Morgunblaðið - 29.07.1986, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
29555
Skoðum og verðmetum
eignir samdægurs
2ja herb. ibúðir
Vesturberg. 2ja herb. 65 fm
vönduö íb. á 6. hæð. Laus nú
þegar.
Efstaland. 2ja herb. 50 fm íb.
á jarðhæð. Sér garður. Verð
1850 þús.
Langholtsvegur. 2ja herb. 60
fm íb. á 1. hæð. Verð 1700 þús.
3ja herb. íbúðir
Mávahlíð. 3ja-4ra herb. 90 fm
ib. í kj. Verð 2,1 millj.
Einarsnes. 3ja herb. mikið end-
um. íb. á 1. hæð. V 1900 þús.
Lindargata. 3ja-4ra herb. 80 fm
efri hæö. Sérinng. Verð 1850 þ.
Hringbraut. 3ja herb. 85 fm
endaíb. á 1. hæð. Verð 1850 þús.
Ásbraut. 3ja herb. 85 fm íb. á
3. hæð. Góðar innr. V. 1850 þ.
4ra herb. og stærri
Álfhólsvegur. 4ja herb. 100 fm
íb. á efri hæð. Sérinng. Verð
1950 þús.
Skólabraut. 4ra herb. 85 fm
risíb. Eignin er öll sem ný. Verð
2,2-2,3 millj.
Leifsgata. Vorum að fá í sölu
4ra-5 herb. íb. sem er 137 fm
á 1. hæð ásamt 40 fm bílsk.
Verð 2,8-2,9 millj.
Bergstaðastræti. Vorum að fá
í sölu 4ra herb. 106 fm íb. á
2. hæð í nýl. húsi.
Leirubakki. 4ra herb. 110 fm íb.
á 3. hæð. Sérþvh. í ib. Verð 2,4-5
millj. Mögul. skipti á 3ja herb.
Æsufell. Vorum að fá í sölu 4ra
herb. 110 fm íb. á 4. hæð. Mikið
endum. eign. Eignask. mögul.
Miðleiti. Vorum að fá í sölu 110
fm íbúð nettó á 1. hæð.
Stórglæsileg eign. Bílskýli. Mik-
il sameign, m.a. með sauna og
líkamsræktaraðstöðu.
Engjasel. 4ra herb. 110 fm íb.
á 1. hæð. Bflsk. Æskil. sk. á raðh.
Nesvegur. 4ra herb. ca 100 fm
íb. í kj. Lítið niðurgrafin. Sér-
inng. Verð 2,3 millj.
Hverfisgata. 4ra herb. 86 fm íb.
á 2. hæð. Mikið endurn. eign.
Verð 1850 þús.
Kelduhvammur. 4ra herb. 137
fm íb. á 2. hæð. Bílskréttur.
Verð 3,1 millj.
Lindargata. 4ra herb. 100 fm
íb. á 1. hæð. Sérinng. 50 fm
bflsk. Verð 2,5 millj.
Raðhús og einbýli
Grundarás. 240 fm raðh. ásamt
40 fm tvöf. bilsk. Eignask. mögul.
Flúðasel. Til sölu 226 fm raðh.
á þremur hæðum ásamt 28 fm
bílsk. Verð 4,5 millj.
Akurholt. Til sölu 150 fm einb.
allt á einni hæö ásamt 30 fm
bílsk. Verð 4,7 millj.
Víðigrund Kóp. Nýl. 130 fm
einbh. Falleg ræktuð lóð. Arinn
í stofu. Verð 4,8 millj.
Kleifarsel. 2 x 107 fm einbhús
ásamt 40 fm bflsk. Verð 5,2
millj.
Móabarð. Til söiu 126 fm ein-
býíish. á einni hæð. Stór ræktuð
lóð. Verð 3,8-4 millj.
Völvufell. Vorum að fá í sölu
136 fm raðhús ásamt 26 fm
bflsk. Verð 3,5 millj.
