Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 25
öllu því nýja, sem á vegi hans varð. Þannig hefur farið fyrir mörgum, sem ferðast um Voi. Slíku fólki vildu Jössang hjónin rétta hjálparhönd í formi smárits, sem lagt var í lófa þess og með tilboði um kaup á kristilegu lesefni. 15 ára afmæli — nýjar starfsgreinar Á þessu ári eru liðin 15 ár frá stofnun Scripture Mission. Margt hefur gerst á þessum árum. Margir hafa bæst við í starfsmannahópinn og starfsgreinunum hefur fjölgað. Nú sendir félagið tvo fasta út- varpsþætti í viku inn yfír Austur- og Mið-Afríku frá Seychelleyjum á swahílí. Annar þátturinn er sérstak- lega ætlaður múhameðstrúarmönn- um, en Norðmenn starfa á meðal Dígómanna í S-Kenýu, sem eru múhameðstrúar. Af bréfum sem berast hvaðanæva að má sjá, að hlustendahópurinn fer sífellt vax- andi og að margir hafa fengið blessun af þeim. Samhliða útvarpsstarfínu fer fram framleiðsla og dreifing á snældum með kristilegum kórsöng, biblíufræðsluefni og efni útvarps- þáttanna. Bókaútgáfan hefur nú gefið út margar bækur og bæklinga, sumt ritað sérstaklega fyrir útgáfuna af innfæddum mönnum en annað er þýþt4 Nú vinnur maður í fullu starfi að því að þýða gott biblíufræðslu- efni úr evrópumálum yfir á swahílí. Biblíubréfanámskeið, sem gefið hefur verið út rennur út eins og heitar lummur. Mikilvægt er að les- efnið sé ódýrt svo að almenningur hafi efni á að kaupa það. 40—50 blaðsíðna kver í stóru broti kostar e.t.v. 8,- íslenskar krónur. Geri aðr- ir betur! Mjög mikil eftirspurn er eftir öllu, sem gefið er út. í Tanz- aníu er stærsta lútherska kirkja Afríku með yfir eina milljón með- lima. Svo mikil eftirspurn er þar eftir öllu efni frá Scripture Mission, að hægt væri að selja allt, sem framleitt er þar og meira til ef ekki væru hömlur við landamærin. Nú hefur Scripture Mission nýlega ver- ið sett á laggimar þar. Mikið er prentað af smáritum, sem dreift er ókeypis. Scripture Mission gefur einnig út blöð og tímarit. Riziki (=daglegt brauð) er gefið út mánaðarlega og er ætlað sem hjálp fyrir presta, prédikara, kennara og kirkjuleið- toga í starfi sínu. Þar er að finna hjálp við samningu prédikana næsta mánuðinn og ýmis konar hjálpar- efni til notkunar í kristilegu starfi. Blaðinu er dreift ókeypis um alla Mið- og Austur-Afríku. Skólahéraðið Taita, sem sagt var frá í síðustu grein, liggur skammt frá Voi. Þar er mikill fjöldi mennta- og framhaldsskóla af ýmsu tagi. Vegna stöðugra beiðna, hafa kristniboðar Scripture Mission kennt kristin fræði í mörgum skól- um og hjáipað til í kristilegum skólafélögum þeirra. Sérstakt blað er gefið út fýrir framhaldsskóla- nemendur. Ýmsir aðilar hafa gefið út gott kristiiegt lesefni á ensku, swahílí og þjóðflokkamálum, sem ekki hef- ur náð útbreiðslu. Scripture Mission leggur áherslu á að dreifa slíku efni auk síns eigin. Mjög mikil áhersla er lögð á að dreifa Biblí- unni og einstökum ritum hennar. Það sannast í Afríku sem annars staðar, að þar sem til er lifandi kirkja, er heilög ritning metsölubók. Henni er dreift á mörgum tungu- málum. Frá og með næsta hausti verður maður í fullu starfi í dreif- ingarstarfmu. Auk fjölmiðlastarfsins hafa kristniboðar Scripture Mission stað- ið fyrir námskeiðum af ýmsu tagi ætluðum starfsfólki ýmissa kirkna. Markmiðið er hið sama og með öðru starfi félagsins, að hjálpa kirkjunum að treysta undirstöður sínár. Höfundur er kristniboði í Kenýu 'og skrifargreinar í Morgunblaðid um land ogþjóð. _ I . ... MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 25 Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson „Ég þarf að fá hjá þér tíma“ Sólin hefur verið að gleðja Reykvíkinga og íbúa hér sunnan- lands samfleytt í fimm daga þegar þessi grein er rituð 30. júlí. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa sannar- lega séð ástæðu til að þakka þetta einstaka örlæti veðurguðanna og kunna sér ekki læti í veðurblíð- unni. Einstaka gagnrýnisraddir hafa þó komið fram á þessi veislu- höld sem sólin hefur staðið fyrir og telja að nóg sé komið af svo góðu í bili og betra að eiga von á sólskins- dögum þegar fer að hausta. Sannir sóldýrkendur eru samt í miklum meirihluta og vilja helst láta halda upp á þá daga þegar sólin lætur loks sjá sig með fánahyllingu og lúðrablæstri eins og mun víst vera daglegur siður á alþjóðlega skáta- mótinu úti í Viðey þessa dagana. Þá hefur sú skoðun verið látin í ljós að veðurblíða síðustu daga sé fram- lag veðurguðanna til hátíðarhald- anna í tilefni af tvö hundruð ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst