Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 37 AKUREYRI Húnn Snædal lætur ekki deigan síga; 2.800 stund- ir að smíða listflugvél Akureyri. „VEÐIJR á íslandi er með þeim hætti að það er erfitt að hafa flug fyrir tómstundagaman. Það er auðveldara að veija frítíman- um til flugvélasmíði," segir Húnn Snædal, flugumferðarstjóri hér á Akureyri, sem er að leggja síðustu hönd á smiði Iítillar list- flugvélar. Smíðin hófst fyrir um hálfu þriðja ári og hafa farið um 2800 vinnustundir í hana. Húnn segist gera sér vonir um að geta farið i fyrsta reynsluf jugið eftir um það bil mánuð. „Ég á eftir að smíða hreyfilhlífar og eitt og annað smávegis,“ segir hann. Listflugvélin er lítið eitt smækk- uð eftirlíking af þýskri listflugvél af gerðinni Bucker Jungmeister en slíkar vélar voru helstu listflugvélar heims frá því upp úr 1930 og fram undir 1965. „Ég fékk þær upplýs- ingar í byijun að frumsmíðin hefði tekið rúmlega 700 klukkustundir og gat mér til í framhaldi af því, að ég myndi þurfa svona 1500 tíma til að smíða vélina. Nú er ég kom- inn í 2800 tíma og ekki búinn enn,“ segir Húnn. Þetta er þriðja loftfarið sem Húnn smíðar með eigin höndum. Hið fyrsta var í raun lítið annað en kústskaft með þyrluspaða en fyrir fímm árum flaug hann í fýrsta sinn eins hreyfíls flugvél sem bar þvottekta akureyrska einkennis- stafí, TF-KEA. Þá voru liðin rúmlega 40 ár frá því að heima- smíðaðri flugvél hafði verið flogið á íslandi. í nýju listflugvélinni, sem hefur einkennisstafína TF-KOT („dætur mínar heita Kata og Tóta," segir Húnn), er aðeins sæti fyrir hann einan. Fyrst í stað mun vélin ekki geta flogið á hvolfí, eins og list- flugvélar geta almennt en Húnn Flugmaðurinn og flugvélasmiðurinn fyrir framan nýju vélina, sem ber einkennisstafina TF-KOT: Á innfelldu myndinni er vélin eins og hún var í fyrrahaust. Morgunblaðið/SImamynd/ómai- Váldimarsson hagaði smíðinni á þann veg, að auðvelt verður að koma kerfí til þess fyrir í vélinni. Grindin er öll úr tré en yfír hana er strengdur dúkur. Grindina og nær allar málmfestingar smíðaði Húnn með eigin höndum — sagaði til tré og málm og slípaði og púss- aði en mikið pantaði hann sérstak- lega frá Bandaríkjunum. „Ég lá yfír katalógum og pantaði eftir þeim,“ segir hann. Hann gerir ekki mikið úr því að það sé erfítt og vandasamt að smfða flugvél. „Þetta er að vísu talsvert dýrt, ætli vélin sé ekki komin í um 300 þúsund krónur í útlögðum kostnaði — en þá reikna ég að sjálf- sögðu ekki með neinum vinnulaun- um. Maður sendir sjálfum sér seint reikning fyrir amstur af tómstunda- starfí sínu. Mesti vandinn við flugvélasmíði er að fá nýtilegt hús- næði. Bílskúr er of lítill til að smíða svona stóran grip en ég hef verið svo heppinn að fá aðstöðu í flug- skýli bræðranna sem eiga Bílaleigu Akureyrar og þar hef ég verið á kvöldin og um helgar undanfarin misseri. Eg var til dæmis mánuð að smfða bensíntankinn úr trefja- plasti en hann er líka í laginu nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann og tekur 80 lítra, sem gerir mér kleift að vera á lofti f þijá tíma. Hún á að geta náð um 220 kíló- metra hraða á klukkustund.