Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 20
20___________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986_
Islensk tunga
eftir Sverri Pálsson
Margt hefir verið sagt og ritað
um íslenskt mál og málfar um dag-
ana. Því verð ég að biðjast afsökun-
ar á því, að flest það, sem hér
verður minnst á, hefir verið sagt
áður og jafnvel oft, en hjá því verð-
ur varla komist. Hins vegar sýnir
þetta eitt með öðru, hve annt íslend-
ingum er og hefír verið um tungu
sína og hve mjög þeir hafa látið sig
varða hag hennar og heill, ekki
aðeins fræðimenn og rithöfundar,
heldur allur almenningur.
Áður en lengra er haldið, er rétt
að glöggva sig á því, hvaða hlut-
verk tungunni eru helst ætluð.
Fyrst ber að nefna, að hún á að
vera tæki til að tjá hugsanir okkar
eða tilfinningar og koma þeim til
skila til annarra, svo að þeir megi
skilja. Þessu hlutverki fylgir krafa
um skýrleika í hugsun, formi, merk-
ingu og framsetningu.
í öðru lagi er til þess ætlast, að
tungumálið sé góður efniviður í list-
ræna smíðisgripi skáldum, rithöf-
undum og öðrum iðkendum
orðlistar. Til þess skortir hana
hvorki orðgnótt, hljóm né blæ-
brigðaauðgi. Sitthvað fleira mætti
nefna, sem hér verður ekki orð-
lengt.
Að skilningi mínum er málið eða
tungan hið talað orð, hið mælta
mál, sem fram gengur af munni
og við nemum með eyrum. Svo-
nefnt ritmál eða bókmál er ekki
annað en tákn um talmál, varð-
veisluaðferð og flutningsráð tal-
máls. Þessi heiti eru að vísu einatt
höfð um ákveðið orðaval eða fram-
setningarhátt, andrætt talmáli, en
eru þá fremur stílfræðilegar merk-
ingar en að um sérstaka tegund
máls sé að ræða. Ritað mál er gott
ráð til að flytja hugsun frá einum
stað til annars, jafnvel dreifa henni
til Qölda einstaklinga víðs vegar,
ellegar varðveita hana frá einum
tíma til annars. Allt um það verður
það aldrei annað en leturtákn, sem
n'sa ekki til nýs lífs hins mælta
máls, fýrr en þau eru lesin upp af
klöpp eða steini, kefli eða fjöl, bók-
felli eða pappír, allt eftir því, hvert
letrið er og hvar letrað var. Á sama
hátt eru skrifaðar nótur ekki tón-
iist, heidur tákn um tónlist, sem
hrífur okkur ekki, fyrr en hún er
flutt í heyranlegu formi mannlegu
eyra.
Stafsetning á lítið skylt við mælt
mál. Enda oft í litlu samræmi við
það. lengi hafa togast þar á fram-
burðarsjónarmið og upprunasjónar-
mið, og veitir þar ýmsum betur, en
oft er náð sáttum með afkáralegri
málamiðlun. Stundum er fastheldn-
in mikil á gamlar ritreglur, sem
raunar voru mjög á reiki lengst af,
og þess eru dæmi, að liðið hafí
nokkrar aldir, frá því er hljóðbreyt-
ing hrósaði sigri, þar til hún var
viðurkennd í stafsetningu, og sumar
eru ekki viðurkenndar enn. Sumir
bókstafir tákna mörg málhljóð, og
sum málhljóð eru táknuð með mörg-
um bókstöfum. Jafnvel eru menn
ekki á eitt sáttir um, hvort einn
bókstafanna táknar nokkurt mál-
hljóð, heldur aðeins óröddun. Það
hefír lengi vakið furðu mína, hvern-
ig bömum tekst að læra að lesa
þetta ruglingslega leturkerfí, en
yfírleitt tekst það, þrátt fyrir allt.
Stafsetningarreglur eru fyrst og
síðast samkomulag um notkun let-
urtákna.
Ekki skiptir höfuðmáli, hver þau
eru, — myndletur, fleygrúnir,
kínverskt, arabískt eða latínuletur.
