Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 7

Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 7
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 7 EgUsgtððum. „EG BÝÐ ykkur öll hjartanlega velkomin tíl íslands" — sagði Jón Helgason um leið og hann setti ársfund norrænna landbúnaðarráð- herra hér í Valaskjálf á Egilsstöðum á fimmtudagsmorgun. Fundinn sátu auk Jóns landbúnaðarráðherra Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Álandseyja — en finnski landbúnaðarráðherrann átti ekki heiman- gengt að þessu sinni. Á fundinum á fimmtudag var einkum íjallað um framleiðslu- og markaðsmál norræns landbúnaðar, löggjöf og nýjar búgreinar. Að afloknum ráðherrafundinum hófst þing Norrænu embættismanna- nefndarinnar á sviði landbúnaðar- og skógræktarmála undir forsæti Jóns Helgasonar, landbúnaðarráð- herra — en þingið sátu auk ráð- herranna helstu embættismenn landbúnaðarmála, forystumenn bændasamtakanna og annarra hagsmunaaðila innan norræns land- búnaðar. í upphafi þings embættismanna- nefndarinnar gerðu talsmenn hverr- ar þjóðar stuttlega grein fyrir þeim breytingum er þeir töldu hvað mikilvægastar innan landbúnaðar- og skógræktarmála á Norðurlönd- um. Þá voru skipulagsmál land- búnaðar og skógræktar rædd og fjallað um skýrslur sem lagðar voru fram á þessum vettvangi fyrir réttu ári svo og skýrslur sem ýmsar alþjóðastofnanir og samtök land- búnaðarins hafa gefíð út frá því að síðasta þing embættismannanefnd- arinnar var haldið. Síðla fimmtudags skoðaði þing- heimur Egilsstaðabúið undir leið- sögn Jóns Egils Sveinssonar, bónda — en þar eru tún víðlend eins og kunnugt er og mikill trjágarður piýðir staðinn. Áður hafði verið gerður stuttur stans í Egilsstaða- skógi þar sem villt ösp vex hvað hæst hér á landi — en Hallorms- staðaskógur var skoðaður síðla miðvikudags. Þingi Norrænu embættismanna- nefndarinnar á sviði landbúnaðar og skógræktar lauk á föstudag með skoðunarferð um nærliggjandi fírði. Um 80 manns sóttu þingið að þessu sinni — þar af um 60 erlendir full- trúaroggestir. Síðast var fundur norrænna land- búnaðarráðherra haldinn hérlendis fyrir 5 árum, á Höfn í Homafírði. Næsti fundur verður haldinn að ári í Danmörku. - Ólafur Ráðstef nugestir í Guttormslundi í Hallormsstaðaskógi. Morgunblaðið/Ólafur _ _ 0 — Morgunblaðið/Ólafur Lerkifræ frá Rússlandi Jaakko Piironen, finnski skógræktarstjórinn, færði starfsbróður sínum, Sigurði Blöndal, 2 kgaf lerkifræi frá Raivola-héruðunum í Rússlandi með sérstökum ámaðaróskum frá finnskum skóg- ræktarmönnum til íslenskra starf sbræðra. LEIKUR Norrænir landbúnaðarráðherrar: Britta SchaU Holbert, Danmörku, Svante Lundkvist, Svíþjóð, Gunnhild Oyangen, Noregi og Jón Helgason, Islandi. HLIÐARENPA I PAG KL. 2. Baráttan mikla milli Vals Akraness Nú verðurlíf og fjörá Hlíðarenda VALUR Tháe/unofia/uB Ólafur Haralds- son hættir sem forstjóri Fálkans Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári var um 6 millj. króna ÓLAFUR Haraldsson, forstjóri Fálkans hf., lætur af störfum innan skamms og við starfi hans tekur PAll Bragason. Ólafur hættir daglegum störfum, en sinnir ýmsum sérverkefnum fyrir fyrirtækið, f ram eftir þessu ári. Hjá Fálkanum vinna um 50 manns og sagði Ólafur að velta fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið rúmlega 200 milljónir króna. Hreinn hagnaður var um 6 milljónir og árið á undan skilaði reksturinn 8.5 milljónum í hagnað. Eiginijár- staða fyrirtækisins er traust að sögn Ólafs. Ólafur réðst til Fálkans árið 1971 eftir að hann lauk prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla íslands. Hann varð forstjóri í lok ársins 1975 og hefur gengt því síðan. Eins og áður sagði verður Páll Bragason forstjóri, en við starfí framkvæmdastjóra tekur Bjöm H. Jóhannsson. Morgunbladið/Einar Faiur Ólafur Haraldsson Egilsstaðir: Fundur nor- rænna landbún- aðarráðherra N; Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.