Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Deilt innan Rauða krossins A Aalþjóðaþingi Rauða kross- ins, sem hófst í Genf fyrir helgina, urðu strax á fyrsta degi harðar deilur um það, hvort Suð- ur-Afríka skyldi eiga fulltrúa á þinginu. Varð niðurstaðan sú, að fulltrúum suður-afrískra stjóm- valda var vísað af þinginu en fulltrúar Rauða krossins þar í landi fengu að sitja áfram. í af- stöðu sinni til þessa máls klofnaði íslenska sendinefndin á þinginu. Fulltrúi ríkisstjómarinnar greiddi atkvæði gegn brottvísun fulltrúa suður-afrisku ríkis- stjómarinnar en fulltrúar Rauða kross íslands sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Rauði krossinn á að vera haf- inn yfír hefbundið stjómmála- karp, hvort heldur á alþjóðavett- vangi eða í einstökum löndum. Háleitt markmið hans er að draga úr þjáningum þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna hemaðarátaka, náttúrhamfara eða af öðmm ástæðum. Til að starfsemi Rauða krossins skili árangri þurfa allar þjóðir heims að virða friðhelgi hans og þeirra, sem á vegum Rauða krossins starfa. Með því að heija þras um rétt einstakra ríkja til að sitja þing Rauða krossins er verið að draga samtökin niður á hefð- bundið karpstig, þar sem mannúðar- og réttlætismál víkja fyrir pólitískum fordómum og þrætum. Það var rétt afstaða hjá full- trúa íslensku ríkisstjómarinnar að vera andvígur brottvísun full- trúa suður-afrísku ríkisstjómar- innar af þingi Rauða krossins. Með atkvæði sínu var fulltrúi íslands ekki að leggja blessun sína yfír stjómarfarið í Suður- Afríku heldur að standa vörð um hugsjónir Rauða krossins: að starf samtakanna krefjist þess að þar sitji fulltrúar allra ríkja. Brottreksturinn frá Genf er þeg- ar farinn að bitna á þeim, sem eiga um sárt að binda í Suður- Afríku og hafa notið aðstoðar Rauða krossins — þar em fremstir í flokki svertingjar frá nágrannaríkjum, sem hafa flúið til Suður-Afríku. Frá því að síðari heimsstyij- öldinni lauk hafa átök, þar sem Rauði krossinn hefur látið til sín taka, breyst. Nú er ekki aðeins um hefðbundin átök milli heija að ræða heldur einnig baráttu innan einstakra ríkja, þar sem venjulegir borgarar verða illa úti. I mörgum ríkjum þriðja heimsins hafa langvinnar eijur leitt til efnahagslegra þrenginga, sem bitna illa á almenningi. Ríkisstjómir í mörgum þessara landa, svo sem Afganistan og Kambódíu, hafa meinað fulltrú- um Rauða krossins að starfa innan landamæra sinna. Frá því að Sovétmenn réðust inn í Afg- anistan fyrir tæpum sjö ámm, hafa fulltrúar Rauða krossins aðeins einu sinni, í stuttri ferð 1982, fengið að kynna sér að- stæður í landinu. Engum dettur þó í hug að krefjast þess, að ríkis- stjóm Afganistan verði meinað að eiga fulltrúa á alþjóðaþingi Rauða krossins. Tvískinnung og hræsni í al- þjóðamálum á aldrei að líða en þó síst af öllu, þegar fulltrúar þjóða heims koma saman undir merkjum Rauða krossins. Sam- tökin em byggð á hinni einföldu hugsjón, sem fæddist hjá Henry Dunant á orrustuvellinum við Soleferino fyrir rúmri öld, að hjálpa ætti særðum, hvort heldur þeir væm vinir eða óvinir. Umsvif KRON Sú kenning, að samkeppni í verslunarrekstri sé ekki marktæk nema ólík rekstrarform keppi sín á milli, er ekki mark- tæk. Þröstur Ólafsson, stjómar- formaður Miklagarðs og KRON, heldur henni á loft í Morgun- blaðsgrein síðastliðinn föstudag. Hann segir einnig, að hin harða samkeppni í verslun á höfuð- borgarsvæðinu, eigi rætur að relqa til þess, þegar Miklagarði var komið á fót af samvinnu- hreyfíngunni. Þetta er ekki rétt. Til Miklagarðs var stofnað til að samvinnuhreyfíngin gæti fetað í spor einkarekstrarmanna, sem höfðu gjörbreytt verslunarhátt- um á höfuðborgarsvæðinu með stórmörkuðum. Megintilgangur greinarinnar er þó sá að býsnast yfír því, að fjármálaráðuneytið hafí hætt við þau áform að reisa áfengisbúð í Mjóddinni, þar sem KRON hefur nýlega fest kaup á versluninni Víði. Niðurstaða Þrastar Ólafs- sonar er sú, að tímabært sé að velta því fyrir sér, „hvort ekki beri að gefa verslun með áfengi fijálsari, innan þeirra marka sem talin em skynsamleg“. Þetta er skynsamlega ályktað og sannar enn einu sinni, að neyðin kennir naktri konu að spinna. Vígsla Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja var þéttskipuð þegar vígsluathöfnin hófst. Upp, upp mín sál! Predikun biskupsins yfir íslandi, hr. Péturs Sigimgeirssonar, við vígslu HaUgrímskirkju í Reykjavík 26. október 1986 Texti: Því að til þín, Drott- inn, hef eg sál mína. Sálm. Davíðs 86:4 Eg hefi valið orðum mínum þessa yfírskrift: „Því að til þín, Drottinn, hef eg sál rnína." Þetta er trúarstef úr sálmum Davíðs, sem hafa í ald- anna rás lýst þrá mannsandans og bæn til Guðs. Þennan texta valdi eg vegna þess, að í huga mínum er annað trúarstef þessu líkt sem hljómað hefur í sál íslendinga síðustu þijár aldir, oftar en nokkur veit, upphafið að Passíusálmunum: „Upp, upp mín sál.