Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Mismunandi útsvarsstigar;
Frá 9,6% upp í
10,4% af gjaldstofni
— Innheimtuhlutfall mismunandi hátt
KAUPSTAÐIR landsins nýta
lögleyfðar heimildir til álagn-
ingar útsvara og fasteigna:
skatta á mismunandi hátt. í
þriðja tölublaði Sveitarstjómar-
mála 1986, sem Samband
íslenzkra sveitarfélaga gefur
út, eru birtar meðfylgjandi töfl-
ur, annarsvegar um álagningu
. gjalda til sveitarsjóðs 1986 en
hinsvegar um innheimtuhlutfall
sveitarsjóðsgjalda 1982—1985.
Utsvör til sveitarsjóða eru frá
9,6% af gjaldstofni lægst upp
í 10,4%. Fasteignaskattur á
íbúðarhúsnæði er frá 0,375%
af gjaldstofni upp í 0,625%.
Vatnsskattar, holræsagjöld og
sorphreinsunargjöld eru og
mismunandi há.
Samkvæmt lögum skal miða
fasteignaskatt við fasteigna-
mat. Hann skal vera V2% af
mati íbúða (ásamt lóðarréttind-
um) en 1% af öðrum fasteign-
4um. Heimilt er sveitarsjóði að
lækka eða hækka skattinn um
allt að 25%.
Innheimtuhlutfall (sjá töflu)
er miðað við álögð útsvör, að-
stöðugjöld og fásteignagjöld,
ásamt dráttarvöxtum. Saman-
burðurinn er birtur með fyrir-
Kaupstaður/Ár 1982 1983 1984 1985
1. Reykjavik 72.1 75,0 73,7 72,0
2. Kópavogur 84,9 85,6 83,9 79,6
3. Seltjarnarnes 77,7 80,4 82,0 76,1
4. Garðabær 85,7 85,8 85.0 73,5
5. Hafnarfjörður 78,6 80,3 75,5 75,1
6. Grindavik 65,1 64,9 64,6 66,2
7. Keflavík 76,2 80,6 78,0 75,4
8. Njárðvík 66,8 78,9 85,7 80,9
9. Akranes 91,8 91,8 90,9 93,8
10. Ólafsvik 75,8 79,3 50,8
11. Bolungarvík 88,5 84,5 88,2 85,7
12. Isafjörður 84,2 81,4 78,2 78,8
13. Sauðárkrókur 87,6 89,2 84,8 91,1
14. Siglufjörður 88,7 87,7 91,9 84,1
15. Ólafsfjöröur 95,8 92,9 89,0 87,9
16. Dalvík 88,5 89,1 92,5 92,8
17. Akureyri 91,7 92,2 91,3 91,2
18. Húsavik 95,5 94,4 90,3 93,9
19. Seyðisfjörður 84,2 90,5 76,6 80,7
20. Neskaupstaður 92,1 91,1 94,2 95,1
21. Eskifjörður 92,1 81,3 83,9 93,1
22. Vestmannaeyjar 80,2 83,3 79,1 78,9
23. Selfoss 88,3 88,7 90,5 90,4
vara þar eð „óraunhæfar
áætlanir geta skekkt inn-
heimtuhlutfallið" og mismun-
andi reglur kunna að gilda um
afskriftir eldri gjalda.
Útsvar % Fasteignaskattur a-lid % b-lid % Ó 9/ Vatnssk. d. %fm Holræsa- gjald Sorphr. - gjald
1. Reykjavik 10.2 0.421 1.25 3 0.13 _ 250
2. Kópavogur 10.2 0.425 1.15 5 0.13 0.625 620
3. Seltjarnarnes 9.6 0.375 1.0 3 0.15 - 400
4. Garðabær 9.8 0.375 0.75 3 0.15 - 800
5. Hafnarfjörður 9.9 0.375 1.0 3 0.125 0.04
6. Grindavík 10.4 0.5 1.0 ? 0.15 0.1 600
7. Keflavík 10.2 0.5 1.0 3 0.15 0.75
8. Njarðvík 10.2 0.455 1.0 5 0.2 0.055 600
9. Akranes 10.4 0.5 1.0 5 0.12 0.11 850
10. Ólafsvík 10.4 0.625 1.25 3 0.1 0.11 1.000
11. Bolungarvík 10.4 0.5 1.0 5 0.19 0.15 920
12. isafjörður 10.4 0.5 1.2 5 0.2 0.16 970
13. Sauðárkrókur 10.4 0.59 1.118 5 0.2 0.12 1.053
14. Siglufjörður 10.4 0.625 1.25 3 0.3 0.15 700
15. Ólafsfjörður 10.4 0.625 1.25 5 0.16 0.1
16. Dalvík 10.4 0.625 1.25 5 0.18 - 1.000
17. Akureyri 10.2 0.575 1.25 5 0.18 0.12
18. Húsavík 10.4 0.5 1.0 5 0.2 0.15 630
19. Seyðisfjörður 10.4 0.55 1.1 3 0.25 0.15 715
20. Neskaupstaður 10.4 0.625 1.25 3 0.27 0.15
21. Eskifjörður 10.4 0.5 1.0 4 0.2 0.15
22. Vestmannaeyjar 10.2 0.5 1.0 4 0.15-.03 -
23. Selfoss 10.4 0.625 1.25 5 0.15 0.075 480
Morgunblaðið/Jakob Ágústsson
Frá vígslu slysavarnahússins f.v. Jakob Ágústsson, formaður slysavarnadeildar karla, Sigrún Jóns-
dóttir formaður slysavarnadeildar kvenna, Guðni Aðalsteinsson formaður björgunarsveitarinnar
Tinds og Haraldur Henrýsson forseti Slysavarnafélags íslands.
