Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 AKUREYRI Fullorðinn maður slasast alvarlega Krakkarnir á Króabóli voru ekki alveg vissir um hvernig bæri að taka komu ljósmyndarans og gleymdu að setja upp sparisvipinn. Talið frá vinstri: Sigurður Ólason, starfsmaður, með Styrmi í fanginu, Kari Mette Johansen, forstöðukona Króabóls, með Sverri og Eygló í kjöltunni, Vala, Sigfús, Edda Hjörleifs- dóttir, starfskona, og þvi næst Halldór Kristinsson með dóttur sína Karen. Nýtt dagheimili við Löngumýri Akureyri. J Akureyri. MAÐUR hátt á áttræðisaldri slasaðist mikið er hann varð fyrir bíl á Akureyri fyrir hádegi i gær. Hann höfuðkúpubrotnaði meðal annars og var fluttur i sjúkrahús í Reykjavík siðari hlutadags. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn var að fara yfír gang- braut á homi Hörgárbrautar og Stórholts. Bifreið á hægri akrein hægði ferðina til að hleypa mannin- um yfír en ökumaður bifreiðar sem kom norður Höigárbraut á vinstri akrein gerði sér ekki grein fyrir þvi sem um var að vera og lenti á manninum. Óhappið átti sér stað kl. 11.37 og myndaðist algjört umferðaröng- þveiti þegar fbúar norðan Glerár fóm heim í mat á bifreiðum sínum. Röð var á báðum akreinum frá slysstað og suður fyrir Glerárbrú. Harður árekstur varð svo á næsta homi norðan við slysstaðinn, á mótum Hörgárbrautar og Undir- hlíðar, kl. 15.25 í gær. Allir sem í bflunum tveimur vom vom fluttir á sjúkrahús en meiðsli vom aðeins minniháttar. NTTT DAGHEIMILl fyrir börn á aldrinum eins árs til sjö ára tók til starfa við Löngumýri 20 á mánudaginn. Um er að ræða einkaframtak nokkurra foreldra sem fannst nauðsyn á að dagvist- arrýmum fyrir börn undir tveggja ára aldri yrði fjölgað. Nú þegar eru tólf börn á dag- heimilinu en eftir mánaðamót munu 14 bðm bætast í hópinn. „Það var Amar Sverrisson, sál- fraeðingur, sem fékk hugmyndina að stofnun þessa bamaheimilis og fljótlega var félagið „Velunnarar Króabóls" stofnað og síðan hafíst handa við að fínna hentugt húsnæði fyrir starfsemina, sem síðan fannst hér við Löngumýri 20," sagði Edda Hörleifsdóttir, einn starfsmanna heimiiisins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en félagið hefur fengið húsnæðið leigt til þriggja ára. Edda sagði að reiknað væri með að 23 böm yrðu í byijun september. „Annars er þetta allt á byijunarstigi eins og stendur, en samt er eftir- spumin orðin geysilega mikil. Það er eins og fólk hafi ekki trúað því að þetta væri raunin að verið væri að starfrækja dagheimili á þessum grundvelli. Hins vegar hafa allir verið mjög samtaka og öll leiktæki og húsgögn sem hér eru hafa for- eldrar komið með og látið okkur í té. Jafnframt hafa bæjaryfírvöld sýnt þessu mikinn áhuga og skiln- ing og þau létu okkur fá borð og stóla handa krökkunum auk þess að taka þátt í kostnaðinum að nokkru leyti," sagði Edda. Edda sagði einnig að foreldramir borguðu sem svaraði Qórðungi meira fyrir bömin sfn á þessu dagheimili en á þeim sem bærinn starfrækti en þess væri líka að gæta að það væri erfíðara að hafa mikið af bömum undir tveggja ára aldri og að það væri á fáum stöðum sem tekið væri við þeim. „Við erum hins vegar með nokkur böm undir tveggja ára aldri en aldurshámark er sjö ár. Og þau koma hvaðanæva að, utan 64 Pétursborg og: innan að Þórisstöðum," sagði Edda að lokum. Morgunbtaðið/Skapti Frá slysstaðnum í gær. Það var hvfti bíllinn fremst á myndinni sem lenti á garnla manninnm Góð tíðindi hf. með nýtt vikublað Alniravrí Grænland: Eyfirzkir verktakar næstlægstir í heildina Akureyri. TILBOÐ f sfðasta verkhlutann við sútunarverksmiðjuna sem reisa á í Julianehaab á Grænlandi voru opnuð í gær. Sá hluti var í allar lagnir f húsið og áttu Ey- firskir verktakar sf. á Akureyri (EVA) lægsta tilboð f þann hluta. Samtals f allt verkið eiga Ey- firskir verktakar næst lægsta tílboð. