Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Indland: Ellefu falla í óeirðum Karl bretaprins heimsækir krá í Lundúnaborg er ógrynni knæpa af öllum stærðum og gerðum. Ein þeirra heitir eftir Windsor- kastala og er Karl bretaprins átti leið um hverfið, taldi hann bæði rétt og skylt að líta inn í heimsókn. Hann dvaldi þar drykklanga stund og spjallaði við nokkra íbúa hverfisins um veðrið. Þótti þetta tiltæki mjög alþýðlegt. Nýju Delhí, AP. TALIÐ er að a.m.k. 11 manns hafi látið lífið og um 100 særst í óeirðum, sem brutust út I borginni Ahmedabad í vestur- hluta landsins í gær. Atökin hófust þegar hópur manna réðst á fjölda hindúa, sem tóku þátt í trúargöngu. Hér sést Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, ganga af fundi Kenneth Kaunda, forseta Zambíu, sl. miðvikudag. Vel fór á með þeim, en lítið miðaði í átt til lausnar á vanda S-Afríku. Ellefu tamílar vegnir 1 árás Nokkur kurr hefur verið í þeim verkalýðsforingjum blakkra, sem lausir ganga. A mánudag er talið að til mótmælaaðgerða eða verk- falla komi, en í a.m.k. einni verk- smiðiu kom til átaka á fimmtudag. Á miðvikudagsmorgun kom verkalýðsforinginn Amon Msane til Bandaríkin: landsins, eftir mánaðarlanga heim- sókn til Bandaríkjanna. Þar sem óttast var að hann yrði handtekinn, var maður frá bandarísku ræðis- mannsskrifstofunni látinn bíða hans á flugvellinum. Það dugði ekki til, því Msane var vart stiginn út úr flugvélinni þegar menn úr öryggis- lögreglunni handtóku hann. Colombo, AP. ELLEFU þorpsbúar úr röðum tamíla voru skotnir til bana í árás, sem talið er að hafi verið gerð til að hefna fyrir áhlaup tamíla á þorp sinhalesa á þriðju- dagskvöld. Meðal þeirra, sem létu lífið, var mánaðar gamalt barn. íbúar þorpsins, sem er austarlega á Sri Lanka, sögðu að herskáir sin- halesar hefðu ráðist á þorpið seint á miðvikudagskvöld í hefndarskyni. Þessir sinhalesar væru í flokki „heimavarnarliðsins" svokallaðs. Þar er átt við flokka ungra sin- halesa, sem stjóm Sri Lanka hefur látið hafa skotfæri til að veijast árásum tamíla. Talsmaður öryggismálaráðu- neytisins hefur staðfest að þorps- búamir voru myrtir. En hann kennir tamílum um og segir að þeir séu að reyna að koma óorði á stjómar- herinn og „heimavamarliðin". Tamílar gerðu á þriðjudag árás á þtjár flutningabifreiðir og myrtu sautján sinhalesa. Árás þessi var einnig gerð í hefndarskyni. Hefndarárásir sem þessar hafa nánast verið daglegt brauð á Sri Lanka síðan skæruliðar tamfla færðust í aukana í apríl og juku hernaðaraðgerðir. Verður gripið til refsiað- gerða gegn Norðmönnum? Frá Jóni Ásgciri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Bandaríkjunum. „Norðmenn hafa ekki afturkallað formleg mótmæli sín við hval- veiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins og þess vegna ákveður Banda- ríkjaforseti fyrir 8. ágúst hvort og hverskonar refsiaðgerða verður gripið til vegna hvalveiða Norðmanna,“ sagði Brian Gorman talsmað- ur sjávarútvegsdeildar bandariska viðskiptaráðuneytisins i viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins í gær. Malcolm Baldridge viðskiptaráð- engra aðgerða. Allar ákvarðanir herra kærði Noreg 9. júní síðastlið- inn í samræmi við Pelly-ákvæðið í lögum um útvegsmál (Fisherman’s Protective Act of 1967). Forsetinn hefur samkvæmt því ákvæði svig- rúm til ákvarðana og getur fyrir- skipað allt frá algjöru hafnbanni til nema algjört hafnbann verður for- setinn að skýra fyrir Bandaríkja- þingi fyrir 8. ágúst næstkomandi. „Norðmenn fluttu fisk til Banda- ríkjanna fyrir 143 milljónir dollara á síðasta ári og við höfum farið þess á leit við forsetann, að hann fyrirskipi harðar refsiaðgerðir," sagði Dean Wilkinson talsmaður Greenpeace í Washington í viðtali við Morgunblaðið. „Við erum auk þess mjög óánægðir með hvalveiðar undir yfírskini vísindalegra rann- sókna. Fimm af sex hvalveiðiþjóð- um hyggjast nú veiða hvali í vísindaskyni, sem við teljum í flest- um tilfellum jafngilda broti á 8. grein Alþjóðahvalveiðisáttmálans. Við munum í þeim tilfellum þrýsta á stjómvöld um að grípa til refisað- gerða samkvæmt Pelly-ákvæðinu." * Iranska herstjórnin: Segjast hafa fellt og sært 500 tnanns Nícósíu, AP. ÍRANAR segjast