Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 06.08.1986, Qupperneq 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1986 Morgunblaðið/Júlíus Þannig var umferðin á mánudagskvöld, samfelld bilalest á leið til Reykjavíkur en aðeins einn bill á leið út úr borginni. smáóhöpp stað en þau voru ekki alvarleg. Þó nokkuð rigndi en gest- ir í Þórsmörk létu það ekki á sig fá að sögn lögreglunnar. í Galtalækjarskógi var margt um manninn. Þar var veður betra en í Þórsmörk, þratt fyrir skúrir alla dagana. Fór allt mótshald vel fram og engin óhöpp urðu, en lögreglan á Hvolsvelli þurfti að hafa afskipti af 8 ökumönnum vegna of mikils hraða á vegum úti. Færra á Laugiim en búist var við Á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu voru um 2.000 manns samankomin, en það er nokkru færra en mótshaldarar bjuggust við. Voru aðallega unglingar rétt yfir fermingu sem héldu til á Laug- um yfir helgina og var ölvun lítt áberandi og óhöpp með minnsta móti. í Vaglaskógi var töluverður fjöldi ungmenna samankominn, en þar voru hátt á annað þúsund manns. Bílvelta í ÞAÐ ÓHAPP átti sér stað í Svínadal um kl. 22.30 á mánu- dagskvöld, að jeppa-bifreið af Toyota-gerð ók út af veginum og fór einar þrjár veltur áður en hún hafnaði í skurði. Tvennt var í bifreiðinni, þegar slysið átti sér stað, en sluppu þau bæði við meiðsl, enda voru þau bæði í bílbeltum. Bfllinn mun hins vegar vera svo gott sem ónýtur. Samkvæmt upplýsingum lögregi- unnar á Húsavík var mi'.cil ölvun en þó lítið um slagsmál og fá óhöpp. Lögreglan á Húsavík þurfti hins vegar að hafa töluverð afskipti af ölvuðum ökumönnum, en alls voru 9 gripnir vegna þess að þeir keyrðu undir áhrifum áfengis. Hins vegar var þess ekki mikið vart að öku- menn ækju um á ólöglegum hraða. Þá stöðvaði lögreglan marga öku- menn til að athuga ástand bifreiða og ökumanna og voru ökutæki yfir- leitt í góðu lagi. Ölvun, kuldi og góð stemmning í Skeljavík MILLJ 15 og 16 hundruð manns voru á útihátiðinni í Skeljavík í Steingrímsfirði á Ströndum um Verslunarmannahelgina. Fór hátíð- in vel fram að sögn heimamanna, þrátt fyrir kulda og töluverða ölvun. Þetta er í fyrsta sinn sem úti- hátíð er haldin á þessum stað. Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík sagði í samtali við Morg- Svínadal Að sögn Sigvalda Guðmundsson- ar varðstjóra hjá lögreglunni í Búðardal, gekk umferðin yfirleitt vel fyrir sig við Breiðafjörð og akst- urslag flestra til hins mesta sóma. „Þó var eins og ökumenn væru ekki eins vakandi á mánudags- kvöldið og áður; t.d. var töluvert um það að menn gleymdu að kveikja ökuljósin," sagði Sigvaldi, og kvað hann umferð hafa verið nokkuð stöðuga þá og mikla. unblaðið að stemmning hafi sér virst góð og fólkið skemmta sér vel. Mest var þama af fólki um og yfír tvítugt, flest þeirra frá Vest- íjörðunum. Fór það að tínast að seinni part föstudagsins, og var ekki mikið los á fólki uns það hélt til síns heima á mánudag, en flest- ir voru famir um tvöleytið á mánudag. Ölvun var allmikil að sögn Stef- áns en samt taldi hann að hátíðin hafi verið friðsamari en mörg böll sem hafi verið haldin á svæðinu. Ekki hafi orðið nein meiriháttar meiðsl á fólki, en samt var „stöðug- ur renningur" af fólki á heilsu- gæslustöðina á Hólmavík að sögn læknisins. Björgunarsveitin á Hólmavík sá um gæslu á svæðinu, og að sögn lögreglunnar á Hólmavík stóð hún sig mjög vel. Lögreglan hafði þegar mest var 17 menn á vakt, og skráð voru afskipti af tíu mönnum sem vom til vandræða. Ekki átti hún samt hægt með að stinga mönnum inn því að næstu fangageymslur em á Blönduósi og í Borgamesi. Þá fékk lögreglan veður af eitur- lyfjaneyslu á svæðinu og vom gerðar upptækar nokkrar pípur og u.