Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 51 Krisljón Viðar Helgason — Kveðja Fæddur 6. september 1937 Dáinn 25. júlí 1986 25. júlí þegar blessuð sólin sendi okkur geisla sína og yljaði og gladdi frétti ég að Kristjón Viðar Helgason starfsfélagi minn hefði látist á heimili sínu þá um morguninn. Fréttin kom mér á óvart, því nokkr- um dögum áður heimsótti hann okkur niður í útvarp í fríinu sínu og sagðist koma til starfa 6. ágúst. Viðar kemur ekki aftur, en minn- ingin um góðan dreng lifir meðal okkar allra, sem störfuðum með honum. Viðar réðst til útvarpsins 25. september 1972 við innheimtustörf á auglýsingadeild og vann þar tæp 10 ár en varð þá einn af sendiherr- um stofnunarinnar. Þá nafnbót bera þeir sæmdarmenn sem fara allar ferðir fyrir útvarpið og stóð Viðar sannarlega undir nafni. Auk eril- samra starfa var hann ávallt til- búinn að snúast fyrir vinnufélaga sína. Ég fínn það best nú, hversu góður og mætur drengur hann var. Að loknum löngum vinnudegi sinnti Viðar af alúð áhugamálum sínum. Hann hafði yndi af tónlist, sótti um margra ára skeið tónleika Tónlistarfélagsins og var mikill áhugamaður um byggingu tónlist- arhúss. Hann sýndi mér oft skissur þar sem hann tjáði hugmyndir sínar um húsið og fylgdist með framvindu málsins undanfarin ár. Á aðalfundi á Borginni í júní sl. kom Viðar mér á óvart, þegar hann útskýrði fyrir mér allar teikningar, sem borist höfðu vegna keppninnar um bygg- ingu hússins. Þar var maður sem hafði pælt í þessum málum. Þetta var ekki nema smábrot af áhuga- málum hans. Viðar kunni að njóta lífsins. Vin- um sínum var hann góður og minnumst við starfsfélagar hans þess, þegar hann bauð aldraðri og elskulegri móður sinni til fagnaðar á 50 ára afmæli starfsmannafélags- ins í mars sl. Virðing hans fyrir henni var einstök og augljóst hve vænt þeim þótti hvoru um annað. Að lokum þakka ég Viðari ánægjulegt samstarf. Vandfyllt verður skarð hans hjá útvarpinu. Hann var trúr í starfí og honum þóttin vænt um „útvarpið sitt“. Ég mæli fyrir munn starfsmanna stofn- unarinnar er ég þakka góðum dreng samveruna og votta móður hans, Katrínu, systkinum og ástvinum dýpstu samúð. Gerður G. Bjarklind Mig langar til með nokkrum orð- um að minnast vinar míns, Viðars Helgasonar, er varð bráðkvaddur þann 25. sl. Útför hans var gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 5. ágúst. Ég var staddur í fríi norður í landi er mér barst þessi sorgar- fregn, sem kom eins og reiðarslag yfír mig og fjölskyldu mína. Nokkru áður höfðum við hist og þá var hann kátur og hress að vanda. Mig grunaði ekki að það yrði okkar síðasti fundur í þessu lífí. En svona er það nú. Forsjónin ræður en við mennirnir ekki. Kynni okkar hófust fyrir allmörg- um árum er við urðum vinnufélagar um skeið. Síðan þá sendi hann mér kveðju um hver jól og ég honum. Við hittumst svo af og til gegnum árin. Svo var það fyrir fjórum árum að leiðir okkar lágu saman gegnum sameiginlegt áhugamál sem voru sportbátar. Viðar hafði þá komið sér upp myndarlegum hraðbát, en örlögin höfðu hagað því svo til að hann treysti sér eigi til að stjórna honum, og því bað hann mig um að ganga til liðs við sig til að ann- ast um bátinn og stjóma honum. Mér var það ljúft, enda gott að vera í návist Viðars og varð hann mér mjög kær eftir því sem tíminn leið. Vil ég nú af alhug þakka hon- um traustið er hann sýndi mér og allar okkar góðu stundir er við átt- um saman. Ógleymanlegur verður mér sá tími er við áttum í bátnum á vorin er við gerðum hann kláran fyrir sumarið. Það var unun að sjá hve Viðar nostraði við bátinn, enda einstakt snyrti- og reglumenni í hvívetna. Gat ég því margt af hon- um lært. Margar skemmtilegar siglingar fórum við svo saman í og minnist ég sérstaklega þátttöku okkar í hátíðarhöldum sjómanna- dagsins í Reykjavík ásamt öðrum sportbátaeigendum. Nú verða þær ekki fleiri. En ljúf er sú minning og kær sem ég' á nú þegar Viðar er allur. Sportbátar voru eitt af mörgum áhugamálum hans og var hann mjög vel að sér í öllu er að bátum og búnaði þeirra laut. Þegar ég legg upp í mína síðustu för, þá vona ég að Viðar taki á móti mér og bjóði mér með í sigl- ingu og þá verður það hann er stýrir fleyinu. í okkar nútíma þjóð- félagi hraða og streitu vann þessi góði drengur sín störf af hógværð og sérstakri skyldurækni, en hún, ásamt prúðmennsku, reglusemi og trygglyndi, var hans aðalsmerki. Það er vissulega sárt að sjá á eftir þessum ljúfa hrekklausa dreng, sem aldrei lagði illt til nokk- urs manns og rétti þeim hjálpar- hönd er minna máttu sín, eins og umhyggja hans fyrir Axel, vini hans, sem er öryrki, bar svo fagurt j vitni. Ég vil nú að leiðarlokum þakka þessum góða vini mínum tryggð við mig alla tíð. Með söknuði kveð ég hann nú og með virðingu og þökk mun ég ávallt minnast hans. Elskulegri móður hans, systkin- I um og öðrum ástvinum votta ég og fjölskylda mín einlæga samúð. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þ. Guðmundsson Minning: Keith ScottMorris Fæddur 9. apríl 1964 Dáinn 1. ágúst 1986 í dag verður lagður til hinztu hvílu Keith Scott Morris sem lézt af slysförum þann 1. ágúst. Hann var aðeins 22 ára gamall. Rúmt ár er síðan tveir ungir menn komu til íslands frá Bandaríkjunum til þess að heimsækja ættlandið, sem afí þeirra hafði sagt þeim svo mikið frá. Afí þeirra var Haraldur Svein- björnsson frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, sem var íþróttakennari við Columbia-háskólann um langt skeið. Þeir voru leitandi að uppruna sínum, leitandi að þeim rótum sem þeir voru komnir frá. Þeir ferðuð- ust vítt og breitt um landið en sérstaklega varð þeim Vopnafjörður minnisstæður og kær. Alls staðar fundu þeir ættingja sem tóku þeim opnum örmum og af miklum hlý- hug. Þegar að haustaði sneri annar þeirra, Erik Sveinbjörnsson, til síns heima en Keith tók slíku ástfóstri við landið að hann innritaðist í há- skólann í íslenzkunám. Ekki leið langur tími þar til hann hafði náð slíku valdi á málinu, að hann las íslendingasögurnar og aðrar ís- lenskar bókmenntir jöfnum hönd- um. Allir sem kynntust Keith voru sammála um að þar færi einstakur persónuleiki; leiftrandi gáfur og yfírgripsmikil þekking á flestum sviðum enda var hann mjög víðles- inn. Létt skap hans og hæverska einkenndu hann ávallt. Hann gerði ekki miklar kröfur til lífsins á þess- ari öld lífsgæða. Það eina sem hann þarfnaðist var góð bók og tónlist. Allt lífsgæðakapphlaup nútímans var í hans augum ptjál og hégómi. Til þess að kynnast landinu betur gerðist hann kaupamaður í sveit á Geitaskarði. Þar eins og annars staðar kom hann sér jafn vel vegna einstakrar vinnusemi og samvisku- semi. Þung voru spor foreldra hans, bróður og systur, sem komu hingað til lands í fyrsta sinn til að fylgja honum síðasta spölinn. Ég veit að ég tala fyrir hönd hinna fjölmörgu ættingja, vina og samstarfsmanna, sem kynntust honum þann stutta tíma sem hann dvaldi meðal okkar, að minningin um góðan dreng lifir. Magnús Valdimarsson Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Þann 5.-ágúst verður til moldar borinn ástkær frændi okkar, Krist- jón Viðar Helgason. Viðar eins og hann var ávallt kallaður var elstur bama þeirra hjóna Helga Kristjánssonar húsa- smíðameistara og Katrínar Magn- úsdóttur, Lambastöðum Seltjamar- nesi. Hann fæddist 6. september 1937 og hefði því orðið 49 ára í haust. Þótt Viðar næði ekki háum aldri þá skilur hann mikið eftir í hugum okkar allra. Hann var einstakt ljúf- menni og henni ömmu okkar hefur hann reynst stoð og stytta í gegnum árin. Það var ekki til sá hlutur sem hann hefði ekki glaður vilja fram- kvæma fyrir hana. Viðar var víðlesinn og vel að sér um flest málefni. Listunnandi var hann mikill og hafði mikið yndi af að hlusta á fallega tónlist, sækja málverka- og leiksýningar. Hann var ávallt boðinn og búinn að styrkja góð málefni hvort heldur sem þau snémst um líkn eða list. Okkur systkinunum reyndist hann alltaf vel og er því sárt að sjá af slíkum frænda yfír móðuna miklu, en hafa ber orð Cyprianusar hugföst er hann segir „Hinir dánu em ekki horfnir að fullu. Þeir em aðeins komnir á undan. Elsku amma, megi góður guð gefa þér styrk á þessari stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Systkinin Torfufelli 1. UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÓTEX hleyptir raka auöveldlega I gegnum sig. Mjög gott verörunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. KÖPAL-DÝRÓTEX dugar vel. ÓSA'SIA ARnARHOLL A horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu Boröapantanir i síma 18833. Þú svalar lestrarþörf dagsins ájgtóum Moggans!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.