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá í vikunni átti EVA lægsta tilboð í grunn byggingarinnar en aftur hæsta tilboð í húsið sjálft. „Það er betra hljóð í mér nú en í gær,“ sagði Hörður Túliníus, stjómarformaður EVA, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við emm næstlægstir og í sterkri samnings- aðstöðu. Það em fyrirvarar á báða bóga, þannig að ekki er alveg ljóst hvemig tölumar liggja. Það er ekki hægt að lesa fullomlega út úr þessu strax hveijir eiga lægsta tilboðið," sagði Hörður. Hann sagði að það yrði í fyrsta lagi seinni partinn f næstu viku sem lægi ljóst fyrir hvort gengið yrði til samninga við EVA. Fái EVA verkið verður um að ræða vinnu fyrir hátt í 30 manns í nokkra mánuði. Akureyri. NTTT VIKURIT, Akureyrartíð- indi, er að hefja göngu sína hér á Akureyri og mun fyrsta tölu- blaðið koma út á miðvikudaginn kemur. Það er útgáfufélagið Góð tfðindi hf. sem gefur blaðið út, en það er í eigu sex ungra Akur- eyringa. Að sögn Bjama Ámasonar mun útgáfan aðeins að litlu leyti byggj- ast á fréttaflutningi en þeim mun meiri áhersla verða lögð á frétta- skýringar, jákvæða umfjöllun um málefni Akureyrar og nágranna- byggðalaga. Þá verða einnig greinaskrif af ýmsu tagi og hefur útgáfan fengið til liðs við sig all- nokkra einstaklinga sem skrifa munu reglulega í blaðið. Bjami sagði að útgáfufélagið hefði látið gera markaðskönnun og niðurstaða hennar orðið sú að gefa blaðið út í brotinu A4, en það mun vera fremur óvenjuleg stærð á viku- blaði hér á landi. Blaðinu verður dreift í lausasölu og áskrift, jafn- framt því sem gengið verður í hvert hús hér á Akureyri og það boðið til sölu. Einnig verður blaðinu dreift á Blönduósi, Sauðárkróki, Ólafs- firði, Dalvík og Húsavík. Ritstjóri blaðsins, Tómas Gunn- arsson, sagði að áhersla yrði lögð á að halda blaðinu óflokkspólitísku Suðurbrekka Blaðbera vantar á Suöurbrekku og i Lundahverfi. Sér- staklega óskað eftir fólki sem getur borið út fyrir hádegi allt árið. Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma 23905. JMngmiÞlfifetfe Hafnarstræti 85, Akureyri. Sr^CS og að þegar hefði verið haft sam- band við stjómmálaflokka bæjarins og þeim boðið að notfæra sér blaðið sem vettvang skoðanaskipta og umræðna af ýmsu tagi. Kvað hann einnig hafa verið haft samband við neytendasamtökin og önnur félaga- samtök innan bæjarins og þeim boðið að bregða á skeið á þessum ritvelli. „Það er meiningin að hafa blaðið sem einskonar málsvara Akureyrar og Akureyringa, en okkar skoðun er sú að hann hafí skort," sögðu þeir Bjami og Tómas. „Svæðisút- varpið og Dagur hafa ekki sinnt þessu hlutverki sem skyldi," sögðu þeir. Aðsetur blaðsins verður í versl- unarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Blaðið verður gefíð út f 3.000 eintökum og stærð hvers blaðs verður um 16-20 blaðsíður. Starfsmenn Akureyrartfðinda verða tveir til að byrja með, þeir Bjarni Árnason og Tómas Gunnarsson, ritstjóri. Yngvi ritsljóri Norðurlands Akureyri. YNGVI Kjartansson hefur verið ráðinn ritstjóri Norður- lands, málgagns Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra, og mun það koma út hálfsmánaðarlega frá miðjum ágúst. Yngvi verður einnig fréttarit- ari Þjóðviljans á Akureyri og tekur við starfí Guðlaugs Ara- sonar, rithöfundar. Yngvi var blaðamaður á Degi fram á sumar en áður hefur hann starf- að sem blaðamaður á Vestfírska fréttablaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.