Við höfum valið eða öllu heldur
hefir okkur veríð fengið hið síðast
nefnda, og þá skiptir mestu máli,
að allir landsmenn temji sér í aðal-
atriðum sömu notkunarreglur,
hveijar sem þær eru, og ekki sé
hringlað með þær að óþörfu.
Skáld okkar og rithöfundar hafa
frá fyrstu dögum íslandsbyggðar
og til þessa dags látið sér tíðrætt
um tunguna og látið fögur orð faila
um hana. Ifyrsta kynslóð íslendinga
átti sér glæsilegt skáld, sem kunni
að meta hana. I kvæðinu Sonator-
rek yrkir Egill Skalla-Grímsson svo:
„... þat berk út
ór orðhofi
mærðar timbr
máli laufgat."
Hann kallar yrkisefni sitt „mærð-
ar timbur", — efnivið kvæðis — og
kveðst bera það „út úr helgidómi
orðanna klætt laufskrúði málsins",
eins og Sigurður Nordal komst að
orði. í huga Egils er málið lifandi,
gætt frjómagni til vaxtar og skáld-
listar, vammi fírrðrar íþróttar
andans.
Allir þekkja ástaijátningu Jónas-
ar Hallgrímssonar til „ylhýra"
málsins, sem er „allri rödd fegra“,
og enginn efar einlægni þeirrar
játningar, sem ies kvæði hans.
Einnig er oft vitnað til orða Einars
Benediktssonar um orð, sem eru
„á íslandi til um allt, sem er hugs-
að á jörðu", þótt ýmsir dragi í efa
fullkomið réttmæti þeirra, því að
það mun vera sannast sagna, að
íslenskan er óþjálli ýmsum öðrum
tungumálum, þegar fjalla skal af
nákvæmni um hugtök og huglæg
efni.
Fæstir nútíðarmenn skildu vand-
ræðalaust mál landnáms- eða
þjóðveldisaldarmanna, þótt til væri
á hljóðbandi, svo mjög hefir fram-
burður breyst þessar aldir, sem
síðan eru liðnar. En tengsl nútíð-
armáls við fortíðina og fommálið
em ekki ósvipuð samhenginu í
íslenskum bókmenntum. Þau gera
okkur fært að njóta af bókum frá-
sagnar, fróðleiks og skáldskapar
fyrstu íslendinga og þaðan af eldri
manna á Norðurlöndum og það án
vemlegra vandkvæða eða fyrir-
hafnar. Flestir em sammála um,
að þau tengsl megi ekki slíta vísvit-
andi eða af einhverri vangæslu, og
því verði að vaka yfír hreinleika
málsins og standa gegn ótímabær-
um breytingum þess af fremsta
megni. Hreintungustefna á sér
marga málsvara og baráttumenn,
sem betur fer, því að nú gerist það
æ tíðara, að þær raddir heyrist, að
þessi barátta sé ekki aðeins óþörf,
heldur til óþurftar, standi í vegi
fyrir eðlilegri þróun lifandi máls.
Ég verð að játa, að hér virðist
mér gæta nokkurra öfga á báða
bóga. Ekki megum við taka hveija
slettu, hvert bögumæli eða mis-
mæli sem góða og gilda vöm eða
sönnun þess, að íslenskan sé lifandi
tunga í þróun. Þróunin á að stefna
í alit aðra átt. Ekki megum við
heldur krefjast þess, að tungan
standi í stað án breytinga og end-
umýjunar, því að þá er hætt við,
að hún fymist fljótt og verði ekki
nothæf til þeirra hlutverka, sem
henni em ætluð.
Líkt er tungunni farið og landinu
sjálfu. Óhugsandi er að viðhalda
því eins og það var á landnámsöld,
þó að sumir segist vilja það. Jafn-
vel dygði ekki að leggja það í eyði,
náttúmöflin sæju um breytingamar
fyrir því. Eins og landið er til þess
að búa í því, er tungumálið til þess
að tala það. Við nýtum Iandið best
með því að ganga vel um það og
viðhalda og helst auka á fegurð
þess, og við eigum þjálasta tungu
með því að sýna henni rækt og
sóma. En við gemm þá kröfu bæði
til lands og máls, að hvort tveggja
þjóni kröfum okkar á hverjum tíma,
hveijar sem þær þarfír kunna að
vera, og efli hagsæld okkar og
menningu, veraldlega og andlega.
