Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 29

Morgunblaðið - 06.08.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 29 Líbanon: 4 létu lífið og 58 særðust í sprengingum Beirút, AP. SPRENGJA sprakk i Austur- Beirút í gaer með þeim afleiðing- um að tveir létu lífið og 28 særðust að sögn lögreglu. Sprengingin varð á yfirráða- svæði kristinna manna í grennd við lögreglustöð. Alls hafa fjórir týnt lífi og 58 særst á síðustu fjórum dögum af völdum þriggja sprengjutilræða. Heimildir herma einnig að stríðandi fylkingar kaþólskra manna hafí barist í þorpinu Bcharre í Norður-Libanon í gær. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífíð og jafn- margir særst í átökunum. Um 650 líbanskir og 200 sýr- lenskir hermenn tóku við gæslu í borgarhluta shíta í úthverfum Vest- ur-Beirút í gær, en þar hefur óöid verið mikil síðustu tvö ár. Úthverfín hafa verið á valdi amal-shíta, en leiðtogi þeirra er Nahib Berri dómsmálaráðherra Líbanons, og herskárra shíta, sem studdir eru af írönum. Báðir aðiljar hafa lýst yfír því að þeir ætli ekki að leitast við að koma í veg fyrir að líbönsku og sýrlensku hermenn- irnir taki við stjórninni í þessum borgarhluta. Þessi ráðstöfun er lið- ur í öryggisáætlun Sýrlendinga, sem tók gildi 28. júní s). en mark- miðið er að binda enda á ofbeldis- verk þar, sem hafa verið mjög tíð á undanfömum mánuðum. Risaveldin: George Shultz Eduard Shewardnadze Utanríkisráðherrar hittast í september Washington, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR risaveldanna munu koma saman í næsta mánuði, til þess að undirbúa leiðtogafund ríkjanna, sem fyrirhugað- ur er í Washington á þessu ári, að því er utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sovéska fréttastofan TASS tilkynntu á mánudag. Enn sem komið er hefur ekki nóvember á síðasta ári, féllust Re- verið ákveðið hvenær leiðtogafund- urinn fer fram, en Shevardnadze mun koma til Washington 19.—20. september. Á fundi sínum í Genf í agan og Gorbachev á að hittast aftur í Washington í ár. Sá fundur tafðist vegna versnandi sambúðar ríkjanna, en eftir bréfaskipti leið- toganna fyrir skömmu var flestum hindrunum rutt úr vegi. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði að ráðherramir myndu ræða afvopnunarmál, mannréttindamál, samskipti ríkjanna og margt fleira, en aðalhlutverk þeirra yrði þó að leggja drög að ftmdi Reagans og Gorbachevs. Vestur-þýskir hryðjuverkamenn handteknir: Voru að skipuleggja árásir og glæpaverk Hamborg, Karlsruhe, AP. ÞRÍR félagar í Rauðu herdeild- inni, samtökum vestur-þýskra hryðjuverkamanna, sem hand- teknir voru sl. laugardag skammt frá Frankfurt, voru að leggja á ráðin um nýtt hryðju- verk. Skýrði eitt v-þýsku dag- blaðanna svo frá í gær. Að sögn talsmanns saksóknarans hefur enn ekkert fengist upp úr þre- menningunum. Vestur-þýska dagblaðið „Bild“ sagði í gær, að þegar Eva Sibylle Haule-Frimpong og tveir félagar hennar hefðu verið handtekin á veitingahúsi í Russelsheim, skammt frá Frankfurt, hefðu þau verið að undirbúa nýtt hryðjuverk og haft undir höndum teikningar af húsa- kynnum mikillar iðnaðarsamsteypu. Alexander Prechtel, talsmaður sak- sóknarans í Karlsruhe, kvaðst ekki hafa aðstöðu til að staðfesta frá- sögn blaðsins en á mánudag lét hann þó að þessu sama liggja við fréttamenn. Prechtel sagði, að Frimpong, sem grunuð er um að vera í innsta hring Rauðu herdeildarinnar, hefði ekki fengist til að tala síðan hún var handtekin og að sömu sögu væri að segja um þá tvo menn, sem með henni voru. Kvað hann handtökum- ar þó mikinn sigur í baráttunni við hryðjuverkamenn en þar til losnaði um málbeinið í Frimpong væri best að fagna honum í hljóði. Frimpong hefur verið eftirlýst í tvö ár og er hún talin hafa átt að- ild að morðinu á Emst Zimmerman, iðnjöfri í Munchen, í febrúar í fyrra og á Karl Heinz Beckurts, yfír- manni hjá Siemens-verksmiðjunum, í júlí sl. Við handtökuna fundust á FVimpong yfirlýsingar frá Rauðu herdeildinni um ýmis hryðjuverk en engin skjöl, sem bendluðu beinlínis Frimpong sjálfa við morðin á mönn- unum tveimur. í vestur-þýskum blöðum hefur því verið slegið fram, að Frimpong yrði yfirheyrð um morðið á Olof Palme en Prechtel vísaði slíkum bollaleggingum