Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Olvaðir ökumenn skyld- aðir til að bæta af eigin fé tjón sem þeir valda - „Skiptir oft hundruðum þúsunda,“ segir formaður endurkröfunefndar Morgunblaðið/Helena Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar, sem breyta mun „Japanstogurunum“, skoðuðu þá fyrir nokkr- um dögum. Hér eru þeir á Fáskrúðsfirði ásamt Steinari Viggóssyni frá Ráðgarði og Eiríki Ólafssyni útgerðarstjóra Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar. Samið um breytingar á „Japanstogurunum“: Kostnaður á hvert skip um 90 milljónir Breytingarnar lengja endingartíma skipanna um 12 til 14 ár ÞESSA dagana er verið að ganga frá endanlegnm samn- ingum við Pólveija um breyt- ingar og endurbyggingu á 6 íslenzkum togurum, sem á ár- unum 1972 og 1973 voru keyptir hingað frá Japan ásamt 4 öðrum togurum. Breytingarnar kosta með öll- um búnaði 90 til 100 milljónir króna á hvert skip. Þetta er stærsta tilboð í íslenzkum sjáv- arútvegi, sem varðar breyting ar og lagfæringar á skipuni. Breytingarnar auka ending- artíma skipanna um 12 til 14 ár og minnka olíueyðslu um 25%. Allur vélbúnaður í skipin er keyptur frá Japan og Vesturlöndum og kostar hann um 50 milljónir króna. Breytingamar á skipunum og lagfæringar eru í meginatriðum eins, en hvert skip þó með ein- hverjar sérþarfír. Að meðaltali er kostnaðurinn við verkið í Póllandi 40 milljónir króna á hvert skip. Á mánudag var gengið frá undir- skrift vegna Hoffellsins frá Fá- skrúðsfirði og fer það fyrst utan til breytinga, sem eiga að heQast 28. október. Samningar um tvö önnur skip voru undirskrifaðir á þriðjudag og reiknað er með fleiri undirskrift- um næstu daga. Reiknað er með að vinna við hvert skipanna taki ekki meira en fjóra mánuði og á þeim öllum að vera lokið fyrir árs- lok 1987. Þau munu fara utan til Póllands í eftirtaldri röð: Hoffell, Ólafur bekkur, Vestmannaey, Brettingur, Páll Pálsson og Ljósa- fell. Hinir japönsku togaramir eru Amar, Bjartur, Drangey og Rauði- núpur. Bolli Magnússon, skipaverkfræð- ingur hjá Ráðgarði, hefur haft veg og vanda af undirbúningi þessara samninga. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn væru sam- mála um það, að eftir breytinguna lengdist endingartími skipanna um 12 til 14 ár og mætti því nánast telja þau ný, en ný sambærileg skip kostuðu í kringum 200 milljón- ir. Þar að auki myndi olíunotkun minnka um 25%, þannig að þetta hlýti að teljast góður kostur. Breytingamar á skipunum em fjármagnaðar með lánum frá jap- önskum seljendum véla í skipin, láni frá Fiskveiðasjóði og eigin framlagi útgerða skipanna, 10 til 15 milljónum króna. TRYGGINGAFELOG hafa rétt til þess samkvæmt umferðar- lögum að endurkrefja fólk um greiðslu vegna tjóns sem það veldur af ásetningi eða af stór- kostlegu gáleysi og eru allt að 200 manns krafðir slíkrar end- urgreiðslu árlega. Stærstur hluti þessa fólks eru ökumenn sem valdið hafa tjóninu undir áhrifum áfengis og skipta kröf- urnar hundruðum þúsunda króna. Egill Sigurgeirsson, hæstaréttar- lögmaður, er formaður endurkröfu- nefndar tryggingafélaganna. Hann sagði að það sem af væri þessu ári hefðu 100 manns þurft að endur- greiða tryggingafélögum bætur fyrir tjón er þeir hefðu valdið. „Yfír- leitt endurkrefjum við um 100-200 manns á ári hveiju og þessar kröf- ur eru oftast mjög háar", sagði Egill. „Það er ekki óalgengt að fólk þurfi að greiða um 400 þúsund krónur, en við höfum að vísu heim- ild til að lækka kröfur ef aldur og aðstæður fólks gefa tilefni til. Stærstur hluti þeirra sem verða að endurgreiða eru ökumenn sem vald- ið hafa tjóni undir áhrifum áfengis og þótt við viljum ekki koma þessu fólki á vonarvöl þá er auðvitað ljóst að það er engin afsökun að tjóni hafi verið valdið í áfengisvímu. Það virðist sem fólk skilji ekki að það stofnar sjálfu sér og öðrum í Iífshættu með ótrúlegum glanna- skap í umferðinni," sagði Egill Sigurgeirsson. Baldvin Ottósson, varðstjóri í Reykjavíkurlögreglunni, sagði að það sem af væri þessu ári hefðu 540 ökumenn verið teknir í Reykjavík vegna gruns um ölvun við akstur. Af þessum hefðu 14% reynst undir marki og hlytu ekki refsingu, 32% hefðu reynst hafa