Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 19

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 19 Vildi gjarnan sjá fleiri Islendinga í Puerto Rico - Rætt við Antonio Ruiz Ochoa ræðismann íslands í Puerto Rico FYRIR tveimur árum var Ant- onio Rui* Ochoa skipaður heiðursræðismaður íslands i Puerto Rico. Ochoa þekkir vel til hér á landi. Hann kom fyrst til íslands árið 1974, tók ást- fóstri við land og þjóð, og hefur síðan komið hingað á hveiju sumri. Morgunblaðið hitti Ochoa að máli er hann var hér á ferð fyrir skömmu og var hann fyrst spurður hvernig áhugi hans á íslandi hefði vakn- að. „ÉG las grein um laxveiðar á íslandi í spænsku tímariti og þá vaknaði áhugi minn fyrir að renna hér fyrir lax. Það varð úr að ég kom hingað sumarið 1974 og síðan hef ég komið á hverju ári. Ámar ykkar eru alveg sérstakar og laxinn í þeim hefur eitthvað í sér sem ég hef hvergi fundið ann- ars staðar í heiminum. Eftir komu mína hingað skrifaði ég grein um laxveiðar á Íslandi, sem birt var í víðlesnu veiðitímariti. Greinin var myndskreytt með fallegum litmyndum og vakti talsverða at- hygli þannig að fólk hafði samband við mig og spurðist fyr- ir um hvemig best væri að komast hingað í laxveiði. Þannig lenti ég óvart í því að skipuleggja veiði- túra til Islands. Ég kem hingað á hverju ári, yfírleitt í júlí, og þá bæði til að veiða lax og einnig til að hitta hér vini og kunningja, sem ég hef eignast marga með árunum. Og ég kann sífellt betur við mig eftir því sem ég kem oftar. Ég fer aðallega í Langá. Það er áin mín. í allt hef ég veitt um 650 laxa frá þvi ég kom hingað fyrst. Þar af eru yfír 500 úr Langá. í sumar fékk ég 69 laxa í Langá og 18 í Laxá í Ásum. Ég veiði bara á flugu, jafnvel þótt ég viti að það er hægt að fá fleiri með því að nota líka maðk. En það á ekki við mig, ég vil bara fluguna." Aðspurður segir Ochoa að veðr- ið hér á landi eigi vel við sig. „Ég kann afskaplega vel við þetta hreina og ómengaða loft héma. Þegar menn koma frá svona heit- um löndum, eins og Puerto Rico, er veðrið hér kærkomin tilbreyt- ing og manni fínnst það nánast eins og forréttindi að fá að anda að sér þessu tæra lofti. Ég játa að það getur stundum orðið dálít- ið kalt, þegar hvessir, en það getur líka verið hressandi. En það sem heillar mig einna mest er hin sér- stæða náttúrufegurð landsins og svo fólkið sem hér býr.“ Aukin samskipti „Því miður koma ekki margir íslendingar til Puerto Rico, en í hvert sinn sem ég frétti af þeim hef ég samband við þá og reyni að greiða götu þeirra," segir Ochoa þegar við víkjum talinu að ræðismannsstörfunum. „Ég reyni þá að fara út með fólkinu og sýna því áhugaverða staði. En eins og ég sagði koma ekki margir íslend- ingar til Puerto Rico. Ætli það séu ekki að meðaltali 10 til 15 á ári. Ég vildi gjaman sjá þar fleiri íslendinga og ég el þá von í bijósti að efla samskipi þjóðanna á sviði ferðamála. Ferðalag til Puerto Rico er miklu auðveldara en margir hér á landi virðast halda. Flugieiðir eru með næstum dag- legar ferðir til New York og þaðan er aðeins þriggja tíma flug til Puerto Rico og yfír 15 flugferðir á degi hveijum. Puerto Rico hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðafólk og þá sérstaklega það, sem margir Is- lendingar virðast sækjast eftir í sumarleyfínu, sól og gott veður, baðstrendur og marga áhuga- verða staði til að skoða. Spænsk menning á djúpar rætur i Puerto Rico og margt líkt þar og á Spáni. Fyrir golfáhugamenn er Puerto Rico hreinasta paradís. Get ég þar nefnt Dorado Beach Hotel, þar sem eru fjórir 18 holu golfvellir. En það er ekki aðeins á sviði ferðamála sem auka má sam- skipti þjóðanna. Fiskur er þýðing- armikil fæða á Puerto Rico, einkum saltfískur sem er mat- reiddur þar á ýmsa vegu. Eins og sakir standa er saltfískurinn að mestu fluttur inn frá Kanada, en ég vildi gjaman sjá aukna hlut- deild íslendinga í þeim viðskipt- um. Og ég held að íslendingar gætu átt þar mikla möguleika, að minnsta kosti er markaðurinn fyrir hendi.