Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 24

Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 24
24 Bretland: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Níu farast í lestarslysi Lockington, Englandi, AP. NÍU MENN biðu bana og þrjátíu og níu manns slösuðust á Eng- landi á laugardag þegar járn- brautarlest keyrði á sendiferða- bifreið á mótum vegar og jámbrautarteina. Enginn vörður var á mótunum. Tveir menn vom í sendiferðabifreiðinni. Ökumað- urinn slasaðist lífshættulega og ellefu ára fóstursonur hans lést af sárum sínum á sunnudag. Tíu manns liggja í lifshættu í sjúkra- húsi eftir slysið. Veður víða um heim L»gst Haest Akureyri 8 skýjað Amsterdam 15 24 skýjað Aþena 24 35 heiðskírt Barcelona 26 heiðskírt Berlín 14 28 skýjað Bríissel 10 21 heiðskirt i Chicago 17 31 skýjað i Dublln 11 18 rigning 1 Feneyjar 28 heiðakírt ! Frankfurt 17 25 heiðskírt | Genf 14 17 heiðskírt Helsinki 18 27 helðskirt Hong Kong 28 31 heiðakfrt Jerúsalem 20 34 heiðskfrt Kaupmannah. 11 22 heiðskirt Las Pslmas 26 léttskýjað Ussabon vantar London 21 rigning LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Malaga vantar Mallorca 28 léttskýjað Miami 25 31 rigning Montreal 18 léttskýjað Moskva 13 28 heiðskirt NawYork 21 30 skýjað Osló 15 18 skýjað París 18 28 heiðskirt Peking 22 28 heiðskírt Reykjavík 12 léttskýjað RíódeJaneiro 14 28 skýjað Rómaborg 18 33 v helðskfrt Stokkhólmur 17 25 heiðskírt Sydney 4 13 rigning Tókýó 25 32 heiðsklrt Vlnarborg 16 24 heiðskírt Pórshöfn 12 skýjað Þrír vagnar voru í lestinni þegar áreksturinn varð. Lestin fór gegn um bflinn og splundraðist hann í marga hluta. Lestarvagnamir fóru út af sporinu og valt einn þeirra. Lestin var á leið frá Briddlington til Hull og voru um tvö hundruð manns um borð í henni þegar slys- ið átti sér stað í smáþorpinu Lockington. Ekki er enn vitað hvað olli slys- inu, en brautarsporið verður opnað aftur í dag. Ljósin, sem eru á mót- um sporsins og vegarins, virtust vera í fullkomnu lagi við athugun eftir slysið. Ljósin eru skoðuð viku- lega og voru þau síðast athuguð á miðvikudag. Þorpsbúar segja að ljósin hafi oft brugðist og hafí þá ýmist kviknað rautt ljós á umferð bfla, þegar eng- in lest var væntanleg eða lestimar bmnað í gegn án þess að ljósin virk- uðu. * Norður-Irland: Myrtuþrjá lögreglumenn Newry, AP. HRYÐJUVERKAMENN úr flokki IRA myrtu síðastiiðinn laugardag þijá lögreglumenn í borginni Newry á Norður-írlandi. Morðin- gjamir vom dulbúnir sem slátrar- ar. Lögreglumennimir voru staddir í bíl sínum í miðborg Newry, þegar morðingjamir gengu upp að bflnum og hófu skothríð. Aður en byssumenn- imir hurfú af vettvangi, fleygðu þeir handsprengju inn í bflinn, en hún sprakk ekki. IRA hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Seamus Mallon, varaformaður jafn- aðarmannafíokksins, en félagar hans eru aðallega kaþólikkar, fordæmdi morðin og sagði þetta einhver „skelfi- legustu ofbeldisverk, sem unnin hefðu verið í landinu". Austur-þýskir landamæraverðir og bandariskir herlögreglumenn skoða verksummerkin eftir spreng- ingu við Berlínarmúrinn i gærmorgun. Hægri öfgamenn í Vestur-Þýskalandi eru taldir bera ábyrgð á verknaðinum. Sprengdu gat á Berlínarmúrinn Berlín, AP. HÆGRI öfgamenn eru taldir bera ábyrgð á sprengingu við Berlínarmúrinn í gærmorgun. Gat kom á múrinn og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum. Engin slys urðu á mönnum. Að sögn lögreglunnar í Berlín var notað sprengiefni svipað því sem notað er þegar sprengt er fýr- ir húsgrunnum. Lögreglan í Vest- ur-Berlín ásamt yfírvöldum í eystri hluta borgarinnar vinnur nú að rannsókn málsins. Enn hefur eng- inn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Austur-þýskir landamæraverðir og lögreglumenn frá Vestur-Berlín skoðuðu verksummerkin í samein- ingu. Landamæraverðir frá Austur- Þýskalandi sem flúið hafa vestur gagnrýndu þá sem stóðu að spreng- ingunni og sögðu hana stuðning við þann áróður sem stjómvöld í Aust- ur-Þýskalandi reka nú í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að múrinn var reistur. Alls hafa verið gerðar 30 sprengjuárásir á Berlínarmúrinn frá því er Austur-Þjóðveijar hófu byggingu hans 13. ágúst 1961 til að hefta straum flóttamanna til vesturs. Fundur Einingarsamtakanna: Reagan fordæmdur fyrir andúð gegn blökkumönnum — Sir Geoffrey svartsýnn á lausn mála OPEC-ríkin funda í Genf: Leita samkomu- lags um nýtt fram- leiðsluhámark Genf, AP. OLÍUMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja OPEC, samtaka olíuútflutn- ingsríkjanna, komu saman í