Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 48
r FASTEIGNA
Í1S\ MARKAÐURINN
u'FLEG SALA
Okkurvantar
eignirá söluskrá
símar: 11540—21700
fffgpisstMftfrito
HíIMI
mBbókhaldið
FÓSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
VERÐ I LAUSASOLU 40 KR.
Arnarflug:
Utlit fyrir verk-
fall flugvirkja
Samningaviðræður stóðu þó enn yfir
ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun skömmu fyrir eitt í nótt var
ekki útlit fyrir að samkomulag næðist í kjaradeilu flugvirkja og
Arnarflugs. Samningaviðræður stóðu þó enn yfir, en Magnús Odds-
son í samninganefnd Amarflugs var fremur vondaufur um að
samkomuiag næðist og að verkfalli flugvirkja yrði þar með aflýst,
en það hófst formlega á miðnætti í nótt.
Linnulaus fúndahöld stóðu yfir í
allan gærdag og fram á nótt í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara. Ekki
náðist saman í helsta ágreinings-
málinu, sem er afturvirkni samn-
inganna. Krafa flugvirkja er að
samningurinn gildi frá síðustu ára-
mótum, þegar þeir sögðu samning-
, um lausum, en gegn þvi hefur
samninganefnd Amarflugs alfarið
lagst.
Um klukkan 21.00 í gærkvöidi
lagði samninganefnd Amarflugs
fram nýtt tilboð, sem fólst í því að
leggja kjaramálið fyrir fijálsan
gerðardóm og ganga um ieið til
sérkjarasamninga um pflagríma-
flugið sem framundan er f Alsír.
Flugvirkjar höfðu tilboðið til at-
hugunar fram yfir miðnætti, en þá
lögðu þeir fram gagntilboð þar sem
annað orðalag var haft á tilvísun-
inni til gerðardóms. Vildu flugvirkj-
ar að í tilvísuninni væri kveðið á
um að samningar flugvirkja við
Flugleiðir lægju til grundvallar
dómnum, en flugvirkjar hjá Flug-
leiðum sömdu sem kunnugt er um
afturvirka samninga. Magnús
Oddsson taldi mjög vafasamt að
Amarflug gæti fallist á þessa kröfu.
Magnús sagði að líklega gæti
Amarflug flogið á morgun, ef eng-
ar bilanir yrðu.
Mokveiði er hjá
"Austfjarðatogurum
AFLI togara fyrir Austurlandi hefur verið mjög góður að undan-
förnu, nánast mok eins og Emil Thorarensen, útgerðarstjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir. Vegna þessa er nú farið að saxast
á þorskkvóta togaranna og hafa Eskifjarðartogurum verið settar
ákveðnar skorður við þorskafla í hveijum túr til ársloka.
Emil Thorarensen sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að togaramir
hefðu nánast mokað upp fiskinum
að undanfömu. Hólmanes hefði tek-
ið 165 tonn á 6 dögum og Hólma-
tindur 160 á rúmri viku. Þá hefði
Snæfugl frá Reyðarfirði verið með
Háskóli íslands:
Valda óeðli-
legir kennslu-
hættir fallinu?
HÁSKÓLINN hefur ekki get-
að brugðist við hinni miklu
fjölgun nemenda á síðustu
árum á neinn viðunandi hátt.
Þetta kemur fram í viðtölum
við nemendur og kennara í
háskólanum sem birtast á
síðum B-blaðs Morgunblaðs-
•ins í dag.
Menn vilja skýra mikið fall í
sumum deildum háskólans með
þessu en í viðtölum við stúdenta
kemur einnig fram að stöðnun,
skipulagsleysi og neikvætt við-
horf kennaranna hafí nokkur
áhrif.
Eyjólfur Sveinsson formaður
Stúdentaráðs segir að óeðlilegir
kennsluhættir hafi þróast innan
Háskólans. Sigurður Líndal
prófessor í Lagadeild telur að
dagar Háskólans sem fræðaset-
urs séu brátt á enda.
Gagnrýnin beinist einnig að
framhaldsskólum landsins, en
því hefur verið haldið fram af
háskólakennurum að þeir veiti
nemendum ekki lengur full-
nægjandi undirbúning undir
háskólanám.
165 tonn eftir 6 daga. Aflinn væri
að mestu góður þorskur, stærri,
þéttari og með minna af ormi, en
þorskurinn að vestan. Þá sagði
hánn að ýsugengd væri vaxandi.
