Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 45

Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 45
r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Myndasaga frá Islandsmeistara- mótinu í vélflugi ___________Flug_____________ Gunnar Þorsteinsson Hér í Morgunblaðinu í fyrradag var sagt frá Islandsmeistaramótinu í vélflugi sem fram fór á Blönduósi um síðustu helgi. Ennfremur var ítarlega greint frá úrslitum mótsins. íslandsmeistaramótið í vélflugi er nú liður í 50 ára afmælisdagskrá Flugmálafélags íslands og er tvímælalaust hápunktur ársins í vélflugi. Þar sem þessu nýafstaðna móti hafa þegar verið gerð skil í rituðu máli hér í blaðinu þá verða ljós- myndir frá Blönduósflugvelli látnar tala að þessu sinni. Það er margt skemmtilegt myndefnið á slíkri flugkeppni og meðfylgjandi ljós- myndir tók Ólafur Bragason. Þór Mýrdal á TF AIE af gerðinni Navion A rennir sér lágt yfir svæðið. Gömul, vígaleg og kraftmikil vél sem hér á árum áður var í eigu Flugmálastjómar. Jón E.B. Guðmundsson, flugvélstjóri hjá Fiugleiðum, sigraði örugg- lega í lendingarkeppninni og hlaut aðeins 27 refsistig. Hér leggur hann í ’ann. Sjálfur á Jón Beechcraft sem hann skildi eftir á Krókn- um þar sem hann fékk þessa Cessnu 150 lánaða, taldi betra að keppa á henni enda minni og hægfleygari vél en hans eigin. '**■ '.. V; , ■ Þeir sem háðu einvigið um íslandsmeistaratitilinn í vélflugi ásamt forsvarsmönnum mótsins. Aftasta röð frá vinstri: Vilhjálmur H. Gislason (GEV = lauk ekki keppni), Jón E.B. Guðmundsson (SKA = 778 refsistig), Jónas Þ. Sigurgeirsson (MAY = 647), Jón Ketilsson (LWF = 695), Auðunn Blöndal (KEM = 1125), Orri Eiríksson (PLA = 199), Guðmundur Ásgeirsson (GAG = 906), Ragnar J. Ragnarsson (RJR = 506), Þór Mýrdal (AIE = 20209), Niels J. Kristjánsson (TWO = 401), Björa Kristjánsson (UNA = 718). Miðröð frá vinstri: Birgir Ingólfsson, formaður Flugklúbbsins Hauka á Blönduósi, Sverrir Kristófersson flugvallarvörður og hreppstjóri Blönduóshrepps, Davíð Jóhannsson úr mótsstjóra. Fremsta röð frá vinstri: Friðrik Pálsson, formaður Flugmálafélags íslands, Jón Grímsson mótsstjóri, Mogens Taagard yfirdómari. Fremst era sigurlaunin, Shell-bikarinn. 4» SU M ARÚTSALAN ER HAFIN Dömupeysur — Herrapeysur — Barnapeysur — Dömublússur- og buxur. 30—60% verðlækkun Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9.00—18.00 > y PRJÓNAST0FAN Uduntu Verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.