næstkomandi. Árla morguns, miðvikudaginn 30. júlí, byijuðu sóldýrkendur að fagna himinsblíðu hér í borginni. Hjá Sundhöllinni við Barónsstíg lágu nokkrir í grasinu og létu fara vel um sig, áhyggjulausir af amstri dagsins, nokkrir flettu Morgun- blaðinu og einn var þama með Þjóðviljann og var að skammast yfír álagningunni í ár. Fleygði hann sfðan blaðinu frá sér, fór úr skyrt- unni og bolnum og lagðist endilang- ur í grasið og tautaði: — Að maður skuli vera að skammast í þessari einstöku veðurblíðu? Niður Bergþórugötuna á móts við Austurbæjarbamaskólann gekk Dósóþeus Tímótheusson, skáld og lífskúnstner, í léttum sumarfötum, að sjá bjartsýnn á lífíð og tilveruna og sáttur við guð og menn. Þröstur Haraldsson blaðamaður rölti á gangstétt gegnt Alþýðubank- anum við Laugaveginn og einnig að sjá í sólskinsskapi og heilsaði glaðlega. Einhver sagði að hann væri hættur á Þjóðviljanum og kannski svona feginn frelsinu, að hafa nú loks frelsi til að segja það sem honum býr í bijósti. Á Skólavörðustígnum var allt með ró og spekt skömmu fyrir há- degi þennan sólríka miðvikudags- morgun í lok júlímánaðar. Umferð tiltölulega lítil, helst að væri eitt- hvað um að vera inni í kjörbúð Sláturfélags Suðurlands þar sem viðskiptavinir vom að kaupa inn fyrir hádegismatinn. Ofar í göt- unni, fyrir framan rauðlitað bám- járnsklætt timburhús sem sýnilega er komið til ára sinna ræddu þeir saman í sumarblíðunni, Haukur Halldórsson myndlistarmaður og Jes Einar Þorsteinsson arkitekt og af svip þeirra að dæma og tilburðum þykir mér líklegt að þeir hafi þá verið að kryfja til mergjar lífsgát- una. Á Skólavörðuholtinu var hópur erlendra ferðamanna að búa sig undir að fara í skoðunarferð upp í tum Hallgrímskirkju. Þeir vom með myndavélar í farangrinum og þar var einn Amerikani, kominn yfir miðjan aldur, vopnaður myndavél- um og jórtrandi tyggigúmmí og þóttist greinilega kunna skil á öllu sem fyrir augu bar. Af tilburðum hans að dæma var engu líkara en að hann þekkti til hverrar þúfu þama á holtinu, ekki síður en bygg- ingu og annarra mannvirkja. Hann reykti stóran vindil, var í köflóttri skyrtu og terelínbuxum og hafði við að styðjast myndarlegt mont- prik. Á Miklatúni ríkti eins konar himneskur friður í hádeginu þennan sólríka miðvikudag. Þar voru engar garðsláttuvélar í gangi og engar meiriháttar framkvæmdir í gróður- setningu. Það er búið að vinna í sumar mikið og gott starf við að fegra allt umhverfið og mikið verið sett niður af tijám og þar er gott að koma og njóta umhverfisins þar sem allur tijágróður er í örum vexti og myndarlegur. Þar sat á bekk ekki langt frá Kjarvalsstöðum rosk- in kona með prjónana sína og var langt komin með ullarsokk. Hagsýn kona sem notar sumarið og góða veðrið meðal annars til þess að ganga frá því sem kemur að góðum notum þegar haustar að og veðrátt- an er önnur og verri en þessa sólskinsdaga í júlímánuði. Einn góður vinur minn var ekki fyrr kominn úr sumarfrii nú um daginn að hann hringdi til mín: — Ég þarf að fá tíma hjá þér, sagði hann. — Tíma hjá mér? Hvað áttu við? spurði ég undrandi. — Ég veit að þú átt ritvél, sagði hann. — Já, ég á ritvél. — Ég þarf að fá þig til að vélrita upp fyrir mig svar við einkamála- auglýsingu í blaði. Þú veist að ég hef nú búið einn á annað ár. Það gengur ekki. Það er miðaldra kona að auglýsa eftir vini og félaga. Hún segist hafa áhuga á ferðalögum og ég fæ einmitt aldrei nóg af þeim, var að koma úr þriggja vikna ferða- lagi um Danmörk og Noreg. Ég þarf endilega að fá tíma hjá þér. Þú vélritar nú upp fyrir mig nokkr- ar línur og nú er sumar hér heima og veðrið. Maður verður bara aftur ungur og ástfanginn í þvílíku veðri. — Já, það skal ég gera. Þú getur fengið tíma um hádegi á morgun, sagði ég þar sem ljóst var að honum lá mikið á að koma svari við einka- málaauglýsingunni sem fyrst á réttan stað. Svo kom hann daginn eftir og ég vélritaði fyrir hann svar- ið í flýti eins og hann vildi hafa það. Nokkrum dögum síðar hafði hann samband og skýrði frá því að konan hefði hringt vegna einka- málaauglýsingarinnar og þau hefðú þegar rætt saman og farið það vel á með þeim að hún hefði boðið sér í ferðalag norður í land á bíl sem hún á. Það væri eins konar afmælis- gjöf og sumargjöf, þau færu einmitt í ferðina daginn sem hann ætti af- mæli og svo sagði hann að lokum og brosti: — Það borgar sig að panta tíma, þó það sé nú kannski ekki meira áríðandi en að vélrita upp eitt bréf... Stórútsala hófst í morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.