Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
43
af ítölsku bergi brotinn. Móðir hans
var dugnaðarforkur frá Genóva og
faðirinn letingi frá Sikiley. Sinatra
var á hvers manns vörum. ÞJónn á
prýðilegum pizzastað við lestarstöð-
ina sönglaði „L.A. Is My Lady“ og
hlakkaði til að sjá Gregory Peck
mæta á konsert vinar síns í sjón-
varpinu um kvöldið.
Næst ódýrustu miðamir, 5.000
ísl. kr. takk fyrir, voru enn fáanleg-
ir. Sætin voru uppundir þaki í
hálfrarmflu fjarlægð frá sviðinu, en
það gerði ekkert til. Litlir pappírs-
sjónaukar fylgdu „prógrammi"
' kvöldsins. Frank vígði nýja íþrótta-
og skemmtihöll, Palatrussardi, sem
Nieola Trussardi, leður- og ilm-
vatnajöfurinn, lét byggja. Trussardi
á heiðurinn af að hafa fengið Frank
til að syngja á Ítalíu á ný.
Konsertgestimir fóm að flykkj-
ast að klukkutíma áður en tónleik-
amir hófust. Það vom margar
frægar, ítalskar stjömur í þeirra
hópi og ljósmyndarar smelltu af í
grið og erg fyrir „Fólk í fréttum".
Ein kona vakti sérstaka athygli, þó
ekki af því að hún var fræg eða
falleg heldur vegna „múndering-
unnar" sem hún var í. Efnið í
kjólnum líktist helst fínlegu, glamp-
andi, gylltu bámjámi. Þessu var
vafíð utan um hana eins og sára-
bindi og á höfðinu bar hún lítinn,
hvítan túrban. Kapploðinn, hvítur
refur hékk yfír aðra öxlina og hún
stmnsaði um á meðan eiginmaður-
inn lét eins og hann þekkti hana
ekki. Gregoiy Peck komst ekki en
Roger Moore var mættur á staðinn,
það fannst konunum fyrir aftan
mig aldeilis gaman.
Hljómsveitin tók ekki nema
nokkra takta áður en Frank gekk
inn á sviðið og söng „Fly Me To
The Moon“. Hvert lagið rak svo
annað og hann rétt gaf sér tíma
til að fá sér vatnssopa eftir „N.Y.
N.Y.“ Það var enginn barstóll á
sviðinu í þetta sinn. Hann sýndi að
hann getur enn hreyft lappimar
létt og Ieikandi þegar hann spark-
aði fímlega út í loftið á eftir „I Get
A Kick Out Of You“. Annars var
hann aðallega í axlahreyfíngum að
þessu sinni, og úlnliðurinn er í góðri
æfingu. Hann tók „The Lady Is A
Tramp", „For Once In My Life" og
„Mack The Knife" undir lokin og
hefði varla getað gert betur. Hann
söng svo til samfleitt í einn og hálf-
an tíma og konsertgestimir hefðu
gjaman viljað nokkur lög til við-
bótar. En Frank hafði engan tíma
til þess. Hann hneigði sig nokkmm
sinnum og flýtti sér svo í kvöldverð-
arboð forsætisráðherrans. Og
sleppti alveg „Ó Sóle Míó“. Daginn
eftir flaug hann aftur á leið heim.
Hann hafði sýnt okkur aðdáendum
hans að hann getur enn sungið,
sama hvaða neikvæðu hluti aðra
má segja um hann.
Kvennabósi og mafíósi
Trompetleikaramir í hljómsveit-
inni vom ekki nógu ánægðir eftir
tónleikana. Frank hafði alltaf verið
að benda þeim á að spila hærra en
þeir blésu af öllum kröftum. Ég gat
huggað þá við að það heyrðist svo
sannarlega í þeim þar sem ég sat.
„Já, Frank var líklega of nærri
okkur," sagði einn þeirra. „Hann
hefði átt að koma og gera hljóð-
pmfu fyrir konsertinn." En Sinatra
hefur ekki fyrir svoleiðis löguðu.
Þeir sögðu að hann hefði ákveðið
að halda tónleikana í Evrópu eftir
að ævisaga hans „My Way“ eftir
Kitty Kelley kom út. „Þar koma
ótrúlegustu hlutir fram,“ sagði
einn, og allir hristu höfuðið. „Frank
er nú að vinna að myndbandi um
líf sitt til að hrekja stæðhæfíngar
konunnar. Kaflar úr konsertunum
í Evrópu verða notaðir til að sýna
: vinsældir hans út um víða veröld."
Sinatra reyndi að stöðva útgáfu
■ „My Way“ þegar hann hafði spum-
ir af bókinni en hætti því þegar það
jr., Deans Martin og Peters Law-
ford. Frank kynnti hann fyrir einni
af vinkonum sínum, Judith Camp-
bell-Exner. Hún var hjákona
Kennedys í ein tvö ár en hann sleit
sambandinu eftir að Robert
Kennedy, bróðir hans, benti honum
á að hún væri einnig hjákona Sam
Giancana, mafíuforingja í Chicago.