þ.b. gramm af hassi. Samt lagði lögreglan áherslu á að þarna hafi ekki verið neinn skríll, bara ungt fólk að skemmta sér. Þrátt fyrir kulda og ölvun varð það engum til meins því að Björgun- arsveitin sá um að koma þeim sem ósjálfbjarga vom í skjól fyrir kuld- anum. Margt um manninn í Stykkishólmi Stykkishólmi. ÞAÐ var mikið um ferðafólk hér í Stykkishólmi og nágrenni um versl- unarmannahelgina. Fólk alstaðar að af landi var hér, bæði á hótelinu og svo vom tjaldstæðin yfírfull og fólk tjaldaði líka þar sem það gat fengið góða og fallega bletti. í Ber- serkjahrauni vom íjöldamörg tjöld og fólk var bæði á Hraunflöt og svo í hinum skemmtilegu og fallegu og sjálfgerðu tjaldstæðum í hrauninu, heitt var eftir því sem veðurguðirn- ir og veðurstofan höfðu spáð veðri og víða sá maður fólk vera að grilla úti í náttúmnni. Fyrir utan hótelið var fjöldi einkabíla og jafnvel rúta og inni var allt á fullri ferð til að þjóna gestum og fær hótelið lof fyrir bæði vistleg salarkynni og gott at- læti. Aukning er þar talsverð. Þá má ekki gleyma hraðbátnum hans Péturs Ágústssonar og þeirra fé- laga sem tekur 22 manns í sæti. Hann hefir um þessa helgi haldið uppi mörgum ferðum á dag bæði um suðureyjar og til Flateyjar og em þær mjög vinsælar. Baldur hef- ir einnig aukið við sínar áætlunar- ferðir til Flateyjar og Brjánslæk og af þessu sést að það hefir verið hér í Hólminum og nágrenni eins og á einskonar þjóðhátíð. Þegar ekið er upp um sveit fer ekki á milli mála að mörgum bflum mætum við og rútan okkar er alltaf dagviss og nú flutti hún einnig hóp sem hér ætlaði að vera yfir verslun- arhelgina og svo aðra sem ætluðu að heiman og suður, allt á ferð og flugi. Eg held að umferðin aukist með ári hveiju. Og ekki verður annað séð en velmegun ríki alsstað- ar og gaman og gott að fólk skuli geta notið helgarinnar. Ámi. Nær engin ölvun í Bjarkarlundi í BJARKARLUNDI í Austur-Barðastrandarsýslu sá starfsfólk hótels Bjarkarlundar um fjölskylduhátíð. „Það fór allt ein- staklega vel fram hérna“ sagði Kristinn Óskarsson, starfsmaður hótelsins í samtali við Morgunblað- ið. „Það sá ekki vín á nokkram manni.“ Sagði hann að á svæðinu hafi verið um 300 manns sem hann taldi hæfilegt á ekki stærri stað. Þetta var fyrst og fremst fjölskyldufólk í tjöldum. Veðrið sagði Kristinn að hefði verið eins og best getur orðið, en þó var ekki mjög hlýtt. Fólk fór að safnast saman við Bjarkarlund seinni partinn á föstu- dag. Töluvert los var á fólki, enda ekki nema 50 kílómetrar á næstu útihátíð í Skeljavík. Fólk fór svo að tínast til sins heima upp úr há- degi á mánudag. Engin slys eða óhöpp urðu, „Við þurftum ekki að úthluta svo mikið sem einum plástri,“ sagði Kristinn. Sagðist hann aldrei hafa orðið vitni að hátíð sem hafi farið eins fram. Var það annað en áður fyrr, en þá var oft all-sukksamt á skemmtun- um í Bjarkarlundi. Flugdreki féll á hústjald Það var víðar en þar sem úti- hátíðir vom auglýstar sem fólk safnaðist saman og til dæmis í Hallormsstaðaskógi vom milli 500 og 800 manns í tjöldum yfir helg- ina. Ágætis veður