Morgunblaðið - 06.08.1986, Page 44

Morgunblaðið - 06.08.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 % 1 % AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HALLDÓRU J. RAFNAR Reynast umbæturnar í Kína varanlegar? MENNINGARBYLTINGIN í Kína, er stóð yfir á árunum 1966 tíl 1976, virðist vera fjarlæg martröð, en fórnarlömb hennar, sem enn eru á lífi skipta milljónum. í Kína nútímans, er fersk- ari vindar blása um, er aðaláhersla lögð á kraftmeira efna- hagslíf, hagnýtingu tækninnar og frjálsari skoðanaskipti. En ör menningarbyltingarinnar er Mao formaður kom af stað. hafa sett mark sitt á líf þjóðarinnar. eir sem verst urðu úti, eru þær 130 milljónir Kínveija, sem nú eru á aldrinum 25 til 40 ára, því margir þeirra hafa svo til enga menntun hlotið vegna ringulreiðarinnar er allt að því eyðilagði menntakerfi þjóðarinn- ar. Þeir ættu nú að vera að taka við ábyrgðarstöðum og að hrinda í framkvæmd efnahagslegum endurbótum. í þess stað eru þeir það sem stjómendur verksmiðja og þorpshöfðingjar kalla „Hin týnda kynslóð". Á þeim 10 árum sem menningarbyltingin stóð yfir, voru um 17 milljónir ungs fólks fluttar frá boigum til sveita, til þess að bændur gætu uppfrætt það. Margt af þessu fólki bíður enn leyfis yfirvalda að fá að hitta fjölskyldur sínar aftur. Enn fleiri urðu munaðarleysingjar, er for- eldrar þeirra létu lífíð í þeim blóðugu átökum er áttu sér stað um allt landið, eða voru sendir í þrælkunarbúðir. Fómarlömb byltingarinnar voru þó fleiri, formaður kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yao- bang, segir að a.m.k. 1 milljón hafi látist í byltingarátökunum og um 30 milljónir hafí verið ofsóttir af Rauðu varðliðunum. Allt sem talið var borgaralegt var tor- tryggt. Menntamenn, þeir sem vildu fá að ástunda trú sína og jafnvel þeir sem höfðu erlend tungumál á sínu valdi, voru útskúfaðir eða sendir í þrælkunar- búðir. Margir þeirra sem nú era við völd, þ. á m. Hu Yaobang og Deng Xiaoping, sem af mörgum er álitinn aðalhöfundur umbóta- áætlananna er verið er að hrinda í framkvæmd, vora reknir frá völdum í menningarbyltingunni. Flestir þeirra urðu einnig fyrir persónulegum áföllum, syni Deng Xiaoping var t.d. hent út um glugga á annari hæð Háskólans í Peking og hlaut hann örkuml af. Þeir vora látnir vinna ýmis störf, svo sem að sópa götur og þrífa salemi. Eftir að þessir menn komust til valda aftur, hefur eitt aðalstarf þeirra verið að bæta fyrir þann skaða er Rauðu varðliðamir ollu. Erfitt er að gera sér grein fyrir því fjárhagslega tjóni sem iðnaður og landbúnaður urðu fyrir á þess- um áram. Mikii eyðilegging átti sér stað, endumýjun og viðhald var í Iágmarki og nýir vegir vora ekki gerðir. Húsbyggingar og við- hald húsa, heilsugæsla og menntun, allt var þetta vanrækt. Einn háttsettur kínverskur emb- ættismaður komst svo að orði um menningarbyltinguna nýlega „Það vora ekki aðeins 10 ár sem fóra í súginn, þau vora 30.