Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
21
Gata í Colon. Þetta var einu sinni gott hverfi, en hitinn og rakinn
valda þvi að húsin láta fljótt á sjá ef þeim er ekki haldið við. Nú
er þetta fátækrahverfi, þar sem fólk býr í hveiju skoti þótt hús-
næðið sé talið heilsuspillandi og eigi að rífa það. Myndin er tekin
frá bækistöð Hjálpræðishersins sem er eitt fárra húsa sem er hald-
ið við.
indjána og svertingja. Það eru
tvennskonar svertingjar í landinu.
Sumir tala spænsku að móðurmáli,
en aðrir svertingjar eru upprunnir
á eyjunum í Vestur-Indíum, og tala
margir ensku enn. Þeir voru fluttir
inn sem vinnuafl þegar skurðurinn
var grafinn.
Einnig eru í landinu Kínveijar,
sem hafa komið sér ágætlega fyrir
í atvinnulífí og verslun. Gætti nokk-
urrar andúðar gegn þeim í tengslum
við verkfoll í fyrra, en ég held að
það risti ekki mjög djúpt. Annars
eiga gyðingar stærstu verslunina í
landinu. Ég komst að því þannig
að einn daginn var lokað án neinn-
ar augljósrar ástæðu, en það
reyndist vera einn helgidagur gyð-
inga.
Indjánar eru flestir til sveita þar
sem þeir yrkja jörðina. Enn eru til
indjánar sem ekki tala spænsku, á
afskekktustu stöðunum. Maður
varð ekki var við annað en að böm-
unum kæmi mjög vel saman þótt
þau væru af öllum litum. Þó varð
maður var við að hvítir líta svolítið
niður á svarta, og svartir voru
svolítið á varðbergi gegn hvítum til
að byija með. Þá varð maður var
við að sumir indjánar skammast sín
fyrir uppruna sinn.
Fólkið er ekki svo ólíkt fólki hér
á landi eða í Noregi. Þetta er samt
önnur menning þarna og maður
þarf að venjast því. Norsk böm
voru t.d. mun opnari og sannsög-
ulli en bömin í Panama. Það voru
helst indjánabörnin sem maður gat
treyst. Þau vom meiri sveitamenn.
Götubömunum úr bæjunum vissi
maður aldrei hvenær maður gat
trúað og hvenær ekki.
Svo er allt annar bragur á lífínu
þama, minna stress. Ekki að menn
séu latir, heldur er það enginn heil-
vita maður sem vinnur um miðjan
daginn þegar hitinn er mestur. Það
er bjart u.þ.b. 12 tíma á sólarhring
og myrkur hina 12. Rafmagn er
mjög dýrt, kannski vegna þess hve
miklu er stolið. í bæjunum fara
menn bara og tengja við næsta
staur og leiða inn hjá sér rafmagn.
Það er soldið skrítið að sjá sjón-
varpsloftnet standa upp úr hreysa-
þyrpingunum, en sjónvarpið gengur
þama frá morgni til kvölds.
Það er allt á spænsku og er talað
inn á myndimar. Er það kannski
af því að fjöldi fólks er ólæs og því
kæmi texti ekki að neinu gagni.
En þetta er líka af því að stjómin
reynir að vinna gegn áhrifum ensk-
unnar. Bandaríkjamenn ráða
Panamaskurðinum til ársins 2000
og hefur oft komið fram nokkur
andúð í þeirra garð. Efnið er mest
suður-amerískar sápuóperur, svo-
Útsýni frá efri
hæðinni á
barnaheimil-
inu. Þarna er
strjál ibúðar-
byggð og tré og
tré á stangli, en
hinum megin
við húsið er
skammt í þétt-
an hitabeltis-
regnskóginn.
kallaðar „novelas". Þær eru sumar
ágætar. Það er framhaldsmynd á
hveijum klukkutíma.
Við reynum að takmarka sjón-
varpsglápið við helgarnar. Efnið er
frekar léttmeti, skemmtiefni og
glæpamyndir. Það eru teiknimyndir
fyrir bömin, en það er lítið um fræð-
andi efni. Þó er farið að sýna
fræðslumyndir sem vara ungmenni
við eiturlyfjum. Annars em auglýs-
ingamar verstar. Þeir setja búta
úr því efni sem á að fara að sýna
inn í dagskrána hér og þar, og þetta
eru oftast svæsnustu atriðin. Það
er mjög erfítt að veija bömin fyrir
þessu.“
Miriam Óskarsdóttir er nú stödd
hér á landi í leyfí. Hún fær tveggja
mánaða leyfi á tveggja ára fresti.
Hún kom áþing hjálpræðishersins
í Noregi, á Islandi og í Færeyjum,
sem var haldið í Noregi, í júní.
Héðan fer hún fyrst til Noregs til
samkomuhalds. Að því búnu mun
hún fara aftur til bamanna í Pan-
ama og dvelst þar í önnur tvö ár.
AUK hf. 43.87
Öryggislykill
á sparifjáreigenda
V/€RZLUNRRBRNKINN
-immhwi með fún- f