Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 18

Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 sem tii var að vera bolsevikki. En fólk reyndi að hjálpa þessum manni, hann fékk að sofa hjá einhveijum, máske hádegismat hjá öðrum og þar fram eftir götunum. Og þá var stofnað verkamannafélag. Það var litið illum augum á það fyrst í stað.“ Á bæjarstjórnar- fundi 12 ára Sesselía segist alltaf hafa haft áhuga á öllu mögulegu og greini- lega er svo enn. Um það leyti sem þetta viðtal var tekið var hún að „lesa“ hijóðbók um mannkynssögu. Jarðfræði á líka hug hennar og í garðinum hefur nún t.d. fundið áhöld sem hún segir vera frá stein- öld. Þannig veltir hún ennþá fyrir sér undrum tilverunnar þótt háöldr- uð sé, búin að fá fjórum sinnum blóðtappa og með gláku og kölkun í augum. Hún heldur sig hafa slopp- ið við að verða eins „kölkuð" og margt fólk á hennar aldri með því að nota heilann stöðugt. Hvemig hún lærði að lesa er gott dæmi um það hvemig hún hefur frá bam- æsku reynt að nýta heilann sem best. „Ég var orðin læs þegar ég var 8 ára þó venjan væri að krakkar lærðu ekki að lesa fyrr en 10 ára. Ég átti tvo eldri bræður sem mamma kenndi að lesa - og ég hékk aftan á stólunum þeirra til að sjá. Ég varð að vera voðalega gætin, því ef þeir urðu varir við mig sögðu þeir mér að fara, þeir urðu að hafa frið til að læra. En svo þegar röðin kom að mér, þá var ég læs. Hvar hefurðu lært þetta bam? spurði mamma alveg bit.“ Þar sem hún var orðin læs þótti sjálfsagt að reyna.að koma henni í bamaskólann, þó þangað færu böm vanalega ekki fyrr en 10 ára. „En heldurðu ekki að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum," segir Sesselía. „Það er svo þétt setinn bekkurinn að það er ekki pláss fyrir mig og 10 ára bömin urðu auðvitað að ganga fyrir. Ég komst því ekki í skólann fyrr en ég var 9 ára.“ Og þegar hún var komin í skólann á annað borð fór hún hratt yfir sögu, tók 6 vetra námsefni á 4 ámm. En ekki náði skólinn að svala fróðleiks- fysn hennar. „Þau hiógu nú að mér systkini mín þegar ég var 12 ára gömul. Veistu hvað ég gerði? Ég fór á bæjarstjómarfund! Ég man eftir því að þegar ég kom þangað í fyrsta skipti, þá litu þeir á mig kallamir og það ekki beint vingjamiega. Hafa hugsað: Hvað er krakkinn að gera hingað inn? Ég sat og hlust- aði, sagði ekkert einasta orð og hreyfði mig ekki neitt. Þegar ég kom í næsta skipti hliðruðu þeir til fyrir mér kallamir sem ég hafði setið hjá síðast. Já, ég fór oft á bæjarstjómarfundi, mér fannst svo gaman að hlusta á þá tala.“ Vil vera íslendingur Þrátt fyrir þennan mikia áhuga strax á unglingsárum hefur Sess- elía aldrei tekið þátt í stjómmála- starfi. „Ég hef bara fylgst með og mér finnst það dálítið leiðinlegt að ég skuli ekki hafa neinn kosninga- rétt til þings. Ég fæ ekki kosninga- rétt heima á Islandi af því ég á heima hér og hef ekki kosningarétt hér af því ég er íslenskur ríkis- borgari. Og ég vil ekki iáta ríkis- borgararéttinn minn fyrir kosningaréttinn," segir hún mað áherslu. „Mér finnst það ætti að vera þannig að við Norðurlandabúar fengjum kosningarétt til Alþingis í því landi sem við byggjum ef við væmm búin að vera þar í 10 ár eða lengur. Ég vil vera íslendingur. Er þess vegna íslenskur ríkisborgari ennþá, þó ég sé búin að vera héma öll þessi ár. Auður dóttir mín, sem er búin að vera hér síðan hún var 9 ára, er líka íslenskur ríkisborgari og vill ekki vera annað. Hún sagði við mig eftir að hafa komið með mér á íslenskt kvennakvöld einu sinni: „Ég hlýt að vera íslenskari en ég hélt, því ég kann svo miklu betur við íslensku konumar en þær dönsku. Ég gæti vel átt íslenska vinkonu en ég á enga danska vin- konu,“ sagði dóttir mín.“ Finnst henni þá ekki erfítt að Ekki á Sesselía langt að sækja þennan hagleik, faðir hennar var smiður hjá Ásgeirsverslun á ísafirði. Bjarnarborgarbragur Sesselía er ísfirðingur, fædd 1904, og bjó í húsi sem hét Bjamar- borg og stóð niður undir svokallaðri Dokku. Þar hafa menn orðið að sitja sáttir. „Það vom fjórar íbúðir í húsinu, tvær á hvorri hæð. Þijár íbúðanna vora eitt herbergi og eldhús, en svo var ein sem ekki var nema eitt herbergi. Við bjuggum á jarðhæð- inni öðmm megin. Uppi á lofti vom tvö herbergi, í öðm bjó ekkjumaður með þijú eða fjögur böm, stór sum, og gömul systkin bjuggu í hinu herberginu.