Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 23

Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Séð yfir um þriðjung teiknistofunnar á efri hœð B. Baldursson reklam. Stúlkan fremst á myndinni er að selja inn skýringar á eina af loftmyndunum sem Bragi hefur tekið. og hugsaði ég mér að reyna síðar að komast inn á einhvem myndlist- arskóla hér. Það kom síðar í ljós, að Bragi var einn orðinn nógu gamall til að ráða sig í vinnu hjá Volvo, tuttugu ára, félagamir vom nítján. Hjá Volvo vann bragi í 11 mánuði á meðan hann var að komast inn í tungumálið og þjóðfélagið. Síðan vann hann um tíma sem lagermað- ur og vörubílstjóri hjá byggingafyr- irtæki, en 1972 fær hann inni í Listiðnaðarskólanum hér í Gauta- borg. Fyrstu skrefin Námið í Listiðnaðarskólanum tók 4 ár og kennt var á kvöldin. Fyrsta árið var Bragi einnig í prentskóla á daginn, en 3 síðustu árin vann hann eins og aðrir nemendur á auglýsingastofu. Að námi loknu fékk hann vinnu hjá borginni og veitti forstöðu prentstofu sem jafnframt sá um tilbúning upplýsinga og auglýs- ingabæklinga fyrir hin ýmsu ráð og deildir borgarinnar. Þar vann hann í 5 ár jafnframt því sem hann las fjölmiðlafræði sem þá var ný- byrjað að kenna við háskólann í Gautaborg, ásamt því að kynna sér markaðsfræðslu og stunda kennslu við ljósmyndun, en þar voru nem- endur Svíar sem neituðu að gegna herþjónustu. A þessum árum vaknar hug- myndin um það að setja á stofn eigið fyrirtæki. — Eg er dálítið sjálfstæður í mér og vill ráða því sem ég er að gera. Það getur oft verið erfitt þegar maður vinnur hjá hinu opinbera. Stakkurinn sem manni er afhentur er oft á tíðum of þröngt skorinn. Þú færð þetta til að vinna úr og búið, hvort sem þér líkar betur eða ver. Ég þreyttist einfaldlega á því að skila hálfgóðu verki, vegna þess að mér voru ekki skammtaðir nógu miklir peningar til að gera betur og skila um leið betri árangri, borga mig betur. Ég hef alltaf átt bágt með að halda mig innan ramma sem eru settir af einhveijum sem ekki hefur vit hvar hann á að setja þá. Mig fór að klæja í fingurna til að sýna fram á að það væri hægt að vinna verkið öðruvísi og betur ef að ég fengi að ráða öllu sjálfur, bæði hvernig það væri unnið og kostnaðinum í hlutfalli við það. Þessi fíngrakláði ágerðist og 1979 segir Bragi upp stöðu sinni hjá borginni og stofnar B. Baldurs- son reklam í janúarbyijun 1980. — Ég fékk inni á bílaleigu hjá einum félaga mínum og hann náði fyrir mig í gamalt eikarskrifborð upp á háaloft og tvo stóla. Ég keypti mér myndavél, teikniborð og ritvél og fór að vinna. Fyrstu viðskiptavinirnir voru borgin og bílaleigan þar sem Bragi var til húsa. Fyrir borgina vann Bragi það sama og hann hafði gert áður; — nema núna voru hlutirnir betur gerðir, kostuðu meira og áhrifín voru betri. Tímamót í háloftunum Þegar Bragi setur fyrirtæki sitt á stofn er hann giftur, nýorðinn faðir og búinn að byggja sér hús. — Ég vann einn fyrsta árið og það gekk mjög vel. Um það leyti sem fyrirtækið var árs gamalt var verið að vinna að gjörbreytingu á tómstundaráðum borgarinnar og hafði ég að nokkru upplýsingahlið- ina á því máli á minni könnu, fyrir austurhluta borgarinnar. A ein- hveijum fundinum lét einhveijum sér detta í hug að taka loftmyndir af útivistarsvæðunum og spurði mig hvort þetta væri hægt. Ég svaraði, eins og alltaf, að það væri ekkert mál. Að vísu hafði ég aldrei gert þetta áður, en aðrir höfðu gert það, svo ég hlaut að geta það líka. í stað þess að hringja til ein- Hluti af bílaflota fyrirtækisins B. Baldursson reklam ásamt Braga sjálfum, en hann er forstjóri og eigandi. hvers flugfélagsins, hringdi Bragi til kunningja síns sem vann upp á Landvetter-flugvelli og spurði hann