Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 62
ag*>r %38&r7io $£ 5nJt)A<JiJW£D£
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
pa
62
Tveir námsmenn í
Reykjavík, Gunnar Guð-
mundsson og Jón Viðar
Sigurðsson, klifu hið víð-
fræga fjall í Afríku,
Kilimanjaro, í ágústmán-
uði síðastliðnum. Frásögn
þeirra og myndir af ferða-
laginu fer hér á eftir.
Yfir sléttunum í norðurhluta Tansaníu
gnæfir Qallið Kilimanjaro tignarlega eins
og hæsta Qalli Afríku sómir, 5895 metra
yfír sjávarmáli. Hvítur maður leit Qallið
fyrst augum árið 1848 svo vitað sé. Fyrsti
maðurinn til að ganga á hæsta tind fjallsins
var Þjóðveijinn Hans Mayer ásamt fylgdar-
manni sínum Purtscheller árið 1889. Agnar
Kofed-Hansen gekk á íjallið fyrstur íslend-
inga hinn 18. nóvember 1966. Hemingway
gerði fjallið ódauðlegt með sögu sinni Snows
of Kilimanjaro og við sáum því bregða fyrir
í myndinni Out of Africa, sem sýnd var hér
á landi nýlega.
Fjallið býr yfir stórbrotinni náttúrufegurð
og er því ekki að furða þó að fjöldi ferða-
manna sæki Qallið heim á ári hveiju, bæði
til að ganga á það og ekki sfður til að njóta
náttúrunnar.
Við félagamir fengum þá hugmynd fyrir
örfáum árum að ganga á fjallið en í ágúst-
mánuði síðastliðnum létum við til skarar
skríða. Undirbúningurinn undir ferðina
hófst reyndar haustið 1985 með bréfaskrift-
um og upplýsingaöflun enda krefst ferðalag
sem þetta talsverðs undirbúnings. Eftir
nokkuð ferðalag í gegnum fargjaldafrum-
skóginn fundum við ferðaskrifstofu eina f
Hollandi sem reyndist bjóða lægstu fargjöld-
in. Það var því afráðið að við skyldum fljúga
með hollenska flugfélaginu KLM frá Amst-
erdam til Tansaníu. Svo skemmtilega vill
til að hægt er að fljúga beint frá Evrópu
til flugvallar sem er við rætur Kilimanjaro
en hann nefnist Kilimanjaro Intemational
Airport. Ástæðan fyrir því að alþjóðaflug-
völlur er staðsettur þama í norðurhluta
Tansaníu er sú að á þessum slóðum eru
margir af frægustu þjóðgörðum Austur-
Afríku og er flugvellinum ætlað að auðvelda
ferðamönnum aðgang að þeim. Á meðal
þessara þjóðgarða má helst nefna Seren-
geti-, Lake Manyara- og Ngorongoro-þjóð-
garðana og sfðast en ekki síst Kilimanjaro
en mestur hluti Qallsins er innan samnefnds
þjóðgarðs.
Við lögðum upp frá Amsterdam laugar-
daginn 2. ágúst og eftir rúmlega tíu tíma
flug, með suttri viðkomu f Khartoum í Súd-
an, lentum við á Kilimanjaro-ajþjóðaflugvell-
inum. Þar tók á móti okkur íslendingurinn
Kristján Eysteinsson en hann starfar við
þróunarhjálp í bænum Moshi. Kristján var
okkur afar hjálplegur á meðan við dvöldum
í Tansanfu. Eftir að hafa dvalið einn dag
með Krisljáni í Moshi og skoðað okkur um
í bænum ókum við til þorpsins Marangu sem
er í 1550 m hæð í suðaustuijaðri Kilimanj-
aro. í þessu þorpi hefst sjálf gangan á
fjallið. Við dvöldum þar á Kibo Hotel, sem
er upphafsstaður flestra þeirra sem á fjallið
ganga og er saga þess samofín sögu fjall-
gangna á Kilimanjaro. Kibo er einmitt
nafnið á hæsta hluta Kilimanjaro.