“ Annað var á sömu bókina lært. „Það vom ofnar í þessu sem vom bæði til upphitunar og til að elda mat á. Og í öilu húsinu var bara einn vatnskrani og hann var í eld- húsinu hennar mömmu minnar. Seinna var sett vatn fram á gang- inn. En hvern einasta vatnsdropa þurfti að bera út og niður í sjó, það var ekki til neitt frárennsli. Það var bara í einstaka húsum. Yfirleitt átti fólk ekki borð og stóla; það var setið á rúmunum." Þannig var nú aðbúnaður al- mennings í einum stærsta bæ landsins þegar iðnbyltingin var að taka land. eldhúsinu. „Það góða við að missa sjónina er að maður verður svo reglusamur.“ — rætt við Sesselíu Einarsdóttur, sem búið hefur í Kaupmannahöfn í 35 ár Grein og myndir: Rúnar Helgi Vignisson, Kaupmannahöfn 8 ára í saltfiskbreiðslu Og svo var það lífsbaráttan. „8 ára byijaði ég að vinna við breiðslu á saltfiski. En þá fékk ég ekki að mæta fyrr en fólkið var búið að fá morgunkaffí, kl. 9. Þeg- ar ég var 10 ára mætti ég svo kl. 6 og var til 8 á kvöldin. Og þá var maður svo þreyttur að hún mamma tók okkur krakkana og þvoði okkur alveg eins og smábömum og hátt- aði okkur. Við vomm uppgefin. Ég fékk 5 aura á tímann, konumar fengu að ég held 35 aura og karl- amir eitthvað meira." Nú orðið kallast svona nokkuð bamaþrælkun. Það var þó bót í máli að vinnan stóð einungis yfír sumarið, og bara þá daga sem hann hékk þurr, en verra var að flest fólk þurfti að lifa af sumarhýrunni allan veturinn. Við þessar aðstæður hófst verkaiýðsbarátta á ísafírði. „Ég man eftir þegar fyrst var verið að tala um verkalýðshreyf- ingu,“ segir Sesseiía. „Þá kom maður að sunnan sem átti að reyna að stofna verkamannafélag. Hann gat hvergi fengið vinnu, það vildi enginn taka svona bolsevikka. Það var eiginlega mesta skammaryrði Um leið og maður er kominn inn um garðshliðið að Gertsvegi 6 í Kaupmannahöfn er maður kominn í annan heim. Heim utan við skark- ala stórborgarinnar, heim umlukinn háum tijám sem byrgja svo að segja sýn til umhverfísins. Þar ríkir kyirðin ofar hverri kröfu. Á flötinni framan við húsið, sem heitir Birkikot í höfuðið á tijám í garðinum, er ábúandinn, hún Sess- elía Einarsdóttir. Hún er í miðjum slætti þótt nær blind sé. Hún byijar á því að kynna mig fyrir tijánum sínum, enda garðyrkja eitt af henn- ar helstu áhugamálum. Svo kynnir hún mig fyrir kisu og segir mér að þar sem ég tali íslensku sé mér óhætt að klappa henni. Þegar hún heyrí dönsku láti hún hins vegar ekki sjá sig. Sesselía fer í eldhúsið og hellir upp á. Þar er allt í röð og reglu og hún segir hlæjandi að það góða við að missa sjónina sé að maður verði svo reglusamur, setji alltaf hvem hlut á sinn stað, annars fínn- ist hann ekki. - Þegar kaffíð er komið í könnuna setjumst við út á flöt og heíjum spjallið við undirspil sumarfuglanna. Hefði viljað verða smiður Sesselía Einarsdóttir er búin að búa lengi í Kaupmannahöfn. Hún flutti út árið 1951 með manni sínum, Kjartani heitnum Bjama- syni, en hann var einn af fyrstu kvikmyndatökumönnum Islend- inga. Kjartan ferðaðist um Norður- lönd og sýndi kvikmyndir frá íslandi. Hún hélt hús - og gerði upp hús. Já, hún gerði upp Birki- kot, því þegar þau keyptu það 1956 var það í niðumíðslu. Hún þétti glugga, málaði og innréttaði háa- loftið, auk þess sem hún sá um mest allt viðhald á húsinu meðan heilsa leyfði. „Já, ég hefði gjaman viljað verða smiður, en þegar maður þarf að sjá fyrir sér frá 14 ára aldri er það ekki hægt,“ segir hún. „Svo er það annað, ég efast um að nokkur hefði viljað taka mig.“ Það þykir umtalsvert ef kona fæst við smíðar nú á dögum, en á fyrri helmingi aldarinnar var það saga til næsta bæjar. „Þetta var svo óvanalegt að ég var þekkt fyrir það,“ segir Sesselía. „Ég man eftir að einu sinni fómm við að heimsækja konu austur á Selfoss. Pabbi hennar var einn af þingmönnunum og þegar ég er kynnt fyrir honum segir hann við mig: „Nú, það emð þér sem smíðið." Ég varð alveg hvumsa. En mér fannst samt voðalega gaman að þessu." Inni í Birkikoti má fínna mörg merki hagleiks Sesselíu. í eldhúsinu standa hillur og skápar sem hún hefur smíðað, geimeglt meira að segja, og í stofunni er forláta klukka sem hún smíðaði utan um. Við fjölskylduvegginn, sem hún kallar svo. „Það eruð þér sem smíðið“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.