hvort hann vissi um einhvem sem gæti flogið með sig við loftmynda- tökur. Sá vissi af manni sem átti sjóflugvél og þar með var Bragi farinn að bjóða nýja þjónustu hjá fyrirtækinu, sem vom myndatökur úr lofti. — Þetta varð sérgrein mín um tíma og viðskiptavinahópurinn stækkaði bæði vegna þessa og ann- arra nýjunga sem ég var með. Það þýðir ekki að hjakka í sama fari og aðrir, reyna að traðka skóinn af öðrum með því að bjóða nákvæm- lega sömu þjónustu. Maður verður að geta boðið eitthvað annað og betra. Ég hef alltaf forðast að gera það sama og aðrir. Skömmu seinna kemst Bragi í samband við fyrirtæki sem vinnur að hönnun og framleiðslu upplýs- ingaefnis fyrir Volvo. — Þeir unnu eitthvað með glær- ur og spurðu mig hvort ég gæti ekki útbúið glærur fyrir þá. Ekkert mál sagði ég, vissi ekki hvernig ég ætlaði að fara að því en hugmyndin var góð og vel þess virði að hrinda henni í framkvæmd. (Glærur þær sem hér er átt við eru þær sem notaðar eru sem skýringarmyndir á myndvarpa sem varpar þeim á vegg eða tjald, innsk. GKM.) Til að byija með hönnuðum við aðeins teikningamar o.þ.h. og urð- um að kaupa fullvinnsluna annars staðar frá, en við náðum fljótlega tökum á kúnstinni frá A til Ö svo að segja og nú er svo komið að flest- ar glærur sem settar eru á myndvarpa hjá Volvo og SKF, svo nokkur dæmi séu tekin, eru unnar af okkur. Volvo er í dag stærsti viðskipta- vinur Braga og hann er stoltur af því, Volvo er þekkt bæði fyrir gæða- framleiðslu og sömuleiðis fyrir háar gæðakröfur á því efni sem verk- smiðjumar nota til upplýsinga og áróðurs. Það heyrir einnig til mynd- arinnar að sænskir em harðir á því að auglýsingar eigi að vera mál- efnalegar og lokkandi en ekki skmmið eitt, svo að fyrirtækjum sem eiga við auglýsingar er vandi á höndum; að gera auglýsingar án skmmskælingar. 1983 em þau þijú sem vinna hjá fyrirtækinu og mesta vinnan er fólgin í hönnun og framleiðslu á glæmm. — Um þetta leyti gemm við fyrsta „overhead-nyckeln“ eða glæm-lykilinn, eins og hægt væri að kalla hann á íslensku. Það var einfaldlega sérstaklega rúðustrikað blað sem auðveldaði viðskiptavinin- um að fmmvinna það efni sem hann þurfti að fá útbúið. Jafnframt þessu fékk hann verðlista sem sagði hon- um upp á krónu hvað hugmynd háns um útfærsluna á glæmnum myndi kosta. Þetta uppátæki reynd- ist mikið gæfuspor, því fyrirtæki em í eðli sínu hrædd við auglýsinga- stofur, menn em ekki alveg með það á hreinu oft á tíðum þegar þeir ganga þar inn, hvort þeir fari ekki þaðan út á brókinni, slyppir og snauðir. Þarna fundum við lykil sem gerði viðskiptavininum kleift að ákveða hvort þetta borgaði sig fyrir hann án þess að við þyrftum að beita hann fortölum í einu eða neinu. Þetta borgar sig fyrir báða aðila. Að gefa fyrir- tækjum andlit — Haustið 1983 frétti ég af fyr- irtæki í Noregi sem hefði framleitt tölvustýrt borð sem gæti skorið út stafi og merki í límfílmu. Það fer þannig fram, að stafímir, merkin, eða skreytingamar em „lesin" inn á tölvuna, síðan er hægt að endur- skapa táknin í óendanlegum stærðum á þessa límfilmu. — Mér fannst þetta merkilegt tæki, sérstaklega þar sem enginn hafði svona hér. Með þessu tæki getur maður skreytt hvað sem er; bfla, skylti, glugga, í stuttu máli allt sem þarf að sjást. Ég gat bara ekki látið þetta vera. En það var dýrt, 1,6 milljónir s.kr. kostaði það 1984, þegar ég gat keypt það. Við réðum 5 manns á einu bretti, byggðum í báðar átt- ir og helltum okkur út í það sem við köllum að gefa fyrirtækjum andlit. Með þessu tæki gemm við aðal- lega skilti og skreytingar á bfla, strætisvagna og sporvagna, við sjáum t.d. að miklu leyti um ytra útlit sporvagnanna hér í Gautaborg. Möguleikarnir á því sem hægt er að gera með þessu tæki'em ótæm- andi, það eina sem okkur skortir er tíminn til að nýta þá til fullnustu. Bragi er vel í stakk búinn til að framkvæma þessa andlitslyftingu á fyrirtækjum eins og hann kallar það. Fyrirtækið hefur á að skipa mjög fæmm auglýsingateiknumm sem geta formað útlit fyrirtækjanna allt frá merkinu og innréttingunum til bílanna. 