Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
58
m m
m
&
w
Termoflex
STRENGIR
{
V;
Termoflex er fullfrágenginn 2ja leiöara hitasfrengur meö
mikla notkunarmöguleika. Með margra ára notkun í
Skandinavfu hefur nafnið Termoflex oröið þekkt sem
gæðavara. Strengimir virka án umsjónar og þarfnast ekki
viðhalds árum saman. Þeir eru vatnsþéttir og eru varðir
fyrir flestum kemiskum efnum.
Termoflex hitastrengir afhendast tilbúnir til uppsetningar
í kassa. Listi yfir fylgihluti nær yfir hitastilla og margar
gerðir uppsetningarskinna.
Kindakjötsfram-
leiðslan 33% umfram
söluna innanlands
BRÁÐABIRGÐASKÝRSLA um framleiðslu, sölu og birgðir kinda-
kjöts á síðasta verðlagsári, það er túnabilinu frá 1. september 1985
til 31. ágúst 1986, liggur nú fyrir. Á verðlagsárinu var innanlands-
sala kindakjöts rúmum 200 tonnum minni en árið á undan og birgðir
467 tonnum meiri í lok tímabilisins en var á sama tima í fyrra. Á
tímabilinu var framleiðsla kindakjöts rúmlega 3 þúsund tonnum, eða
33%, meiri en sala kjötsins á innanlandsmarkaði.
(f-''
aöhorfaá9amP en a|is
g^l-öuataðféþau^
V
okk\ að gerast ísbrjótur
Parft^fe
Hver kannast ^^Jggölinnárfla
ekkert sniðugt i
Terrnofléx i þakrennuna«
tausn é Þv’-
Termoflex til gólfhitunar. Góð lausn til
gólfhitunar i baðherbergi, forstofur, arinstofur
og önnur herbergi sem eru með steyptum
gólfum eða flísalögðum.
Termoflex til jarðvegsupphitunar. Auðvelt er
að koma Termoflex hitastrengjum fyrir og þeir
þarfnast ekki viðhalds árum saman. Hægt er
að fá ýmsar gerðir stýringa. Termoflex er mjög
heppilegur hitagjafi, meðal annars til
upphitunar á gróðurhúsum, gróðurreitum og
grasflötum. Termoflex eykur vöxt plantnanna.
Termoflex til frostvarnar. Rétta lausnin til
frostvarnar á gangstéttum, þakrennum og
niðurföllum. Með notkun Termoflex á þessum
stöðum er ísing og snjómokstur úr sögunni auk
þess sem komast má hjá peningaútlátum og
vandræðum vegna frostskemmda.
Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sími 84445.
Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Símar 50022, 50023, 50322.
Framleiðsla kindakjöts, það er
að segja slátrun haustið 1985, var
svipuð og árið áður. Ekki munaði
nema 11 tonnum, eða 0,1%. 10.
575.815 kg. af dilkakjöti komu út
úr slátruninni og 1.652.166 kg. af
kjöti af fullorðnu fé, og var fram-
leiðslan því samtals 12.227.981 kg.
af kindakjöti.
Salan innanlands var 7.838.613
kg. af dilkakjöti og 1.364.330 kg.
af kjöti af fullorðnu, samtals
9.202.943 kg. af kindakjöti. Verð-
lagsárið á undan var innanlandssal-
an 9.405.092 kg., og nemur
samdrátturinn á milli ára því
202.149 kflóum, eða 2,2%. Sam-
drátturinn var aðallega í kjöti af
fullorðnu, eða 187 tonn rúm, sem
er 12,2%, en sala á dilkakjöti dróst
aðeins saman um 14 tonn (0,2%).
Út voru flutt 2.459.592 kg. af
dilkakjöti og 18.941 kíló af kjöti
af fullorðnu fé, eða 2.478.533 kg.
af kindakjöti alls. Er það 43.146
kílóum, eða 1,8%, meira en árið á
undan.