Eftir tveggja daga dvöl f Marangu hófum
við fjallgönguna. Fyrstu sex kílómetramir
liggja eftir malbikuðum vegi upp að þjóð-
garðshliðinu sem er í 1860 m hæð. Á þessum
kafla leiðarinnar er gengið um ræktuð svæði
þar sem aðallega er ræktað kaffí, maís og
bananar. Við höfðum skipulagt göngu okkar
á fjallið á þann hátt að við ætluðum hvorki
að taka með okkur leiðsögumann né burðar-
menn en Labrosse hótelstjóri á Kibo-hótelinu
tjáði okkur að það væri skylda að hafa leið-
sögumann með á fjallið. Það var því fyrsta
verkefni okkar þegar við komum að þjóð-
garðshiiðinu að verða okkur úti um leiðsögu-
mann. Til þess starfs réðum við 28 ára
gamlan mann, Thomasi Mtui að nafni. Einn-
ig réðum við tvo bræður hans sem burðar-
menn og skyldi annar þeirra bera mat og
annan útbúnað fyrir þá bræður en hinn fékk
það hlutverk að létta á því dóti sem við
bárum sjálfir. Bar hver okkur u.þ.b. tíu kg
í bakpoka.
Við hliðið þurftum við að greiða dvalar-
og gistigjöld til þjóðgarðsyfirvalda og voru
það allnokkrar upphæðir. Laun bræðranna
voru hins vegar hlægilega lág.
Við hliðið eru gróðurskil. Af ræktaða
landinu tekur þéttur regnskógur við og ligg-
ur göngustígurinn í gegnum hann. Hvorug-
ur okkar hafði áður komið í regnskóg og
fannst okkur þvf gangan spennandi. Leiðin
frá hliðinu til Mandara, sem var fyrsti gisti-
staður okkar á Qallinu, er 9 kílómetra löng.
Skálamir í Mandara standa í 2690 m hæð.
Við höfðum því gengið 15 kflómetra og
hækkað okkiir um 1140 metra á þessum
fyrsta degi. í Mandara er húsaþyrping sem
samanstendur af mörgum 8 manna skálum
og einu aðalhúsi fyrir fólk til að borða í.
Síðan eru þar einnig eldaskálar og hús fyr-
ir burðar- og leiðsögumenn. Hús þessi reistu
Norðmenn fyrir nokkrum árum.
Næsta morgun héldum við svo göngunni
áfram. Skálamir í Mandara eru í stóru
ijóðri f regnskóginum en þegar við höfðum
gengið upp f u.þ.b. 2900 m hæð komum
við að efri mörkum skógarins og við tekur
graslendi með lágvöxnum tijám á stangli.
Á þessum slóðum létti þokunni sem ríkt
hafði um morguninn en efri mörk hennar
voru í þessari hæð. Ofan við þokuna var
dásamlegt veður, glampandi sól og hlýtt.
Stórkostlegast var það útsýni sem við höfð-
um til tveggja tinda framundan. Hægra
megin var Mawenzi, næsthæsti tindur Kili-
manjaro, 5149 m. Vinstra megin og fjær
var hinn jökulkrýndi tindur Kibo, hæsti tind-
ur Afríku, 5895 m. Hæsti hluti Kibo nefnists
Uhuru, sem þýðir frelsi á svahili. Áður hét
tindur þessi Keiser Wilhelmsspitze. Þegar
Tansanía hlaut sjálfstæði árið 1961 var
nafni tindsins breytt. Takmark okkar var
að sjálfsögðu að komast upp á sjálfan tind
frelsisins, Uhuru. Leið okkar á öðrum degi
göngunnar lá að skálanum f Horombo í
3750 m hæð. Tólf kílómetra löng leið. Mest-
allan tfmann höfðum við reglulegan gíg á
vinstri hönd sem nefnist Kifinka. Eftir tæp-
lega fimm tíma göngu komum við til
Horombo. Skálamir þar voru mjög svipaðir
skálanum í Mandara. í Horombo dvöldum
við svo næsta dag í þeim tilgangi að aðlag-
ast hæðinni. Ef fólk hækkar sig of hratt á
það á hættu að fá fjallaveiki cur vildum við
reyna að koma í veg fyrir að það henti
okkur. Fyrstu stig flallaveikinnar lýsa sér
aðallega í höfuðverk, ógleði og uppköstum.
Sólsetur er um sjöleytið og fellur þá hita-
stigið fljótt niður að frostmarki og /er niður
fyrir frostmark um miðja nóttina. Á kvöldin
létti skýjunum af landinu neðan við fjallið
og var það ógleymanleg sjón að horfa á ljós-
in á bænum Moshi, 3000 m neðar. Það er
venjan að fara snemma að hátta á kvöldin,
enda lftið við að vera í kuldanum og myr-
krinu f skálunum. Þann aukadag sem við
'4