23 — Til bflanna segi ég. Ég vil halda því fram að það sé fyrst og fremst bfllinn sem skapi andlit fyrir- tækisins útávið, hann segir þér kannski ekki mikið um vömna eða jjónustuna, en hann getur frætt þig um að hún sé fyrir hendi. Menn eiga að nota bíla fyrirtækja sinna eins og hveija aðra auglýsingu. Við höldum því fram hér að smekklega skreyttur bíll sé á við auglýsinga- kostnað fyrir a.m.k. 15.00 skr. á ári (ca. 80.00 ísl). Ég hef fengið viðskiptavini hér inn sem hafa haldið því fram að þeir hafí borgað bflinn og kostnað- inn við að skreyta hann á fyrsta árinu í auknum viðskiptum. Ég auglýsi ekki mikið sjálfur, gef út bæklinga með kynningum á því sem við emm að gera, hef auglýs- ingaspjöld hjá Volvo og auglýsi við og við í dagblöðum, en fyrst og fremst auglýsi ég á bílnum og þeir (6 stykki) færa okkur að meðaltali 2 nýja viðskiptavini á dag. Þeir em alltaf á ferðinni og setja fólk í sam- band við það sem þú ert að gera. Það skiptir engu máli þó þú haf- ir heimsins bestu vöm að selja, ef fólk veit ekki af því að hún sé til, eða hefur ekki traust á þér og þinni vöm. Við reynum að tryggja við- skiptavinum okkar þessa vitneskju og þetta traust. Áfram skal haldið Á tæpum 6 ámm sem hafa liðið síðan Bragi Baldursson fékk lánað skrifborðið og stólana hjá félagan- um á bílaleigunni og stofnaði fyrirtækið B. Baldursson reklam hefur velta fyrirtækisins farið úr 300.000 skr. fyrsta árið, og í ár er reiknað með veltu upp á ca 8 til 9 millj. Búist er við veltu upp á 12 milljónir á næsta ári, þar sem Bragi hefur nýlega bætt við 5 starfsmönn- um. Límfílman, þetta undraefni, sem situr eins og hluti af lakkinu en er samt svo auðvelt að fjar- lægja, hefur átt stóran þátt í að koma þessu til leiðar. — En við getum gert meira, miklu meira, við höfum allt til alls hér í húsinu. Uppsetning á vömsýn- ingum, kennslugagnaframleiðsla (hingað til hefur glæmframleiðslan aðallega verið fyrir iðnaðinn), hvað sem er. Við verðum bara að vaxa út í þau föt sem við höfum, áður en við fáum okkur stærra númer. Stærstu viðskiptavinir Braga em einnig stærstu fyrirtæki Svíþjóðar, Volvo, SKF (Svenska kullager fa- brik) og ESAB svo nokkur séu nefnd. í gegnum þessar verksmiðjur fer vinna fyrirtækisins út um allan heim. Einnig vinnur hann þó nokk- uð fyrir verslunarhringi eins og Hannes & Maurits, Kapp Ahl og Gullins. Aðspurður um ísland, og hvort hann vilji ekki vinna fyrir fyrirtæki þar, svarar Bragi: — Ég hef unnið dálítið fyrir Landsvirkjun og núna höfum við verið að vinna fyrir Eim- skip við að hjálpa þeim að setja upp skrifstofu hér í Gautaborg. Svo hef ég unnið fyrir Pólinn og fleiri fyrir- tæki á Isafirði, en enn sem komið er er þetta ekki neitt neitt. Jú, ég gæti vel hugsað mér að vinna meira fyrir ísland. Það væri t.d. gaman að gefa SVR útlit sem allir bæjarbú- ar gætu sætt sig við. Það var komin nótt og farið að styttast í mánudaginn þegar spjalli okkar lauk yfir bolla af kaffí og súkkulaðikexi, en maður hefur það á tilfínningunni þegar komið er inní fyrirtæki Braga að þar sé eilíft hádegi. Höfundur vinnur sjálfstætt við blaðamennsku í Svíþjóð. // Það þýðir ekki að hjakka í sama fari og aðrir, reyna að traðka skóinn af öðrum með því að bjóða nákvæmlega sömu þjónustu. Maður verður að geta boðið eitthvað annað og betra. //

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.