Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
17
l
Islensk svæða-
skipan, Alþingi
og persónukjör
eftir Jónas Pétursson
Á allmörgum síðustu árum voru
að mótast í huga mér þau úrræði,
sem eg tel nauðsyn til að bjarga
því íslandi, sem eg eitt sé I huga
mér, eitt, sem eg sætti mig við
að sjá i framtið. Sú sýn er grund-
völlur byggðahreyfingarinnar.
Breytingar á stjórnskipan, sem
færir valdið yfir meginhluta
þeirra samfélagsumsvifa er
snerta, segjum daglega, hvern
mann. Færa það vald til sveitar-
félaganna, sem efld verða til
þeirrar stjórnsýslu. Til þess er
nauðsyn að festa svæðaskipan í
fylki eða þing. I þau svæði þarf
yfirstjórn, ákveðinn fjölda, sem
kosinn er úr hópi allra sveitar-
stjórnarmanna svæðisins af
öllum kjósendum svæðisins. Ekki
með venjulegum hætti hlutfalls-
kosninga, heldur með persónu-
kjöri, sem felur hlutfallsréttinn í
sér. Hver kjósandi kýs aðeins þijá
menn, þijú nöfn þeirra manna, er
hann ber mest traust til að búi yfír
þeim hyggindum og réttlætiskennd
til farsæls mannlífs, að óskum
fólksins, sem byggir landsvæðið,
sem fijálsir menn.
En lengra er hugsað. Deilan um
atkvæðisréttinn er viðfangsefni er
leysa þarf. Eg hefí verið að reyna
að gefa tóninn, með skipan yfír-
stjómar sveitarfélaga á svæðum.
Einhvem veginn virðist mér að
listakosning, og þá flokka til nokk-
urs „réttlætis", sé eina leiðin, er
fólk eygir, til að virða rétt minni-
hluta. Virðist þessi „réttlætis"-
hugsun vera „frosin föst“ í
heilabúum æði margra.
En valdið áttar sig auðveldlega
á hvemig þessi aðferð veltir „lýð-
ræðinu" í fang þess.
Að fenginni þeirri skipan, sem
hér að framan er lýst, er mín hug-
mynd á þessa leið: Alþingi verði
ein málstofa. Þingmenn 45. Eitt
kjör fyrir allt landið. Framboð,
tilnefning, í hópum, listum, verð-
ur að sjálfsögðu, og hverjum
hópi flokka eða samtaka, raðað
í stafrófsröð. En hver kjósandi á
landinu, hvar sem hann býr, kýs
aðeins þtjú nöfn, þijú nöfn
þeirra, sem á listunum standa og
skrifar nöfn þeirra og númer á
kjörseðil, sem hann fær hjá kjör-
stjórn. Listi aldrei kosinn, aðeins
þijú nöfn. Mega að sjálfsögðu
vera af sama lista.
Kjami málsins er: algjört per-
Jónas Pétursson
„Kjarni málsins er: al-
gert persónukjör og
atkvæðisréttur jafn,
hver kjósandi, hvar sem
er á landinu, velur þrjú
nöfn.“
sónukjör og atkvæðisréttur jaín,
hver kjósandi, hvar sem er á
landinu, velur þijú nöfn. Reyna
þarf á lýðræðið. Skilyrði þess í
mínum huga er að meginþættir
samfélagsmálanna verði færðir
heim til fólksins um hinar dreifðu
byggðir í fylkjum eða þingum og
tryggð sé tekjuskipting úr núver-
andi ríkistekjum, sem samsvarar
verkefnum, valdi og ábyrgð. Og að
undirstöðu lífsgildanna verði að
fullu notið þar sem þau skapast.
Þetta er nokkuð skýr mynd af
kosningaformi, sem eg hefí stað-
næmst við, út úr ógöngum núver-
andi „Iýðræðis". Þeim vanskapnaði,
sem flokksræði hlutfallskosninga-
formsins hefur leitt til. Án persónu-
kjörs er ekki um lýðræði að tala,
sem stendur undir nafni, þótt stigs-
munur sé á austrænu og vestrænu
lýðræði.
Eg kynnti þessa hugmynd á fundi
byggðahreyfíngarinnar á Egilsstöð-
um 6. maí í vor. Hún er þess virði
að þeir, sem ekki hafa asklok fyrir
himin, hugleiði.
Þess vegna bið eg Morgunblaðið
að birta. Vonast til að geta bætt
við nánari hugleiðingum.
Höfundur er fyrrverandi alþingis-
maður.
Pétur og Bjartmar
senda frá sér plötu
PÉTUR Kristjánsson og Bjart-
mar Guðlaugsson hafa nú gefið
út plötuna „Þá sjaldan maður
lyftir sér upp.“ Platan geymir 4
lög, tvö eftir Bjartmar og tvö
erlend lög. AUir textarnir eru
eftir Bjartmar.
Pétri og Bjartmari til aðstoðar
eru valinkunnir menn. Eiríkur
Hauksson syngur bakraddir, Jó-
hann Ásmundsson annast bassa-
leikinn, Gunnlaugur Briem sér um
trommu- og ásláttarleik, Kristján
Edelstein leikur á gítar og hljóm-
borð og raddar að auki og loks er
það Eyþór Gunnarsson sem leikur
á hljómborð í einu lagi. Lögin sem
þeir félagar flytja eru: Fimmtán ára
á föstu, Ástar-óður, Draumadísin
og Eg mæti.
Upptökur fóru fram í Hljóðrita
og önnuðust þeir Sigurður Bjóla og
Sveinn Kjartansson hljóðritunina.
Sveinbjöm Gunnarsson sá um útlit-
ið, en Bjami Jónsson tók myndimar.
Alfa pressaði og Prisma sá um
prentverkið.
Þeir Pétur og Bjartmar munu
fylgja plötunni eftir með hljómleika-
haldi og annarri spilamennsku á
næstunni. Auk plötunnar kemur út
kassetta með lögum Péturs og
Bjartmars á annarri hliðinni, en
§órum lögum eftir Greifana á hinni
hliðinni.
Útgefandi er Steinar hf.