Morgunblaðið - 06.08.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 06.08.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Sjö fjall- göngnmenn létu lífið Lyon, AP. Að minnsta kosti sjö fjall- göngnmenn hafa látið lífið og um 20 slasast síðustu þrjá daga á Mont Blanc, hæsta fjaili Evr- ópu. Sumir urðu fyrir stein- skriðu, en talið er að dauða nokkurra megi rekja til slæms útbúnaðar. Meðal þeirra, sem létu lífíð var Breti, en hann beið bana þegar öryggislína, sem hann hafði bundið um sig slitnaði. Tveir félagar hans voru fluttir á sjúkrahús mikið slasaðir. Á laugardag dóu tveir Finnar þeg- ar þeir urðu fyrir steinskriðu með þeim afleiðingum að þeir féllu um átta hundruð metra. Átök milli Dana og Iranskra flóttamanna Tönder, Danmörku, AP. Um 40 manns voru hand- teknir á sunnudag eftir átök milli íranskra flóttamanna og félaga úr dönskum vélhjóla- klúbbi. Átökin brutust út á krá í smábænum Tönder, sem er við vestur-þýsku landamærin. Gera varð að sárum nokkurra á sjúkrahúsi, en ekki er vitað um aðdraganda átakanna. Irönsku flóttamennimir, sem bíða eftir svari við umsókn þeirra um landvistarlejrfi' í Dan- mörku, höfðust við í tjöldum skammt frá kránni, en voru fluttir á einkaheimili eftir rysk- ingamar. Hugðu á valdarán í Surinam New Orleans, AP. BANDARÍSKIR ríkisaksókn- arar ákærðu í síðustu viku 14 manns, fyrir að hafa skipu- lagt valdaránstilraun i Surin- am. Öll fjórtán vom ákærð fyrir að hafa brotið hlutleysislög, en samkvæmt þeim má ekki hlutast til um málefni annara ríkja með vopnavaldi. Sumir hinna hand- teknu voru ákærðir fyrir brot á lögum um útflutning vopna og gjaldeyris. Hinir gmnuðu vom hand- teknir á mánudag í síðustu viku, um borð í flugvél, sem átti að fiytja þá til Suður-Ameríkuríkis- ins Surinam. Um borð í vélinni fundust rúmlega tuttugu skot- vopn og mikið af skotfæmm. Flestir hinna handteknu em málaliðar. Grænland: Skip til veiða í Bar- entshafi Frá NJ.Bruun, fréttaritara Morgun- biaðsins á Grænlandi. SÍÐAR í þessum mánuði hyggst grænlenska heima- stjórnin senda verksmiðju- skipið „Simiutaq" til þorskveiða í Barentshafi. Þetta verður í fyrsta skipti sem grænlenskt fiskiskip heldur til veiða utan græn- lenskrar landhelgi. „Simiutaq“ er nú statt í Upemarvik og tekur þar við afla frá sjómönnum á staðnum. Skipið heldur brátt til Dan- merkur með aflann en heldur síðan til veiða í Barentshafi. Bíll og lest í árekstri Sex manns biðu bana og yfir 50 slösuðust, er jám- þegar með lestinni voru aðallega ferðamenn á brautarlest rakst á bíl við Lockington í Englandi. heimleið úr sumarleyfi í Bridlington, sem er ferða- Einum lestarvagninum hvolfdi í árekstrinum. Far- mannastaður á Norður-Englandi. Þróunaraðstoð SÞ 1984: Stuðningur við Orlov Gcnf, AP. FJÖLMARGIR virtir eðlisfræð- ingar hafa ákveðið að mæta ekki á alþjóðlega ráðstefnu í Novo- sibrisk í Sovétríkjunum til að mótmæla meðferð stjómvalda þar á sovéska andófsmanninum Juri Orlov. Talið er að 100 vísindamenn frá Vesturlöndum muni leiða ráðstefnuna hjá sér af þessum sökum. Vísindamenn frá fjölmörgum Evrópulöndum hafa stofnað sér- staka Juri Orlov-nefnd og segjast þeir hafa óyggjandi heimildir fyrir því að heilsu hans fari hrakandi. Orlov dvelst nú í útlegð í smábæn- um Kobyai nærri heimskauts- baugnum. Orlov var einn stofnandi mannréttindanefndarinnar í Moskvu og hlaut hann sjö ára fang- elsisdóm vegna afskipta sinna af þeim málaflokki. Með ákvörðun sinni um að hundsa ráðstefnuna segjast vísinda- mennirnir vilja lýsa yfir stuðningi við Juri Orlov og mótmæla meðferð sovéskra stjórnvalda á honum. Austur-Þýskaland: Tveir flvja TVEIR Austur-Þjóðveijar flúðu til Vestur-Þýskalands í gær. Mennim- ir klifmðu yfir landamæragprðingu, og stungu sér í á eina í norð-vestur- hluta Sambandslýðveldisins. Þar var þeim bjargað af áhöfn skemmti- ferðabáts. Vestur-þýska lögreglan neitaði að gefa frekari upplýsingar um flóttann. Á þessu ári hefur aðeins þremur tekist að flýja til Vestur- Þýskalands með því að komast yfir landamæragirðingar, en austur- þýskir landamæraverðir halda þar uppi öflugri gæslu. Sovétríkin löefðu fram 1% en Bandaríkin 30% Sameinuðu þjóðunum, AP. SOVÉTRÍKIN lögðu aðeins til 1% af allri þeirri þróunaraðstoð, sem veitt var á vegpim Samein- uðu þjóðanna árið 1984. Banda- ríkin lögðu hins vegar fram 30%. Kemur þetta fram í skýrslu, sem byggð er á tölum frá því ári en birt í gfær. í heild lögðu iðnþróuðu ríkin fram 92% af þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna þetta ár en þróunarríkin sjálf 7%. Kemur þetta fram í skýrsl- unni, sern samin var af fulltrúum 11 vestrænna ríkja, en byggð á tölum frá Sameinuðu þjóðunum sjálfum. Samkvæmt skýrslunni nam sú aðstoð 5,5 milljörðum dollara, sem veitt var af hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna á árinu 1984, en nýjustu tölur, sem tiltækar voru, eru frá því ári. Aðstoð Sovétríkjanna og fylgi- ríkja þeirra nam 58,9 millj. dollara. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Sovétríkin hafa látið Sameinuðu þjóðunum í té, kemur í Ijós, að „hver svo sem þróunaraðstoðin er frá því landi, þá er hún veitt nær eingöngu á gagnkvæmnisgrundvelli“. Iðnríkin létu í té 5 milljarða doll- ara af þeirri aðstoð, sem veitt var á vegum Sameinuðu þjóðanna, en af þeim voru Bandaríkin það land, sem lagði mest af mörkum eða 1,67 millj- arða dollara. Næst kom Japan með 1,26 milljarða dollara. Svíþjóð, Noregur og Danmörk lögðu fram 513 millj. dollara alls, Vestur-Þýzkaland 340 millj. dollara, Kanada 263 millj. dolíara og Bret- land 251 millj. dollara. Önnur lönd, sem lögðu fram verulegar fjárhæðir, voru Frakkland með 179 millj. doll- ara, Ítalía með 136 millj. dollara, Holland með 132 millj. dollara og Ástralía með 69 millj. dollara. ins, var undirrituð af fulltrúum Japans, Noregs, Spánar, Bretlands Skýrsla þessi, sem gefin var út Ástralíu, Belgíu, Kanada, Dan- og Bandaríkjanna. sem skjal á vegum Allsheijarþings- mörku, Vestur-Þýzkalands, íslands, Undirheimar Ítalíu: Olögleg sölustarfsemi og svikin vara á Rimini Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunbladsins. RIMINI er háborg ólöglegrar sölustarfsemi en hvergi annars staðar á Italíu starfa jafnmargir við að selja varning ólögiega á ströndinni. Þetta kemur fram í grein ítalska dagblaðsins La Stampa á föstudag. Þar er greint frá herferð gegn þessari óiögmætu iðju, sem er atvinna margra, sérstaklega innflytjenda frá Norður-Afríku. Flestir ef ekki allir ferðamenn, sem lagt hafa leið sína til suðrænna sólarstranda kannast við sölumenn, oftar en ekki dökka á hörund, sem ganga með fram ströndum og bjóða ýmiss konar vaming. Oft ósvikna vöru á góðu verði, en því miður vill einnig brenna við að boðið er upp á svikna og jafnvel illa fengna vöru. Italir hafa nú skorið upp herör gegn þessari ólöglegu verslun, sem er hvað mest stunduð í Adríahafi, á Rimini og strandbæjum þar í grennd. Yfírleitt gengur þetta þannig fyr- ir sig að „heildsalar" kaupa mikið vörumagn fyrir lágt verð í verksmiðj- um og mætti þar nefna stutterma- boli, sundfatnað, buxur, peysur, úr og skaitgripi. Til að selja þennan vaming em yfirleitt fengnir Norð- ur-Afríkubúar, sem bjóða vörumar á „kostakjömm" undir fölsku flaggi. Nefna má dæmi um fatnað merktan Armani, Christian Dior og öðmm þekktum fyrirtækjum. Þá má nefna „ekta“ gullhringi, sem gyllingin flagnar af eftir nokkur sjóböð, svissnesk „gæðaúr“ sem hætta að ganga áður en sólarlandaferðinni lýkur og áfram mætti telja í svipuð- um dúr. Ekki er í öllum tilfellum um svikna vöm að ræða, en oft er erfítt fyrir aðra en fagmenn að greina ekta hluti frá sviknum (sérstaklega þegar slappað er af í volgum sandinum með ljúfa hafgolu, sem leikur um gullbrúnt hömndið og jafnvel bjór- glas við höndina). Þeir sem stunda heiðarlega verslun em síður en svo hrifnir af þessari samkeppni. „Stundum em sömu vömmar seldar á ströndinni og em til sölu í minni verslun,“ segir óánægður verslunar- eigandi á Rimini í viðtali við dag- blaðið La Stampa. „Stuttermabolur, sem kostar 20 þúsund lírur hjá mér (um 550 kr.) er seldur á hálfvirði á ströndinni, vegna þess að af honum er ekki greiddur söluskattur og ann- ar kostnaður, sem ég þarf að greiða. Fólki finnst það að sjálfsögðu gera góð kaup og lítur á okkur kaupmenn sem hina örgustu okrara. Hvemig eigum við að geta útskýrt þetta fyr- ir fólkinu?" spyr kaupmaðurinn og heimtar að eitthvað verði gert í málinu. ítalska lögreglan hefur stöðvað tugi ólöglegra sölumanna undan- farið. „En þeir em komnir á sinn stað daginn eftir af því að þeir hafa enga aðra atvinnu að fá,“ er haft eftir einum lögregluþjóni. „Við höf- um ekki mannafla til að stöðva þessa ólöglegu sölustarfsemi nema að litlu leyti. „Heildsalarnir" eru klókir. Þeir taka vegabréf sölumannanna í sína vörslu og hóta að afhenda þau ekki aftur hagi þeir sér illa,“ segir hann ennfremur. Mun hér vera um þijátíu prósent af þeirri þjónustu og verslun, sem í boði er á ferðamannastöðum að ræða og það samsvarar um tíu millj- arða líra eða tæplega þremur millj- ónum króna á sumri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.