Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 ÓlöfM. Guðmunds- dóttir — Minning Ólöf Magnúsina Guðmundsdóttir lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 30. júlí sl. Ólöf fæddist 12. apríl 1897 að Kirkjubóli í Vöðlavfk, S-Múlasýslu. Var hún því á nítugasta aldursári er hún lést. Foreldrar Ólafar voru Guðmundur Magnússon frá Sellátrum í Reyðar- fírði og Solveig Benjamínsdóttir frá Ýmastöðum í Vöðlavík. Eignuðust þau 6 böm og var Ólöf þeirra elst, en hin era öll látin: Ölver útgerðar- maður, Benjamín verkstjóri, Marteinn verkamaður, Steinunn Viúsmóðir og Stefania húsmóðir. Guðmundur og Solveig bjuggu fyrstu árin í Vöðlavík en 3 ár í Sandvfk. Guðmundur var heilsulítill og erfitt að framfleyta 8 manna fjölskyldu á jafneinangraðum stað og Vöðlavík var. Fluttu þau því að Nesi í Norðfírði árið 1911 og vora þar fyrst í skjóli Jóns útgerðar- manns og skipstjóra, bróður Sol- veigar. Bjuggu þá á loftinu í litlu húsi sem stóð rétt hjá Vík, sem var heimili Jóns. Foreldrar Ólafar vora duglegir og einstaklega vel verki famir. Guðmundur var góður smið- ur og Solveig annáluð pijóna- og saumakona. Olöf fluttist með for- eldram sinum að Nesi en fór 15 ára gömul til móðursystur sinnar, Guð- rúnar, og Magnúsar Guðmundsson- ar, bónda í Skálateigi í NorðQarðar- sveit. Þar var hún næstu 5 árin og gekk til allra verka út; og inni. Þetta var mikið myndarheimiii og Ólöfu góður skóli. Var alla tíð eink- ar kært með Ólöfu og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra. Elsta dóttir Ól- afar kallaði Guðrúnu alltaf ömmu sína enda kom hún oft til hennar í sveitina. Um tvitugt réð Ólöf sig í vist hjá Pétri Thoroddsen og Frið- rikku konu hans. Var hún hjá þeim í eitt og hálft ár. Heimili héraðs- læknisins var eitt af fáum heimiium betri borgara á Nesi, húsbóndinn menntaður og mikill tónlistarmaður og húsmóðirin hafði gengið á skóla í Danmörku. Ólöf rómaði þetta myndarheimili og kvaðst hafa lært þar mikið í húshaldi. Á þessum áram, í kringum 1920, var mikið sóst eftir duglegum og myndarleg- um stúlkum í kaupavinnu upp á Hérað neðan af Fjörðum. Réð Olöf sig þá á stórbýlið Egilsstað til Margrétar og Jóns Bergssonar bónda. Þar var fyöldi vinnufólks og þar á meðal Björgúlfur Gunnlaugs- son, búfræðingur frá Bændaskólan- um á Eiðum. Hann var ættaður frá Völlum á Héraði og frá Gunnólfsvík á Langanesströnd. Ólöf og Björg- úlfur felldu hugi saman og giftu sig í apríl 1921. Hófu þau búskap árið áður að Keldhólum á Völium í félagi við fóstra og föðursystur Björgúlfs, Sólveigu, og mann henn- ar, Vigfús Einarsson. En búskapur- inn stóð stutt og þau fluttu til Norðfjarðar haustið 1921 og hafa átt heima hér alla tíð síðan. Eignuð- ust þau 4 böm á fjóra og hálfu ári, en þau era: Soffía, gift Jóhann- esi Stefánssyni, Neskaupstað; Anna, gift Jóni Ágústi Guðbjöms- syni, Reykjavík; Helga, gift Halldóri Haraidssyni, Neskaupstað, og Guð- mundur, ókvæntur, í Reykjavík. Þá tóku þau '\ fóstur son Önnu dóttur sinnar, Úlfar Hermannsson. Af- komendur Ólafar og Björgúlfs era orðnir 26. Mann sinn missti Ólöf 19. maí 1963 er hann var 67 