Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
Hrafni Sveinbjiarnarsyni IIGK10 breytt:
Fullkomið rækjuvinnslu-
kerfi er komið í bátinn
Grindavík.
Fyrir skömmu kom Hrafn Sveinbjarnarson n GK 10 til
Grindavíkur eftir lengingu og umfangsmiklar breytingar
hjá Morsö Værft a/s í Nykoping í Danmörku.
Helstu breytingar voru fólgnar
í því, að báturinn var lengdur um
rúma 5 metra, yfírbyggður og
sett á milli dekkið rækjuvinnslu-
kerfí og lestinni breytt í frystilest.
Laugardaginn 4. október fór bát-
urinn á tilraunaveiðar við Eldey
eftir að ráðuneytið hafði veitt
undanþágu fyrir einu þriggja tíma
togi svo hægt væri að kanna
hvemig hinar umfangsmiklu
breytingar reyndust. Fréttaritari
Morgunblaðsins fékk leyfí hjá
Ásgeiri Magnússyni skipstjóra til
að fara með og vera vitni að
hvemig rækjuvinnslukerfí vinnur
úti á sjó.
Með í ferðinni voru einnig auk
áhafíiar Kjartan Ragnarsson, út-
gerðarstjóri, en hann hafði yfírum-
sjón með breytingunum ásamt
Asgeiri og Kára Ölverssyni 1. vél-
stjóra, fyrir útgerðarfyrirtækið,
Þorbjöm hf. í Grindavík. Frá Morsö
Værft a/s er maður um borð, Hans
Kokholm, en hann verður með fyrst
um sinn til að stilla vinnslukerfíð
og fylgjast með. Frá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna er Birgir Er-
lendsson, en hann á að kenna
skipveijum rétt vinnubrögð við
meðhöndlun rælq'unnar. Þá var eft-
irlitsmaður frá ráðuneytinu til að
ganga úr skugga um að farið yrði
eftir settum reglum.
f túmum útlistaði Ásgeir breyt-
ingamar í stórum dráttum. Á efra
þilfarið voru sett grandaraspil og
grandararenna aftur í skut. Skut
bátsins var breytt og smíðuð á hann
skutrenna og nýir gálgar. Nýr krani
var settur aftan á, nýtt afturmastur
og skorsteinninn færður, til að auka
vinnusvæðið aftur á.
Fjarstýring er á öllum spilum og
er þeim stjómað úr brú, m.a. tog-
spili á millidekki. Verður þetta til
mikillar hagræðingar þegar búið
verður að venjast þessum breyting-
um. í brúna var einnig sett nýtt
fiskimælitæki af Scanmar-gerð,
sem segir hvað trollið opnast mikið
og hvað mikill afli er kominn í
trollið. Þá var sett upp ný talstöð.
Á millidekkið var komið fyrir
mjög fullkomnu rækjuvinnslukerfí
eins og fyrr segir. Hægt verður að
sjóða rækjuna í suðupotti sem fylg-
ir kerfinu svo hægt er að vinna
rækjuna að öllu leyti um borð nema
pilla hana. Þá er bæði lausfrystir
og plötufrystir. í vinnslukerfínu er
flokkunarvél sem flokkar rælquna
í fjóra flokka eftir stærð. Rækjan
fer síðan eftir færiböndum í suðu,
lausfrystingu eða plötufrystingu
eftir því á hvaða markað er verið
að vinna. Hún er lausfryst fyrir
innanlandsmarkað en plötufryst
fyrir Japansmarkað. Japansrælq'an
fer einnig í gegnum sérstakt litun-
arkar sem er nýjung í slíkri vinnslu-
rás, en þannig helst ferskleikalitur-
inn best. AIls mun kerfíð geta annað
13 tonnum á sólarhring. Lestinni
var breytt í frystilest og rúmar hún
80 tonn.
Þá voru einnig gagngerar breyt-
ingar á vélarrúminu. Kári Ölversson
1. vélstjóri sagði að nýr gír hefði
verið settur f bátinn af Ullstein-.
gerð. Skipt var um skrúfuöxul og
skrúfu auk þess sem settur var
skrúfuhringur. Nýja skrúfan er
mikið niðurgíruð með 220 sn./mín.1
Nýtt Beckers-stýri og ný Caterpill-
ar-ljósavél 200 kw voru sett niður
en gamla ljósavélin var tekin upp
og stækkuð úr 64 kw í 80 kw. Þá
varð að skipta um rafmagnstöflu
og hún samfösuð svo hægt er að
keyra báðar ljósavélamar í einu.
Breyta varð rafkerfínu og endur-
nýja með tilkomu nýja vinnslukerf-
isins og bæta við dælum vegna
kælikerfísins. Aðalvélin var stækk-
uð úr 700 í 850 hestöfl. Olíu- og
vatnstankar voru einnig stækkaðir
mikið.
Kostnaður við þessar umfangs-
miklu breytingar eru áætlaðar um
42^milljónir króna.
f þessari ferð komu fram nokkrir
agnúar sem fljótlegt er að lagfæra
en greinilegt er að áhöfnin þarf að
venjast þessum miklu breytingum
og læra á vinnslukerfíð, því í raun
er hér um nýjan bát að ræða.
Kr. Ben.
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Skipverjar verða að hreinsa allt drasl úr rækjunni áður en hún fer
í flokkunarvélina.
Hans Kokholm, danski aðstoðarmaðurinn, sýnir
vélstjórunum stíllingaratriðið á færiböndum.
Ásgeir skipstjóri nýtur aðstoðar skipveija við að
koma togpungnum fyrir á pokanum.
♦
m m ♦ < • *
þri
1
# c••
fos
♦ a
sun mon
m/(
N ú eru hinar vinsælu helgarferðir okkar
innanlands komnar í fullan gang. Þetta eru
ódýrarferðirsem innihalda fíug tii Reykjavík-
ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig
frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða,
Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og
Vestmannaeyja. Gist erá völdum hótelum og
sumstaðar er morgunverður einnig innifalinn.
Þessi skemmtilegi ferðamáti gefur einstakling-
um, fjölskyldum og hópum möguleika á að
eykjavík: Flug frá
öllum áfangastöðum Flug-
leiða, Flugfélags Norðurlands
og Flugfélags Austurlands.
Gisting á Hótel Esju, Hótel
Loftleiðum, Hótel Borg, Hótel
Óðinsvéum og Hótel Sögu.
estmannaeyjar:
Gisting á Hótel Gestgjafan-
safjörður: Gisting á
Hótel ísafirði.
kureyri: Gisting á
Hótel KEA, Hótel Varðborg,
Hótel Akureyrí, Hótel
Stefaniu og Gistiheimilinu
Ási.
r
gilsstaðir: Gisting i
Valaskjálfog Gistihúsinu EGS.
ornafjörður: Gisting
á Hótel Höfn.
úsavik: Gisting á
Hótel Húsavík.
breyta til, skipta um umhverfium stundarsakir.
Áhyggjur og daglegt amstur er skilið eftir
heima meðan notið er hins besta sem býðst
í ferðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum
matsölustöðum, farið í leikhús eða kunningj-
arnir heimsóttir.
Helgarferð er ómetanleg upplyfting.
FLUGLEIÐIR