Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 242. tbl. 72. árg.________________________________ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986_______________________________PrenLsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Heiðursvörður viðkomu Steingríms tilPeking Pelring. Frá Bimi Yigni Sigurpálasyni, blaðamanni Morgunbladsins, og AP. ZHAO ZIYANG, forsætisráðherra Kína, tók á móti starfsbróður sinum Steingrími Hermanns- syni þegar hann kom í gær til Peking. Teinréttir hermenn stóðu svipbrigðalausir heiðursvörð við komu hans. Steingrimur ræddi leiðtogafundinn og samskipti íslendinga og Kínveija í matarveislu hjá Zhao Ziy- ang, forsætisráðherra Kína. „Fyrstu viðbrögðin eftir fundinn voru vonbrigði," sagði Steingrimur. „Við nánari umhugsun komst ég að hinu gagnstæða. Á þessum fundi skýrðust málefnin og einnig þeir mögu- leikar, sem fyrir hendi eru. Lagðar voru fram róttækar tillögur." Sjá einnig frétt á síðu 2. Evrópubandalagið: Mitterrand og Kohl um afvopnunarmál: Vongóðir um samkomulag- Frankfurt, Moskvu, Washington, AP. FRANCOIS MITTERRAND Frakklandsforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands. Friedhelm Ost, talsmaður stjórnar- innar í Bonn, sagði að Mitterrand og Helmut Kohl kanslari hefðu verið sammála um að eftir Reykjavíkurfundinn væru vænlegar horf- ur á því að takast mætti samkomulag milli stórveldanna um af- vopnunarmál. Kanslarinn skýrði Mitterrand frá viðræðum sínum við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Washington eftir Reykjavíkurfundinn. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, sakaði í gær ráðamenn í Hvíta húsinu um að hafa „gróf- lega rangtúlkað" Reykjavíkurfund- inn. Einn fulltrúa sovésku sendi- nefndarinnar á leiðtogafundinum ítrekaði nýjustu fullyrðingu Kreml- veija um að Reagan hafi ekki aðeins samþykkt að eyða langdrægum kjamorkuflaugum á Reylqavíkur- fundinum, heldur öllum gerðum kjamorkuvopna i vopnabúrum stór- veldanna á tíu áram. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Reagan hefði rætt um það á fundin- um að útrýma öllum gerðum kjamorkuvopna, en ekki lagt fram tillögu þess eðlis. Eþíópía: Utanríkis- ráðherrann segir af sér Samkomulag náðist ekki um aðgerðir gegn Sýrlendingum Lúxemborg, Washington, Nikósíu, AP. BRETUM tókst ekki að sannfæra bandamenn sína í Evrópu- bandalaginu um réttmæti sameiginlegra refsiaðgerða gegn Sýrlendingum vegna meintrar aðildar þeirra að tilraun til að koma sprengju fyrir í farþegaþotu í apríl. Utanríkisráðherrar og staðgengl- ar utanríkisráðherra ellefu aðild- arríkja EB ákváðu eftir sjö klukkustunda viðræður í Lúxem- borg í gær að lýsa yfir vanþóknun sinni á meintri aðild Sýrlendinga. Grikkir neituðu að undirrita yfirlýs- inguna. Howe, sem er formaður utanrík- ismálanefndar Evrópubandalags- Friðardagur Jóhannesar Páls II: Akall páfa var víðast hvar virt Assisi, Ítalíu, AP. JÓHANNES Páll páfi II og leiðtogar 11 ólíkra trúarhreyfinga komu saman í gær í Assisi á Italíu til að biðja fyrir friði í heiminum. Stjómvöld og skæraliðahreyfingar í tólf þjóðlöndum höfðu heitið sólarhringslöngu vopnahléi í gær í virðingarskyni við friðarviðleitni trúarleiðtoganna. Ekki bára allir þeir sem heitið höfðu vopnahléi gæfu til að virða það og bárast fréttir um átök í Líbanon og milli írana og íraka. írski lýðveldisherinn hundsaði einn- ig ákall páfa og sprengdu liðsmenn samtakanna upp jámbrautarteina nærri landamærum Irlands. Sendi- menn Vatikanins höfðu unnið að því vikum saman að fá stjómvöld og skæraliðahreyfingar til að leggja niður vopn í gær. ins, vildi ekki að starfsbræður sínir fylgdu fordæmi Breta og slitu stjómmálasambandi við Sýrlend- inga. Hann vildi að eftirlit með ferðum Sýrlendinga um landamæri yrði hert, vopnasala bönnuð og sendi- herrar kvaddir heim frá Damaskus til ráðagerða. Howe kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum og sagði að íjarvera sex utanríkisráðherra frá fundinum hefði ráðið úrslitum um að ekki tókst samkomulag. Farouk A1 Sharaa, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði í gær að ásakanir Breta um aðild stjómar- innar að því að reyna að koma sprengju fyrir um borð í flugvélinni fengju ekki staðist. Bandaríkjamenn, sem kallað hafa sendiherra sinn heim frá Sýrl- andi vegna þessa máls, ákölluðu Sýrlendinga í gær vegna loforða um að hjálpa til við að fá banda- ríska gísla lausa og báðu þá að standa við orð sín. Kanadamenn og ísraelar hafa einnig lýst yfir stuðningi við aðgerð- ir Breta. Sameinudu þjóðunum, AP. GOSHU Wolde, utanríkisráð- herra Eþíópíu, tilkynnti í gær afsögn sína. Sagðist hann ekki lengur geta starfað á vegum stjómar sem ræki mannfjand- samlega öfgastefnu. Wolde er staddur í New York þar sem hann mun ávarpa alls- heijarþing Sameinuðu þjóðanna. Wolde sagði eþíópísku stjómina í engum tengslum við líf almenn- ings í landinu og lýsti henni sem harðstjóm, sem skeytti í engu um örbirgð og fátækt lands- manna. Aðspurður kvaðst hann hafa tilkynnt Mengistu Haile-Mariam, leiðtoga Eþíópíu, um afsögn sína. Sagðist hann einnig hafa sagt sæti sínu í miðnefnd kommún- istaflokksins lausu. Goshu Wolde hafði gegnt stöðu utanríkisráð- herra um fjögurra ára skeið. Að lokinni sameiginlegri bæna- stund við gröf heilags Frans frá Assisi flutti páfi ávarp þar sem hann hvatti þjóðir heims til að stuðla að friði. Sagði páfi að mann- kyn allt stæði frammi fyrir því að velja á milli friðar og stríðsreksturs. Alls tóku um 160 fulltrúar trúar- hreyfinga þátt í bænastundinni og vora þar á meðal andatrúarmenn frá Afríku og japanskir shintóistar. Þáttaskilí ksLuphöllinni Róttækar breytingar urðu á kauphallarviðskiptum í London í gær. Nýjar reglur tóku þá gildi og losað var um gömul höft og hefðir. Jafnframt var nýtízku tölvutækni tekin í notk- un. Hin nýja tækni hóf þó ekki innreið sína snurðulaust. Bilun varð skömmu eftir opnun og stóð hún í einar 70 mínútur. Mynd þessi sýnir verðbréfasala við bandaríska verðbréfafyrir- tækið L. Messel og Co að störfum í London í gær. Sjá nánar: Stóri hvellur genginn yfir á bls. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.