Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.08.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 fclk í „Eg er svolítið hjálparvana, rétt eins og Agnes“ segir leikkonan Meg Tilly, sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Agnes, bam Guðs“ „Hann veitti mér það öryggi, sem ég hafði ávallt þráð,“ segir Meg Tiliy um eiginmann sinn, Tim Zinnemann, sem er tuttugu árum eldri en hún. Meg og Tim ræða við aðalleikarann í nýjustu mynd Tim, Ralph Macchio. „Hlutverk Agnes- ar var afskaplega erfitt og krefj- andi“, segir Meg Tilly. „í fleiri mán- uði á eftir velti ég trúmálum fyrir mér, var eiginlega orðin alveg rugluð — vissi ekki hvað var rétt eða rangt.“ Leikkonan Meg Tilly vakti fyrst athygli fyrir sakleysi sitt og umkomuleysi. Hún þótti bera með sér ferskan blæ hreinlífis, minnti alltaf mest á hræddan fugl, sem ekki gat flogið á eigin spýtur. Þess vegna var hún líka ávallt valin í þau hlutverk, sem kröfðust svolítils hjálparleysis og örvæntingar. Frægust er Meg fyrir túlkun sína á nunnunni Agnesi í myndinni „Agnes, bam Guðs“. En hver er manneskjan á bak við dulargervið, er hún jafn ósjálfbjarga og rullur hennar gefa til kynna? „Já, kannski er ég það, svona að vissu leyti," segir hún. „Ég er alla vega ekki sjáifri mér nóg. Reyndar er ég svo heppin að vera hamingjusamlega gift manni, sem ég gæti ekki lifað án. Áður en ég kynntist honum var ég alltaf hrædd, bæði við atburði og annað fólk. Hann hefur hinsveg- ar gefið mér það öryggi, sem ég hef alltaf þráð, fullvissað mig um að ég sé einhvers virði,“ bætir hún við. Meg Tilly er 26 ára að aldri og draumaprinsinn, sem hún lýsir svo, er enginn annar en hinn 45 ára gamli kvikmyndaframleiðandi, Tim Zinnemann. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er nógu gam- all til að geta verið pabbi hennar," viðurkennir Tim, „og áður fyrr angraði það mig töluvert. Ég var meira að segja farinn að velta því fyrir mér hvort ást mín til Tilly væri bara þessi svokallaði grái fiðr- ingur. Við hittumst fyrir 5 árum og hún heillaði mig um leið með bamslegri einlægni og takmarka- lausu trausti. Þessi hrifning var gagnkvæm, það fann ég fljótt, en hún var hrædd, eiginlega alveg skelfingu lostin. Þess vegna fékk hún vinkonu sína til að koma með sér þegar ég bauð henni út í fyrsta sinn, sem nokkurs konar siðgæðis- vörð. Ekki leið þó á löngu uns verðinum fór að leiðast í félagsskap okkar og yfirgaf staðinn, orðalaust. Ég bauð Meg í bíltúr, sem hún þáði, þrátt fyrir ótta sinn,“ segir hann. „Ég þekkti þig bara ekki neitt og var þess vegna logandi hrædd um að þú myndir kannski ráðast á mig,“ segir Meg afsak- andi, „sem þú og gerðir," bætir hún svo brosandi við. „Já, það er rétt“, segir Tim og hlær. „Én, hvað um það, núorðið hugsa ég aldrei út í þennan aldursmun. Ég er ástfang- Slysavarna- og sjóvinnuskóli SVFÍ Einn af leiðbeinend- um vinnuskólans var hin víðfræga knatt- spyrnukempa Janus Guðlaugsson, sem hér sést stoltur flagga steinbít nokkrum, er hann veiddi fyrir utan Eyjar. Félagarnir Hilmar og Sæberg stoltir á svip með > góðan afla. Hamagangur og læti virðast vera örlög gamla góða varð- skipsins Þórs, sem svo vandlega gætti miðanna, hér á árum áður. Þá leið vart sá dagur að forsíður blaðanna prýddu ekki myndir af fleyinu og fréttatímar fjölmiðlanna væru fullir af frásögnum af fræki- legum afrekum þess. Þegar stríðinu á sjónum lauk, sigurinn var í höfn, varð svo æði hljótt um ferðir Þórs og töldu margir hann hafa gegnt hlutverki sínu til hins ýtrasta, meira myndi ekki til hans spyijast. - En þeir hinir sömu misreiknuðu sig all-illilega þar. Þorskastríð og deilur heyra að vísu sögunni til, sem betur fer - en Þór er enn í fullu Ijöri, hefur fengið sér smá andlitslyftingu og tekið sér annað nafn, eins og algengt er um stjörnur. I stað há- værra herópa hefur nú í sumar hljómað gáskafullur hlátur út úr hvetju kýrauga á slysavamaskóla sjómanna, skipinu Sæbjörgu. Vinnuskóli Reykjavíkurborgar hef- ur verið þar með starfsmenn sína, dyttað að skipinu og fræðst um slysavamir og sjóvinnu. Það var nú í vikunni, sem síðasti hópurinn kvaddi og því þótti okkur vel við hæfi að inna Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra Slysavamafé- lagsins, eftir því hvernig tekist hefði til. „Þetta hefur verið afskaplega ánægjulegt sumar, svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði Hannes. „Yfir 100 ungmenni hafa nú lagt hönd á plóginn við viðhald skipsins og fengið út úr því bæði fræðslu og starfsfyilingu. Hafa þau komið hingað í 12-18 manna hópum og hver hópur hefur starfað hér í eina viku. Með þeim hafa svo ávallt ver- ið leiðbeinendur - þeirra eigin verkstjórar. Samstarf okkar við þá hefur verið geysilega gott - algjör- lega hnökralaust. Ég held líka að þeir, sem einhvetjar efasemdir höfðu um ágæti þessarar tilraunar, hljóti nú að hafa sannfærst um gildi hennar. Það er eiginlega ekki hægt annað, en að smitast af starfsgleði krakkanna og æskufjöri, þar sem þau hamast við að rústverja, menja og mála. Nú, svo höfum við náttúru- lega notað tækifærið, sýnt þeim fræðslumyndir um slysavamir svo og kennt þeim að splæsa líflínur í björgunarhringi þá, sem SVFI hefur komið upp við ár, vötn og hafnir. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen hefur heldur ekki farið varhluta af heimsókn ungmennanna, því með honum hafa þau farið út á flóa, fengið að renna færi, prófa björgun- arbúninga o.s.frv. Svo það er óhætt að segja að hér hafi gamni og al- vöm verið blandað saman í hæfileg- um hlutföllum," bætti hann við. - En hvemig kom þetta til - hvenær fæddist hugmyndin? „Það var í byijun, þessa árs, sem Já, áhuginn leynir sér ekki - ánægjan skín úr andliti Bjarg- ar, þar sem hún buslar í flotbúningi og rígheldur í björgun- arhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.