Morgunblaðið - 29.07.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 29.07.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Forsætisráðherra Tyrk- lands í Sovétríkjunum Moskva, Ankara, Karabuk, AP. TURGUT Ozal, forsætísráð- herra Tyrkja, og fjölmennt - fylgdarlið hans kom á mánudag í 5 daga heimsókn tíl Sovétríkj- anna. Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra, og Eduard A. Shevardnad- ze, utanríkisráðherra, tóku á móti Ozal á flugvellinum. Heimsóknin er liður í bættri sambúð ríkjanna og sagði Ozal við brottförina frá Tyrklandi, að hann væri vongóður um að meðal þess sem til lykta yrði leitt í ferðinni yrði samkomu- lag um gerð leiðslu er flytja ætti gas frá Síberíu til Tyrklands og ’ ætti leiðslan að liggja um Búlg- aríu. Einnig verður rætt um fólk af tyrkneskum uppruna í Búlgaríu, fiskveiðar í Svartahafí, flugstjóm yfír Svartahafí, Kýpurvandamálið | o.fl. Daginn áður hafði Bulent Ece- vit, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrkja, sem bannað hefur verið að taka þátt í stjómmálum eins og öðrum fyrrverandi stjómmála- mönnum, haldið ræðu á 4.000 manna fundi í Karabuk í Zonguld- ak-héraði í Norðvestur-Tyrklandi. Gagnrýndi hann ríkisstjóm Ozal harðlega og líkti henni við stjóm Jean-Claude Duvalier, sem nýbúið er að reka frá völdum á Haiti. Vinstri lýðræðisflokkurinn sem stofnaður var í nóvember sl. og kona Ecevit, Rahsan, veitir for- ystu, stóð fyrir fundinum er markaði upphaf kosningabaráttu, TVÆR sovéskar konur efndu til mótmæla á Pushkin-torgi í Moskvu sl. laugardag, þar sem einn ættingi þeirra hafði verið hnepptur í fangelsi og annar settur á geðveikrahæli. Ludmilla Yevsukova og móðir hennar bám borða þar sem því var mótmælt að Serafím, bróðir Lud- millu, var dæmdur í þriggja ára fangelsi nýlega fyrir að reyna að komast hjá herþjónustu. Hann en aukakosningar fara fram í þessu héraði, sem áður var kjör- dæmi Ecevit, í september nk. Bulent Ecevit kom nýlega fyrir rétt sakaður um stjómmálaþátt- töku og má hann eiga von á eins til þriggja ára fangelsisdómi ef hann verður sekur fundinn. hafði áður setið í fangelsi fyrir sömu sakir í tvö og hálft ár. Ejöl- skyldan hefur verið að reyna að fá leyfí til að flytja úr landi síðan árið 1978. Faðir Serafím og nafni var handtekinn sl. laugardag er hann var á leið til Pushkin-torgs, þar sem fjölskyldan hefur efnt til mótmælastöðu undanfama laugar- daga. Ludmilla sagði að faðir hennar væri á geðveikrahæli, hann hefði verið neyddur tii að láta sprauta sig og að taka inn töflur. Sovétríkin: Einn í fangelsi, annar á geðveikrahæli Moskva, AP. 5 j Til foma leystu höfðingjar þjóðarinnar ágreiningsmál sín á Þingvöllum. !ótt nútímamenn noti aðrar og oftast friðsamlegri aðferðir til að leysa sín mál eru Þingvellir enn sem fyrr viðeigandi umhverfi fyrir viðskiptafundi. Bjóddu viðskiptavinum þínum næst í viðskiptaverð á Hótel Valhöll, það tekur aðeins 40 minútur að aka þangað frá Reykjavík. Sannaðu til, þar komist þið að góðri niðurstöðu. Hótel Valhöll Þingvöllum sími 99-2622 Keppinautar flattir út Eitt frægasta eðalsteinafyrirtæki í heimi, Cartíer i New York, hefur lengi orðið að sætta sig við að á markaðinn flæði í sifellu hræódýrar eftirlíkingar af Cartíer-armbandsúrum. Skaðabótamál virðast ekki hrífa. Til að vekja