Mig langar að trúa því, að málið
hreinsi sig sjálft eins og annað
gull og góðmálmur, þó að það falli
Sverrir Pálsson
„Líkt er tungunni farið
og landinu sjáifu.
Ohugsandi er að við-
halda því eins og það
var á landnámsöld, þó
að sumir segist vilja
það. Jafnvel dygði ekki
að leggja það í eyði,
náttúruöflin sæju um
breytingarnar fyrir því.
Eins og iandið er til
þess að búa í því, er
tungumálið til þess að
tala það.“
um sinn. Slíkt kann þó að vera of-
trú, en þá verðum við að eiga þann
metnað og drengskap að starfa að
hreinsuninni sjálf, hjálpa til með
því að vanda málfar okkar eftir
föngum hvers og eins. Við megum
þó ekki verða of einstrengingsleg
og vandlætingasöm, ekki ganga svo
hart fram í umræðu og umvöndun,
að fólk fælist frá að nota móðurmál-
ið af ótta við, að það verði sér til
minnkunar vegna vankunnáttu eða
klaufaskapar og kjósi að þegja.
Margs konar innri öfl í eðli
íslensks máls eru sífellt að verki
við að breyta því á öllum tímum,
og ekki tjóar um að fást. Áhrifín
ná til framburðar, beyginga, orða-
forða og merkingar orða, svo að
eitthvað sé neftit. Fátt stendur fylli-
lega í stað, og engin regla er óhult.
Undantekningamar verða ef til vill
reglunni yfirsterkari einn góðan
veðurdag, og þá hafa hlutverkin
snúist við.
Mállýskur eiga í vök að veijast
og eyðast jafnvel alveg vegna áhrifa
útvarps og sjónvarps, fólksflutn-
inga og fólksblöndunar milli héraða.
Fjölmennið sigrar fámennið.
Við erum ekki einbúar í veröld-
inni, og þess vegna hljótum við að
verða fyrir margs konar áhrifum
frá öðrum þjóðum, meðal annars
um málfar. Þessi áhrif hafa oft
komið í bylgjum með ýmsum nýj-
ungum, sem borist hafa hingað til
lands, í menningarlegum eða verk-
legum efnum. Tungan hefir brugð-
ist misvel við, ýmist látið sér lynda
erlendu orðin lítt breytt, viðurkennt
tökuorð og tökuþýðingar ellegar
svarað með nýyrðum, sem ýmist
eru nýsmíði eða endurvakin fymd
orð í nýju merkingarhlutverki.
Fyrsta bylgjan kom með kristni
og kirkju, og þaðan stafar aragrúi
tökuorða, einkum úr grísku, latínu
og engilsaxnesku, en fyrstu prest-
amir komu margir frá Bretlands-
eyjum.
Þrátt fyrir dönsk yfirráð á ís-
landi öldum saman, gætir danskra
máláhrifa furðu lítið nema helst í
nokkmm kaupstöðum og þá tíma-
bundið og svo í embættisbréfum
margra konunglegra valdsmanna.
Tvennt hefir dugað íslenskunni best
í vöm gegn dönskum áhrifum: fom-
ar bókmenntir íslendinga og útgáfa
guðsorð á íslensku, ekki síst Guð-
brandsbiblíu, Passíusálma og
Vídalínspostillu.
I þriðja lagi ber að nefna nýjung-
ar í fiskveiðum um og eftir síðustu
aldamót, einkum togveiðar og
síldveiðar. Þeim fylgdu ensk og
norsk nöfn á hlutum og vinnubrögð-
um, en því miður vom mörg þeirra
tekin upp hrá og útrýmdu sum góð-
um og gegnum íslenskum orðum,
sem fyrir vom, en íslenskt sjósókn-
armál var öldum saman í senn
auðugt og fagurt.
I fjórða lagi vil ég telja margs
konar tækninýjungar á véla- og
rafmagnsöld, sem flestar hafa feng-
ið íslensk nýyrði. Það ber ekki síst
að þakka verkfræðingum og orða-
nefnd þeirra, en margir aðrir lögðu
hönd á plóginn.
