Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 47 ' t; ,• geðprúður en nokkuð djúpur í kverk eins og margir Hrafnssynir eru. Höður 954 frá Hvoli varð fjórði, en hann kom lítið við sögu á þessu móti þar sem hann hafði veikst af lifrarbólgu skömmu fyrir mótið en ekki er ósennilegt að hann hefði hnikað sér eitthvað hærra ef ekki hefðu komið til þessi veikindi. Fimm vetra hestamir voru sex talsins og þar báru höfuð og herðar yfir aðra hesta þeir Kjarval 1025 og Ljóri 1022. Kjarval sló eftir- minnilega í gegn á sýningu Stóð- hestastöðvarinnar í vor og voru menn á einu máli um að ekki hefði fram að þessu komið fram kosta- betri unghestur. En það var líkt með hann og Viðar að hann var ekki svipur hjá sjón miðað við sýn- inguna í vor. Ekki ætti þetta þó að kasta rýrð á þennan kostagrip eða minnka vinsældir hans, sem eru miklar þessa dagana ef marka má ásóknina í að koma hryssum til hans. Kjarval hlaut 8.70 í einkunn fyrir hæfileika og má mikið vera ef nokkur fimm vetra hestur hefur náð svo langt upp einkunnastigann. Fyrir tölt fékk hann 8.5, brokk 9.0, skeið 8.5, stökk 8.5, vilja 9.0, geðs- lag 9.0 og fyrir fegurð í reið 8.5. Fyrir byggingu fékk hann 7.94 og aðaleinkunn 8.32. Ljóri varð annar eins og áður segir með 8.23 og Kolfinnur 1020 frá Kjamholtum með 8.14. Af fjögra vetra stóðhestum stóð efstur hálfbróðir Kjarvals, Otur 1050 frá Sauðárkróki. Það er kannski fullsnemmt að spá um það hvort hann standi stóra bróður á sporði en ekki fór milli mála að hann á eftir að láta að sér kveða með meiri þroska. Næstur kom Gassi 1036 frá Vorsabæ, fallegur hestur undan Hrafni 802 en ekki eins hæfileikamikill og Otur enn sem komið er. Gassi hlaut 8.01 og voru menn nokkuð spenntir að vita hvor þeirra stæði ofar. Angi 1035 frá Laugarvatni varð svo þriðji með 7.94. í umræðu um hrossarækt og kynbótasýningar hafa ýmsir lýst þeirri skoðun sinni að minnka beri kröfumar til ungu hrossanna og kom Þorkell Bjarnason inn á þetta í máli sínu meðan á sýningu stóð. Nefndi hann þann möguleika að hætt verði að taka fjögra vetra hross inn á Lands- og fjórðungs- mót. Ekki er því að neita að mörgum ofbýður sú mikla reið sem hrossum á þessum aldri er boðið upp á og tæplega er hægt að kenna reiðmönnunum um því þeir eru að sjálfsögðu undir mikilli pressu frá áhorfendum, dómnefndarmönnum og kannski ekki síst eigendum hrossanna. Væri i þessu sambandi góð byijun að afnema skeiðið úr dómskala fyrir ijögra vetra hrossin. Skal nú látið hér staðar numið í umQöllun um kynbótasýningu Landsmótsins en síðar verður fjall- að um hiyssumar og ræktunar- hópssýninguna. Hvorki fleiri né færri en fjórtán afkvæmi voru sýnd með Náttfara 776 ení dómnum voru þau tólf. Náttfari er lengst til vinstri. Stjörnurnar nokkuð frá sínu besta Alls hlutu tuttugu og sex stóð- hestar dóm sem einstaklingar og bar sýningin á þeim vitni um hið mikla úrval stóðhesta sem völ er á í dag. Flestir hafa þessir hestar komið fram á sýningum áður nema ijögra vetra hestamir. Átján hestar hlutu fyrstu verðlaun og þar af all- ir elstu hestamir þrettán að tölu. En reynslan hefur sýnt að þó hest- ar fái fyrstu verðlaun er ekki þar með sagt að þeir séu góðir undan- eldisgripir og má búast við eins og verið hefur að eitthvað af þessum hestum eigi eftir að missa eistun eða verða lítið notaðir. En þama komu líka fram hestar sem binda má miklar vonir við og sennilega á það við um meirihlutann. Af elstu stóðhestunum hlaut hæstu einkunn, 8.31, Viðar 979 frá Viðvík en hann hefur komið fram á sýningum árlega síðan hann var á Stóðhestastöðinni fjögra vetra gamall. í fyrra stóð hann efstur í flokki sex vetra hesta og eldri á fjórðungsmótinu