Hverfisgata Hf. 120 fm einbhús
á tveimur hæðum. Eignaskipti
möguleg.
Stekkjarhvammur. 200 fm
endaraöh. á tveimur hæðum.
Eignask. mögul.
Gamli bærinn. Vorum að fá í
sölu mikið endurn. einbýlish. á
þremur hæðum samtals ca 200
fm. Verð 3,2 millj.
Þingholtin. Vorum aö fá í sölu
ca. 260 fm einb.hús á þremur
hæðum ásamt 25 fm bflsk. Góð
3ja herb. séríb. á jarðhæð. Á
1. og 2. hæð er góð 6 herb. íb.
Eignask. mögul.
Vogar Vatnsleysuströnd. 110
fm parhús ásamt rúmgóðum
bílskúr. Verð 2,2 millj.
Pylsuvagn. Vorum að fá í
sölu pylsuvagn við göngu-
götu með öllum leyfum.
Bólstaðarhlíð 6, 105 Reykjavik.
Símar 29555 — 29558.
Hrólfur Hjaltason, viðskiplafræðingur.
Hávaðinn í
óreglunni
Úr Pacific Inferno.
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Porquettas frá Finnlandi
sýndi í Borgarskála:
Pacific Inferno.
Leikendur: Ann Yrsa Falenius
og Ida Lotta Backmann
Leiksfjórn: Laura Jantti
Leikmynd: Curt Hillfon
Tónlist: Ari Taskinen
í leikskrá N’art um þessa sýn-
ingu segir að hún sé samin út frá
skáldsögu Michaels Toumiers um
Robinson og Fijádag. Bætt er við
„leikverkið er stundarlöng sjón-
ræn ferð til eylands þess sem
manneskjan er. í þrengingum á
milli andstæðra afla leitar hún
jafnvægis reglu og óreglu. Óút-
reiknanlegt skapferli
náttúruaflanna berst við striðandi
einstaklinginn sem reynir að
skapa reglu í sinni mynd.“
Þakka má fyrir þessa vísbend-
ingu, enda dreg ég stórlega í efa,
að ég hefði áttað mig á hvað ég
var að horfa á ef ekki hefðu verið
línur lagðar fyrir mig fyrirfram.
Samt náði skynjunin ekki þessari
leit og þessari miklu baráttu.
Leikkonumar tvær hafa sjálfsagt
lotið fyrirmælum leikstjóra og
ugglaust er einhvers staðar mein-
ing í þessu. En „leitin" varð og
farsakennd, óp og óhljóð og enda-
laus þeytingur fram og aftur um
sviðið skiluðu ekki áhrifum öðmm
en þeim að áheyrendur hefðu
þurft að fá eymatappa. Leit
manneskjunnar hlýtur að mega
túlka á hljóðlátari hátt, að ég nú
ekki tali um að listræn ögun hefði
ekki sakað.
Sagan um Soares
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Hans Janitschek: Mario Soares,
Portrait of a Hero
Formálsorð skrifar: Edward
Kennedy
Útg. Weidenfeld & Nicolson 1986
Hans Janitschek er austurrískur
blaðamaður, búsettur í New York.
Hann var framkvæmdastjóri Al-
þjóða sambands jafnaðarmanna á
ámnum 1969 til 1976. Janitschek
virðist hafa haft náin kynni af
Mario Soares og þessi bók er ekki
ævisaga í hefðbundum skilningi,
heldur er bmgðið upp myndum af
baráttu Mario Soares fyrr og síðar.
Og stiklað á stóm. Eiginkona hans,
Maria, og böm hans, Isabel og Joao,
svo og nokkrir vinir hans tjá sig
um hann. Að ógleymdum Spinola,
fyrrverandi forseta og einn forvígis-
manna nellikubyltingarinnar 1974.
Þessi bók er skrifuð áður en for-
setaframboð Mario Soares var
opinberlega staðfest, en án efa hef-
ur höfundi ekki þótt saka að bókin
kæmi út um það leyti sem kosninga-
baráttan var í algleymi.
