Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
HRADI
Herferð
gegn hraðakstri
yUMFERÐAR
RÁÐ
eftir Valgarð Briem
Sú staðreynd að óhóflegur hraði
sé orsök flestra alvarlegra umferð-
arslysa er löngu viðurkennd af
öllum sem þau mál hafa kynnt sér.
Því var það eðlilegt og sjálfsagt
þegar finnskum stjómvöldum þótti
úr böndunum gengið varðandi tíðni
umferðarslysa, að ráðast fyrst og
fremst að hraðanum. Finnum tókst
að fækka alvarlegum umferðarslys-
um í landi sínu um helming eins
og þeir höfðu stefnt að. Hvemig?
Aðallega með því að setja há-
marksákvæði um hraða sem áður
var án takmarka og fylgja þeim
ákvæðum eftir með áróðri, en þó
fyrst og fremst með stórauknu eft-
irliti lögreglunnar og hertum
viðurlögum.
Hvað getum við af þessu lært?
Sumir líta svo á að umferðarslys
séu óhjákvæmilegur fylgikvilli um-
ferðar. Við þeim sé ekkert hægt
að gera, þau hljóti alltaf að fylgja
umferðinni eins og skuggi manni,
stundum mörg, stundum færri eftir
veðri og færð. Ekki litu Finnar svo
á og þeir sönnuðu sitt mál.
Sennilega em flestir þeirrar
skoðunar að ákvæði um iækkun
leyfllegs hámarkshraða hér á landi
yrði að litlu gagni. Eftir þeim yrði
ekki farið og slík hámarkshraða-
ákvæði því verri en ekki.
Að því verður að vinna að gild-
andi hraðamörk, eins og þau eru
nú, verði haldin. Til þess þarf femt
a.m.k.: Mun öflugri löggæslu, fljót-
Valgarð Briem
„Vegna þess átaks sem
umferðaryfirvöld nú
gera í þeim tilgangi að
hamla gegn of hröðum
akstri ættum við í lok
næstu ökuferðar að
staldra við og spyija
okkur sjálf hvort við
höfum ekið of hratt eða
hæfilega.“
virkari meðferð kærumála, strang-
ari viðurlög við brotum á
hraðatakmörkunum og mun meiri
áróður.
Vegalögreglan er allt of fámenn
og þeir sem hafa eftirlit með hraða,
t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu,
þyrftu að vera miklu fleiri. Þá leyfð-
um við okkur ekki að þverbijóta
hraðaákvæðin eins og við gerum.
Það er ekki sama hvort langur
eða stuttur tími líður milli brots og
refsingar. Ef mánuðir líða frá því
að ökumaður var tekinn fyrir of
hraðan akstur þar til honum eru
gerð viðurlög með sátt eða dómi
rofnar samhengið milli brotsins og
refsingarinnar. Eftir því sem lengra
líður fær refsingin meiri keim al-
mennrar skattlagningar til ríkis-
sjóðs.
Eigi refsingin að hafa vamaðar-
áhrif þarf hún að koma strax eða
svo skömmu eftir að brot var fram-
ið sem nokkur kostur er. Líði ár
milli þessa tvenns er eins gott að
fella refsinguna niður, hún gerir
ökumanninum einungis gramt í
geði en vekur honum enga sektar-
kennd og hefur því engin vamaðar-
áhrif.
Hvað veldur því að menn aka
hraðar en góðu hófl gegnir og lög
lejrfa?
Ég vil nefna tvennt. Ákaflega
algengt er á góðum vegi eða vegi
sem virðist vera góður að ökumenn
gera sér ekki grein fyrir því hve
hraðinn er orðinn mikill. Menn
verða hraðans ekki varir í góðum
bíl, þegar þeir svo fyrir hendingu
líta á mælinn verða þeir steinhissa.
Ökumenn eru nefnilega ekki alltaf
með augun á hraðamælinum. Áróð-
ur umferðarjrfírvalda þarf því að
beinast að því að venja ökumenn á
að líta oftar á hraðamælinn en þeir
gera. Takist að venja ökumenn á
slflct gerðist það sjaldnar að þeir
misstu sig á ferð í ógáti.
í öðru lagi aka menn hraðar en
ella af því að þeir eru að flýta sér.
Mönnum liggur á og þjóðfélagið
mótast af hraða og auknum afköst-
um í að ferðast eins og öðm,
andstætt ró og spekt gömlu dag-
anna.
Þessi hópur ökumanna tekur
vísvitandi áhættu í þeim tilgangi
að ná einhveiju tilsettu marki.
Hættan er hins vegar sú að þeir
vanmeti þá áhættu sem þeir taka,
ekki þá áhættu að verða teknir af
lögreglunni, heldur áhættuna af því
að valda eða verða fyrir slysi af
þessum akstúrsmáta. Miklu líklegra
er þó, að það sem þeir vanmeti
mest sé ávinningurinn af viðbótar-
hraðanum. í langflestum tilvikum
er ávinningurinn aðeins örfáar
mínútur og gróðinn hismi eitt.
Vegna þess átaks sem umferðar-
yflrvöld nú gera í þeim tilgangi að
hamlagegn of hröðum akstri ættum
við lesandi góður í lok næstu öku-
ferðar að staldra við og spyija
okkur sjálf hvort við höfum ekið
of hratt eða hæfllega. Sé svarið að
hæfllega hafl verið ekið ættum við
að að hugleiða hvort við höfum
farið einhvers á mis sem við hefðum
öðlast með hraðari akstri. Sé svarið
hins vegar að of hratt eða allt of
hratt hafi verið ekið, ættum við
leggja mat á þau gæði sem sá akst-
ursmáti færði okkur. Ég hygg að
við komumst að því að gróðinn sé
harla lítill. Þó er það svo að fyrir
þennan ímyndaða gróða eða vegna
gáleysis um ekinn hraða deyr hér
á landi fjöldi manns árlega og enn
fleiri siasast, margir svo mjög að
þeir fá aldrei fullan bata meina
sinna.
Flýtum okkur hægt.
Höfundur er formaður Umferðar-
ríðs.
l&Mt
LAUGAVE
LAUGAVEGI 40
SÍMI16468
ffR
HÖFÐABAKKA 9
SlMI 685411
GOOÐYEAR
TRAKTORSDEKK
Fullnýtið vélaraflið og notið GOODYEAR
traktorsdekk.
Flestar stærðir fyrirliggjandi.
HAGSTÆTT VERÐ
ANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBAR
~OOfÝEAR
fulHEKLA HF
Laugavegi 170-172 Simi 695500