“ Islandsg-ata „Annars hef ég sem ræðismað- ur reynt að kynna ísland í Puerto Rico eftir bestu getu. Ég hef flutt fyrirlestra, bæði fyrir skólafólk og kennara, þar sem ég reyni að gefa rétta mynd af landi og þjóð. Þá hef ég fengið myndband frá íslandi sem hefur reynst afar gagnlegt við þessa kynningar- starfsemi. Það sem þó hefur vakið mesta athygli er lfklega þegar mér fyrir nokkrum mánuðum tókst að fá borgarstjórann f Bayamon, sem er önnur stærsta borgin með um 110 þúsund íbúa, til að sam- þykkja að nefna eina götuna eftir Islandi. Það hefur vakið umræðu um ísland enda sjaldgæft að göt- ur séu nefndar eftir öðrum löndum.“ Þegar samtalið átti sér stað var Antonio Ruiz Ochoa á förum frá íslandi að þessu sinni. En hann kvaðst myndu koma aftur í lok ágúst. „Það er fyrirhugað að halda hér ráðstefnu með ræðis- mönnum íslands erlendis. Það verða um 130 til 140 manns og menn munu bera saman bækur sínar og skiptast á skoðunum. Það verður eflaust fróðlegt og skemmtilegt að hitta þessa menn fyrir utan að þetta gefur mér kærkomið tækifæri til að koma hingað aftur.“ Almennar tryggingar senda 600 sveitarstj órnarmönnum bréf: „Tjón í umferð- inni allt of mikið“ - segir Ólafur B. Thors, forsljóri ALMENNAR tryggingar hf. sendu sex hundruð nýkjörnum sveitar- stjórnarmönnum bréf þar sem þeim er bent á hve mikið tjón hlýst af umferðarslysum og þeir hvattir til að setja slysavarnir ofarlega á verkefnalista sinn á næsta ári. „Við sættum okkur ekki við allt það tjón sem verður í umferðinni," sagði Ólafur B. Thors, forstjóri Al- mennra trygginga hf. þegar Morgunblaðið innti hann eftir ástæðu bréfaskriftanna. „Tilgang- urinn er að vekja athygli þeirra sem eitthvað geta gert í málinu á því öngþveiti sem ríkir í umferðarmál- um. Þótt ekki sé talað um mannslíf- in, sem eru ómetanleg til fjár, hlýtur manni að blöskra það peningatjón sem þjóðarbúið verður fyrir á hveiju ári. Tjónið er allt of mikið, sama við hvað er miðað. Reynslan frá 1968 sýnir hvaða árangri er hægt að ná.“ Það kom fram hjá Olafí að árið 1985 hafí tryggingarfélögin greitt 970 milljónir króna vegna umferð- aróhappa, en á sama tíma námu iðgjöld 840 milljónum og fínnist fólki þó nóg um hve iðgjöldin séu há. Hvert eitt prósentustig í fækkun umferðaróhappa er því u.þ.b. tugur milljóna. Þvi leggja tryggingarfélög æ meiri áherslu á forvamarstarf. Félögin hafa því staðið fyrir áróðri fyrir varkámi í umferðinni meðal almennings, en meðal úrbóta sem Almennar tryggingar hf. leggja til að sveitarstjómarmenn beiti sér fyrir eru bætt umferðarfræðsla, betri umferðarmerkingar og lag- færing slæmra vegakafla. JMfagpuiiHflifrtfer I Gódan daginn! Urvals myndaflokkur Myndaflokkurinn SPACE er byggður á samnefndri skáldsögu James A. Mitc- hener sem kom út árið 1982, og varð eins og aðrar bækur höfundarins met- sölubók bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. í SPACE rekur Mitchener sögu geimferða og örlög fólksins sem gerði þær að veruleika allt frá þeim degi er Roosevelt Bandaríkja- forseti hafði frumkvæði að því að láta leíta uppi þýska vísindamenn sem unnu að eldflaugasmíði fyrir föður- land sitt til dagsins í dag. Einn vinsælasti sjón- varpsþáttur síðari ára með úrvalsleikurum. Fæst á helstu mynd- bandaleigum. Dreifing: HASKOLABÍO aslMI 611212 ISLENSKUR TEXTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.