Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNt 1986 Flug ’86: Eru þeir að fá 'ann ■ Skrokkur Agnarinnar leit svona út rúmu ári eftir að endursmíðin hófst. Eins og sjá má er vélin aðallega úr tré, krossvið og striga, sem voru aðalefnið I flugvélum á þeim árum þegar hún var smíðuð. TF-ÖGN endursmíðuð Á SÝNINGU sem er hluti af FLUG ’86 verður flugvélin TF ÖGN <ýnd í fyrsta sinn eftir endursmíði, TF ÖGN er fyrsta flugvélin sem smíðuð hefur verið hérlendis og, að því er best vitað, sú eina sem hefur verið hönnuð hér á landi. Hana smíðuðu tveir ungir menn, Gunnar Jónasson og Bjöm M. Olsen á §órða áratugnum. TF-Ögn var sýnd fyrst sumarið 1933 en komst ekki á loft fyrr en 1940 vegna þess að þeir höfðu ekki efni á að kaupa vél í hana. Ekki fór hún nema fjórar flugferðir því breski herinn bannaði flug einkaflugvéla Herinn skipaði svo fyrir að vélin yrði tekin sundur. Var hún svo í geymslu á ýmsum stöðum, án þess að hún væri nokkum tíma gerð flugfær. Var hún f mjög slæmu ástandi þegar flugsögufélagið tók við henni haustið 1979. Endursmíð- in hófst svo á Páskum 1980. Fjöldi manna hefur lagt þar hönd að verki en hitann og þungann hafa borið þeir Gísli Sigurðsson og Gunnar Jónasson. Gísli er sá maður hérlend- is sem helst kann til verka við smíði flugvéla upp á gamla móðinn, þ.e. úr striga og krossvið. Gunnar Jón- asson er einn af upphaflegu smiðun- sem hefur staðið á sjöunda ár. um. Hann hefur séð að mestu um málmsmfðina við verkið. Flugvélin var í slæmu ástandi þegar verkið var hafið, þannig að mikið þurfti að endumýja. Þó áætla þeir að 30-40% af vélinni sé upphaflegt. Um 2.000 stundir er áætlað að hafi farið í endursmíðina. Erfiðast var að afla hreyfilsins. Aðeins voru örfá eintök til í heimin- um, aðallega á söfnum. Fyrir tilvilj- un kom þó hreyfill í leitimar í kjall- ara vestur í Kalifomíu. Hefur hann verið gerður upp svo að flugvélin er nú flugfær. Ekki er þó Ijóst hvort henni verður flogið í sumar, „en menn gætu misst hana í loftið" eins og einn smiðanna komst að orði. TF-Ögn er ætlaður framtíðar- staður í væntanlegu flugminjasafni, sem meiningin er að rísi einhvem tíma í framtíðinni hjá Loftleiðahót- elinu, en þangað til af því verður er ekki Ijóst hvar hún verður geymd. Flugsögufélagið hefur boðið að hún verði sett upp í nýju flugstöðinni í Keflavík en svar hefur ekki enn borist. Skrúfan sett á Ógnina. Endursmíðin er nú á lokastigi, og á henni að verða lokið fyrir hátiðina i ágúst. Vélin verður máluð ljósrauð, með silfurlitaða vængi, en þannig átti hún upphaflega að vera á litin. Gengur vel í Þverá — illa í Kjarrá „Þetta er mjög bjart hér niður frá, hollin eru að fá svona 50 laxa að meðaltali á 7 stangir á 3 dögum, hæsta hollið fór í 54 laxa og þeir sem nú eru að veiða eru hálfnaðir og hafa fengið 36 fiska, þannig að þetta gæti orðið metholl til þessa," sagði Halldór Vilhjálmsson kokkur í veiðihúsinu við Þverá í samtali við Morgunblaðið í gær. Halldór bætti við, að illa gengi á Qallinu, í Kjarrá, og sambæriieg veiði þar við hópinn í Þverá væri aðeins 11 laxar. Sagði Halldór það hulda ráðgátu hvers vegna svo illa gengi á fjallinu þar sem allar að- stæður virtust vera fyrir hendi. Alls eru komnir hátt í 500 laxar á land samanlagt í ánni, á hádegi í fyrra- dag höfðu 293 laxar veiðst í neðri ánni, en aðeins 142 efra, sfðan bættust við 36 laxar neðra og 11 laxar efra. „Fiskurinn hefur smækkað skart sfðustu daga, en alltaf veiðast vænir fiskar innan um og sá stærsti til þessa vó 19,5 pund," skaut Halldór inn í. agn Frásíðasta flugdegi. Á miðrí mynd er flugskýli 1, þar sem sýn- ingin verður á Flug’86. Þetta verður jafnframt aðal-athafna- svæði flug- dagsins í Reykjavík. Þeir menn sem standa að undirbúningi Flugs ’86. Frá vinstrí, sitjandi: Kárí Guð- björnsson, Baldur Sveinsson, Ragnar J. Ragnarsson, Sigmundur Andrésson, Ingvar Valdimarsson og Haukur Hauksson. Aftari röð: Arnór Ingólfsson, Axel Sölvason, Guðjón Ólafsson, Guðmundur Guðmundsson, Jón G. Egilsson, Stefán Sæmundsson og Pétur Johnson. flestar greinar flugs fyrr og nú verða kynntar. Aðildarfélög flug- málafélagsins, flugbjörgunarsveitin og fl. sýna þar. Einnig hefur flug- rekstursaðilum verið boðið að kaupa