Rýmun var 79.355 kfló á verð-
lagsárinu, en var 176.029 kg. árið
á undan. Birgðir kindakjöts í lok
verðlagsársins, þann 31. ágúst
síðastliðinn, voru alls 2.387.247
kíló, sem er 467.150 kg. meira en
í byijun verðlagsársins. Aukning
birgða er því 24,3%. Mest munar
um auknar birgðir kjöts af fullorðnu
fé, sem nærri þrefölduðust en birgð-
ir dilkakjöts jukust um 12,3%.
Sala kindakjöts var undir meðal-
lagi mest allt verðlagsárið, en
niðurgreiðslur voru auknar síðustu
mánuðina og hafíð sérstakt kynn-
ingarátak, þannig að salan gekk
betur og vannst þá upp megnið af
FLOTTAMENN 86
LÁTUM ÞÁ EKKI ÞURFA AÐ LÍÐA OG BÍÐA •••
HJALPARSJÓÐUR
GÍRÓ 90.000 -1
þeirri sölu sem tapast hafði fyrr á
árinu. í ágústmánuði var salan til
dæmis 918 tonn, sem er 225 tonn-
um, eða 32%, meira en í ágúst árið
á undan. Þegar upp var staðið var
salan 202 tonnum minni en árið á
undan, og stækkaði gjáin á milli
framleiðslu og innanlandssölu um
það magn því framieiðslan var svip-
uð á milli ára.
Framleiðsla kindakjöts var á
verðlagsárinu rúmlega 3 þúsund
tonnum, eða 33%, meiri en sala
kindakjöts á innanlandsmarkaði.
Er búist við að framleiðslan í ár
verði svipuð og helst því þessi mun-
ur út verðlagsárið ef salan eykst
ekki verulega. Þessi munur mun
aftur á móti minnka verulga á
næsta verðlagsári, sem hefst næsta
haust, því þá er stefnt að því að
kindakjötsframleiðslan verði komin
niður í 11 þúsund tonn.
Héraðsfund-
ur Kjalar-
nesprófasts-
dæmis
Sunnudaginn 12. október verður
héraðsfundur Kjalarnesprófasts-
dæmis haldinn í Innri-Njarðvik-
ursókn og hefst með morgunbæn
kl. 9.00 árdegis.
Dagskráin hefst með því að pró-
fastur flytur yfírlitsræðu sína.
Síðan verða lagðir fram reikningar
kirkna og kirkjugarða og einnig
reikningar héraðssjóðs Og einstakra
sókna.
Þá flytja fulltrúar prófastsdæm-
isins í Hjálparstofnun kirkjunnar
og Æskulýðsnefnd skýrslur sínar.
Klukkann 14.00 verður guðs-
þjónusta í Innri-Njarðvíkurkirkju í
tilefni af 100 ára afmæli kirkjunn-
ar. Sr. Sigurður Guðmundsson,
vígslubiskup, predikar. Sóknar-
presturinn sr. Þorvaldur Karl
Helgason þjónar fyrir altari.
Kl. 15.30 verða kaffíveitingar í
Safnaðarheimilinu. Þar mun Hörð-
ur Ágústsson flytja ræðu, sem hann
nefnir íslensk kirkjubyggingarlist.
Þá verður söngur í umsjón Gróu
Hreinsdóttur, organista, og kórs
kirkjunnar. Fundi verður svo haldið
áfram kl. 17.00.
Leiðtogarnir
fá æðar-
dúnsængur
LEIÐTOGAR stórveldanna fá
æðardúnsængur að gjöf frá
islenskum bændum. Voru sæng-
urnar afhentar í forsætisráðu-
neytinu á föstudaginn.
Að ósk æðarræktenda var dúnn-
inn í sængumar sérstaklega valinn
í dúnhreinsunarstöð búvörudeildar
SÍS og voru sængurnar saumaðar
í Sængurfatagerðinni. Hvor leið-
toginn átti að fá tvær sáengur.
XJöfðar til
XTlfólks í öllum
starfsgreinum!