ára. Næstu árin bjó Ólöf að mestu ein í notalegri íbúð sinni við Miðstræti. Hafði hún ofanaf fyrir sér með því að selja fæði og taka á heimili sitt skólapiita innan úr Norðfjarðarsveit og af Qörðunum í kring, en þeir vora ýmist í gagnfræðaskólanum eða iðnskóla. Myndarskapur, hrein- læti og góður matur vora eins og best varð á kosið. Sumir þessara nemenda vora hjá Ólöfu allt að fjór- um vetram. Ólöf var glaðlynd og átti gott með umgengni við ungt fólk. Hafði hún unun af því að hafa það hjá sér, skilningsrík á hagi þess og hjálpsöm sem góð móðir. Sóttust nemendur eftir að komast í fæði t Eiginmaður minn og faöir okkar, KARLTHEODÓR JÓNSSON, Kleppsvegi 74, lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala föstudaginn 1. ágúst. Hrefna Hannesdóttir og börn. t Móöursystir min og systir okkar, RAGNHEIÐUR SCHEVING, Hraunbæ 116, lést í Landspitalanum 3. ágúst. Dóra Petersen, Svava S. Jónsdóttir, Guörún S. Jónsdóttir, Lárus Scheving. t Eiginkona mín, móöir okkar og amma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Vfðihvammi 14, Kópavogi, lést í Landakotsspítala 3. ágúst. Jarösett veröur frá Dómkirkjunni miövikudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Stefán Karlsson, börn og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faðir, ORLA EGON NIELSEN hárskerameistari, Hátúni 8, Reykjavfk andaðist t Vífilsstaöaspítala 5. ágúst. Inglbjörg D. Nielsen, Skúli Nielsen. t Móðir okkar, JÓHANNA SIGBJÖRNSDÓTTIR, Grettlsgötu 90, lést í Borgarspítalanum 2. ágúst. Sjöfn Haraldsdóttir, Millý Haraldsdóttir, Auöur Haraldsdóttir. t Eiginkona mín og móöir okkar, JÁRNBRÁ BÁRA MAGNÚSDÓTTIR, frá Garöhúsum Höfnum, andaöist aö Hrafnistu, Hafnarfiröi 19. júlí sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega sýnda samúö. Guðmundur Guðfinnsson og börn. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, RANNVEIGINGIMUNDARDÓTTIR, Vfðlmel 66, lést í Borgarspítalanum að morgni 3. ágúst. Ingimundur Sigfússon, Valgerður Valsdóttir, Sverrir Sigfússon, Stefanfa Davfðsdóttir, Sigfús Sigfússon, Guðrún Norberg, Margrét Sigfúsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÁGÚST PÉTURSSON húsgagnasmiður, Álftröð 3, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Guðrún D. Kristjánsdóttir, Harpa Kristrún Ágústsdóttir, Pétur Ómar Ágústsson, Ágústa Sigrún Agústsdóttir, Hrönn Önundardóttir, Marfnó Önundarson, Guðrún Dagný Pétursdóttir, Ágúst Önundarson. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GUNNARS ÓLAFSSONAR sjómanns, frá Vfk f Mýrdal, Kársnesbraut 19, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30 e.h. Arndfs Tómasdóttir, Ólafur Einir Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Ingibjörg Sigrfður Jones, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Kristján Gunnar Halldórsson, Ingólfur Marteinn Ólafsson, Drffa Guðrún Halldórsdóttir, Sigurður Arnar Ólafsson, Róbert Emil Halldórsson, Svanfríður Louise Ólafsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR J. KALDAL, fer fram frá Dómkirkjunni f Reykjavík föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítala Hringsins. Leifur Magnússon, Oddrún Kristjánsdóttir, Kristmann Magnússon, Hjördfs Magnúsdóttir og barnabörn. t Útför móður okkar og tengdamóður, PETRÓNELLU BENTSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Dætur og tengdasynir. hjá henni og dvelja þar enda héldu margir þeirra tryggð við hana alla tíð. Ólöf hætti heimilishaldi skömmu fyrir áttrætt og dvaldi á heimili Soffíu dóttur sinnar í nokk- ur ár eða þar til fyrir fimm áram, að heiisa hennar var farin að bila. Þá fór hún á elliheimilið og síðan á fjórðungssjúkrahúsið, þar sem veikindi hennar ágerðust og hún þurfti hjúkranar við. Ólöf var ein af þessum vel gerðu alþýðukonum sem fátæktin beygði aldrei og hélt alltaf reisn sinni. Hún var fríð, myndarleg, kvik í hreyfíngum, glað- sinna en ákveðin í skapi. Dugnaður hennar kom sér einkar vel þegar atvinnuleysi og fátækt heijuðu á alþýðuheimilin. Kreppan í algleym- ingi, búið í þröngu og lélegu húsnæði. Björgúlfur var hörkudug- legur og vann alla vinnu sem bauðst. Fór hann á vertíð til Homa- fjarðar og á Suðumes. Stundum fískaðist ekkert og a.m.k. einu sinni varð aflahlutur enginn og ekki króna til að leggja í heimilið. Ólöf vann úti á sumram við beitningu og fiskþvott ásamt manni sínum. Höfðu þau alltaf nokkrar kindur og garðrækt. Ullina vann Ólöf yfír veturinn, kembdi, spann og pijónaði ásamt saumaskap á bömin. Sat hún oft við þetta fram á nótt. Það var oft gestkvæmt á heimili tengdafor- eldra minna, mikið tekið í spil á vetrarkvöldum, þau gerð léttbærari við olíulampann og hitann frá kola- eldavélinni. Bamabömin sóttu mikið til Ollu ömmu enda alltaf eitt- hvað að fá í sarpinn. Glaðlegt viðmót hennar og hjálpsemi hændu þau að henni og þeim þótti vænt um hana. Ólöf tók ekki mikinn þátt í félagslífí en hún starfaði í kvenna- deild slysavamafélagsins hér í bæ og var heiðursfélagi þess. Þegar Ólöf iá í sjúkrahúsinu var hún oft miið veik en hún fékk orð fyrir að vera þægilegur sjúklingur, kröfulít- il og kvarta sjaldan. Era læknum, hjúkranarfólki og öðra starfsfólki sjúkrahússins færðar þakkir fyrir góða umönnun. Þá var Ólöfu ómet- anlegur styrkur að yngsta dóttir hennar, Helga, sem starfaði í sjúkrahúsinu, leit til hennar og heimáotti svo í viðtalstímum. Hjálp- semi Helgu og alúð við mömmu sína í erfíðum veikindum var henni mikils virði. Hvíldin var Ólöfu kær- komin. Fyrst þegar ég kom á heimili tengdaforeldra minna, fyrir nærri hálfri öld, varð ég snortinn af því hvað þau hjón tóku mér vel. Hjarta- hlýja og hjálpsemi þeirra vora mér, oft í erilsömum störfum, ómetanleg. Einnig allri flölskyldu minni. Ólöfu M. Guðmundsdóttir, sem er kvödd í hinsta sinn með sökn- uði, er þökkuð einstök fómfysi, hjálpsemi og vinátta við sína nán- ustu. Með henni er fallin frá ein af alþýðukonum aldamótanna sem lifðu tímana tvenna. Góð kona, móðir, tengdamóðir, amma og lan- gamma. Jóhannes Stefánsson Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg- gefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Megin- regla er að minningar- greinar birtist undir fullu höfundarnafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.