Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986
Reykjanesbraut:
Fram-
kvæmdum
við Reykja-
nesbraut
að fullu
lokiðí
október
FRAMKVÆMDIR við Reylga-
nesbraut ganga vel og er búist
við að öll brautin verði tekin í
notkun um miðjan október á
þessu ári. Liggur brautin þá
allt frá Elliðavogi, um Mjódd-
ina, fyrir neðan Skóga- og
Seljahverfi Breiðholts, að
Vífilsstaðavegi og tengist
Reykjanesbrautinni gömlu i
Hafnarfirði.
Bjöm Ólafsson, verkfræðingur,
sem hefur umsjón með verkinu,
sagði að þegar væri búið að nota
750 tonn af malbiki, en alls verða
notuð 7.800 tonn frá Breiðholts-
braut suður að Vífílsstöðum. í
næstu viku hefjast framkvæmdir
við norðurbraut Breiðsholtsbraut-
ar og yfír Kópavogslæk, suður
úr. Sagði Bjöm að erfítt væri að
segja til um hvenær gatnamótin
við Breiðholtsbraut yrðu tilbúin,
en eins og áður sagði verður
brautin öll tekin í notkun i októ-
ber. Áætlaður kostnaður er um
40-50 milljónir króna og er þá
allt talið.
Göng undir brautina verða á
móts við Bíóhöllina í Mjóddinni,
lítil undirgöng við Kópvogslækinn
í Fífuhvammsnámunum, í
Garðabæ, rétt við Amameslæk
nálægt Vífílsstaðatúni og loks
fyrir miðju Hnoðraholti í
Garðabæ.
Á loftmynd þessari sést eftir
Reykjanesbraut í átt að Breið-
holti. Fremst á myndinni eru
undirgöng við Fífuhvamms-
námur. Byrjað verður að
malbika þennan hluta Reylya-
nesbrautar i næstu viku.
Húsavík:
Útf ör elsta
Islendingsins
ÚTFÖR Guðrúnar Þórðardótt-
ur, heiðursborgara Húsavíkur
og elsta Islendingsins, fór frara
frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 2. ágúst sl.
Séra Om Friðriksson, prestur
á Skútustöðum, jarðsöng og
kirkjukór Húsavíkur annaðist
söng undir stjóm Helga Péturs-
sonar. Húsavíkurbær heiðraði
minningju hinnar öldruðu konu
með því að kosta útförina og bauð
jafnframt til erfídrykkju.
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar
báru kistuna úr kirkju, en þeir
eru: Katrín Eymundsdóttir, forseti
bæjarstjómar, Bjami Aðalgeirs-
son, bæjarstjóri, Jón Ásberg
Salómonsson, Tryggvi Finnsson,
Sigrún Þ. Snædal og Hörður Am-
órsson. , ,
Morgunblaðio/bpb.
Rannveig Ingi-
mundardóttir látin
Morgunbladið/Ami Sæberg
RANNVEIG Ingimundardóttir
lést í Reykjavík á sunnudags-
morgun.
Rannveig fæddist 29. desember
1911 áDjúpavogi. Foreldrar hennar
vom Anna Lúðvíksdóttir og Ingi-
mundur Sveinsson. Þegar faðir
hennar lést fluttist Rannveig til
Reykjavíkur og ólst upp hjá móður-
systur sinni, Jóhönnu, og Jóni
Þórðarsyni prentara i Eddu.
Rannveig giftist Sigfúsi Berg-
man Bjamasyni, framkvæmda-
stjóra Heklu hf., 27. október 1934.
Þau eignuðust 4 böm, Ingimund,
Sverri, Sigfús og Margréti. Hún
gegndi starfí stjómarformanns í
fyrirtækinu eftir lát eiginmanns
síns árið 1967 til dánardags.
neytisstjóri. Frá öðrum breyting-
um en þessum og þeirri, að
Hörður Helgason, sendiherra í
New Yorkj tók við af Einari
heitnum Ágústssyni í Kaup-
mannahöfn og að Hans G.
Andersen fer frá Washington til
New York, hefur ekki verið skýrt
af opinberri hálfu.
Utanríkisráðuneytið staðfestir
ekki breytingar í sendiherraemb-
ættum, fyrr en fengist hefur
samþykki frá viðkomandi ríkis-
stjóm við tilnefningu nýs sendi-
herra. Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið telur ömggar, eru
þessar breytingar fyrirhugaðar í
utanríkisþjónustunni:
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
skrifstofustjóri vamarmálaskrif-
stofu, verður sendiherra í Genf.