Hólmanesið hefði verið í Bugtinni
og í síðustu holunum hefði megnið
verið ýsa. Þorskur væri um allan
sjó og dæmi væru um það, að menn
hefðu verið að fá 10 tonna þorsk-
hol, þrátt fyrir að þeir væru að
reyna að forðast þorskinn. Þó væri
lítið af honum gengið inn á grunn-
slóð og afli smærri báta því rétt
þokkalegur.
Regnbogans litir
Einhver myndarlegasti regnbogi sem menn muna eftir sást yfir höfuðborginni á sunnudaginn. Júlíus
Siguijónsson ljósmyndari var ekki seinn að bregða myndavélinni á loft til að festa á filmu þennan skýra
og tæra boga yfir húsunum í Skeijafirði.
Fjármálaráðherra um dóm Kjaradóms:
„Launaákvarðanír verði
teknar úr Kjaradómi“
ÞORSTEINN PÁLSSON fjármálaráðherra telur dóm Kjaradóms um
sérkjarasamninga BHMR ganga á svig við þá launastefnu sem mót-
uð hefur verið i þjóðfélaginu. Hann segir niðurstöður dómsins gera
það að verkum, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að þessar launa-
ákvarðanir verði teknar úr Kjaradómi, eða meginhluti þeirra, og
samið verði um þær í frjálsum samningum. Hann telur að dómurinn
hafi gengið lengra en lög gera ráð fyrir, þ.e. með því að ákveða
almenna launahækkun í dómi um sérkjarasamninga.
„Ég tel einsýnt að þessi niður-
staða muni leiða til þess að við
verðum að endurskoða þetta launa-
ákvörðunarkerfí," sagði flármála-
ráðherra, „og ég ræddi það í
ríkisstjóminni í morgun, að hún
beiti sér fyrir því að þessar launa-
ákvarðanir verði teknar úr Kjara-
dómi, og samið verði um meginhluta
launa ríkisstarfsmanna í fijálsum
samningum." Hann sagði að það
væru að vísu ákveðnar stéttir, sem
hefðu öryggisgæslu og heilsugæslu
með höndum, sem ekki gætu farið
í verkfóll. En að öðru leyti kvaðst
hann telja að það ætti að gera út
um kaup og kjör opinberra starfs-
manna í fijálsum samningum.
Fjármálaráðherra sagði að þetta
mál yrði rætt áfram á ríkisstjómar-
fundi í næstu viku.
„Ég tel að dómurinn gangi á
svig við þá launastefnu sem hefur
verið mótuð í þjóðfélaginu, og ég
tel hann ganga lengra en lög gera
ráð fyrir með því að ákveða í úr-
skurði um sérkjarasamninga,
almenna launahækkun," sagði fjár-
málaráðherra í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði þetta vera dóm
sem menn yrðu auðvitað að hlýta,
eins og öðrum dómum.
Fjármálaráðherra var spurður
hvort hann teldi þennan dóm geta
verið upphafið að almennu launa-
skriði í landinu: „Ég tel ekki að
þetta gefí tilefni til annarra launa-
breytinga, vegna þess að það gengi
gegn þeirri launa- og efnahags-
stefnu sem víðtækt samkomulag
hefur orðið um, og ég tel ekki að
dómur eins og þessi eigi að breyta
því. Þó að þessi dómur gangi gegn
því samkomulagi, þá á hann ekki
að breyta stefnu í efnahags- og
verðlagsmálum. Það hefur orðið svo
mikill árangur af þessari efnahags-
stefnu, með bættum kaupmætti og
lágri verðbólgu, sem er forsenda
fyrir því að bæta kaupmátt og ég
tel engar forsendur fyrir því að
þessi dómur innleiði hér nýtt verð-
bólgu- og gengisfellingaskeið.“
Þorsteinn sagði að ríkisstjómin
hefði einsett sér að ná þeim mark-
miðum í efnahagsmálum, sem
stefnt var að, „og við látum ekki
þennan dóm hrekja okkur af þeirri
braut,“ sagði Þorsteinn, „það væri
óskaplegt áfall fyrir þjóðfélagið allt
og mest áfall fyrir launafólkið í
landinu, ef gengisfellingar riðu hér
yfir með verðhækkunum og verð-
bólgu."
Sjá nánar viðtöl og fréttir
á bls. 2 og 28.