var þar en fremur kalt á nóttuni. Olvun var ekki áber- andi. Þá safnaðist fólk einnig saman í Ásbyrgi, og taldi lögreglan á Raufarhöfn að þar hefðu verið um 500 manns samankomnir. Svip- aður íjöldi var einnig á tjaldstæðinu í Vík, en þar var fjölskyldufólk sam- ankomið í sérstaklega góðu veðri, því þrátt fyrir að rigndi bæði austan og vestan við Vík datt ekki dropi úr lofti þar sem fólkið var saman- komið, að sögn lögreglunnar. Hins vegar vildi til það óhapp að maður sem lék sér að því að svífa um loft- in blá í flugdreka missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann lenti á hústjaldi sem við það lagðist saman. Slys urðu þó ekki á fólki en tjaldið skemmdist mikið. Þá fór fram kristilegt unglinga- mót í Vatnaskógi með yfirskriftinni: „Jesús lifir, en þú?“ og vom þar mættir rúmlega 150 unglingar um helgina. Eins og við mátti búast var margt um manninn á Þingvöllum og á Laugarvatni, en á þessum stöðum hafði verið spáð góðu veðri um helgina. Á Laugarvatni vom all- margir samankomnir, eða hátt á annað þúsund manns. Var þar aðal- lega fjölskyldufólk samankomið og gekk allt áfallalaust. Lögreglan þurfti þó að taka tólf ökumenn vegna ölvunar við akstur í nágrenni Laugarvatns. Morgunbladið/Þröstur Garðarsson Eins og sjá má er bifreiðin illa farin eftir veltumar. Umferðarráð: Þakkir til landsmanna UMFERÐARRÁÐ hefur farið þess á leit við Morgunblaðið að það birti eftirfarandi bréf til landsmanna: Umferðarráð þakkar lands- mönnum eindreginn stuðning við nýhafið átak ráðsins og lögreglu gegn hraðakstri og ölvunarakstri. Jafnframt þakkar Umferðarráð vegfarendum liðveisíu um versl- unarmannahelgi sem m.a. kom fram í hóflegum hraða og almennri notkun bflbelta og ljósa. Umferðarráð hvetur fólk til þess að halda áfram á þessari braut umferðarmenningar, og minnir í því sambandi á að einnig er brýnt að nota bílbelti í þétt- býlisumferð. Reykjavík, 5. ágúst 1986, f.h. Umferðarráðs, Valgarð Briem, formaður. Óli H. Þórðarson, framkv.stjóri. BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML672444 hnemiélar Fyrir flestar geröir dráttarvéla. 3501., - henta vel fyrir bændurog smærri verktaka. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sirazsnssr \<€ VILTll REYNA AÐ SKRIFA VERÐLAUNA- BÓK? Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka auglýsir nú á ný eftir handritum að barna- og unglingabókum til keppni um íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Verðlaun verða 50.000 krónur að viðbættum höfundarlaunum sam- kvæmt samningi Rithöf- undasambands fslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Miðað við meðalupplag og verð barnabóka gæti þetta samtals numið á annað hundrað þúsund krónum. Dómnefnd mun velja verðlaunasöguna úr þeim handritum sem berast. Ekki eru sett nein mörk varðandi lengd sagnanna en við það er miðað að þessu smni að efnið höfði til barna á aldrinum frá 10 -13 ára. Handrit í verðlaunasam- keppnina skulu send i ábyrgðarpósti og er utanáskriftin: Vaka/Helgafell Síðumúla 29 108 Reykjavík. Sögurnar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja í lokuðu umslagi. Frestur til að skila hand- ritum er til 31. desember 1986 og stefnt að því að verðlaunabókin komi út á vegum Vöku/Helga- fells vorið 1987. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í sima forlagsins 688300. Stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.