Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 17 FRIMERKI / Jón Aðalsteinn Jónsson AMERIPEX 86 í þremur síðustu þáttum hefur verið Qallað um nokkrar frí- merkjasýningar erlendis, þar sem íslenzkir safnarar verða meðai þátttakenda. Allar eru þær á Norðurlöndum, enda að vonum, að við beinum augum okkar helzt að næsta nágrenni. Nýlega hefur samt einn ágætur félagi okkar tekið þátt í alheimssýningu vest- anhafs, þ.e. í Bandaríkjunum. Verður auðvitað að telja það til tíðinda, sem sjálfsagt er að geta í þessum þætti. Hér á ég við AMERIPEX 86, sem haldin var í Chicago dagana 22. maí til 1. júní sl. Umboðsmaður íslands á þessari sýningu var Páll H. Ás- geirsson. Fór hann ásamt konu sinni vestur um haf til þess að vera á alheimssýningunni. Mest af því, sem hér segir um AMERI- PEX 86, er frá Páli komið, og vil ég þakka honum það alveg sér- staklega Deildir á AMERIPEX 86 voru mmi innmi með hefðbundnum hætti. í heið- ursdeild voru sýnd 47 söfn og þar á meðal úr póstsögulegum söfnum Englands, Danmerkur og Svíþjóð- ar. Eins voru I þessari deild söfti úr eigu Bretadrottningar, Spell- manns kardínála og prínsins af Mónakó. í samkeppnisdeild voru um 4500 rammar. Fjögur íslands- söfn voru hér í 26 römmum. Segja má. því, að ekki hafi farið mikið fyrir því efni innan um allt það stórkostlega sýningarefni, sem boðið var upp á. Engu að síður mun það hafa vakið verðskuldaða athygli allra þeirra, sem áhuga hafa á frímerkjum Norðurlanda. Þijú af þessum söfnum eru í eigu Banda- ríkjamanna, sem allir eru mjög vel þekktir í hópi Skandinavíusafn- ara. Fjórða safnið var svo safn Hjalta Jóhannessonar: Is- lenzkir póststimpl- ar 1873-1950 í sex römmum. Við könnumst vel við þetta safn, en fyrir það hlaut Hjalti silfur. Er það góð- ur árangur á al- heimssýningu. 'wnrTnrTrwwr'r rrt»'w ww l^NOSIiANKl (SI.ANDS KWft 1980 ÍSIAND 25000 m,m,m tnm mm,m,m i«»«m hlaut gull fyrir. Mun það verð- skuldað, því að Swanson mun eiga ftábært. íslenzkt. frímerkjasafn og þá einkum frá tímum skildinga- og aurafrímerkja. — Lester Winick sýndi íslenzkt flugsögu- safti í átta römmum, en það var sýnt hér á NORDIU 84 og fékk gyllt silfur (vermeil). Winick mun hafa bætt miklu við safn sitt eftir það og' hlaut nú gyllt silfur á heimssýningunni. Þá sýndi Ron- ald Collin bréfspjaldasafn 1879—1941, og hlaut það silfur. Heiðursverðlaun voru mörg á AMERIPEX 86. Félag frímerkja- saftiara gaf forkunnarfagran bréfahníf úr silfri til heiðursverð- launa. Er handfang hans víkinga- skip undir fullum seglum. Stendur víkingur i stafni, og svo má lesa nafnið ísland í seglinu. Þessi verðlaun fékk sænskur safnari, Böije Wallberg, fyrir Mongólíu- safn sitt, en það hlaut stórt gull á sýningunni. Hér sýndi Wallberg þetta safn á NORDIU 84 í deild dómara. Eins og venja er á öllum meiri háttai- frímerkjasýningum, eru póststjómir margra Ianda með söludeildir, og eins voru um 200 frímerkjakaupmenn og uppboðs- fyrirtæki með sölu- og kynningar- bása. Varö sala miklu meiri en menn mun hafa órað fyrir, en þess ber líka að geta, að aðsókn var geysimikil. Munu alls hafa sótt AMERIPEX 86 um 153 þús- und manns og mun það vera hið mesta sem orðið hefur á frí- merkjasýningu í Bandaríkjunum. Sagt er, að vestur-þýzka póst- stjómin hafi haft