“ Það er þó ekki hugmyndin að fljúga langt. „Vélin er smíðuð til að leika sér á, ekki til að fara neitt sérstakt," segir hann. „Ég gæti að vísu flogið til Reykjavíkur á hálfum öðrum tíma en ég ímynda mér að eftir svo langa leið væri mér orðið nokkuð kalt á tánum, því vélin er opin. En það er líka kostur við hana, að hún þarf stuttar brautir og því væri hægt að lenda á túni ef kaffí- þorstinn verður óbærilegur." i & •« "t-ál mw Súlan kemur með afla frá Jan Mayen-miðum (gær. Fyrstu loðnuimi landað á Akureyri í gær: Morgunblaðið/Símamynd/ómar Valdimarsson 20% verðlækkun frá síðasta ári — segir útgerðarstjóri Súlunnar ÚTGERÐ Súlunnar EA, sem landaði 810 tonnum af loðnu til Krossanesverksmiðjunnar á Ak- ureyri í gær, fær um 20% iægra verð fyrir farminn en fékkst fyr- ir sambærílegan fyrsta farm i fyrra. Hér er miðað við sama hlutfall fitu og þurrefnis og var í fyrsta farmi skipsins á loðnu- vertíðinni I fyrra, að sögn Sverris Leóssonar, útgerðarstjóra Súl- unnar. „Ef þessum 810 tonnum hefði verið landað á verði fyrra árs, og þá tek ég yfírborgunina með í reikn- inginn, hefðum við fengið 2.593 krónur fyrir tonnið. Nú fáum við ekki nema 2.077 krónur fyrir tonn- ið, miðað við að fítu- og þurrefíiis- hlutfoll séu hin sömu og þá. Það er 20% verðlækkun á milli ára,“ sagði Sverrir í samtali við blm. Morgunblaðsins á Akureyri í gær. Súlan EA fékk sín 810 tonn á veiðisvæðinu við Jan Mayen í þrem- ur köstum, þar af á sjöunda hundrað tonna í fyrsta kastinu. Fjölmennt var á bryggjunni við Krossanesverksmiðjuna um tvöleyt- ið í gær þegar drekkhlaðið skipið lagðist að. Þar voru ættingjar skip- veijanna ijórtán, starfsmenn útgerðar og verksmiðju, gamlir sjó- menn og talsverður hópur norð- lenskra fréttamanna, sem voru fegnir tilbreytingunni í fréttaleys- inu, sem einkennir þennan árstíma. Gert var ráð fyrir að Súlan héldi aftur á miðin í gærkvöld, þegar löndun væri lokið. Ekki er endan- lega ákveðið hver kvóti skipsins verður á þessari vertíð. Hann var um 20 þúsund lestir í fyrra og Sverrir Leósson gerir sér að sjálf- sögðu vonir um að í ár megi veiða talsvert meira magn. Kröfuí „Sjalla- málinu“ hafnað Akureyri. „SYNJAÐ er um framgang hinnar umbeðnu innsetningar- gerðar. Málskostnaður fellur niður.“ Þannig hljóðaði úr- skurður Ásgeirs Péturs Ásgeirs- sonar, héraðsdómara hjá Bæjarfógetaembættinu á Akur- eyri, í gær í máli Jóns Högna- sonar og Helga B. Helgasonar gegn Jóni Kr. Sólnes, Aðalgeiri Finnssyni og Þórði Gunnars- syni, stjómarmanna í Akri hf., fyrirtækisins sem rekur skemmtistaðinn Sjallann. Þeir Jón og Helgi, sem eru eig- endur kjúklingastaðarins Crown Chicken hér á Akureyri, áttu í samningaviðræðum við Akurs- menn í vetur um hugsanleg kaup á Sjallanum og var undirritaður samningur þar að lútandi. Akurs- menn riftu honum — en Jón og Helgi töldu það ekki hafa verið gert með löglegum hætti og kröfð- ust þess að fá hlutabréfín, 81,87%, í sínar hendur. Þórður Gunnarsson, stjómarfor- maður Akurs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á síðasta fundi sem Akursmenn hefðu átt með þeim Jóni og Helga hefðu þeir ekki haft neinar tryggingar fyrir því að þeir gætu uppfyllt kröf- ur Iðnaðarbankans fyrir skuld- breytingu á vanskilaskuldum Akurs hf. „Það getur vel verið að þeir hafi getað lagt fram trygging- ar fyrir þessu síðar en þeir hafa aldrei talað við okkur eftir þetta," sagði Þórður. Úrskurður Ásgeirs Péturs í gær felur í sér þá niðurstöðu að fógeta- réttur skuli ekki íjalla um mál þetta. „Krafa okkar svona fram- sett á ekki rétt á sér þar sem önnur lagaleg úrræði eru möguleg," sagði Helgi B. Helgason í samtali við Morgunblaðið í gær. „Lög- fræðingur okkar á eftir að skoða niðurstöðuna og ákveða leiðir í samráði við okkur." Þið ætlið þá með málið lengra? „Já, við förum lengra með mál- ið. Það tekur tvö ár i Hæstarétti en það er alveg sama, við látum ekki traðka á okkur,“ sagði Helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.