Morgunblaðið - 11.07.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 11.07.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Hann hækkaði í kræklu sem bognaði í keng Sleifarlag og þj óðarmeinloka — eftir Ásgeir Jakobsson Nú hefur því verið lýst í tveimur fyrstu greinunum, hvernig kerfi frystivinnslan er rekin undir og hvemig það myndaðist af nauðsyn að verulegu leyti miðað við tíðina. Áður en því er lýst, sem kalla má „þjóðarmeinlokuna", er rétt að fara nokkrum orðum um atvinnu- bótasjónarmiðið í rekstri frystihús- anna. Það var á ánnu 1969 að Sjó- mannasíða Morgunblaðsins fékk bréf frá sjómanni, sem hafði stund- að sjó í Færeyjum og róið þar á fískverði, sem svaraði til ísl. króna 11,95, en hér heima var þá fiskverð kr. 6,59. Sjómaðurinn spurði í lok bréfsins: „Af hveiju getur fiskiðn- aður okkar ekki greitt sama verð og fískiðnaður nágrannalandanna?" Ég svaraði á sömu síðu: „Fiskiðnaðurinn er rekinn sem atvinnubótaatvinnuvegur og þar eru afköstin léleg, nýtingin léleg og hagræðingin léleg.“ Það athugist, að ég át þama upp orðið „fiskiðnaður" því að það var ekki fýrr en ári síðar, að ég skrif- aði greinina „Heimslæg hugsunar- villa“, að ég hafði áttað mig fyllilega á að frystivinnslan reis ekki undir þessu nafni. Svar mitt var ekki nema að nokkru leyti rétt. Það mátti segja ég væri að hengja bakara fyrir smið. Vissulega hafði atvinnubótasjón- armiðið í rekstri frystihúsanna í för með sér, þegar fram í sótti, atvinnu- bótavinnulag, en það var ekki hægt að segja, að það færi að há atvinnu- greininni fyrr en eftir að Verðlags- ráð hafði verið stofnað og ftysti- vinnslan fékk þar kostnaðarreikn- inga sína greidda með lágu fískverði til útgerðar og sjómanna. Með því fyrirkomulagi slaknaði á öllu aðhaldi í rekstrinum og menn fóru að láta um margt vaða á súð- um. Hvaða máli skipti það þó einhvers staðar væri einum mannin- um fleira en nauðsynlega þurfti í vinnslunni, ef hann vantaði atvinnu, eða einum bílnum fleira, einni vél- inni fleira lítt notaðri, og svo náttúrlega fljótlega ýmislegt eins og gengur, sem gat komið á reikn- inginn í Verðlagsráði; það voru skattframtölin, sem lögð voru til grundvallar framan af og er svo kannski enn. Ég hef ekki haft nein- ar spumir af störfum þessa ráðs lengi, nema veit að í meginefnum er starfið hið sama, verðskipting milli veiða og vinnslu, og kostnaðar- reikningar vinnslunnar lagðir til 3. grein „Það er ekki að orð- lengja það, að einn daginn var frystivinnsl- an orðin „fiskiðnaður“ og þar sem er iðnaður er sjálfgefið að þar er og eitthvert hráefnið. Það kom að vísu ekki vel heim við íslenzka málvenju að kalla lif- andi skepnu hráefni, þá þykir það og heldur ljóður á iðnaðarvöru, að hún sé hrárri en hrá- efnið. En það gat í okkar „iðnaði“ ekki verið um annað að ræða en fiskurinn héti eftir þetta „hráefni“.“ grundvallar fískverðinu. Þá olli það og fljótt ýmsu sleifar- lagi og slæmri nýtingu bæði mannafla og véla að unnið var á tvo gerólíka markaði, þann banda- ríska og þann sovézka. í öllum frystihúsum landsins var göslazt í vinnslu á báða markaðina sitt á hvað. Svo bjó frystivinnslan við það eins og allur sjávarútvegurinn, að allir höfðu gott upp, sem eitthvað þjónustuðu hann, svo sem bflstjór- ar, sem áttu bfla, sem biðu fullle- staðir tímum saman, eftir útskipun eða viðgerðarmenn, sem komu með skiptilykilinn í einni ferðinni og fóru svo aðra til að sækja skrúftöngina og svo er náttúrlega ekki að spyija að því að í yfirbyggingunni hlóðst upp fólk, hvað ofaná annað, for- stjóri ofan á framkvæmdastjóra, sem kom ofan á skrifstofustjóra, verkfræðingur ofan á tæknifræðing og tæknifræðingur ofan á iðnaðar- mann, síðan eftirlitsmenn ofan á eftirlitsmenn, á bryggjunum og í húsunum, og ekki má gleyma þeim, sem verzluðu við sjávarútveginn, seldu honum vélar og tæki í skip og frystihús, þeir voru ekkert á nástráunum. Mönnum hugkvæmdist að laga þennan gang eitthvað með því að taka upp svonefnt „bónuskerfi" í vinnslunni. Það byggist á því, að hópur kvenna er settur niður í miðju þessa vinnukerfís, sem lýst hefur verið, og konumar látnar vinna þar í blóðspreng, en allt sleif- arlag í vinnubrögðunum inní og útúr húsunum og allt í kringum þau, í sama horfinu. Segja mátti og má sjálfsagt enn, að hersing manna rölti aðgerðarlítil í kringum konuveslingana í blóðspreng við að tína