Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 3 Landsmót skáta: Pósthús í Viðey SÉRSTAKT pósthús verður starf- rækt f Viðey á meðan á 19. lands- m&ti skáta stendur yfir þar daguna 27. júlí til 3. ágúst og verður sér- stakur dagstimpill f notkun þá. Starfsmenn póststofunnar í Reykjavík sjá um afgreiðsluna og verður öll al- menn póstþjónusta í gangi á meðan á mótinu stendur. Opið verður sunnu- daginn 27. júlí kl. 15.00 til 17.00, mánudag til föstudags kl. 12.00 til 14.00, laugardag 2. ágúst kl. 12.00 til 17.00 og á lokadegi mótsins sunnu- daginn 3. ágúst verður opið kl. 10.00 til 12.00. Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Pósts og síma, óskuðu skátar eftir póstþjónustu á meðan á landsmótinu stæði þar sem búist er við allt að 800 þátttakendum frá ýmsum löndum og jafnvel fleiri gest- um. Þá hefur slíkur póststimpill gildi fyrir safnara. Þess má svo til gamans geta fyrir þá sem senda vilja mótsgestum í Við- ey bréf eða pakka, þá er póstnúmerið þar 150, hið sama og stjómarráðið hefur og stofnanir tengdar því. HorgunblaðiA/Bjami Norræna húsið: Kynna f iðlusmíði og leika sænska alþýðutónlist í NORRÆNA húsinu stendur nú yfir sýning á Ijósmyndum sem sýna smfði á strengjahljóð- færum. Á sunnudaginn ætla síðan tveir Sviar sem hafa sett sýninguna upp, Astrid Pullar og Rickard Naslin, að ræða um sýninguna, sýna litskyggnur af fiðlusmiði og leika sænska al- þýðutónlist. Astrid er einn 11 Norður- landabúa sem nýlega hafa lokið Qögurra ára námi í smíði og við- Astrid Pullar og Rick- ard Naslin við tvær fiðlur sem Astrid hefur smiðað og eru til sýnis í Norræna húsinu. gerðum á strengjahljóðfærum í skóla sem stofnaður var í Svíþjóð árið 1982. Að sögn hennar er mikið að gera í viðgerðum á hljóðfærum og munu fleiri hefja nám við skól- ann í haust en þetta er eini skólinn sinnar tegundar á Norðuriöndun- um. Rickard hefur gert mikið af því að leika sænska alþýðutónlist og kynna sér sögu hennar. Saman ætla þau að leika sænska alþýðutónlist, ræða um hljóðfærasmíði og sýna litskyggn- ur sem sýna hvemig fiðlur eru smíðaðar á sunnudaginn frá kl. 15 til 17. Bárujárnshúsið við Bergþórugötu verður barnaheim- ili næstu 5 árin SAMÞYKKT var á borgarráðs- fundi á þriðjudag að lána baraa- heimilinu Os gamla húsið við Berþórugötu 20 næstu 5 árin. Barnaheimilið var áður til húsa við Bergstaðastræti, en hefur misst húsnæði sitt þar. Eins og menn rekur kannski minni til komst bárujámshúsið við Berg- þórugötu 20 í fréttimar í kringum síðustu áramót þegar hugmyndir vom uppi á vegum borgarinnar um að rífa það. Tryggvi Þór Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu komst á snoðir um að húsið hefði sögulegt gildi og hvatti menn til að flýta sér hægt við að ákveða örlög þess. Húsið, sem er frá 1920, er eitt af þremur fyrstu verka- mannabústöðunum. All miklar umræður spunnust um málið og fór svo að borgin bauð Aiþýðusambandi íslands húsið óformlega til eignar. Alþýðusambandið taldi sig ekki hafa bolmagn til að gera húsið upp, og afþakkaði boðið. Húsið er því enn ( eigu borgarinnar og verður að minnsta kosti ekki rifíð næstu fímm árin. Leigubílstjórar: Hækkanir í vet- ur vega upp verðbreytingar að sögn verðlagsstjóra FORMAÐUR Félags leigubflstjóra átti fund á þriðjudag með verðlags- stjóra vegna taxtahækkana sem félaginu var synjað um i slðustu viku. „Leigubflstjórar sætta sig ekki við ákvörðun okkar. Hinsveg- ar kemur i ijós að þær hækkanir sem þeir hafa fengið i vetur, vega alveg upp verðbreytingar frá þvi í október á síðasta ári i júnimán- uð,“ sagði Georg Ólafsson verð- lagsstjori eftir fundinn. „Um þessi atriði er enginn ágreiningur. Taxtahækkun kemur ekki til greina að svo komnu máli.“ Meðal þeirra atriða sem leigubíl- stjórar telja að réttlæti hækkun á töxtum þeirra er stækkun gjaldsvæð- isins í Reykjavík. Einnig telja þeir að tollalækkanir hafí rýrt fjárfestingu ( bílum þeirra. „Við ætlum að taka þessar forsendur til athugunar. En ég býst ekki við að neitt gerist ( máiinu fyrr en í haust," sagði Georg Ólafsson. j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 HAGKAUP REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK Póstverslun: Sími 91-30980
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.