sýningarpláss. Dagana 23. og 24. ágúst verða svo flugdagar í Reykjavík og á Akureyri. Verður beðið með að ákveða á hvorum staðnum flugdag- urinn verður hvom daginn. Ræðst það af veðri. Flugsýning verður haldin og á hún að standa frá kl. 14 til 17. Ekki er endanlega ljóst með öll sýningaratriði en þó er ljóst að þar munu sýna bæði innlendir og erlendir aðilar. Flugvélar verða frá bandaríska, breska, þýska, og hollenska flughemum, einnig munu einhverjir flugvélaframleiðendur sýna framleiðslu sína. Þá munu ís- Ienskir flugaðilar sýna. Þá verður sýnt listflug á a.m.k. tveim list- flugvélum sem eru til hérlendis. Einnig verður svifdrekasýning, fallhlífastökk, loftbelgsflug, og flugmódelflug, og stendur til að fá heimsmeistarann í flugmódellist- flugi til að sýna listir sínar. Þá ráð- gera módelflugmenn að efha til all-sérstæðs póstflugs. Verið er að smíða líkan af Piper Super-Cup flugvél sem á að geta borið um tvö kflo. Verður hún höfð á flotholtum og er ætlunin að láta hana fljúga með póst fra Reykjavík til Akra- ness. Flugmálastjóm hefur látið gera brjóstmynd af Agnari Kofoed- Hansen sem ekkja hans mun af- hjúpa. Þá verður minningarplatti gefinn út í tilefni afmælisins og afreksmenn í flugi heiðraðir. Einnig verður fyrirlestur haldinn og unnið er að útvarps- og sjónvarpsþáttum f tilefiii aftnælisins. Veiðin fór alveg þokkalega af stað í Laxá í Kjós, en hefur dofnað nokkuð að undanfömu. Myndin er frá fyrsta degi og þá var ekki kvartað undan laxleysi eins og sjá má ... Víst er, að þeir eru til stærri í Þverá, fyrir nokkru lenti Jóhannes Nordal seðlabankastjóri t.d. í harðri viðureign við „risalax" eins og Halldór orðaði það. Jóhannes komst í tæri við laxinn í Ármótakvöm og barst leikurinn hátt í tvo kflómetra niður með ánni og lauk ekki fyrr en í Klapparfljóti, þar sem sá stóri skilaði flugunni. „Yfir 20 pund,“ sagði Jóhannes af alkunnri hóg- værð og gátu menn þá farið að geta í eyðumar. Barði Friðriksson er í ánni nú og hann lenti í miklum darraðardansi við gríðarstóran lax, auðvitað í veiðistaðnum Barða og mátti Barði endasendast um 800 metra á eftir laxinum áður en skyldi með þeim. Þeir stóru hafa því betur þessa dagana, en veiði- menn hugsa trúlega: Á morgun er nýr dagur, gamli minn, og þá skaltu vara þig. Annars hefur þetta verið tíðindarík veiðiferð hjá Barða, í Flug’hátíð í í ÁR eiga Flugmálafélag íslands og Flugmálastjórn hálfrar aldar afmæli. Af því tilefni verður efnt til dagskrár undir nafninu FLUG ’86, dagana 19. til 24. ágúst, sem verður helguð minningu Agnars Kofoed-Hansen, fv. flugmálastjóra. Haldin verður sýning í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli, og efnt tii flugdags á Akureyri og í Reykjavík 23. og 24. ágúst. Þá verður afhjúpuð fyrsta og eina flugvélin sem hönnuð hefur veríð og smíðuð hérlendis, TF-Ógn. Þann 25 ágúst næstkomandi á Flugmálafélag íslands 50 ára af- mæli. Einnig verður Svifflugfélagið fimmtugt á sama tíma. Um svipað leyti eru 50 ár liðin síðan Agnar Kofoed-Hansen var ráðinn flug- málaráðunautur ríkisins, sem var upphafíð að flugmálastjóm. Agnar var einmitt helsti hvatamaðurinn að stofnun Flugmálafélagsins, Svif- flugfélagsins, Flugmódelfélagsins svo og annarra flngáhugamannafé- laga. Því þótti vel við hæfí að helga honum afmælishátíðina. í Flugmálafélagi Islands eru nú 16 aðildarfélög, bæði flugklúbbar víðs vegar um landið og sérfélög svifflugmanna, flugmódel-flug- manna, svifdrekamanna, fallhlífa- stökkvara og Flugsögufélagið. Afmælisnefnd Flugmálafélagsins skipaði framkvæmdanefnd afmæl- isins og er Stefán Sæmundsson formaður hennar, en með henni vinna menn frá flugmálastjóm, flugbjörgunarsveitinni, slökkvilið- inu á Reykjavíkurflugvelli og lög- reglunni. Dagskrá afmælisins er áætluð svo, en hún er ekki fullfrágengin, að 19. ágúst verði opnuð sýning í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli, (við Hótel Loftleiðir), með afhjúpun fyrstu flugvélar sem var smíðuð og hönnuð hérlendis, TF-ÖGN, en fé- lagar úr flugsögufélaginu hafa staðið að endursmíði hennar. Sýn- ingin í skýlinu verður svo opin frá kl. 17 til 21 dagana 20. til 24. ágúst. Þar verða sýningarbásar þar sem li i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.