Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 47

Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 47 Eiton John og Renate, kona hans við brúðkaup Andrews Bretaprins og Fergie. Námskeið í almennri skyndihjálp | Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp. Það hefst miðviku- daginn 29. október kl. 20.00 í kennslusal RKI, Nóatúni 21. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leiðbeinandi er Guðlaugur Leós- son. Öllum heimil þátttaka. Skráning í síma 28222. +--------------------------------- spymuliðsins Watford, sem hann á meirihlutann í, mátti heyra áhorf- endur syngja þúsundradda um kyn- hneigð hans. „Ég hefði getað farið mjög illa út úr þessu", segir Elton, sem að öðru leyti neitar að ræða þessi mál, jafnvel við Carol Thatc- her (dóttur Margrétar), sem han hefur samþykkt sem ævisöguritara sinn. Hjónaband var varla sú lausn á vanda Eltons, sem flestir bjuggust við. Og ekki verður heldur sagt að Renata hafa verið hin augljósa brúður. „Hún er mjög hlédræg kona, algerlega jarðbundin", segir Patti Nolder, fyrrum yfirmaður hennar við A/R-hljóðverið, en Ren- ata var áður upptökustjóri þar. Elton er hins vegar hvorugt. Þegar hann kemur til klæðskera síns ferð- ast hann um í einum af Bentleyun- um sínum. Ef hann er í rauða bílnum er hann klæddur í stíl o.s. frv. „Hann kemur hálftíma áður en við eigum stefnumót, enda veitir ekki af“, segir klæðskerinn, Tommy Nutter, „því hann þarf að gefa eig- inhandaráritanir og hvað ekki“. Þegar hinn skartgjami píanóleik- ari og söngvari, sem heitir Reginald Dwight réttu nafni, kvæntist hinni þýskbomu eiginkonu sinni fyrir nákvæmlega tveimur ámm, sögðu illar tungur að hann hefði kvænst henni til þess að hreinsa af sér slyðruorðið, en ekki vegna ástar. Ekki bætti úr skák að hjónakomin, sem höfðu unnið saman við upptök- ur ás plötunni Too Low for Zero, höfðu aldrei sést saman áður, enda höfðu þau verið upptekin við vinnu. En nú eru þau saman öllum stund- um. „Það er ánægjulegt að koma heim og deila sér og sínu með ein- hveijum öðrum. Ég sé ekki eftir því að hafa hætt piparsveinslífemi mínu. Ég sé mig í anda gamlan og sérvitran, Ha-ha, það væri sjón!“ Hvað Renötu varðar hefur hún einnig breyst. Aður var hún alltaf í gallabuxum og bolum. Nú sést hún hins vegar ekki nema í dýrind- is klæðum, eins og klippt úr Dynasty. Þannig geta nánar samvistir við konungsfjölskylduna farið með mann. Elton hefur lengi verið óopin- ber hirðtónlistarmaður og vinskap- ur hans við ýmsa meðlimi hennar hefyur lengi verið á allra vitorði. Árið 1976 var hann fylgdarmaður Margrétar prinsessu á frumsýningu kvikmyndar nokkurrar. Hann er einnig góðvinur drottningarmóður- innar, sem bauð honum til kvöld- matar í fyrra og kom til John- hjónanna í te skömmu síðar. „Hann hefur dansað við drottningarmóður- ina í Windsor hvað eftir annað“. Nýjasti vinur hans í Qölskyldunni er Andrés Bretaprins og hertogi af Jórvík, sem hefúr fengið hann til þess að leika á píanóið þar við mörg tækifæri. Þess má geta að á morgni brúðkaups þeirra, fékk prinsinn BBC til þess að leika lög eftir Elton John. Ekki svo að skilja að Elton þyrfti á auglýsingunni að halda. Nú hefur Elton vermt sæti vinsældalistanna í rúmlega 16 ár og sýnir engin merki um þreytu. Fítons- kraftur * 1 óperunni Nú bráðlega verður söngleikur þeirra Gilberts og Sullivans, Míkadó, færður upp í Ensku þjóð- aróperunni. Lítill vafi er á að uppfærsla þessi á eftir að vekja nokkra athygli fyrir ýmsar sakir. T.a.m. mun Monty Python-maður- inn Eric Idle koma fram í óperu í fyrsta skipti og mun hann leika hinn keisaralega yfírböðul Kó-Kó. Jonathan Miller leikstjóri ( A Long Day’s Joumey Into Night) hefur einnig breytt stað og stund óper- unnar, því að hún gerist ekki í Japan síðustu aldar, heldur í Englandi á fjórða áratugnum. „Ég held að þetta verði svipað og Marx bræður í Englandi", sagði Idle í samtaliu við The London Standard. Idle lendir öðruhveiju í aðdáend- um á menntaskólaaldri, sem horfa á endursýngar á Monty Pythons Flying Gircus. „Þeir ganga upp að mér og fara með heilt atriði, sem getur orðið soldið þreytandi", segir Idle. „Þá segi ég vanalega eitthveð mjög ruddalegt, sem þeim finnst einstaklega fyndið og hrynja niður í hlátursflogum". COSPER Ég hef reynt að gefa honum bæði koníak og rússneskan kaviar, en hann vill hvorugt. 249.000 kr. er lítið verð fyrir AXEL, sterka og stóra smábílinn. AXEL - ódýr, sterkur og stór. WMGIobus? LAGMULA 5 SÍMI 681555 Kahrs gæðaparket er lakkað um U.V. lakki sem tekur öðru lakki fram. Lakkið hefur matta og stama áferð. Það er svo sterkt og frá- bært í frammistöðu að Kahrs ráðleggur ekki frekari lökkun. Kahrs Líttu við, það borgar sig. Parket er okkar fag SOára parketþjónusta EGILLARNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 Parketnýjung

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.