hafa fellt og sært um 500 íraka í átökum í Austur- írak í gær. I tilkynningu herstjómar írana segir að herinn hefði unnið 15 kilómetra landsvæði í írak i bardögum þessara aðilja undan- faraa daga. Fréttaskýrendur telja að þetta sé mesta sókn írana sfðan í Febrú- ar, og að sögn írönsku herstjómar- innar hafa þeir lagt undir sig stórt landsvæði í eyðimörkinni í Austur- írak. Forsætisráðherra írans sagði í síðustu viku að markmiðið með sókninni væri að ná borginni Kar- bala á sitt vald, en hún er um 200 kflómetrum frá landamærunum. íranska útvarpið greindi frá því að um 70 írakar hefðu verið teknir höndum í átökunum í gær, en her- stjóm íraka hefur ekkert sagt um bardagana. S-Afríka: Fundur Howe og Botha 1 lokjúlí Jóhannesarborg, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta, Sir Geoffrey Howe, sagði á fimmtudag að hann myndi ræða við P.W. Botha tvisvar í þessum mánuði. Einnig mun hann hitta George Shultz, hinn bandariska starfsbróður sinn, áður en mán- uðurinn er allur. Allt stefnir nú í verkföll á mánudaginn, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi nokkuð slakað á klónni gagnvart verka- lýðsfélögum. I gærkvöldi var sprengja sprengd utan við verð- bréfamarkaðinn í Jóhannesar- borg. Enginn slasaðist og skemmdir voru litlar. „Þrátt fyrir að blóði sé sífellt úthellt, er enn langt í að ofbeldi sé eina leið þeirra, sem vilja aðskilnað- arstefnuna feiga.“ Howe sagði ennfremur að þeir Botha myndu hittast hinn 23. og 29. júlí. Hann sagðist myndu biðja Botha um að sleppa Nelson Mandela úr haldi, að nema aðskilnaðarlögin úr gildi og að veita negrum pólítísk réttindi. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Howe hélt að loknum viðræðum við Robert Mugabe, for- sætisráðherra Zimbabwe, en Sir Geoffrey hefur verið á ferð um Afríku. Á föstudaginn heldur hann til Lundúna. Mugabe sagði eftir fundinn að hann væri einskis virði. Howe sagðist vonast til þess að hitta Nelson Mandela í sömu ferð og hann talar við Botha. Yfirvöld brugðust við með að setja útgöngubann í gamla borg- arhlutanum í Ahmedabad, sem er fímmta stærsta borg landsins. Noregur: Sýktur fiskur í laxveiðiám Frá Erik Laure, fréttaritara Morgun- bladsins í Osló. Ákveðið hefur verið að drepa allan fisk í fjórum mjög góðum laxveiðiám á Mæri og í Roms- dal sökum sjúkdóms sem greinst hefur í fiski þar. Einnig eru uppi áform um að drepa allan lax í 13 ám til viðbótar í Sogni af þessum sökum. Sníkill sem á fræðimáli nefnist Gyrodactilus hefur heijað á físk- inn í ám þessum. sníkillinn sækir á roð og tálkn fískanna og er um einn millimetri að stærð. Hann þrífst eingöngu í ferskvatni. Eitri verður dælt út í ámar og ekki mun verða unnt að nýta þær fyrr en eftir eitt ár. Vitað er um Gyrodactilus-sníkilinn í 27 ám í Noregi og áætlað er að árlega valdi hann skaða sem nemur 300 milljónum norskra króna (1.650 milljónir ísl.). Hafín er skipuleg herferð til að útrýma sníkli þessum í Noregi. Aætlað er að það muni kosta 24 milljónir norskra króna (120 millj- ónir ísl. kr.). Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur Gyrodagtilus- sníkill aldrei verið greindur hér á landi. Meðal þeirra sem féllu voru hindúi, sem var grýttur til bana, og einn þjóðvarðliði, sem múham- eðstrúarmenn skutu. Eftir átökin fór múgur manns ránshendi um götur Ahmedabad og lagði eld að byggingum og bílum í gamla borgarhlutanum. Tugir manna voru handteknir að sögn lögreglu, en þetta er öðru sinni á þessu ári sem útgöngubann hefur verið sett í borginni. Átök hafa oft orðið milli mú- hameðstrúarmanna og hindúa í Ahmedabad undanfarið, og fyrir mánuði létu 25 manns lífíð í götu- bardögum þeirra. V-Berlín: Hess enn á sjúkrahúsi Bcrlín, AP. Fulltrúar Bandamanna í Berlín vildu ekkert segja um veikindi Rudolfs Hess, en hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku. Rudolf Hess er sfðasti nazistinn, sem enn situr inni fyrir stríðsglæpi. Hann er orðinn 92 ára gamall og heilsu hans tekið að hraka. Þýska blaðið Bild sagði að Hess hefði þjáðst af blóðrásartruflunum, en talsmaður Spandau-fangelsis, sagð- ist ekkert vilja segja um vangavelt- ur einhverra blaðamanna. Sri Lanka:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.