á bug. Kvað hann lögregluna ekki hafa trú á, að Rauða herdeildin hefði átt þar hlut að máli. í gær hófust í Frankfurt réttar- höld í máli tveggja kvenna, sem sakaðar eru um aðild að Rauðu herdeildinni, þeim Ingrid Barabass og Mareile Schmegner. Voru þær handteknar í íbúð í borginni í júlí í fyrra og höfðu þá undir höndum fimm skammbyssur og mikið af skotfærum. Þær höfðu í gær sama háttinn á og Frimpong og félagar hennar, þögðu sem fastast, en þeim mun hærra lét í um 100 róttækling- um, aðdáendum Rauðu herdeildar- innar. GENGI GJALDMIÐLA Frá útifundi sandinista í Managua. London, AP. Bandaríkjadollar hækkaði í gær gagnvart öllum helztu gjald- miðlum heims nema breska pundinu. Jafnaði hækkunin út nokkurn veginn þá lækkun sem varð á dollar á mánudaginn. Síðdegis kostaði sterlingspundið 1,4877 dollara (1,4675), en annars var gengi dollarans þannig, að fyr- ir hann fengust: 2,0995 vestur-þýzk mörk (2,0750) 1,6907 svissneskir frankar (1,6673) 6,8025 franskir frankar (6,7425) 2,3625 hollenzk gyllini (2,3385) 1.443,00 italskar lírur (1.425,50) 1,3797 kanadískir dollarar (1,3828) 154,30 jen (154) Gull lækkaði og var verð þess 358,75 dollarar únsan (359). Sameinuðu þjóðirnar: Nýr sovéskur sendiherra Moskva, AP. TALSMAÐUR sovéska utan- rikisráðuneytisins skýrði frá því á mánudag, að Alexander M. Belongov hefði verið skip- aður sendiherra Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann tekur við embættinu af Yuri V. Dubinin, sem skipaður var sendiherra Sovétríkjanna í Washington í maí. Belangov hefur verið sendi- herra í Egyptalandi síðustu tvö ár, en var áður fulltrúi í sovéska utanríkisráðuneytinu. Irak: Gerðu árás á Kharg-eyju Bagdad, AP. írakar skýrðu frá því í gær að þeir hefðu gert loftárás á Kharg-eyju í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem írakar höfðu ekki gert árás á skotmark, sem hefur efnahagslega þýðingu, síðan á laugardag, en þá lögðu >eir fram tillögu um að binda enda á stríð þeirra við Iraka. Saddam Hussein forseti Iraks gerði grein fyrir friðartillögunni í útvarpsávarpi, en forseti Irans, Ali Khameini, hafnaði henni á mánudag. Að sögn ónafngreinds heim- ildarmanns í íranska hemum bar árásin á Kharg-eyju tilætlaðan árangur, og sneru allar þær herþotur, sem tóku þátt í henni, aftur án þess að verða fyrir tjóni. Chernobyl-slysið: Hundruð gætu látist af krabbameini Tel Aviv, AP. Bandaríski læknirinn Robert Gale, sem fenginn var til að hlynna að fórnarlömbum kjam- orkuslyssins í Chernobyl, sagði í gær að hundmð eða jafnvel þúsundir Sovétmanna gætu lát- ist úr krabbameini vegna geisl- unar. Gale, sem er sérfræðingur í beinmergsflutningum, sagði að afleiðingar krabbameins gætu komið í ljós í fólki eftir tvö til þrjú ár. Hann sagði ennfremur að hvítblæði væri sá sjúkdómur sem fyrst gæti gert vart við sig, en síðan myndu aðrir sigla í kjölfarið. Picasso-mál- verki stolið Melboume, AP. Listaverkaþjófar stálu lista- verki eftir Pablo Picasso í Melboume á laugardag, en mál- verkið er metið á að minnsta kosti eina milljón dollara. í orð- sendingu þjófanna, þar sem þeir nefna sig „menningarhryðju- verkamenn" krefjast þeir þess að listamönnum verði veittur opinber stuðningur að sögn lög- reglu. Málverki Picassos, en það ber heitið „Grátandi kona“, var rænt úr listasafni í Victoríu-fylki. Lögreglan tilkynnti um þjófnað- inn á mánudag þegar kröfur ræningjanna bámst fjölmiðlum. Kýpur: Óþekkt samtök g*era árás á breska herstöð Akrotiri, Kýpur, AP. Skæmliðar, sem talið er að séu félagar í áður óþekktum samtökum „Sameinaðra Nass- erssinna“, gerðu árás á breska herstöð í Akrotiri á Kýpur á sunnudag með þeim afleiðingum að tvær konur breskra her- manna og innfæddur Kýpurbúi særðust. Árásarmennimir not- uðu vélbyssur og skutu úr sprengjuvörpum. „Sameinaðir Nasserssinnar" lýstu árásinni á stærstu herstöð Breta utan Bretlandseyja á hendur sér, með því að senda orðsendingu til dagblaðs í Beir- út. Yfírlýsing samtakanna var birt í blaðinu Nahar og sagði þar að árásin hefði verið gerð til að hefna fyrir loftárás Banda- ríkjamanna á Líbýu 15. apríl. Orrustuþoturnar, sem árásina gerðu, hófu sig á ioft frá Banda- rískum herflugvelli á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.