“ Erfiðara er að bæta þann skaða er fólkið sjálft hefur orðið fyrir. Hiuta af „týndu kynslóðinni" hef- ur tekist að afla sér einhverrar menntunar, en öðram, sem e.t.v. eiga fyrir fjölskyldum að sjá, reyn- ist erfitt að verða sér út um þá þjáifun, sem störf í Kína nútímans krefjast. Varanlegar breyt- ingar? Menntaðir Kínverjar af eldri kynslóðinni, sem illa urðu úti í menningarbyltingunni, eða horfðu upp á það að starfsbræður þeirra væra ofsóttir, era tregir til að taka þátt í umbótatilraunum þeim sem nú er verið að gera í Kína, þar sem þeir óttast að sagan eigi eftir að endurtaka sig. Hvatningu yfirvalda til að heíja aftur baráttu „Hinna hundrað blóma" hefur því verið tekið með tortryggni. Menn minnast þess að er Mao formaður hóf þá baráttu fyrir 30 áram, þegar hann hvatti menn til að gagnrýna kerfið í andstöðu við harða Lenínista fór allt úr bönd- um. Miklar ofsóknir á hendur gagnrýnendum hófust innan árs, þúsundir voru teknar af lífí eða stungið í fangelsi og era þessar ofsóknir af mörgum álitnar hafa verið undanfari menningarbylt- ingarinnar 10 áram síðar. Ýmsir er því þeirrar skoðunar að kyn- slóðimar er „týndust" í menning- arbyltingunni hafi verið tvær, en ekki ein. Framfarasinnar, með Deng Xiaoping og Hu Yaobang í farar- broddi, virðast þó hafa yfirhönd- ina í kínverskum stjómmálum og óneitanlega hafa orðið miklar framfarir í landinu, sem virðast hafa gengið friðsamlega fyrir sig. í landbúnaði, sem um 80% lands- manna byggði afkomu sína á til skamms tíma, hafa t.d. komið í stað samyrkjubúanna býli sem rekin era af fjölskyldum og mega þær framleiða það sem þær vilja eftir að búið er að framleiða ákveðið magn fyrir ríkið. Afleið- ing þessarar kerfisbreytingar er sú að framleiðsla hefur almennt stóraukist og í stað þess að flytja t.d. inn kom og bómull rækta Kínveijar nóg fyrir sig og til út- flutnings. Fijálsræðis hefur einnig gætt á fleiri sviðum atvinnulífsins og þjóðlífsins og samskipti við aðrar þjóðir hafa stóraukist. Fjöldi Kínveija stundar nú nám utan heimalandsins og munu þeir án efa flytja með sér fleira en þekk- ingu þegar heim kemur. Kínveijar hafa verið sjálfstæðari f utanríkis- málum og sýnt þeim meiri áhuga en áður og sendimenn þeirra hafa farið víða um heim. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa fjallað mikið um Kína eftir að landið opnaðist og lagt mikla áherslu á breytingar og hræringar sem þar hafa orðið í fijálsræðisátt. Handtaka John F. Bums, fréttaritara The New York Times, í Peking nýverið kom því mörgum á óvart, en varð jafn- Ýramt tilefni til þess að vekja athygli á því að harðlínumenn, sem ekki era ýkja hrifnir af því sem verið hefur að gerast í landinu á undanfömum áram, era enn sterkir í stjómkerfinu og hafa reynt að spyma við breytingum. Sú spuming hlýtur að vakna hversu varanlegar umbætumar verða og hvað taki við eftir að hinn aldni Deng Xiaoping lætur af forystu? Margir taka án efa undir með sagnfræðingnum í Peking er sagðist vonast til að í þetta sinn tækist að gera breytingar í fram- faraátt, en heimskulegt væri að álíta að fullkomið frelsi komi til með að ríkja. Heimildir: The Economist, Time, Newsweek, The New York Times og The Far East and Australasia 1986. SPORTVÖRil- ÚTSALA SPORTU LAUGAVEGI 49 Enn og aftur höldum viö glæsi- lega útsölu á íþróttavörum. Þeir sem muna eftir fyrri útsöl- um okkar mæta örugglega á þessa. STÓRKOSTLEGUR AFSLATTUR Don Cano bómullargallar Don Cano glansgallar (flest nr.) Adidas glansgallar (lítil nr.) Adidas trimmgallar Hummel gallar Henson gallar íþróttaskór (flest nr.) íþróttatöskur Dúnúlpur nr. f. 9—14 ára Leikfimifatnaður íþróttabolir og fleira og fleira Viðrúllum boltanum til ykkar. Nú er tækifærið til þess aðgera góð kaup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.