allt frá 0,60-1,20 prómill í blóði sínu og 53% hefðu verið fyrir ofan efri mörk, eða 1,20 prómill. „Þegar svo mikið áfengismagn mælist í blóði er ökumaður aldrei sviptur ökuréttindum skemur en eitt ár,“ sagði Baldvin. „Þá er vert að geta þess að ef um ítrekun er að ræða, þ.e. ökumaður er tekinn ölvaður undir stýri tvisvar sinnum eða oftar á fimm ára tímabili, þá missir hann ökuréttindi ævilangt." Baldvin sagði að á síðasta ári hefðu 2.481 verið teknir fyrir ölvun við akstur á landinu öllu, þar af um 1.000 í Reykjavík og hefðu 252 þeirra átt aðild að slysi, þar af um 100 í Reykjavík. „Tryggingafélögin kreQa ökumenn um endurgreiðslu bóta í auknum mæli og fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hve erfíður ij'árhagslegur baggi þetta getur orðið," sagði hann. „Við í lögregl- unni erum þó ánægðir með það hve margir nást áður en þeir valda tjóni, því þegar rúmlega 500 manns eru teknir árlega í Reykjavík í al- gjörlega óökuhæfu ástandi, eða með yfir 1,20 prómill í blóðinu, þá telst gott að aðeins fimmtungur þeirra veldur tjóni. Þetta hlutfall er mun hagstæðara en á hinum Norðurlöndunum og við þökkum það virku eftirliti. Sem betur fer tekur fólk í flestum tilvikum vel í það að vera stöðvað þegar lögreglan er með eftirlit og samstarf okkar við almenning er gott. En við meg- um aldrei sofna á verðinum," sagði Baldvin Ottósson, varðstjóri, að lok- INNLENT 15 af hverjum 10 þúsund látast af völdum aukaverkana lyfja SAMKVÆMT íslenskum rann- sóknum á tveimur sjúkrahúsum á landinu deyr 0,15% þess fólks sem notar lyf samkvæmt læknis- ráði af völdum aukaverkana, eða 15 af hveijum 10 þúsund. Könn- unin sýnir að 7,2% fólks fær aukaverkanir af völdum lyfja og i 1,5% tilfella eru aukaverkanir orsakir innlagna eða framleng- ingar dvalar á sjúkrahúsi. Áætlaður fjöldi innlagna á lyf- læknisdeildir í ár er um 8.000. Sé gengið út frá því að niðurstöður rannsóknanna hafi forsagnargildi má gera ráð fyrir að allt að 12 manns úr þessum hópi látist af völdum aukaverkana Iyfja. Enn- fremur að uppundir 600 manns komi til með að þjást af þessum sökum og sjúkrahússdvöl allt að 100 framlengjast verulega. Þetta kemur fram í grein eftir Ólaf Ólafsson landlækni í júníhefti Læknablaðsins. Ólafur rekur laus- lega þær tvær athuganir sem fram hafa farið fyrir tilstilli Landlæknis- embættisins á tíðni aukaverkana. Sú fyrri var gerð á lyflækninga- deild Sjúkrahúss Akraness á árunum 1974-79, en sú síðari á lyflækningadeild Landspítalans ár- in 1983-4. Alls náðu kannanimar Ertu með verki í bakinu ? Það er óþarfi! CLAIROL heilsupúðinn eyðir bakverknum á þægilegan hátt. CLAIROLheilsupúðann geturðu notað hvar sem er, í vinnunni, í bflnum, á ferðalagi eða heima. Með 10 mín. notkun í hvert sinn endist rafhlaðan í 150 skipti. CLAIROL heilsupúðinn mýkir stirða vöðva og liðamót og örvar blóðrásina. VI91DKUM VEL Á MÓTIÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 til 3.466 innlagna. Aukaverkanir reyndust 317, eða 9,1%, fjöldi ein- staklinga með aukaverkanir var 253, eða 7,2%, aukaverkanir vom í 51 tilfelli orsök innlagna, eða 1,5%, og 5 úr þessum hópi létust af vöidum aukaverkana, eða 0,15%. Meðal lyfja sem oft valda auka- verkunum em: sýklalyf, joðlyf, geðlyf, hjartalyf, þvagfæralyf, hormónalyf og öndunarfæralyf. Öl- afur Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið 'að sýklalyfin væm sýnu varasömust og bæri læknum nauðsyn á að gæta hófs við ávísun þeirra. Einkum bæri að varast að gefa fólki með veimsýkingar sýkla- iyf, því þau væm gagnslaus gegn þeim. Hættan sem af sýklalyfjum stafar er einkum fólgin í ofnæmis- viðbrögðum, en einnig geta þau valdið bólgum, útbrotum og ógleði. Ólafur sagði að ekkert lyf sem framleitt væri í heiminum væri án aukaverkana. „En það er hægt að draga stórlega úr hættunni á auka- verkunum með því að gæta íhalds- semi við ávísun sumra lyfja. Með því er ekki aðeins hægt að koma í veg fyrir þjáningar og ótímabæran dauða, heldur einnig spara stórar upphæðir," sagði Ólafur og nefndi sem dæmi að kostnaður lyflæknis- deilda landsins vegna aukaverkana lyfja gæti numið 15-17 milljónum króna á þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.