Frank kynnti þau. Robert, sem var
dómsmálaráðherra og með rann-
sókn á glæpastarfsemi undirheim-
anna í gangi, bað bróður sinn að
hætta sambandinu við Campbell-
Exner og Frank Sinatra vegna
tengsla þeirra við Mafíuna.
Kennedy hætti við að gista hjá
Frank í Palm Springs yfír páska
skömmu seinna og kaus frekar að
vera hjá Bing Crosby. Frank hafði
látið byggja þyrluflugvöll, reisa
flaggstöng og útbúa sérstakt síma-
kerfí í húsi sínu svo að forsetinn
gæti gist hjá honum. Hann tók því
stinnt upp þegar Kennedy hætti við
heimsóknina. En þægindin komu
að góðum notum þegar Frank var
orðinn Repúblikani og góður vinur
Spiro Agnews, fv. varaforseta Ric-
hards Nixon. Agnew gisti oft hjá
honum og Frank var einn af fáum
vinum hans sem reyndu að hjálpa
honum þegar hann varð að segja
af sér embætti.
ítalir kalla hann „Röddina".
“Við höfum öll áður heyrt þessar
sögur um Frank og vonum bara að
þær séu ekki sannar." Hann
skemmtir oft í Hvíta húsinu og
Reagan veitti honum frelsisorðu um
leið og Mother Teresu.
Kelley rekur tengsl Franks Sin-
atra við mafíuna í smáatriðum.
Hann hefur ekki hikað við að um-
gangast foringja hennar og vinna
á stöðum sem þeir eiga. Hann get-
ur verið ruddalegur í framkomu og
á það til að beija menn í spað.
Kelley þylur upp langan lista af
frægum konum sem féllu fyrir hon-
um þrátt fyrir þetta. Meðal þeirra
eru Marlene Dietrich, Lauren Bac-
all, Judy Garland, Elizabeth Taylor,
Shirley MacLaine, Natalie Wood og
Victoria Principle. Nokkrar vildu
giftast honum og einhveijar urðu
óléttar en hann borgaði fyrir fóstur-
eyðingar og hætti að tala við þær
ef þær urðu of ákafar. Maðurinn
virðist vera fullkominn skíthæll af
bókinni að dæma. En hann kann
að syngja, og hnéhreyfíngin er ótrú-
lega grípandi. Á því hefur hann
komist í gegnum lífíð.
Grein: Anna Bjaraadóttir
Frank gerði allar stelpur vitlausar í sér langt fram eftir ævi.
ekki er vitað nema hjónabandið
gangi vel.
Frank var góður og gegn demó-
krati hér áður fyrr og studdi
Roosevelt, Truman, Stevenson og
Kennedy. John F. Kennedy dáðist
að frjálsu lífemi Franks og kunn-
ingja hans, þeirra Sammy Davis
Frank Sinatra er nú góður vinur
Reagan-hjónanna, þó að honum
hafí þótt þau með leiðilegri hjónum
í Kalifomíu hér áður fyrr. Reagan
kippir sér ekki upp við tengsl
Franks við Mafíuna og hefur sagt:
vakti athygli fjölmiðla. Kelley er
fyrrverandi blaðamaður á Wash-
ington Post og kann sitt fag. Hún
gróf upp allt sem hún gat hugsan-
lega fundið um líf hans og er ekkert
að skafa utan af hlutunum. Þar
kemur fram að mamma hans, sem
seldi meðal annars brennivín á
bannárunum og framdi fóstureyð-
ingar í bakhúsum, dekraði einka-
bamið sitt. Hún gaf honum
hátalarakerfí þegar hann var
tvítugur og hann stofnaði hljóm-
sveitina „Hoboken Four“. Stelpur
urðu strax skotnar í honum og hann
þurfti ekki að kvarta um kven-
mannsleysi upp frá því.
Frank giftist fyrstu konu sinni,
Nancy, árið 1939. Þau áttu þijú
böm, Nancy, Frank og Tínu. Hann
sló í gegn á stríðsárunum og stúlk-
ur tóku að falla í öngvit af hrifningu
á tónleikum með honum. Hann
hlaut Óskarsverðlaunin fyrir „The
House I Live In“ árið 1946. Tveim-
ur ámm seinna fór hann að haida
við Ava Gardner og giftist henni
1951. Honum gekk þá mjög illa í
músík- og kvikmyndabransanum en
kunningjar hans í mafíunni, sem
áttu næturklúbba og spilavíti, út-
veguðu honum vinnu. Gardner
hjálpaði honum við að fá hlutverk
Maggio í „From Here To Etemity",
en hann hlaut Óskarsverðlaunin
fyrir leik sinn í þeirri mynd 1954.
Þau hjónin skildu þremur árum
seinna. Frank var giftur Miu
Farrow í eitt ár á miðjum sjöunda
áratugnum. Hann gekk svo í það
heilaga með Barböra Marx, fyrrver-
andi eiginkonu Zappo Marx, yngsta
Marx-bróðursins, árið 1976. Hún
er fímmtán áram yngri en hann og