“ Gmnntónninn er svo líkur og samstilltur í trúaijátningu beggja höfundanna, þess hebreska og þess íslenska, að það er eins og þeir hafi báðir sömu ástillingu og noti báðir sömu hörpuna. Það kann að þykja ijarstæða að trúarskáld Hebreanna og passíu- sálmaskáldið í Saurbæ hafi orðið svo samferða í uppstigningu sálar- innar að árþúsundir skuli vera á miUi þeirra. En það er ekki undar- legt. Þannig er maðurinn gerður og hefur verið frá upphafí tilvem sinnar. Löng er orðin sú ferð, þegar horft er til baka, — þegar þrá guðs- trúarinnar vaknaði hjá mannkyninu. Mun það ekki sanni næst, að þá hafi Guð skapað manninn, aðgreint hann frá öðmm vemm, þegar hann gaf honum vitund um tilvem Guðs? A grísku er maður anþópos og þýð- ir Sá sem beinir sjónum sínum upp, horfir upp, sér það sem æðra er og knýr hann til að sækja á brattann. Þetta nývígða mikla musteri er í allri sinni tign og vegsemd, Q'áning á þeirri þrá mannsandans. Hér leita allar línur upp, lengra og lengra og mætast loks eins og samanlagðar hendur í bæn, — þar sem tuminn er og bendir til hiinins. Þegar lokið var við að reisa kirkjutuminn orti Pétur Sigurðsson, erindreki: Hallgrimskirkja hátt skal gnæfa hæstur tum í vonim bæ. Hann má lita hvaðanæva hér úr grennd og langt af sæ. Hallgrims dým helgfljóðin himinsækna geiðu menn, kulda eyddi guðleg glóðin gióð sem hjörtun vermir enn. Þvi skal minnismertdð rísa, mesta kirkja þessa lands ár og aktir lýðnum lýsa leið til Guðs og ríkis hans. Já, — Hallgrímskirkja rís hátt yfir aðrar byggingar borgarinnar, og hún er einnig að því leyti hátt upp hafin að vera helgidómur allrar þjóðarinnar — mætti kirkjan í sama mæli knýja okkur — líkt og sagt er um kærleik- ann í Ritningunni, — „Kærleiki Krists knýr oss“, (2. Kor. 5:14) stendur þar. Fyrir allmörgum árum hlýddi eg á umræðuþátt nokkurra manna í sjónvarpinu. Nóbelsverðlaunaskáldið okkar, Halldór Laxness, var meðal þeirra, sem þar ræddu saman. Þegar nokkuð var liðið á þáttinn fannst skáldinu, sem umræðumar væru að missa marks og sagði: „Getum við . ekki lyft umræðunum á hærra plan,“ — og lyfti upp höndum til að leggja áherslu á orðin. Hversu oft höfum við ekki látið í ljós þessa ósk sjálf að því er varðar heiminn, sem við lifum í og þjóð- félagið okkar og okkur sjálf: „Upp, upp mín sál!“ En dæmin sýna og sanna að það er ekki nóg, — að segja það, óska þess, þrá það, — jafhvel heldúr ekki nóg að vilja það, það fann Hallgrímur, því að: „Hold er tregt minn herra mildi í hörmungunum að fylgja þér. Þó eg feginn feta vildi fótspor þín sem skyldugt er. Viljinn minn er í veiku gildi þú verður því að hjálpa mér.“ (Pass. 30.10) Án bænar, hjálpar og leiðsagnar nær sál okkar ekki upp til Guðs, og því steig hann niður til að vera okk- ur bænheyrsla, hjálp, ljós. Eg gleymi aldrei sýn, sem eg sá, er eg flutti hingað til Reykjavíkur frá ísafirði í ársbyijun 1939. Þá var ekki hafin bygging Hallgrímskirlqu, holtið autt og opið svæði. Eftir að stigið var af skipsflöl eftir sjóferðina árla morguns, lá leiðin upp úr mið- bænum. Þar sem ekið var af Laugavegi og beygt upp Skólavörðu- stíg sá eg hvar sólin var eins og hún stæði á holtinu og fyllti út í enda götunnar, eins og hún væri gerð og sniðin til þess að vera þar stað- bundin — með ómælda, ylríka geisla sína. Þetta er kirkjan á táknmáli, sem smiðimir hafa reist og höfuðsmiður himins og jarðar gefið efiiiviðinn til. Ljós heimsins er á þessum stað. Jes- ús Kristur er hér kominn til að leiða sál okkar, mannlíf upp og inn í himin- inn. Á skjali því, sem lagt var með homsteini í gmnn kirkjunnar á 300 ára ártíð Hallgríms, segir um kirkj- una í fáum orðum: „Hún er reist Drottni til dýrðar í minningu Hallgríms Pétursonar.“ Þetta segir í raun og vem allt. Það sem Hallgrímur var og er íslensku þjóðinni verður aldrei skráð nema í hjörtu þeirra sem trúðu og báðu með honum. AJdrei var nokkur maður ofar foldu í þessu landi að hann hafi náð eins til huga og þjartna allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.