Morgunblaðið - 29.07.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Zð. JÚLÍ 1986
53
SAMGONGUR
Mikið annríki var hjá Hafsteini Sveinssyni sl. sunnu-
dag en hann sér um allar samgöngur við lýðveldið
Viðey á báti sínum Skúlaskeiði. Það eru ekki bara
fólksflutningar heldur vöru- og póstflutningar einn-
ig. Hér á myndinni sjást m.a. starfsmenn „sam-
gönguráðuneytisins" koma með tómar matarkerrur
á land í Sundahöfn sem fylla þurfti á nýjan leik
fyrir mótsgesti.
Annir í Iðnaðar-
banka Viðeyinga
í útibúi Iðnaðarbankans í Við-
ey var ösin svo mikil að blaða-
maður komst hvergi nærri
afgreiðsluborðinu.
I bankanum geta mótsgestir
geymt á bók þá peninga sem þeir
ekki hafa þörf fyrir þann daginn
og tekið síðan út eftir vild. Var
ekki annað að sjá en það mæltist
vel fýrir. Einnig fara fram hjá bank-
anum nauðsynleg gjaldeyrisvið-
skipti fyrir erlenda skáta.
Á neyðarsjúkra-
„Meiðsl eru yfir-
leitt smávægileg“
- segja skátar úr hjálparsveitinni,
sem reka sjúkrahús lýðveldisins
húsi Hjálpar-
sveitarinnar var
lítið að gera og
menn nutu veð-
urblíðunnar. Á
innfelldu mynd-
inni sést hvar
verið var að búa
umfinguráað-
gerðastofu
sjúkrahússins, en
á stofunni er all-
ur búnaður til
fyrstu hjálpar.
VIÐ heimsóttum sjúkrahús lýð-
veldinsins sem rekið er af
Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Sem betur fer var þar lítið að
gera og flestir starfsmenn í ró-
legheitum að njóta veðurblíðunn-
ar.
„Þetta er hluti af neyðarsjúkra-
húsi Hjálparsveitarinnar, því full-
komnasta sinnar tegundar á
landinu og erum við með aðstöðu
til að taka á móti því helsta sem
getur komið hér uppá. Björgunar-
bát höfum við tilbúinn við bryggj-
una svo enga stund er verið að
koma fólki í land ef þörf krefur.
Annars eru meiðsli yfirleitt smá-
vægileg, hrufl, skrámur og eitthvað
um tognanir eins og gengur og
gerist hjá tápmiklu fólki. Þá höfum
við gert sérstakar ráðstafanir til
að fá hingað smyrsl við sólbruna
sem við getum átt von á í þessu
góðviðri því ekki er víst að allir
átti sig á því í golunni hvað sólin
er sterk. Sveitin mun auk sjúkra-
gæslu sjá um öiyggisgæslu á
mótinu og viðð komum til með að
hafa tvo báta meðfram ströndinni
þegar dagskrá er í fjörunni."
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
var stofnuð 1932 og er stærsta
hjálparsveit á landinu. Hundrað og
tíu félagar eru á aðalskrá sveitar-
innar og eru þar af sjötíu og fimm
í stöðugri þjálfun. Sagði Bjöm að
sveitin hefði séð um sjúkragæslu á
öllum stærri mannamótum í fjölda
ára og notað til þess neyðarsjúkra-
hús sitt sem er búið því besta sem
völ er á til fyrstu hjálpar, þó tjöldin
séu frá stríðstímum. Sagði hann að
nú væri sveitin að kanna kaup á
fullkomnara neyðarsjúkrahúsi sem
taka má í þyrlu og nota við náttúru-
hamfarir, en slíkt sjúkrahús sagði
hann vanta í landinu.
„Við grömsum nú ekkert I farangri________________“ sagði Lára tollstjóri.
„Tilbreyting að starfa
í útilegupósthúsi“
— segja starfsmenn Pósts og síma
í miklu tjaldi upp við Skúla-
stofu hefur verið komið upp
útibúi Pósts og síma eða útilegu-
pósthúsi eins og starfsmenn þess,
Soffia Jónsdóttir og Anna
Bjamadóttir, kölluðu það.
„Okkur líst vel á að vera hér á
þessum sögufræga stað og er allur
póstur héðan' stimplaður með sér-
stökum stimpli lýðveldisins," sögðu
þær. „Við höfum náttúrulega aldrei
starfað undir þessum aðstæðum
áður en þetta er góð tilbreyting."
Póstmeistarinn í Viðey, Gís'.i Jón
Sigurðsson, kom nú aðvífandi, rétt
mátulega til að vera með á mynd-
inni.
„Vakt í tollstöðinni
allan sólarhringinn“
— segir Lára Hálfdánardóttir, tollstjóri
A BRYGGJUNNI í Sundahöfn
hittum við Láru Hálfdánardóttur
tollstjóra lýðveldisins í Viðey.
Tollstöðin er tii húsa í rauðum
vinnuskúr á hafnarbakkanum,
þaðan sem Hafsteinn Sveinsson
flytur fólk og vaming út í eyjuna
á bát sínum Skúlaskeiði.
„Við erum með vakt á stöðinni
alian sólarhringin og er ég með
§óra í vinnu hjá mér,“ sagði Lára.
„Hér fer fram farmiðasala og vega-
bréfaeftirlit meðan báturinn er í
ferðum. En við erum nú ekkert að
gramsa í farangri."
Lára er 18 ára gömul og hefur
verið skáti í tíu ár og er nú starfs-
maður hjá Bandalagi íslenskra
skáta. Sagðist hún alltaf vera á
spani í útilegum og færi það ekkert
eftir veðri. Hún fór til Noregs á
skátamót þegar hún var áfanga-
skáti og á landsmótið í Kjamaskógi
á Akureyri. í fyrra fór hún svo á
mót til Kanada í boði kvenskáta
þar og í júní á þessu ári var hún í
skátaferð á Grænlandi og gekk þar
á fjöll og skoðaði sig um.
t „
r