í Reykjavík. Viðar hefur sýnt svo ekki verður um villst að hann er afbragðs góðum reið- mun ástæðan sú að fleiri þættir em teknir með í tölvuspána en dómur á ákveðnum fjölda afkvæma. Þrjár hryssur í heiöursverðlaun Af þeim átta hryssum sem sýnd- ar vom með afkvæmum náðu þtjár heiðursverðlaunum, þær Hrafn- hetta 3791 frá Sauðárkróki, Nótt 3733 frá Kröggólfsstöðum og Nýpa 3287 frá Oddhóli. Til að hljóta heið- ursverðlaun þarf ijögur afkvæmi í dóminn sem ná samanlagt 8.10 í einkunn. Eins og við var búist varð Hrafnhetta efst með 8.16 en hinar tvær jafnar með 8.11. Hrafnhetta á að baki glæstan feril í kynbóta- sýningum, stóð efst af sex vetra hryssum og eldri á Landsmótinu ’74 og efst með afkvæmum á Lands- mótinu ’82. Hennar þekktasta afkvæmi er án efa Kjarval 1025 sem efstur stóð í flokki fimm vetra stóðhesta á mótinu nú. Sigurbjöm á Stóra-Hofí á hinar tvær hryssum- ar og er þar góðum árangri náð í hrossaræktinni á Stóra-Hofí. Nótt var sýnd ’72 og hlaut þá fyrstu verðlaun sem einstaklingur, sfðan var hún sýnd með afkvæmum á fjórðungsmótinu í Reylqavík í fyrra og stóð þá efst. Ferill Nýpu er hins- vegar fátæklegri en hinna tveggja því hún er ótamin og hefur aldrei komið fram á sýningu áður og má segja að þar sé hlaupið yfír margar blaðsíður á leiðinni til lokatak- marksins. Fimm hryssur kepptu til fyrstu verðlauna og stóð þar efst Sif 4035 frá Laugarvatni en hún hlaut 8.07 í einkunn. Önnur varð svo Freyja 3996 frá Stóra-Hofi en hún er dóttir Nýpu sem hér var áður getið. Freyja var með 7.97, sömu einkunn og Frigg 3699 frá Laugarvatni. Næstar komu svo Litla-Jörp 4120 frá Reykjum með 7.93 og Rauðka 6324 frá Fögm- brekku með 7.92. Þijú afkvæmi fylgdu þessum hryssum og þurftu þær að ná 7.90 til að ná fyrstu verðlaunum. hestakostum búinn en nú var hann ekki svipur hjá sjón og miðað við það átti hann tæpast skilið efsta sætið. Var hann greinilega ofþjálf- aður. í forskoðun mun hann hafa sýnt allar sínar bestu hliðar og þá var spumingin hvort dómnefndin ætti að fella hann í einkunn á mót- inu sem þeir ekki gerðu. Er þetta reyndar spuming um gmndvallar- vinnubrögð hjá dómnefndum og sýnist sjálfsagt sitt hvetjum. A málinu em tvær hliðar, annarsvegar að láta einkunn úr forskoðun halda sér eða hitt, að dæma hrossin eins og þau koma fyrir hveiju sinni og láta það standa, sama hvað á undan er gengið. En næstur Viðari kom Flosi 966 frá Bmnnum, bjartasta von Homfirðinga og sýndi hann svo ekki var um vilist að þar fór geðgóð- ur vilja- og getuhestur. Flosi hlaut í einkunn 8.24 og hækkar hann sig nokkuð frá fjórðungsmótinu á Fornustekkum ’84. Þriðji var svo Adam 978 frá Meðalfelli sem var samtíða Viðari á Stóðhestastöðinni en hann var hinsvegar ekki sýndur á fjórðungsmótinu í fyrra. Adam er ákaflega hreyfingafallegur og Hjá Sláturfélaginu færðu allt í grillveisluna og að auki fylgja hér nokkur heilræði um steikingu á teini Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og medisterpylsumar okkar vinsælu, kol, grillollu, ótal tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem þarf til að útbúa girnilega grillveislu. Heilræði um steikingu á teini Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið er gott aö skera (aöeins stærri bita en kjötið svo það verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á Ifka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið - annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota grillolíu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS tylVs Stek> & '.ir-. .«5*,- fcti) f kSf1- ( **i,- ‘»ÍI-SSrrm‘Jt**rv^.t......*tAx*>*&*W** ...JL 'ÁBASCC $ 3Sbm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.