Tækniöld heldur áfram og lengi
enn verður þörf góðra nýyrðasmiða.
Það er ekki kvíðaefni. Nýyrðasmíð
er mikið stunduð, ekki aðeins af
fræðimönnum, heldur er almenn-
ingur mjög virkur af lifandi áhuga.
Það er líka almenningur, sem skip-
ar þann dómstól, sem kveður upp
úrskurðinn um líf eða dauða nýyrð-
anna. Sum fljúga eins og orsköt
um land allt, ná almennri hylli
umyrðalaust eins og „sími“, „hreyf-
ill“, „þota“ og „þyrla“, önnur eiga
erfitt uppdráttar og eru sniðgengin,
þótt góð virðist. Sum eru einfald-
lega ekki notuð, eins og „rauðaldin"
og „gullaldin", önnur aðeins í hátíð-
legu sparimáli, eins og „bifreið“.
Þessa dóma þarf ekki að rökstyðja,
og þeim verður ekki áfiýjað.
Álmenningur á íslandi hugleiðir
og skeggræðir málfarsatriði miklu
fremur en fólk í öðrum löndum,
hann leitar skilnings og fróðleiks.
Lögmál tungunnar verða til í munni
þess fólks, sem talar hana, en síðan
er það hlutverk málfræðinga að
grafast fyrir um þessi lögmál og
leiða þau í ljós.
En hveijar eru þær hættur, sem
helst steðja að íslensku máli um
þessar mundir og í næstu framtíð?
Mörgum verður sennilega fyrst
hug^sað til þess mikla flóðs áhrifa
frá enskumælandi þjóðum, sem
dynja og dunið hafa á íslenskum
eyrum og augum um sinn. Ekki er
ósennilegt, að eitthvað verði þar
undan að láta. Ensku áhrifin seytla
frá herstöðvunum, streyma úr kvik-
myndum og myndböndum og fossa
út úr sjónvarpstækjum inn á hvert
heimili. Hér er ekki aðeins að var-
ast slettur og orðskrípi, heldur ekki
síður orðalagsáhrif og orðskipunar.
Sakleysisleg, en ísmeygileg er hin
enska merking í forsetningunni
„for“, sem samsvarar alls ekki til
fulls íslenska orðinu „fyrir“, en er
á góðum vegi að ryðja burtu grónu
íslensku orðalagi eins og „saga
handa bömum“ eða „fatnaður á
böm“, svo að dæmi séu nefnd.
„Hefði getað" verður stundum
„gæti hafa“ í samræmi við ensku
orðaröðina. Margt fleira mætti tína
til. Hér er oftast um að kenna
óvönduðum vinnubrögðum þýð-
enda, sem em betur að sér í erlenda
málinu en móðurmáli sínu.
Þótt hættan frá ensku sé augljós-
ust, ber líka nokkuð á hráþýðingum
úr norðurlandamálum hin síðari ár,
einkum sænsku, ekki síst í skrifum
fólks, sem sótt hefir sérmenntun
sína austur um haf. Auðlærð er ill
danska.
En ekki stafar allur háski utan
frá. Ýmislegt kann að eiga upphaf
sitt hjá okkur sjálfum og í okkur
sjálfum. Mjög er það misskaðvænt,
og sumt kann að vera hluti af eðli-
legri þróun málsins og varla sérlegt
áhyggjuefni, ef vel er að gáð, frem-
ur en aðrar málbreytingar, sem
gerst hafa og em löngu viðurkennd-
ar og almennar og því réttmætar.
Þar tjóar ekki á móti að spoma,
heldur gefa upp vígið eða þá hörfa
til styttri vígiílnu á sigursælu und-
anhaldi, eins og einu sinni var sagt.