úr orma og bein, hrópandi á þær að herða sig, áfram, áfram, en ef það verður eftir bein eða orm- ur, þá verðið þið látnar borga hann á launaseðlinum. Bónuskerfið hrökk sem sagt lítið til aukinna afkasta í öllu frysti- vinnslukerfínu. Þjóðarmeinloka Þegar ftystihúsin tóku að vél- væðast til vinnslu fyrir hinn kröfu- harða Bandaríkjamarkað ruglaðist íslenzkur almenningur, sem ekki má nú stundum við miklu, hélt vera iðnaðarvinnslu hina auknu tækni við þá aðferð að geyma fisk í frosti til útflutnings og létta hann um leið í flutningi og minnka fyrirferð hans í lestum og frystiklefum, auk þess sem betri frysting náðist á físk- holdinu í flökum. Auk glæstra vinnslusala, fullra af skínandi vél- um, voru í stað karlanna í skúr- görmum með breddur sínar og hnífa og tóbaksdropa lekandi úr nefi sér ofan á fiskflökin komnar konur í hvítum sloppum, sem handfjötluðu fiskinn eins og þær væru að brydda sér brúðarskóna, og yfir þeim stóðu menn, sem litu eftir að konum gleymdist ekki ormur eða bein og héldu ræður um gerla og bakteríur, sem fólk hafði étið með góðri lyst með sínum fiski og ekki orðið bumb- ult af, en hvort tveggja var nú orðið stórhættulegt fólki í útlandinu, sem ekki hafði íslenzka lýsis- og há- karlsmaga. Það var mikil hugsun, þekking og tæknikunnátta lögð í uppbygg- ingu frystivinnslunnar, en það breytti ekki því, að þessi vinnsla var áfram einungis aðferð til að geyma fisk sem minnst skemmdan áður en hægt væri að koma honum á markaði. Frystivinnsla okkar varð ekki og er ekki „iðnaður". Það vant- ar herzlutakið og það má segja svo um frystivinnslu okkar, eins og svo margt annað í verkum mannsins, að vanti herzlutakið, verður heilt ævistarf í forvinnslunni lítils metið. Sá, sem lýkur verkinu til fulls, fær lofið og prísinn. Það mætti hengja upp í öllum íslenzkum frystihúsum á spjöldum ljóðlínur Éinars Ben: „að skiljast við ævinnar æðsta verk/í annars hönd, það er dauða- sökin“. Það er ekki að orðlengja það, að einn daginn var fiystivinnslan orðin „fiskiðnaður" og þar sem er iðnaður er sjálfgefið að þar er og eitthvert hráefnið. Það kom að vísu ekki vel heim við íslenzka málvenju að kalla lifandi skepnu hráefni, þá þykir það og heldur ljóður á iðnaðarvöru, að hún sé hrárri en hráefnið. En það gat í okkar „iðnaði" ekki verið um annað að ræða en fiskurinn héti eftir þetta „hráefni“. Líklega er það af innbyggðum skyldleika, frændsemi aftur í aldir, að þetta nafn á þorskinum okkar hef ég aldrei þolað, mér hefur alltaf fundizt nafngiftin bera vott um öf- uguggahátt í þjóðarhugsuninni, vélmennsku nýrrar kynslóðar, sem ég kannaðist ekki við. Það vantaði íslenzka tilfinningu í þetta fólk. Ég neita því ekki, að mér hafi fundizt ég sjá á eftir gamla íslandi inn í fiystihúsamóverkið og aldrei litið það „réttu" auga, og því máski séð skýrar en almenningur á því gall- ana. Nú hafði þjóðin eignazt „hráefni" og „iðnað“, sem vann á hinn „dýr- asta markað" eins og Bandaríkja- markaður var og er jafnan kallaður. En það er lítið gaman að hafa „iðn- að“ í landi síni) ef hann eykur ekkert verðmæti hráefnisins. Og nú gerðist það, sem styður þá skoð- un ráðamanna, að þessi þjóð eigi að leggja fyrir sig uppgötvanir - til útflutnings, annað væri náttúr- lega sjálfsmorð. Næst segir frá hinni íslenzku verðmætisaukningar aðferð. Framhald. Höfundur er rithöfundur. Tilmæli til þeirra sem fyrirhuga að stofna eða stækka RAFORKUFREK , FYRIRTÆKI A SUÐURNESJUM Af gefnu tilefni förum viö þess á leit við alla þá er fyrirhuga stofnun eða stækkun fyrirtækja á Suðurnesjum, sem krefjast mikillar raforkunotkunar (ca. 200 kw eða þar yfir) að senda Hitaveitu Suðurnesja skriflegar upplýsingar er greini frá helstu áætlunum, s.s. fyrirhugaðri staðsetningu, afl- og orkuþörf og tímasetningu. Ef um áfangauppbyggingu er að ræða, þá sömu upplýsingar fyrir hvern áfanga. Forsenda þessarar beiðni er sú að ljóst er að núverandi raforkukerfi er senn fullnýtt og til þess að mögulegt sé að taka tillit til óska einstakra stómotenda, við umfangsmikla og kostnaðarsama uppbyggingu raforkukerfisins, sem fyrirhuguð er á næstu árum, er nauðsynlegt að þessar upplýsingar berist fyrir 1. ágúst 1986. HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36, 260 NJARÐVÍK Auglýsingar W? | ■ wmis NÝTT SÍMANÚMER iH) • Afgreiðsla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.