Þann 20. júlí sl. voru merk
tímamót í sögu slysavamasveit-
anna i Ólafsfirði, en þá fór
fram vígsla á slysavarnahúsi.
Það er 260 fermetrar að stærð,
á tveim hæðum og er allur frá-
gangur hinn vandaðasti.
Þetta hús er í senn björgunar-
stöð og félagsheimili fyrir slysa-
varnadeildimar tvær á Ólafsfirði,
Slysavamadeild karla og slysa-
vamadeild kvenna. Gestir við
athöfnina voru Haraldur Henr-
ýsson forseti Slysavarnafélags
Islands, og Hannes _ Hafstein
framkvæmdastjóri SVFÍ og konur
þeirra. Ennfremur voru fulltrúar
slysavamadeildanna í nágranna-
byggðalögunum viðstaddir
vígsluna.
Hún hófst með því að Guðni
Aðalsteinsson, formaður björgun-
arsveitarinnar Tinds á Ólafsfirði
bauð gesti velkomna. Þá blessaði
sóknarpresturinn í Hrísey, sr.
Helgi Hróbjartsson, húsið og gaf
því nafnið „Sandhóll", en svo hét
fyrsta húsið sem var reist á Ólafs-
firði. Þá rakti formaður bygginga-
nefndarinnar, frú Bima Friðgeirs-
dóttir byggingasögu hússins, en
smíðin hófst á vordögum 1979. í
máli hennar kom fram að nær öll
vinna við húsið var unnin í sjálf-
boðavinnu, og að slysavamadeild-
imar í Ólafsfirði hafi notið
einstaks velvilja fyrirtækja og ein-
staklinga á staðnum sem hafi
stutt bygginguna með efnis- og
peningagjöfum.
Þá afhenti hún húsið forseta
Slysavamafélags íslands til eign-
ar, en hann afhenti það aftur
formönnum deildanna á Ólafs-
fírði, Sigrúnu Jónsdóttur og Jakob
Ágústssyni, húsið til rekstrar og
varðveislu. Jakob
Nýja slysavarnahúsið á Ólafsfirði er hið vandaðasta hús, 260 fermetrar á tveim hæðum. Bygging-
in var hafin 1979 og var húsið nær eingöngu reist i sjálfboðavinnu.
r 1
| n "H ! 1 ;
r^i "tfKk
Nýbygging Fjölbrauta-
skólans risin á Selfossi
Selfotwi.
VERKTAKAR í nýbyggingu Fjöl-
brautaskóla Suðurlands sem rís
við Tryggvagötu á Selfossi, tóku
sér kaffitíma af lengri gerðinni
sl. föstudag 18. júlí í tilefni þess
að lokið var við að reisa sperrur
í þaki skólans. Sperrumar era
óvenjulegar að því leyti að þær
bera uppi 550 m 2 glerþak húss-
ins sem setur mikinn svip á
bygginguna.
I byijun þessa árs var áætlað að
unnt væri að heíja kennslu í hluta
nýbyggingarinnar 1. september en
ljóst þykir að ekki verður af því þó
svo unnið sé af kappi við marga
verkþætti í einu, en um áramót
ætti að vera unnt að taka hluta
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Hópurinn sem vinnur við bygginguna. Aðalverktaki er Sigfús Krist-
insson byggingameistari.
Nýbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi risin. Glerþak setur svip sinn á bygginguna.
hússins í notkun.
Nú er unnið við að loka húsinu,
við pípulögn, múrverk og loftræst-
ingu svo nokkrir verkþættir séu
nefndir. Alls vinna við bygginguna
25 menn og aðalverktaki er Sigfús
Kristinsson byggingameistari á Sel-
fossi.
Ekki verður látið staðar numið
þó svo hluti hússins verði tekinn í
notkun því áformað er að halda
áfram með þann hluta sem eftir er
og síðan er að mati skólamanna
nauðsynlegt að hefjast handa við
byggingu síðari áfangans strax og
þeim fyrri er lokið en það er jafn
stór bygging sem tengist austurhlið
þeirrar sem nú rís. Þess ber að
geta að þrátt fyrir húsnæðisleysi
hefur nemendum farið fjölgandi í
skólanum og heldur fjölgunin að
öllum líkindum áfram á komandi
skólaári sem sýnir nauðsyn bygg-
ingarinnar.
Sig Jóns.