Hér er sem sagt megináherzlan
lögð á persónuna Mario Soares,
hugrekki hans þegar hann barðist
gegn einræðisöflunum í Portúgal
sem ungur maður. Var hvað eftir
annað hnepptur í fangelsi, ellegar
sendur í útlegð vegna óhlýðni við
fasistana sem landinu réðu. Sagt
er frá samskiptum Soares við aðra
forystumenn jafnaðarmanna vítt
um veröld, en einkum í Evrópu og
sérstaklega er gerð skil því vináttu-
og handleiðslusambandi sem ríkti
milli Soares og Olofs Palme, og
Bmno Kreisky. Raunar em allir
forystumenn jafnaðarmanna á
áram áður nefndir til sögunnar utan
sá íslenzki.
Eftir að Mario Soares sneri heim
úr útlegð í Frakklandi eftir bylting-
una var honum fagnað sem hetju
og að verðleikum.
Hann varð utanríkisráðherra í
fyrstu stjóminni sem var mynduð
eftir byltinguna, en þá fór í hönd
mikill reynslutími. Þegar frelsis- og
lýðræðisvíman var mnnin af þorra
manna, kom í ljós að Portúgalar
kunnu lítt með lýðræði að fara og
var ugglaust skiljanlegt, eftir að
hafa búið við kúgun í nær hálfa öld.
Smám saman sölsuðu kommún-
istar undir sig völd, en kommúnista
flokkurinn var eini flokkurínn sem
þrátt fyrir allt hafði starfað í leyn-
um og var þrautskipulagður. Mario
Soares var ekki einn um það að
sæta ofsóknum „heita sumarið
1975“. Allir þeir sem ekki vom
fylgjandi kommúnistunum áttu á
hættu að verða fyrir áreitni, nótt
sem nýtan dag. Soares átti drýgstan
þátt í að snúa þessari þróun við og
þegar honum tókst að komast á
snoðir um samsæri vinstri manna
í nóvember til að taka völdin endan-
lega, mátti varla tæpara standa.
Síðan hefur staða lýðræðisins von-
andi ekki verið í vemlegri hættu í
Portútral.
Hljómplötur
Sigurður Sverrisson
Pétur &
Bjartmar
Þá sjaldan maður lyftir sér upp
Aldrei fór það svo að Pétur
Kristjánsson sneri ekki aftur úr
útlegðinni en eftir á að hyggja er
ég þeirrar skoðunar að hann hefði
ekki átt að gera það í fylgd Bjart-
mars Guðlaugssonar. Ekki svo að
skilja að Bjartmar sé ekki ágætur
á sinn hátt, en þessir tveir fara
ekki vel saman á plötu.
Lögin á plötunni Þá sjaldan mað-
ur lyftir sér upp em fjögur og
ákaflega ólík innbyrðis; Tvö þau
betri, Draumadísin og Ástar óður,
era erlend. Annað er úr smiðju
Shu-bi-dua og textinn fylgir því að
hálfu. Eitthvað hefur hann farið
fyrir bijóstið á útvarpsfólki því lag-
ið er aldrei leikið. Lögin hans
Bjartmars em mjög í hans anda,
ágæt sem slík, en falla í skuggann
af erlendu lögunum.
Lagið Draumadísin, sem er dæ-
migert „Europopp", er vel flutt af
Pétri sem og Ástar óður. Þar sýnir
gamla brýnið að hann hefur engu
gleymt. Bæði lögin ættu að falla
vel í kramið hjá landanum. Hin em
meira fyrir einlæga aðdáendur
Bjartmars.
Etið með „stæl“
Dave Lee Roth
Eat’em and smile
Ég segi það og skrifa: Dave Lee
Roth er yndislegur. Sannkallaðir
„karakterar" í rokkinu em ekki
margir en Roth er svo sannarlega
einn þeirra.