athygli á neyðarástandinu tók fyrirtækið það til bragðs að leigja valtara tíl að aka yfir 2.000 eftirlikingar frá Hong Kong. Viðræður ísraela og Egypta um Taba: Samkomulag undir- ritað innan skamms Tel Aviv, ísrael, AP. SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, munu að öllum likindum koma saman tíl Hollywood: Leikarar í verkfall Los Angeles, AP. FÉLAGAR i báðum stéttarsam- böndum leikara i Bandaríkjunum hafa samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta að boða til verkfaUs, að því er talsmenn þeirra upplýstu á sunnudaginn. Samband kvikmyndaleikara og Bandalag sjónvarps- og útvarps- leikara hafa samaniagt um 30 þúsund félaga. Tíu vikna verkfall þeirra árið 1980 mun hafa kostað skemmtanaiðnaðinn um 40 milljónir dala. Leikaramir krefjast 22% launa- hækkunar er dreifíst á næstu þrjú ár, ennfremur greiðslna fyrir endur- sýningar á sjónvarpsþáttum og hærri greiðslna fyrir vídeósnældur. Framleiðendur hafa boðið 9% launa- hækkun og vilja einnig afnema ýmsar aukagreiðslur til leikara. Verkfallið mun ekki hafa áhrif á auglýsingamyndir og fréttaþætti. fundar eftir rúma viku tíl að undirrita samkomulag um lausn á landamæradeilu ríkjanna, að því er ísraelska blaðið Jerusalem Post sagði á mánudag. George Bush, varaforsetí Banda- ríkjanna, verður viðstaddur fundinn. Talsmenn ísraelska forsætis- ráðuneytisins vildu ekkert segja um sannleiksgildi fréttarinnar, en emb- ættismaður í stjómarráðinu sagði, að Egyptar yrðu að senda sendi- herra sinn til ísraels á nýjan leik, áður en af samningum gæti orðið, auk þess sem komast þyrfti að sam- komulagi um alþjóðlegan sátta- semjara til að útkljá málið. Deilan varðar svokallað Taba- svæði á Sínaí-skaganum, um eins ferkílómetra strandlengju meðfram Rauðahafí. ísraelar fara þar með stjóm nú. Egyptar kölluðu sendiherra sinn í ísrael heim árið 1982 í kjölfar innrásar ísraela í Líbanon. Blaðið sagði, að nefndir viðræðu- aðila mundu hittast í dag, þriðju- dag, og var fundarstaðurinn sagður í landamæraborginni Eilat í Suður- ísrael, skammt frá Taba. Peres, sem nýlega átti fund með Hassan Marokkókonungi II, hefur sagt, að samkvæmt friðaráætlun sinni sé næst.á dagskránni að vinna að bættum samskiptum við Egypta. Thailand: Lýðræðisflokkurinn sigur- vegari kosninganna Bankok, AP. Lýðræðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í fráfarandi ríkis- stjórn Tailands, varð sigurvegari kosninganna á sunnudag, hlaut 100 sæti af 347 í neðri deild þingsins, að því er opinberar töl- ur hermdu á mánudag. Þingmennimir 347 velja forsæt- isráðherra og þarf hann ekki að sitja á þingi. Búist er við að fyrir valinu verði Prem Tinsulanonda, fyiTum herforingi, er verið hefur forsætisráðherra síðan 1980. Lýð- ræðisflokkurinn, sem er stærsti og elsti flokkur landsins, myndar væntanlega kjama hinnar nýju ríkisstjómar. Allir formenn helstu flokkanna náðu þingsætum í kosn- ingunum, sem 61,4% atkvæðis- bærra manna tóku þátt í og er það mesta kjörsókn þar í landi til þessa. Aðalmál kosninganna vom efna- hagsmál, en verðfall hefur orðið á ýmsum útflutningsvömm lands- manna að undanfömu. Til átaka kom á nokkmm stöðum á kjördag og sögðu lögregluyfírvöld að fjórir hefðu verið skotnir til bana í suður- hluta landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.