Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 25
Þessi mynd er táknræn fyrir þröngar hellulagðar göturnar í Nessebur. inni er lokið. Á Sunny Beach er mikið úrval veitingastaða, uppi í hæðunum fyrir ofan Sunny Beach, inn á milli fargurgrænna tijálunda, má finna veitingastaði, sem bjóða upp á hefðbundna þjóðarrétti Búlg- aríu, sem margir hveijir bragðast afbragðsvel (fólk ætti a.m.k. til að byija með að vara sig á því hversu mikla olíu Búlgarar nota við matar- gerð sína) og síðar um kvöldið eru sýnd hefðbundin búlgörsk skemmti- prógrömm, svo sem þjóðdansar, söngvar og þess háttar. Getur verið alveg ljómandi skemmtun eina kvöldstund. Það fannst mér einnig skemmtilegt við svona skemmti- kvöld, að fjölmargir ferðamenn sem sóttu þau tóku börnin með, böm á öllum aldri, og þegar skemmtuninni var lokið var leikið fyrir dansi, og þyrptust heilu fjölskyldumar upp á útidanspalla og stigu dansinn sam- an. Nessebur — lif- andi safngripur Nessebur heitir lítið þorp sem liggur um 3 kílómetra sunnan við Sunny Beach, þannig að þetta er upplagður heimsóknarstaður fyrir gesti Elenite og Sunny Beach. Það sem gerir það að verkum að þorpið er heimsóknarinnar virði, er að þetta er eiginlega lifandi safngrip- ur. í Nessebur em rústir meira en 40 kirkna frá miðöldum, margar hveijar afar fallegar, með fagurlega skreyttum framhliðum, útskurði og litríkum veggskreytingum innan- dyra. Þessar kirkjur eða kirkjurústir standa við þröngar hellulagðar göt- ur á milli venjulegra íbúðarhúsa, sem sum hver slúta vel yfír stræt- in. Það sem gerir það að verkum að ég segi þorpið vera lifandi safn- grip, er að venjulegir Búlgarar búa í þessu þorpi og stunda sín daglegu störf. Felstir íbúanna em fískimenn. En þorpið er varðveitt og virðast ibúamir vera reiðubúnir til þess að taka höndum saman við UNESCO um vemdun og varðveislu þessa þorps en UNESCO hefur einmitt úrskurðað að þorpið skuli varðveitt sem menningarlegur arfur frá mið- öldum. Gullni sandur — enn ein barnaparadísin Enn eina sólarströndina skoðuð- um við, en það var Golden Sands (Gullni sandur — mér fínnst eintal- an hæfa betur í þessu tilviki) sem er afskaplega nýtískulegur sólar- baðstaður um 17 kílómetra norður af Vama. Ströndin er einkar falleg þarna, sandamir rennisléttir, sand- ræman um 100 metrar á breidd og 4 kílómetrar á lengd, sjórinn himin- blár, og skógamir fagurgrænir og ná alveg niður að strandlengjunni. Enda segja Búlgarar um þessa strönd, að hún sé ströndin þar sem sjór og skógar mætast. Það er sömu söguna að segja af Gullna sandi og öðmm baðstrandarbæjum sem við skoðuðum — mjög mikið er lagt upp úr því að bjóða börnum upp á sem mesta skemmtun og athafnasemi. Mér sýnist því að þeir sem vilja fá sólríkt og notalegt sumarfrí og gefa börnunum tækifæri til mikillar MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 skemmtunar, gætu fundið ýmislegt við sitt hæfí á þeim sólarströndum sem við skoðuðum við Svarta hafíð, en þeir sem vilja heldur fjörlegra sumarfrí, ættu að leita á önnur mið. Það er nú eiginlega skylda mín svona í lokin að geta þess að Búlg- aramir virðast mér vera afar gestrisið og hjartahlýtt fólk. Þeir eru fúsir að segja ferðamönnum til vegar — tala gjaman þýsku og/eða ensku, og taka manni af elskuleg- heitum, þegar til þeirra er leitað. Það getur verið „praktísk" ábend- ing til þeirra sem einhvem tíma eiga leið til Búlgaríu, að á götu úti í Búlgaríu getur venjulegur ferða- maður fengið æði vel borgað fyrir bandarísku dollarana sína eða bresku pundin, eða allt að fjórfalt gangverð. Það er svo náttúrlega undir hveijum og einum komið hvort hann þorir eða vill notfæra sér slíka möguleika. Mikill gjaldeyr- Á Gullna sandi er mikið um dýrðir þjá börnunum. Hér er eitt sýnis- isskortur er í Búlgaríu og fínnur horn — risavaxin vatnsrennibraut. almenningur. einna harðast fyrir því þótt ekki séu lagðar algjörar höml- ur á ferðir manna til annarra landa frá Búlgaríu, þeir mega fara á tveggja ára fresti, en þá fá þeir einungis að taka með sér takmark- aða upphæð gjaldeyris, og búlg- arska gjaldmiðilinn leva má enginn fara með úr landi. Dollarar eru því gullsígildi í Búgaríu, auk þess sem þeir opna Búlgömm leið til þess að versla í dollarabúðunum, þar sem vömúrval er mun glæstara en geng- ur og gerist í venjulegu búlgörsku kaupfélagi. Mér fínnst því ekkert mæla á móti því að maður selji Búlgömm á götu úti nokkra doll- ara, þótt óþarfí sé að okra í dollara- viðskiptunum. Að vísu er mér skylt að geta þess að slík viðskipti em ólögleg, og heyra undir svartamark- aðsbrask, þannig að hver og einn sem ákveður að fara út í slík við- skipti gerir það að sjálfsögðu á eigin ábyrgð. eftir Ágúst H. Bjarnason meö litmyndum eftir Eggert Pétursson Nýr einfaldur leiöbeiningalykill Nú þarftu ekki lengur að vera í vafa um hvaða jurtir verða á vegiþínum, ef ÍSLENSK FLÓRA er ífarangrinum. ÍSLENSK FLÓRA geymir uþþlýsingar um vaxtarstaði og útbreiðslu þlantnanna, blómgunartíma þeirra, lœkningamátt og margt fleira. íslensk Flóra í litum á erindi inn á öll íslensk heimili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.