura, hefði í viðurvist fanga- varða hnýtt lak í rimlana í klefa sínum og þóst ætla fremja sjálfs- morð. Gerði hann það til að mót- mæla slæmu fæði og öðram að- búnaði í fangelsinu. Honum varð ekki meint af uppátækinu. Eftir að símskeytið hafði verið lesið, kvartaði Youssef Magie fyrir rétti á miðvikudag, en ekkjan lést fyrr á árinu. í gær var réttarhöldun- um frestað um þijá daga, þar sem einn kviðdómendanna bað skyndi- lega um að vera leystur frá dóm- störfum. Dómarinn, Lino Monte- verde, mun ákveða um heigina hvort orðið verður við ósk hans, en ástæðan fyrir því að kviðdómandinn vildi verða leystur frá störfum, var ekki gefín upp. Bretland: Upplýsingasími um klæðaburð við hið konunglega brúðkaup Lundúnum, AP. KLÆÐSKERAR konungsfjöl- um. Talið er að íranir hafí einnig stuðlað að því að tveimur Frökkum V estur-Þýskaland: Njósnarar handteknir Karlsruhe, V estur-Þýskalandi, AP. LÖGREGLA hefur handtekið þijá Vestur-Þjóðveija og einn Austur-Þjóðveija vegna gruns um að þeir hafi stundað njósnir fyrir leyniþjónustur Varsjár- bandalagsríkjanna, að þvi er yfirvöld í Vestur-Þýskalandi hermdu í gær. Vestur-Þjóðveijamir, sem hand- teknir hafa verið, starfa allir eða hafa starfað að iðnaði í Vestur- Þýskalandi. Þeir era grunaðir um að hafa komið tæknilegum upplýs- ingum á framfæri við ríki Varsjár- bandalagsins, en lögregla varðist allra frekari fregna af handtökun- um og sagði að málið væri í rann- sókn. Hvirfilbylurinn Bonnie: Tveir látnir Port Arthur, Texas, AP. TVEIR létust er hvirfilbylurinn Bonnie gekk yfir hluta af strönd Texas og Louisiana á f immtudag. Honum fylgdi hellirigning og vindhraðinn komst upp í 135 km á klukkustund. Fljótlega dró úr veðurofsanum og síðari hluta dags gekk lífið sinn vanagang á flestum stöðum. Bonnie er fyrsti hvirfílbylurinn er gengur yfir Texas í júnímánuði síðan 1957. Vitað er um tvö bana- slys. Karlmaður lést er vindsveipur feykti bifreið hans út af vegi skammt frá Port Arthur og kona, sem lömuð var að nokkra leyti, lokaðist inni í húsi sínu og brann til bana. Að minnsta kosti 12 manns hafa slasast og töluvert tjón hefur orðið. Flestir þeirra er flúið höfðu heimili sín á miðvikudag, þegar viðvaranir um hvirfílbylinn vora gefnar út, höfðu snúið aftur snemma á föstudagsmorgun. skyldunnar og aðalsmannaskrá Debretts tilkynntu á fimmtu- dag, að þau myndu starfrækja upplýsingasíma, þar sem hægt væri að fá svör við spuming- unni: „Hveiju skal klæðast við konunglegt brúðkaup?“ Klæðskeramir, Gieves & Haw- kes, en þeir hafa stofu sína í húsi númer eitt við Savile Row, segja að að mörgu þurfí að hyggja. T.a.m. sé ófært að sá sægur herforingja, sem þama kemur saman, beri sverð, þar sem að óhjákvæmilega glamri í þeim. Þar sem að drottningin verður við- stödd, verða konur að bera hatta, en þeir verða að vera fyrirferðar- litlir, af tillitssemi við náungann. Ekki má vera of áberandi, eins og t.d. við Ascot-veðreiðamar. Þama verður brúðurin aðalstjam- an. „Maður skyldi ætla að þeir sem njóta þeirra forréttinda að vera boðnir til giftingarinnar, kynnu að klæða sig,“ sagði Gieves, að- stoðarframkvæmdastjóri Gieves & Hawkes. „En það hryggir mig að þurfa að játa að svo er ekki leng- ur, nú þegar gildi hefðar er einskis virt.“ Kvenfólk á að vera í síðdegis- klæðnaði, með hatt og hanska. Karlmenn, sem ekki era í einkenn- isbúningi, ættu að vera f sjakkett, eða dökkum fötum. Fulltrúi aðalsmannaskrár De- bretts mun svara spumingum um venjur og hegðun, en Debretts hefur einnig gefíð út bók um mannasiði. Reglur þeirrar bókar þykja nánast hafa lagagildi í Bretlandi. Þegar talsmenn fyrir- tækjanna vora spurðir af blaða- mönnum, hvort þetta tilstand væri ekki of formlegt og of gamaldags, svaraði Ian McCor- quodale, formaður Debrett- útgáfúnnar: „Bretland er kon- ungsveldi og drottningin þjóð- höfðingi vor. Henni geðjast rétt framkoma og þegnar hennar ættu að kunna að haga sér kurteis- lega.“ Upplýsingasíminn er ekki ein- ungis bundinn við brúðkaupsgesti, og getur hver sem er hringt og leitað aðstoðar. íslendingum í vanda er bent á að hringja milli kl. átta og fjögur á daginn. Síminn er9044 1731-1966. TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ Öryggisbelti, -blakkir, -hjálmar, -skór, -stígvél. Heyrnarhlífar, andlitshlífar, -grímur, -síur og hanskar. Viðurkenndur öryggis- og hlífðarbúnaður. Skeifan 3h Simi 82670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.