Genf í gærmorgun til fundar um nýjar tillögur um samdrátt í olíuframleiðslunni í von um að fá olíuverð í heiminum til að hækka á ný. Eftir að fundurinn hafði staðið í 90 minútur, var honum frestað til morguns. Ekkert samkomulag náðist þar um nýja kvótaskiptingu milli aðildarríkjanna, en aðeins sagt, að umræður um hana væru byijaðar. James Audu, talsmaður OPEC, framleiðslukvótum þeirra hvers fyr- Pretorfu og Addis Ababa, AP. Einingarsamtök Afríku hófu á mánudag 22. leiðtogafund sinn. Aðgerða gegn Bretlandi var krafist og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti fordæmdur sem kynþáttahatari og „andstæðing- ur Afríku“. Sir Geoffrey Howe sagði á mánudag að hann væri svartsýnn á lausn mála í Suður-Afríku, þar sem allar tilraunir strönduðu á stjórninni í Pretoríu. Mengistu forseti Eþíópíu, setti fund Einingarsamtakanna í Addis Ababa og krafðist aukins þrýstings gegn Bretlandi, t.d. með því að taka ekki þátt í íþróttamótum þar. Hann sagði Bandaríkin og Bretland hafa tekið afstöðu „gegn Afríku", með því að neita að beita Suður-Afríku refsiaðgerðum. Mengistu sagði þetta m.a. stafa af því að Reagan Ortega í New York Ncw York, AP. DANIEL ORTEGA, forseti Nicaragua, kom til New York á laugar- dag til þess að tala á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann predikaði í mótmælendakirkju í New York á sunnudag, þar sem sóknarprestur- inn kynnti hann sem „bróður Ortega“. í kirkjunni hvatti Ortega banda- varði aðgerðir sínar gegn kaþólsku rísku þjóðina til þess að beita Ronald Reagan þrýstingi, til þess að hann hætti stuðningi við and- spymuhreyfínguna í Nicaragua. Kirkjugestir, sem voru um 400, fögnuðu Ortega ákaflega. Ortega kirkjunni og stjómarandstöðunni. Á þriðjudag mun Ortega hvetja Sameinuðu þjóðimar til þess að neyða Bandaríkjastjóm til þess að hlíta úrskurði Alþjóðadómstólsins. Bandaríkjaforseti bæri illan hug til blökkumanna. í Pretoríu sagði Sir Geoffrey Howe að hann væri svartsýnn á að áfram miðaði, þar sem suður-afrísk stjómvöld heyktust á að hefja við- ræður við svarta um framtíðarskip- an mála í landinu. Howe sagði ennfremur að fyrr eða síðar myndi einhver ríkisstjóm Suður-Afríku taka spor í rétta átt, og að núverandi ríkisstjóm mætti vera það fullljóst að umheimurinn fylgdist grannt með þróun máia. En hann bætti við að stjóminni væri illa við öll afskipti af sínum málum, og að hann vissi ekki hve- nær henni yrði ljóst, að brýna nauðsyn bæri til breytinga nú þeg- ar. Howe ræddi við tvo leiðtoga heimalanda svartra, þá Enos Mabuza og Mangosuthu Buthelezi, en hann er leiðtogi um 7 milljóna Zulu-manna. Buthelezi varað Sir Geoffrey við því að beita Suður- Afríku refsiaðgerðum, þar sem það hefði meiri áhrif á nágrannaríki svartra en hina hvítu íbúa Suður- Afríku. skýrði svo frá, að olíumálaráðherrar allra aðildarríkjanna 13 hefðu gert grein fyrir sjónarmiðum ríkisstjóma sinna varðandi nýtt framleiðsluhá- mark og nýja kvótaskiptingu og hefðu viðhorf þeirra jrfírleitt verið „mjög jákvæð". Sagði hann, að ráð- herramir myndu nota daginn til viðræðna sín í milli, en koma síðan saman til sameiginlegs fundar ár- degis í dag, þriðjudag. Hinar nýju tillögur em byggðar á minni heildarframleiðslu OPEC- ríkjanna og því jafnframt á minni ír sig. Er Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, sem er mesta olíuframleiðsluríki heims, var spurður að því fyrir fund- inn, hvort mikill ágreiningur væri uppi innan OPEC, svaraði hann aðeins: „Það mun koma í ljós.“ Mana Saeed Otaiba, olíumálaráð- herra Sameinuðu furstadæmanna, var aftur á móti afdráttarlausari og sagði, að OPEC stæði eftir sem áður frammi fyrir „óleysanlegu verkefni". Óeirðir í kjölfar víga á Indlandi Nýju-Delhl, AP. OFBELDISVERKUM í Nýju- Delhí linnir ekki enn, og er talið að a.m.k. sex hafi fallið og um 100 manns særst i óeirðum, sem sigldu í kjölfar ódæðisverksins á föstudag, en þá féllu 14 hindúar, þegar langferðabifreið þeirra var gerð fyrirsát. Talið er víst að herskár hópur síka hafi staðið að árásinni. Hermenn eru nú á verði víðsveg- ar um höfuðborgina og hafa skipanir um að skjóta fyrst og spyija svo. Hvaðanæva berast fregnir um óeirðir og morðárásir. Hafa bæði hindúar og síkar fallið í þeim átökum. Ýmis starfsemi hefur stöðvast víða um Indland af völdum verk- falls, sem hinn hægrisinnaði Janata-flokkur hvatti til. Verkfallið er ætlað til þess að mótmæla hryðjuverkinu á föstudag. Þessar óeirðir eru hinar verstu á Indlandi síðan Indira Gandhi var vegin, en í þeim óeirðum féllu 2.717 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.