Þessi atburðarrás verður yfir-
borðskennd í meðfömm Janitschek
og óneitanlega hefði það gert frá-
söguna á allan hátt fyllri og hrein-
lega merkilegri, ef höfundur leyfði
fleimm en Soares að koma við sögu.
Ótrúlega lítið er vikið að þætti
Ramahlo Eanes, fyrrv. forseta, og
forðast að rifja upp deilur Soares
og Eanes, sem vom þó afdrifarík-
ar. Þó að vikið sé að því þegar
Soares sagði af sér formennsku í
mótmælaskyni við stuðnings Sósía-
listaflokksins við Eanes er það
ósköp ógreinileg frásögn og ekki
neitt á henni að græða umfram það
sem vitað er.
En þetta er ákaflega hlý og
elskuleg bók. Soares er óumdeilan-
leg hetja. Hann er aukin heldur
geðslegur maður og góður heimilis-
faðir, menningarlega sinnaður og
ber hag Portúgala fyrir bijósti. Og
hann er lýðræðissinni fram í flngur-
góma.
Snyrtileg og ljúf bók hjá Janit-
schek að minnsta kosti svo langt
sem hún nær.
Þessi nýja plata hans er að mér
flnnst frábær þótt vissulega sé
gengið vasklega í smiðju Van Hal-
en. Hér er að finna hvert þmsurokk-
lagið á fætur öðm meistaralega
flutt af skotheldum kvartett. Steve
Vai, fyrrnrn í Alcatrazz, leikur á
gítar eins og sá sem allt getur og
þeir Billy Sheehan á bassa og Greg
Bissonotte á trommur gefa honum
lítið eftir.
Fyrir þá sem heilluðust af Roth
er hann sló í gegn með hinu gamla
góða „Just a gigolo" í fyrra em hér
tvö gömul lög í þeim anda, I’m
easy og That’s life. Bæði pottþétt
sem og annað á þessari plötu.
Stjörnugjöf: ★ ★★★
Útbrunninn
kappi
Ted Nugent
Little miss dangerous
Ted gamli Nugent er enn að þrátt
fyrir að frægðarsól hans fari nán-
ast lækkandi með hverri plötunni
sem hann sendir frá sér. Eftir að
hafa slegið rækilega í gegn með
plötunni Free for all 1975 hefur
Nugent verið ótrúlega iðinn við
plötuútgáfu en ekki alltaf haft er-
indi sem erfiði, sér í lagi hin síðari
ár.
Þrátt fyrir langan feril er þó enn
kraftur í Nugent, það verður ekki
af honum skaflð. Little miss dan-
gerous markar þó ekki nein
tímamót á ferli hans, fjarri því. Inn
á milli em samt lög sem gaman er
að, t.d. Little red book (hraustleg
útsetning á lagi eftir Bacharach),
Savage dancer og High heels in
motion. Þau duga samt ekki til að
lyfta plötunni upp úr meðalmennsk-
unni.
Stjömugjöf: ★ ★
Verkstæði —
málmiðnaðarfyrirtæki
Til sölu lítið verkstæði og málmiðnaðarfyr-
irtæki. Verkfæri til blikksmíða, rafiðnaðar og
sprautunar. Til afhendingar fljótlega.
Heildverslun — smásala
Til sölu þekkt gjafa- og leikfangaverslun
sem verslar einnig með barnaföt. Verslunin
er í ódýru leiguhúsnæði í miðborginni. Mörg
góð umboð fylgja. Gott tækifæri fyrir áhuga-
samt fólk.
Tískuvöruverslun
Til sölu tískuvöruverslun í nýlegu leiguhús-
næði við eina mestu verslunargötu borgar-
innar. Eigin innflutningur. Góð umboð.
Ártúnshöfði —
iðnaðarhúsnæði
Mjög gott og vandað iðnaðar- eða verslunar-
húsnæði til sölu á góðum stað.
EignahöHin sF“'rr9sl,ipasala
Hilmar Victorsson viðskiptafr.
HverfisgötuTB
Blendin upplyfting