tvöfaldar venju- legar birgðir meðferðis á sýning- Heiðursverðlaun FF á AMERIPEX 86. una, en þær seldust upp á fjórum dögum. Islenzka póststjómin var einnig með söludeild, og varð saian þar geysimikil. Hér verður að geta. þess sérstaklega, að póst- stjómin notaði hér sérstimpil, sem stimpla mátti með íslenzk frí- merki. Áður hafa aðeins verið notaðir hliðarstimplar svokallaðir. Þennan stimpil má sjá á með- fylgjandi mynd. Meða! þess, sem selt var á AMERIPEX 86, var íslenzkt skild- ingabréf. Fór það á 60 þús. dali eða sem svarar tveimur og hálfri milljón íslenzkra króna. Eins og venja er, var öll vinna við uppsetningu sýningarinnar unnin af sjálfboðaliðum úr röðum frímerkjasafnara frá klúbbum Chicago og nágrenni. Að sögn Páls H. Ásgeirssonar höfðu þeir reiknað út, að þessi uppsetning í rammana hefði tekið einn mann sex ári Þó að hér sé um ákveðna reikningslist að ræða, svona til gamans, má öllum ljóst vera, að sjálfboðavinna við heimssýningu er gífurlegt átak. Um AMERIPEX 86 segir umboðsmaður okkar að lokum þetta: Allt sýningarhaldið einkenndist af frábærri skipu- lagningu og fyrirgreiðsluvilja til þess að heimsóknir safnara mættu gefa þátttakendum og gestum dýrmæta minningu og fræðslu. Ný frímerki l.júlí Það hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni, að Lands- banki íslands verður eitt hundrað ára á þessu ári. Hann tók einmitt til starfa 1. júlí 1886 í húsi því, sem enn stendur neðst við Banka- stræti ao norðanverðu. í tilefni afmælisins gefur Póst- og síma- málastofnunin út, tvö frímerki næstkomandi þriðjudag. Annað frímerkið er að verðgildi 13 kr., og er á því mynd af bankahúsinu við Austurstræti 11, eins og það leit út, áður en útliti þess var spillt með viðbyggingu, sem var í algeru ósamræmi við teikningu Guðjóns Samúelssonar, síðast húsameistara ríkisins. Á hinu verðgildinu, 250 krónur, er bak- ' hlið 5 króna seðils úr fyrstu seðla- útgáfii Landsbankans frá 1928. Fer einmitt vel á þessu myndefni, því að ein öld er einnig liðin frá því, að íslenzkir peningaseðlar voru fyrst gefnir út. Voru það seðlar Landssjóðs. Eitt er þaö við þessi nýju frí- merki, sem ég vil vekja sérstaka athygli á. Þau eru prentuð með stálstungu (djúpprentuð) hjá Rík- isprentsmiðju Austurríkis í Vfnar- borg, en hún er kunn fyrir vand- aða og fallega. frímerkjaprentun. Er hér þvi um að ræða merkan áfanga í frímerkjasögu íslands og vonandi upphaf að frekari skipt- um við Austurríkismenn á þessu sviði. Ég á líka von á, að Lands- bankamerkin þyki fögur og verði eftirsótt, þrátt fyrir það að annað þeirra sé hæsta verðgildi, sem enn hefur komið út hér á landi. AMERIPEX86 Internationa! Stamp Sbow. Chícago May 22 to Jurte 1,1986 , * slenskur sérstimpill á AMERIPEX 86 Kunnur íslands- safnari, Roger A. Swanson, sem sýndi klassísk ís- lenzk frímerki, Iceland Classical, í sex römmum, SUMARSÆLA í NÁTTÚRUPARADÍS Hrífandi náttúrufegurö Snæfellsness og Breiðafjarðar lætur engan Kynnið ykkur sumartiboðin frá Hótel Stykkishólmi LÆGRA VERÐ í MIÐRI VIKU náttúruunnanda ósnortinn VERTU VELKOMINN Á NESIÐ Njótið sumars á vistlegu hóteli í paradís íslenskrar náttúru Möguleikar á siglingu um Breiðafjörð með Baldri, eða hraðskipinu Brimrúnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.