Þorsteinn Ingólfsson, sem hefur
verið sendifulltrúi í Genf, verður
skrifstofustjóri vamarmálaskrif-
stofu. Hannes Jónsson, sendiherra
í Bonn, hverfur til starfa hér á
landi. Við starfí hans f Bonn tekur
Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra
í Moskvu. Tómas Á. Tómasson,
sendiherra í Brussel, verður sendi-
herra í Moskvu. Til Bmssel fer
Einar Benediktsson, sendiherra í
London, en Ólafur Egilsson, skrif-
stofustjóri, verður sendiherra í
London. Við störfum skrifstofu-
stjóra tekur Helgi Ágústsson,
sendifulltrúi í Washington. Þá er
Þórður Einarsson, sendifulltrúi í
New York, orðinn prótokollstjóri
utanríkisráðuneytisins, en því emb-
ætti gegndi Þorleifur heitinn
Thorlacius.
Róbert Trausti Ámason, sem
hefur starfað í höfuðstöðvum Atl-
antshafsbandalagsins í Bmssel
nokkur undanfarin ár, hefur ráðist
til starfa í utanríkisráðuneytinu. Þá
hefur Gunnar Pálsson, fulltrúi í
ráðuneytinu, tekið til starfa í
pólitískri deild Atlántshafsbanda-
lagsins og Amór Siguijónsson,
fulltrúi á vamarmálaskrifstofu,
starfar nú í alþjóðlegu starfsliði
hermálanefndar bandalagsins í
Bmssel.
Bræla á
miðunum
BRÆLA hefur verið á loðnumið-
unum við Jan Mayen að undan-
förnu og lítil veiði af þeim
sökum. Gísli Arni landaði um 580
tonnum af loðnu á Raufarhöfn á
mánudag og er ekki vitað um að
aðrir loðnubátar hafi fengi afla
frá því fyrir helgi.
,,A
Rannveig Ingimundardóttir.
TÖLUVERÐAR breytingar eru á
döfinni í utanríkisráðuneytinu.
Þegar hefur verið skýrt frá því
hér í blaðinu, að Ingvi S. Ingvars-
son, ráðuneytisstjóri, verði
sendiherra í Washington og
Hannes Hafstein, núverandi
sendiherra í Genf, verði ráðu-
Klofningshrepp-
ur sameinast ná-
grannahreppum
KLOFNINGSHREPPUR í Dölum
verður sameinaður tveimur ná-
grannahreppum frá og með 1.
september nk, samkvæmt nýjum
sveitarstjórnarlögum.
Hallgrímur Dalberg, ráðuneytis-
stjóri félagsmálaráðuneytisins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hreppurinn hefði verið lagður
niður vegna fámennis, en 23 íbúar
voru skráðir í Klofningshreppi við
íbúatalningu 1. desember í fyrra.
Hreppnum verður skipt þannig
að jarðirnar Ballará og Melar munu
frá og með 1. sept. tilheyra Skarðs-
hreppi, en aðrar jarðir munu heyra
til Fellsstrandarhrepps. Hreppa-
mörk Skarðshrepps og Fellsstrand-
arhrepps munu breytast í samræmi
við það.
Hallgrímur sagði að samkvæmt
nýju lögunum, sem gengu í gildi
Hörgárdalur:
Tveir á sjúkra-
hús eftir bílveltu
FÓLKSBIFREIÐ valt á veginum
við bæinn Efri Rauðalæk i Hörg-
árdal um kvöldmatarleytið í
gær. Ökumaður og farþegi, sem
var með honum í bílnum, voru
fluttir á sjúkrahús á Akureyri.
Meiðsli þeirra voru ekki talin
alvarleg, en talsverðar skemmd-
ir urðu á bílnum.
18. apríl sl., væri ráðuneytinu skylt
að leggja niður þá hreppa, þar sem
íbúar hefðu verið færri en 50 í þijú
ár samfellt og sameina þá ná-
grannahreppum. Klofningshreppur
er fyrsti hreppurinn, sem sameinað-
ur er nágrannahreppum á þennan
hátt.
Kosið verður aftur í Fellsstrand-
arhreppi og Skarðshreppi 8.
nóvember nk. og munu sveitar-
stjómimar sitja fram að næstu
almennum kosningum.
Siglufjörður:
Rækjuaflan-
um bjargað
HJÁ Sigló hf. á Siglufirði var
unnið alla verslunarmanna-
helgina við að bjarga miklum
rækjuafla sem barst á land
fyrir helgina. Lokið var við
að vinna aflann á hádegi í
gær.
Vel gekk að fá fólk til að
vinna um helgina og var unnið
á vöktum ailan sólarhringinn til
þess að takast mætti að bjarga
aflanum frá skemmdum.
Á mánudagsmorguninn var
svo landað 145 tonnum af þorski
úr Sigluvíkinni og rúmum 20
tonnum af rækju úr Sæijóninu
SU.
Töluverðar breytingar
í utanríkisþi ónustimni