Þar á ég t.a.m. við hvarf orða, svo
sem heita á úreltum hlutum, kyn-
og beygingabreytingar ellegar
ýmisleg merkingahvörf. Hér má
einnig telja slævingu merkingar,
svo sem í „ágætur", sem er á góðri
leið með að breytast líkt og „sæmi-
legur" eða „þokkalegur" fyrmrn,
eða að nú dugir varla lengur að
nota „margir", það þykir vissara
að tala um „íjölmarga". Þá tel ég
skammvinn tískuorð, svo sem
áherslu- og gífuryrði, sem fljótlega
missa brodd sinn og kalla á önnur
í staðinn, alls ekki lastandi, enda
oft kímileg. Jafnvel er sennilegt,
að baráttan við þágufallssýkina sé
vonlítil. Sá kvilli verður landlægur
fyrr en varir, og þá verður hann
talinn heilbrigt ástand. Þessi orð
kunna að hneyksla ýmsa, en við
því verður ekki gert.
Af verra tagi og alvarlegra eru
ýmsar aðrar breytingar, og skulu
fáejnar nefndar.
Ýmisleg merkinga- og orða-
brengl stinga sér niður, og eru sum
í þann veginn að festast í munni
margra, svo sem að „líta við“ úr
„líta inn“ og „koma við“. Einnig
heyrist æ oftar ruglað saman „að
vera eftir" og „að eiga e-ð eftir“.
Þá eru margs konar hugsunar-
villur og rökleysur að verða æ
algengari, svo sem „ódýr flugfar-
gjöld", „valkostir", „snjósleðar" og
„sláttuorf". Sífelld endurtekning
þeirra slævir eyru manna og hugs-
un, og þar kemur, að hver tekur
óvitandi eftir öðrum.
Illt er að heyra starfsmenn ríkis-
fjölmiðla hamast við að kenna
þjóðinni nýja siði um notkun við-
tengingarháttar í nútíð, þar sem
hann hefir ekki tíðkast fram að
þessu, svo sem á eftir „ef“ og stund-
um á eftir „hvort". Þetta eru
skemmdarverk.
Oskýr framburður, hlaup á at-
kvæðum eða jafnvel niðurfelling
þeirra eru mörgum áhyggjuefni.
Þá er flátt mái, sviplaust eða
nykrað, tuggur og ofnotuð orðtök
og orðasambönd eða ógreiðfært
nafnorðahröngl flestum leiðigjamt,
en þar er fremur um smekksatriði
að ræða.
Allmikillar málfirringar eða
málrýmunar hefir orðið vart hin
síðari ár, vegna þess að tengsl fólks
við fortíð og uppmna hafa dofnað
eða rofnað. Hér skal aðeins þrennt
talið.
Nokkuð ber á því, að sumt fólk,
einkum ungir þéttbýlisbúar, sé ekki
lengur í tengslum við það líf, sem
lifað er í sveitum landsins, og kunni
illa það mál, sem þar er talað. Þeg-
ar þetta fólk á tal við sveitafólkið,
er eins og það stikli á glóð af ótta
við að brenna sig eða afhjúpa
ókunnugleika sinn, sem er þó skilj-
anlegur og afsakanlegur. Það gerist
þó, þegar minnst varir. Kálfamir
fara að „borða" og „kindumar að
eiga lömb“, — æmar em hættar
að bera. Þetta er afleiðing þess, að
fólki fækkar í sveitum og mun færri
kaupstaðaböm en áður komast í
sveit á sumrin til að taka þátt í
búskaparstörfunum með fullorðna
fólkinu. Þetta mætti kalla rótarslit,
en þá er kalhættan nærri.
Nútímamenn á íslandi virðast
háðari erlendu orðalagi en íslensku,
að minnsta kosti þegar þeir segja
fréttir, og ekki sér á að við eigum
fomar bókmenntir á glæstu máli.
Þær virðast oft gleymdar. Nú kepp-
ast baráttusamtök um að „segjast
bera ábyrgð á“ mannvígum og
hryðjuverkum, en fomkappar okkar
lýstu vígum á hendur sér og þóttu
drengir að meiri. Annaðhvort er
þetta orðalag gleymt eða menn em
eitthvað smeykir við það. Þama
virðist líka höggvið á gömul tengsl.
í þriðja lagi virðist brageyra fólks
fara dofnandi, ef marka skal ýmsa
texta, sem sungnir era við dægur-
lög. Reynt er að hafa uppi rím og
stuðlun, en vægast sagt af veikum
mætti og litlum hagleik, en verra
er þó, að þetta hnoð er tekið gott
og gilt.